Jóhanna Sigurðardóttir er ekki eins manns (konu) her - við hlið hennar er sannarlega mikill herskari ...

Ingimundur, Eiríkur og Davíð.

Samþykkti Jóhanna breytingar á lögunum 2001?

Jóhanna Sigurðardóttir kom að breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands árið 2001 og samþykkti þær breytingar sem þá voru gerðar. Þær áttu fyrst og fremst að miða að því að auka sjálfstæði Seðlabankans.

Gagnrýndi fyrri lög

Jóhanna gagnrýndi hvernig lögin voru áður en þeim var breytt og sagði ráðherra þá vera í stöðu til að ráðskast með Seðlabankann. Meðal annars á grundvelli þess að hægt var að ráða þá í stuttan tíma. Hún sagði á vefsíðu sinni af þessu tilefni: „Þetta getur varla þýtt annað á mæltu máli en að ef bankastjórinn fer ekki í einu og öllu að því sem forsætisráðherra segir þá eigi hann það á hættu að vera látinn fjúka. Eðlilegri stjórnsýsluhættir væri að bankaráðið réði sjálft einn bankastjóra sem ábyrgð bæri gagnvart bankaráði, sem gæti þá látið hann fara ef hann væri ekki starfinu vaxinn, frekar en að hann sé háður duttlungum og geðþóttaákvörðun ráðherra á hverjum tíma.“

Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra.Er ekki hér bara verið að vega að Jóhönnu Sigurðardóttur Forsætisráðherra - hvernig fjallað er um orð hennar og henni ætlað að vera í eigin herferð að sækja að Seðlabankastjórunum? Með það í huga hvernig ferill Davíðs Oddssonar var sem forsætisráðherra - hvernig hann skipti sér að málefnum t.d. Landsbankans og hvernig hann vó að ýmsum embættismönnum um allt þjóðfélagið - tel ég að Jóhanna hafi skrifað þetta vegna geðþóttaaðgerða DO í gegnum tíðina.

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki eins manns her á eftir Seðlabankastjórninni - með henni í ákvörðunum varðandi bankann er heill her manna og kvenna í stjórn landsins, mikill hellingur af fólki á þingi og heil þjóð - mínus nokkur skyldmenni DO ...

Gamall slagari Ólínu Þorvarðardóttur er vel við hæfi þessa dagana;

Spillinguna burt, sama hvar í flokki hún er .. (eða eitthvað álíka) Whistling


mbl.is Seðlabankastjórar telja að sér vegið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sæll Tiger minn

þú sérð peysur í albúmi á síðunni minni og þær eru flestar vel stórar, stykkið kostar 10.000 og það er ekki dýrt miðað við t.d. Rammagerðina sem selur þær á rúmar 20.000 krónur

Ragnheiður , 10.2.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Vel mælt hjá henni Ólínu. Eigðu góðan dag minn kæri Tiger

Heiður Helgadóttir, 10.2.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Tiger

Ok, þakka þér Ragnheiður. Var að spá í að gefa í jólagjöf í ár - hef samband við þig með það ef af verður. Var að skoða hjá þér - og finnst peysurnar glæsilegar hjá þér!

Heiður; Satt og rétt - brilljant slagari sem á heima uppi á borði um þessar mundir ...

Hafið góðan dag og takk fyrir innlitið skottur ...

Tiger, 10.2.2009 kl. 12:54

4 Smámynd: JEG

Vó þú ert orðinn svo virkur að blgga um tíkina að hálfa væri fjall sko.  Þar sem ég vil ekki tjá mig um tíkina vil ég bara segja að ég stakk uppá við Maju okkar og co að við færum út til hennar og redduðum þessari veislu fyrir hana hihihi..... er það ekki bara díll ?

En ætla að halda áfram að lesa þessi blogg þín þar sem ég var jú utan bloggsvæðis vegna veisluhalda og þarf að vinna upp haha.

Knús á þig krúttlingur. 

JEG, 10.2.2009 kl. 13:04

5 Smámynd: Tiger

Satt hjá þér búkolla - við hin sem ekki njótum eftirlaunatékka á borð við ráðherralaun - sitjum uppi með að hafa nauðbeygt þurft að taka pokann okkar og fara út án þess að geta mótmælt. Greinilega er DO ekki hinn venjulegi Jón úti í bæ.

JEG; Wúhúuu ... við erum á leið til DK í veislu! Alltaf gaman að sjá þig skottið mitt  þó þú viljir ekki vera með í pólitík.

Tiger, 10.2.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: Auður Proppé

Innlitskvitt Tiger minn og no comment, ég er búin að lesa yfir mig um pólítík

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 13:53

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að segja hæ, er á leið út í sólina.  Gaman að vera til á góðum degi.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 14:12

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Eflaust hefur verið einhver ástæða fyrir þessum orðum Jóhönnu á sínum tíma. En þegar svona miklar breytingar verða á þjóðarhag, þá finnst mér ekkert að því að hafa aðra sýn á málið nú. Ég tek undir hvert orð hennar Búkollu hér.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.2.2009 kl. 14:25

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara að segja hæ og þú ert snilli minn kæri
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband