Er það bara ekki þannig að þegar maður er drukkinn - sér maður bleikan fíl - eða fjall í stað hraðahindrunar? Hvað gerir maður þá .. jú, stoppar!

pilgrim-afterdinner Já, er hann ekki bara heavy sniðugur - hann þvagleggur gamli. Hann setur upp óyfirkeyranlegar hindranir hingað og þangað - og leggur sig svo bara á meðan fullir bílstjórar safnast saman við fyllibyttustopparana.

Ég er annars handviss um að annaðhvort var hraðahindrunin virkilega illa brött og há - eða maðurinn hreinlega bara á felgunni einni saman ..

Jú, hann var víst á felgunni - þannig séð - en hvernig bíll er það sem ekki drífur yfir venjulegar hraðahindranir? Sko, hefði skilið þetta ef þetta hefði verið Fred Flinstone - sem hefði þurft að lyfta bílnum upp eins og göngugrind og hlaupa með hann yfir hindrunina ..

En það er ekki öll vitleysan eins. Gaman hefði þó verið að fá aðeins meira af sögunni á bakvið þessa fyndnu frétt úr þvagleggsumdæminu. Hvernig er það annars, er þetta eina umdæmið sem hefur uppá raunverulegar hindranir að bjóða á götum úti .. ?

 


mbl.is Komst ekki yfir hraðahindrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Sumar hraðahindranir eru einfaldlega of stórar fyrir suma sportbíla.  Þessvegna vel ég fjölskyldubíla......þeir fara allt ekki bara snobbleiðirnar hihihihihihihi......

Knús á þig krúttlingur. 

JEG, 2.2.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Tiger

  Haha .. Já JEG, það gæti hafa verið mjög lágt settur sportari sem hann var á sko ..

Segi það sama, vel líka fjölskyldubílinn frekar en sportarann ...

Tiger, 2.2.2009 kl. 23:33

3 identicon

Hvernig er það annars með þvagleggsumdæmið, er það bara vitleysi í mér, eða er það tilfellið að þar séu hlutfallslega fleiri ölvaðir ökumenn teknir en annars staðar ?  Alla vega les maður óvenju margar ölvunarsögur af ökumönnum þar um slóðir.  Annar hvor, bíllinn eða ökumaðurinn, hefur verið MJÖG fullur úr því þeir höfðu sig ekki yfir hraðahindrunina.  

núll (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Tiger

  Það er spurning "Núll" hvort þvagleggur gamli sé bara ekki forpokaður bindindismaður (eins og ég reyndar hálfpartinn) sem liggur í felum fyrir utan pöbbana á Selfossi og situr svo bara fyrir þeim sem þaðan út labba.

Já, það er spurning líka hvor hafi verið "fullari" - ökumaður eða bíll. Kannski voru bara svona alltof margir í bílnum svo hann hafði sig bara ekki upp bratta hraðahindrunina ..

Tiger, 3.2.2009 kl. 00:45

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Var ekki bara hálka og bíllinn á sléttum dekkjum?  En mig grunar að margir séu teknir við ölvunarakstur í kring um sumarbústaðina sem eru út um allt þarna í umdæminu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.2.2009 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband