Hátt fall skelfir fólk og heldur því á mottunni. Ætlar Geir kannski bara ekkert úr formannsstólnum? Hverju hvíslar Davíð í eyra sinna þegar kosningar nálgast? ...

Þorgerður Katrín.Já, fallið var hátt - beint úr ráðherrastól og langt niður í stjórnarandstöðu. Nú er maður (kona) orðinn hræddur við að falla aftur - og því ekki annað í stöðunni en að draga sig til hlés - reyna bara að halda fast í það sem þegar er undir rassinum á manni (konu)...

Ekki kæmi mér það á óvart þó Davíð hafi nú laumað því að Þorgerði að gamli karlrembuflokkurinn myndi aldrei sætta sig við kerlingu í brúnni. Langt frá því allavega ...

Það kæmi mér heldur ekkert á óvart þó Geir H. Haarde hafi laumað því að henni að hann væri búinn að hugsa sig um tvisvar og að það hafi verið fljótfærni að bjóða sig ekki fram áfram í stjórn flokksins. Enda sagði hann það víst sjálfur að það væri svo sem allt inni í myndinni nú þegar aðgerðin var yfirstaðin og allt léki í sóma hjá honum hvað það varðar. Því myndi ég ekki verða hissa þó hann poppaði upp aftur sem formannsefni flokksins.

En, mér er svo sem sama hver stendur í brúnni hjá Sjálfstæðisflokknum - svo lengi sem hann stendur áfram í pontu sem stjórnarandstöðuflokkur - helst sem lengst - í það minnsta nokkra áratugi svo aðrir flokkar geti byggt upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo skelfilega brotið niður í þjóðfélaginu..


mbl.is Þorgerður Katrín ekki í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Já búkolla, ég hafði reyndar ákveðna trú á henni í upphafi líka - hefði kosið hana sem einstakling ef það hefði verið hægt - en ... ekki núna!

Tiger, 10.2.2009 kl. 20:10

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Copy/paste það sem Ragna skrifar....

Jónína Dúadóttir, 10.2.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

copy paste lika  en nota bene, hver vill vera skipstjóri á søkkvandi skútu??? allavega treysti ég á ad islendingar fari nú ekki ad hifa hana uppúr dýpinu, i gudanna bænum látid hana søkkva alla leid á botninn

María Guðmundsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:51

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er meira sammála þér & þínu hér en í færzlunni þar á undann.

Hatur, hefnigirni & dómstóll lýðsins, skiljú.

Ekki minn 'styluz' ...

Steingrímur Helgason, 10.2.2009 kl. 22:08

5 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Það kemur fátt orðið á óvart þegar um Sjálfstæðisflokkinn er að ræða.......

Guðrún Una Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:24

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

En ef ég mundi bjóða mig fram, mundir þú vera sáttur við það???

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 23:18

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta er allt ákveðið og það hentar alls ekki að hafa Þorgerði Katrínu í brúnni. Annars er ég sammála þér í því að mér er nokk sama hver leiðir sjálfstæðisflokkinn, bara að hafa hann í stjórnarandstöðunni væri ágætt. Löngu orðið tímabært

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:47

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er formannsstóllinn ekki frátekinn fyrir Bjarna Ben.  Er það ekki hefðin og ættartengslin við Gamla Bjarna Ben. sem ræður núna?  Það finnst mér líklegt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:52

9 Smámynd: Tiger

Já, undarlegheitin eru alls ráðandi hjá Sjálfstæðismönnum - tíkin kemur skondnust út frá þeim - sko pólitíkin.

Sennilega er það eins og Jóna segir - stóllinn var frátekinn fyrir Bjarna Ben - það er næsta víst.

Takk allir fyrir innlit og kvitterí ...

Tiger, 11.2.2009 kl. 01:19

10 identicon

Sæll Tiger.

Fyrir mér er þetta á hreinu og bloggaði ég um það í kvöld.

Björn Bjarna út  Bjarni Ben inn þá er viðhaldið ættartrénu 

Þorgerður ætlar að taka til innan frá

og verður madaman á heimilinu:

þegar húsbóndin fer frá..... þá tekur hún við stjórn.

Þett er eins og í ævintýrunum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 02:37

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég aðhyllist sömu skoðun og Þórarinn, held að stóllinn sé frátekinn fyrir Bjarna Ben. En það vantar einhvern kvenmann í forystu Sjálfstæðisflokksins - einhvern sem getur ýtt Davíð til hliðar og tekið á þessum "karlrembugangi" sem viðgengst í flokknum.

Sigrún Óskars, 11.2.2009 kl. 10:40

12 Smámynd: egvania

Jæja karlinn minn heldurðu að mér hafi ekki bara verið hent út héðan vegna skrifaminna um vandræðagemling en það var ekki um Davíð he, he.

egvania, 12.2.2009 kl. 12:44

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara að sega hæ og góða helgi Tiger minn.
ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 13:39

14 Smámynd: Tiger

Já Þórarinn - það er spurning um hvort þetta sé ekki bara einmitt málið - að stóru stólarnir í Sjálfstæðisflokknum séu bara til handa útvöldum mönnum sem hugnast Davíð og hans undirsátum.

Sigrún; Sammála - hugsanlega væri það góð hreinsun ef kona kæmist að sem formaður flokksins - því vitanlega myndi kona koma með ákveðnar breytingar með sér. Það væri bara til góða ..

Egvania; Hvað er að heyra, þetta finnst mér leitt - mundu bara að láta mig vita ef þú ferð eitthvað annað að blogga - ekki týnast ...

Millan mín; Góða helgi og ljós yfir í þinn bæ líka.

Tiger, 12.2.2009 kl. 16:08

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi elsku Tiger minn og  hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.2.2009 kl. 20:03

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Á ég ekki bara að bjóða mig fram í formannsembættið? gæti tekið duglega til í flokknum er ágæt í "hreingerningum"

Huld S. Ringsted, 13.2.2009 kl. 21:15

17 Smámynd: egvania

Ég er mætt hér aftur, stundum er þörf á aðgerðum og þá saklausir dregnir inn í málið.( sjá bloggið mitt )

egvania, 14.2.2009 kl. 21:10

18 Smámynd: Tiger

Takk fyrir innlitið bloggvinir góðir og aðrir bloggarar..

Sé ykkur von bráðar ..

Tiger, 15.2.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband