Hinsta kveðjan! Í upphafi skal endirinn skoða - en hér er upphafið skoðað að leiðarlokum.. *sakn-sakn*! Gleðilegt nýtt ár og þakka bloggvinskap og lestur og ljúfleika á árinu sem er að hverfa á braut - ásamt Tiger!

Stone wall buildingÞað eru komin óflýjanleg tímamót - jú - sannarlega áramót, en líka önnur tímamót hjá nafnlausum, litlausum og frekar hlutlausum bloggara - bloggara sem er eiginlega hálfgerð teiknimyndafígúra, só tú spík...

Nóttin er að færast yfir hann!

Hann kom hér fyrir margt löngu - byrjaði á því að lesa í Jenný Önnu Baldursdóttur, einn af vinsælustu bloggurum Mbl.is. Eftir einn lestur þar byrjaði hann að lesa fleiri bloggara - og svo fleiri og aftur fleiri - og á endanum gat hann ekki rifið sig frá Mbl.is bloggsíðunni.

Mörgum mánuðum eftir að hann byrjaði að lesa blogg Mbl.is ákvað hann að skella inn í bloggkerfið kennitölunni sinni - og gefa þar með Mbl.is öruggan aðgang að persónu sinni - og fullan aðgang að ábyrgðarmanni þeim er ætíð hefur staðið hreinn og beinn að baki því sem viðkomandi bloggari sendi frá sér.

Hann ákvað að kalla sig Tigercopper í upphafi en breytti því síðar í Tiger. Hann byrjaði á því að byggja sér "Vegg" í anda uppáhaldsbloggara síns og í einhver fá skipti "kastaði hann sér í vegginn að tarna" ... hann lagði af stað í ævintýraheim bloggsins þann 24 janúar 2008!

Þegar hann byrjaði að blogga var hann í smá vandræðum - lítill í sér og feiminn við að blogga í fyrsta skiptið og hleypa fullt af ókunnum inn í líf sitt og sinna. Hann hafði aldrei bloggað áður - en hafði samt verið virkur og duglegur penni á öðrum vettvangi á netinu - en það er önnur Elínborg - eða já - var það önnur Ella?

Samt lét hann vaða þar sem hann gat hleypt af stokknum bloggi sem hann sannarlega bar ábyrgð á - og sem hann ætlaði sannarlega að standa undir og axla ábyrð á - enda búinn að senda mikilvægustu upplýsingarnar til Mbl.is - kennitöluna sína sem sagði "eigendum" bloggsvæðisins nákvæmlega til um hver og hvar hann væri - og hvern ætti að taka í gegn ef honum yrði á í bloggferð sinni á veraldarvefnum!

Hugurinn leitaði mikið, vel og lengi - en hann vissi alls ekki hvar og hvernig hann átti að byrja að blogga - vissi ekkert um neitt í raun og veru þegar hann ýtti fyrsta blogginu af stað. Í byrjun ætlaði hann að vera á pólitísku nótunum - en hann hafði samt aldrei skipt sér neitt sérstaklega af pólitík og var reyndar voðalítið pólitískur í sér - nema hvað hann var langt frá í hrifinn af "Landspabba" og hans gamla alltof rótgróna ósjálfstæða flokki ..

halloween2

Tiger ákvað fljótlega að honum leiddist að vera á pólitískum nótum - enda hafði hann alls ekkert vit á pólitík í raun og veru. Hann ákvað því snemma - eftir sirka níu færslur og aðeins tvær athugasemdir (önnur þeirra hans eigin) að hætta pólitískum nornaveiðum og fara úr pólitíkinni sem slíkri - enda Halloween löngu liðin tíð ... og pólitíkin leiðinleg tík sem slík!

 

Hann fann sig mun betur í húmor, léttleika og ljúfmennsku - enda var það svo mikið hann sjálfur - inni við beinskrattann var það í hans eðli að reyna að gleðja, kæta liðið og vera eins væminn og hægt var - með það í huga að fá aðra til að brosa, glotta eða bara hrista hausinn ... hann lagði af stað með sjálfið sitt í fararbroddi og hefur gert það núna út árið 2008 með 273 færslum í það heila.

Björn Jörundur - Jón Ólafs

Tiger hefur þó ætíð haldið fast við að vera "blörraður" - vera bara Tiger og ekkert annað..

Stundum fékk hann þó einkaskilaboð frá ljúfum og kátum bloggurum sem bentu honum vinsamlega á það hvernig aðrir bloggarar gætu auðveldlega náð nafninu hans fram þó hann væri ekki með það á síðunni sinni.

Einn ljúfur bloggari óskaði meira segja eftir því að Tiger samþykkti bloggvináttu sína - eingöngu til að geta sent honum þessi skilaboð um að nafnið má finna auðveldlega þó það væri ekki sýnilegt öllum ..

cute4

Ýmislegt misjafnt poppaði upp á síðunni hans Tigers. Allt frá því að vera bara ótrúlegur aulahúmor - uppí það að vera væmnustu hjartans færslur um sína yndislegustu ættingja og vini - enda virkilega ríkur bloggari þar á ferð hvað vini og ættingja varðar.

En, Tiger eignaðist líka góðan hóp af nýjum vinum þegar hann fór af stað í bloggheimum - en þó hann hafi í upphafi ákveðið að setja ekki á síðuna sína svokallaða "Bloggvini" - vegna þess að hann hafði lesið áður einhvers staðar að bloggvinir væru svo miklir tímaþjófar - þá leið ekki löng stund áður en hann áttaði sig á að bloggvinir eru nauðsynlegir til að verða sýnilegur á blogginu - lítið grunaði hann að þessi viðbót varð að hluta af lífinu sjálfu og lestur bloggvinanna varð .. jú að tímaþjóf .. en algerlega ómissandi þáttur í rútínu þegar á netið var farið!

Edda Björgvins..

Margir og ótrúlega yndislegir bloggvinir poppuðu upp og margar yndislegar sálir birtust í gegnum blogg vinahópsins.

Minnistætt er þegar hann rakst á "gamla vinkonu" í blogghópnum á Mbl.is - okkar ástsælu dásamlegu Bibbu á Brávallagötunni, en Tiger var sko nágranni Bibbu á .. Brávallagötunni - og var leynilega virkilega skotinn í kerlunni yndislegu! Hún var þó ekki hin eina sanna Kanelsnúðanágrannakona - það er allt önnur Elínborg!

Margir aðrir mannvinir komu uppá yfirborðið þegar Tiger fór að sækja sér bloggvini - og áður en langt um leið voru ljúfir bloggarar líka farnir að senda bloggvinabeiðni til hans - sem hann sannarlega samþykkti með gleði.

null

Minnistæðir bloggarar - að öllum bloggvinum ólöstuðum og ónefndum - eru t.d. hin sterka og einstaka Ragnheiður. Í styrkleika hennar fann Tiger part af sjálfum sér og sorg hennar og missir snerti hann mikið þar sem Tiger hafði sjálfur misst ýmislegt smátt og stórt í gegnum tíðina. Missir Ragnheiðar varð að ómissandi heimsóknarferðum Tigers á kertasíðu sonar hennar, Hilmars - og eignaðist Tiger góðan vin í þeim engli - vin sem ekki mun týnast þó Tiger verði ekki lengur á meðal okkar hér á blogginu!

En eins og sagði þá voru bloggararnir mismunandi sem birtust í bloggvinahóp Tigers. Margir ótrúlega yndislegir púkar skutu upp kollinum - púkar sem alls ekki týndu sér í endursköpun nýrrar íbúðar - púkar sem prökkuruðust um allt - með heilt eldhúsgólf í fanginu - týndu reykháfum, fóru í sturtu með kisu að morgni dags á meðan aðrir sváfu - og púkar sem byrjuðu jólastússið löngu á undan sjálfum jólasveininum ..

graenthjarta

Já, Tiger eignaðist yndislega bloggvini sem margir hverjir endurspegluðu hans eigin lífssýnir. Jákvæðir og ljúfir bloggarar sem létu sér málin varða, hlúðu að hver öðrum og sýndu mikla manngæsku og samúð sem og virðingu í ljós öllum stundum ...

Í þeim hópi voru t.d. Jónína dúa - Ásthildur - Steingrímur - Milla - Jenný - Ragnheiður - Brjánn boxari - Huld - Emm - Solla - Helga Blekpenni - Heiða Boníta - Guðrún B - JógaMagg - JEG - Ásdís - Tína - Maddý - Huxa - Hneta - Búkolla - Majaogco - Lillagud - Ofurskutlan - Skjolid - Sigro - Rasan - Brynja - Antonia - Linda - Skattborgari - Strumpurinn - Egvania - Icekeiko - Wonderwoman - SillaGunna - Yederupdrottningin - Hrannsa - Ruslana - Bláskógatinna - Ace - Agny - Formosus - HeidiHelga - Katla - og síðast en ekki síst nýjasta bloggvinkonan hans - bloggarinn með fallega nafnið - Rósalín Alma.

Respect Posters

Omy good hvað hann var heppinn með bloggvini - því það er ekki bara þessi upptaldi hópur sem var hvað yndislegastur - heldur allir hinir líka - bæði sýnilegir og ósýnilegir - því það voru þessir bloggvinir allir sem gerðu það að verkum að hann hélt áfram að koma - aftur og aftur  ...

Hvern og einn bloggvininn gat hann séð fyrir sér sem brilljant eitt eða annað - og eitthvað gott sá hann í þeim öllum, enda úrvalshópur sem ekki kallaði allt ömmu sína - töffarahópur sem gustaði að þegar eitthvað stóð til og hópur sem gerði ýmislegt til að létta öðrum lundina eða til að veita styrk eða gleði í erfiðleikum - nú eða til að hlægja með öðrum og samgleðjast á afmælum, þegar fæðingar stóðu yfir eða þegar einhver fékk nýja vinnu...

hugmedogs

En svona er lífið. Stundum gengur allt sinn vanaveg en stundum taka hlutirnir beygjur og þá er oft eitthvað sem verður til þess að óumflýjanlegir hlutir rúlla af stað.

Þessi tímamót - áramótin 2008/2009 - eru einmitt þannig tími.

Nú er að líða að lokum hjá Tiger - hann er að hverfa á braut þess ókunna og er þetta hans allra síðasta færsla - á Mbl.is! Augu hans eru full af tárum og hjarta hans grætur bloggvinamissinn - og sendir hann hér með sína síðustu kveðju yfir netheima með þakklæti fyrir ómetanlegar stundir sem hann átti með sínum dásamlegu bloggvinum - sem og öðrum bloggurum sem hafa lagt leið sína ósýnilegir um pistla hans!

Að lokum er hér ósk Tigers um Gleði og hamingju ykkur öllum til handa á nýju ári! Megi guð og gæfa vaka yfir ykkur öllum á komandi ári - og megi hamingjan umvefja ykkur öll - alla daga!

Miamifireworks

 

Gleðilegt nýtt ár kæru bloggarar nær og fjær - bæði bloggvinir og aðrir bloggarar sem þetta lesa. Þið eruð það sem heldur blogginu uppi - þið eruð það sem fær mann til að nenna að blogga yfir höfuð!

Over and out - áður en höfundur springur af væmni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Bæ Bæ Hafðu það gott Bæ

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 31.12.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Synd og skömm að missa þig af blogginu.

En gleðilegt nýtt ár

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elskulegi vinur minn.  Ég vil alls ekki missa kontaktin við þig og þínar ljúfu færslur.  Ég held að hér séu menn að skjóta sig í fótinn.  En þú ert velkominn á málefnin.com undir nafninu Tiger eða Tigertopper.  Ég mun þar taka vel á mótin þér.  En fyrst og fremst óska ég þér gleðilegs nýs árs og friðar.  Knús og kærleikskveðja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert dásamlegur... dramadrottningin þín´addnaEkki týnast alveg

Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjjj !!!

Ef þú kemur einhvers staðar aftur í bloggheima viltu þá heita Tiger svo ég finni þig ??

Enn og aftur gleðilegt nýjár,fullt af hamingju,ástar og friðar

Sjáumst þó síðar verði ......lofa

Solla Guðjóns, 31.12.2008 kl. 20:31

6 Smámynd: JEG

Gleðilegt ár sæti.  Vona að ég rekist á þig á öðrum stað á öðrum tíma. 

JEG, 31.12.2008 kl. 20:42

7 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhh það er synd þegar mbl hrekur góða penna í burtu með sínum ofurreglum.

Gleðilegt ár og takk kærlega fyrir góða bloggvináttu

Dísa Dóra, 31.12.2008 kl. 20:49

8 Smámynd: Ragnheiður

Hjálpi mér elsku kallinn minn, mikið er sárt að missa þig úr bloggvinahópnum. Kærar þakkir fyrir eljuna við að setja ljós hjá hinum ljúflingnum, honum Himma mínum, hjartans knús fyrir vináttuna við mig.

Nú fer ég,ég er hætt aðsjá

Ragnheiður , 31.12.2008 kl. 21:03

9 Smámynd: Erna

Snökt snökt Takk fyrir bloggvináttuna elsku vinur og gangi þér sem allra best í framtíðinni. Þín verður sárt saknað héðan úr bloggheimum Guð gefi þér og þínum gleðilegt ár.

Erna, 31.12.2008 kl. 21:21

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er virkilega notalegur og vel skrifaður pistill hjá þér, gott að lesa svona á síðasta kvöldi ársins, en ekki að sama skapi gott að missa þig forever. Þú hefur verið ljósberi og staðið þig vel í því. Kannski við eigum eftir að hittast á bloggi eða annarsstaðar síðar meir og ég segi eins og Solla, muna að nota nafnið Tiger svo við vitum hver þú ert.  Hafðu það sem allra best ávallt og kær kveðja og takk fyrir mig.   gleðilegt ár.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 21:48

11 Smámynd: Adda bloggar

blessaður vinur og hafðu þökk fyrir vináttuna og allar falegu kveðjurnar

Adda bloggar, 31.12.2008 kl. 21:56

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Tiger minn það er gagnkvæmt, ég mun sakna þín afar mikið, en gef ekki upp þá von að maður finni þig einhversstaðar, einhvern tímann og ef við skildum hittast þá klappaðu mér á bak því ekki veit ég hvernig þú lítur út.
Gleðilegt ár og farsæl öll þau ár sem eftir eru.
Þú ert bara engill Tiger minn og mun ég aldrei gleyma þínum fallegu og skemmtilegu kommentum ásamt skrifum.
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2008 kl. 22:06

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt ár Tiger og takk fyrir skemmtilegt bloggár.

Ég tek það ekki í mál að þú hættir að blogga og það án þess að vita hver þú ert.

Skamm og hlýða Nennu sinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2008 kl. 22:26

14 Smámynd: Tína

Gleðilegt ár elsku vinur. Ekki datt mér í hug að reyna að hafa upp á hver þú værir. Enda fannst mér að þú myndir segja það sjálfur ef þig langaði til þess. Mér finnst fólk verða að fá að eiga sitt privacy í friði. Tala ekki um ef það er ekki að gera neinum mein heldur þvert á móti. Að vissu leyti skil ég þessar reglur þar sem úlfurinn reynist vera í sauðagæru því miður.

Hef grun um maður fari nú að hætta sjálf að blogga og margir munu gera slíkt hið sama.

Lífðu í Guðs friði vinur minn. Bloggheimurinn (minn að minnsta kosti) verður aldrei sá sami nú þegar þú ert ekki lengur hér.

Takk fyrir góða vináttu á árinu.

Tína, 31.12.2008 kl. 23:38

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegt ár Tící minn, sammála Jenný hérna fyrir ofan! Þín verður sárt saknað, þú ert/varst eins og Ragga sagði einu sinni............................best geymda leyndarmál bloggheima, þú ert ljúfastur. Hafðu það gott kæri vinur og takk fyrir bloggvináttuna

Huld S. Ringsted, 1.1.2009 kl. 00:23

16 Smámynd: Einar Indriðason

Farðu vel með þig, og gangi allt vel í haginn.  Það verður missir af þér, og þínum pistlum.  En.  Svona er þetta víst.

Kannski læturðu okkur vita, ef þú poppar upp annars staðar?

Gleðilegt nýtt ár!

Einar Indriðason, 1.1.2009 kl. 01:59

17 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Elsku Tigerinn minn, þú addna prakkari, sprellikall og fyrst og fremst engill.. Ég á eftir að sakna þín sárt hérna. Þú ert ótrúlega falleg sál og skilur eftir þig stórt skarð *tár*. Ég óska þér gleðilegs árs og megir þú njóta hamingju og gleði. Kærar þakkir fyrir vináttuna  Sjáumst vonandi...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.1.2009 kl. 02:24

18 identicon

Sæll og gleðilegt ár.  Þú átt greinilega stóran aðdáendahóp.  Af hverju að hætta að blogga ?  Frelsastu bara og stígðu fram. þarft ekkert að óttast, þú getur verið stoltur af færslunum þínum.  Ég  skil þig samt í aðra röndina og sjálf treg  til að kommenta undir nafni, sérstaklega á þessari nóttu þegar flestir eru að skemmta sér. Ég er búin að skjóta upp og farin að lesa blogg á sjálfri nýjársnótt !!  Sennilega ekkert eðlilegt við það.   - En gangi þér allavega  vel.

Lesandi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 02:43

19 identicon

Jahá það var nú auðvitað að þú létir mann fara að hágráta svona strax á nýja árinu.  

Takk fyrir þína yndislegu kveðju og megir þú eiga notaleg ár framundan. 

Þín verður klárlega sárt saknað. En þú getur auðvitað alltaf kíkt í heimsókn á Blekpenna kúturinn,  og þar getur þú bara verið þú "sjálfur" þ.e. Tiger, með stóru Téi. Ég reikna með að kveðja MBL blogg líka, því mér fellur ekki hvernig því er stjórnað, þó mér finnist eðlilegt að skrifa undir nafni, get ég alveg skilið þá sem gera það ekki.  Tek þó reyndar ekki mikið mark á nafnlausum,  svona almennt séð,  en þú áttir samt sérstakan sess hjá mér,  svo og aðrir þeir sem sýna hlýju og gæsku,  og níða ekki niður eða tala niður skóinn af öðrum.     Þeir ( eins og ég ) finnst mér verða að standa við stóru orðin undir nafni.

Elsku kallin,  ef þú átt leið í Egilsstaði og ert svangur eða þyrstur er yfirleitt alltaf eitthvað til í koti okkar hjóna   sem við fúslega deilum með okkur.

Bestur kveðjur að austan .... Silla Gunna

(IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 02:50

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á eftir að sakna þín. Gangi þér vel á nýjum vettvangi fjarri bloggheimum. Ég þakka þér líka fyrir skemmtilegheit og prakkaraganginn. Og Gleðilegt nýtt ár.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.1.2009 kl. 02:52

21 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er Róslín Alma, en takk æðislega, þú ert æði!

Ég held að þú sért mjúkasti töffari sem ég hef kynnst, ótrúlega flottur maður greinilega, ótrúlega yndislegur töffari.. þeir eru afar sjaldgæfir!

Takk fyrir stutta bloggvináttu, og eeendiiiilega láttu heyra í þér, ég á svona sniðugt e-mail, og það er alltaf gaman að fá póst frá góðu fólki. Netfangið sérðu á síðunni minni í höfundaboxinu..

Eigðu yndislegt ár og megi auðvitað öll árin þín vera þér og fjölskyldu þinni yndisleg, eigið alveg pottþétt það og betra skilið!

Og mannstu, ef þú sérð mig einhverntíman, einhversstaðar í framtíðinni, sama hvenær þá bara er það ekki spurning sama hver sé með mér að þú pikkir í mig og segi mér hver þú ert, ég hlakka til að hitta þig vonandi einhverstaðar einhverntíman!

trilljónknús á þig!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.1.2009 kl. 04:41

22 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hey jó dramagæji.  Ég þekki þig náttúrulega ekkert persónulega fyrir utan heimsóknirnar með kanelsnúðana - he he  en.  Þú ert það ágætis töffari (eða kannski ekki hver veit) að ég er nú ekkert að láta þig hverfa hér af blogginu bara sí sona.  Það er sko vel hægt að vera áfram hér undir nafnleynd - bara ef þú ert ekki að tengja við fréttir.  Þú hefur nú ekkert verið mikið í því hvort sem er svo - alveg ástæðulaust að vera með einhver kveðjuorð.  Vertu ekki með þessa vitleysu og bloggaðu á morgun undir þínu Tiger nafni.  Þú bara hakar ekki í krossinn sem gefur upp fullt nafn og wolla - ekkert breyst.

Þannig að ég bara heyri í þér á morgun eða eftir næstu veislu og tek ekki annað í mál.  Annars færðu enga kanilsnúða og færð ekki að sjá fína rauða náttkjólinn sem ég fékk í jólagjöf .

Knús inní nýja árið - megi það vera ævintýralega viðburðaríkt, helst á góðan hátt.

Wonderwoman - ala Lísa B - ala hvað sem er.....

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.1.2009 kl. 05:53

23 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

ps - ég hakaði í helv. krossinn þar sem ég hef soldið gaman af því að rífa smá kjaft útaf fréttum dagsins - en það- er bara ég.....

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.1.2009 kl. 05:55

24 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kæri Tiger Tad er med trega sem ég kved tig  úr heimi bloggvina.Stórt skard myndast vid hvarf titt af vefnum.Vertu velkominn í kaffi og medí er tú átt leid í gegnum DK.Bæinn tekkjiru tar sem nafn mitt er kennt vid hann.

Megi árid 2009 færa tér farsæld og gledi í hjarta.

Áramóta og saknadarkvedjur frá Gudrúnu Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 1.1.2009 kl. 09:17

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Don´t leave me this way .... þar sem ég er mjög trúuð kona þá ætla ég að biðja þess að þúr "rísir upp aftur" .. þrátt fyrir þessa hinstu kveðju! .. Þú getur alveg verið með comeback eins og Kristur hvað þá Bobby í Dallas!

Þín Pamela!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.1.2009 kl. 10:07

26 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 thetta vildi ég ekki heyra i dag. ..og vona ad thú skiptir um skodun.

En gledilegt nýtt ár elsku kallinn minn, takk fyrir frábæra bloggvináttu á gamla árinu, ætla ekki ad reyna ad lýsa hvad ég á eftir ad sakna thess ad koma hér inn og lesa...plús kommentanna thinna hjá mér.

En hafdu thad sem allra allra best kæri minn...stórt knús og krammar hédan frá dk.

María Guðmundsdóttir, 1.1.2009 kl. 10:16

27 identicon

Sæll Tiger.

My last farewell  goes with the wind.

Come bacccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccck.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 11:19

28 identicon

Á von á þér aftur ennþá betri............er í afneitun og bara nota ekki svona fréttir í byrjun árs!

Að því sögðu verð ég að bæta við að ég mun sakna þín kall!

Ofurkutlukveðja, knús og kremj :)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 12:06

29 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er bara eins og að kveðja gamlan vin - ég vona bara að þú eigir eftir að "poppa" upp einhversstaðar aftur. Allavega þakka ég fyrir góða og skemmtilega bloggvináttu. Megi árið 2009 færa þér gleði og ánægju.

Stórt knús til þín  ÓMG ég er strax farin að sakna þín

Sigrún Óskars, 1.1.2009 kl. 12:30

30 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Gleðilegt ár Tiger og takk fyrir mig!

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 1.1.2009 kl. 13:15

31 Smámynd: M

Kæri Tiger. Takk kærlega fyrir góð kynni hér á blogginu elsku kall. Finnst ég þekkja þig svo vel og á eftir að sakna þess að kíkja hér inn. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að hægt væri að finna út nafnið mitt eins og þú segir. Var ég alltaf í felum en samt ekki í felum ha!?!? hehe

Þú ert skemmtilegur bloggari, jákvæður og umhugað um bloggvini þína sem og aðra. Ert með stórt hjarta Tiger minn.

Ég er sjálf hætt, en kem í heimsókn til bloggvina minna öðru hvoru. Er á facebook ef þú .......

kv. M

M, 1.1.2009 kl. 15:01

32 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegt ár elsku Ticí minn. Mikið lifandis skelfing á ég eftir að sakna þín, en ég seigji eins og fleiri ef þér skildi detta til hugar að koma seinna hér inn undir nafni, þá endilega bankar þú uppá ljúfurinn minn.

Knús inní gott ár

Helga skjol, 1.1.2009 kl. 16:44

33 identicon

Af hverju drengur?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:09

34 Smámynd: Heidi Strand

Gleðilegt ár og takk fyrir mig.

Heidi Strand, 1.1.2009 kl. 18:15

35 Smámynd: egvania

 Gleðilegt ár takk fyrir þín skemmtilegu, dásamlegu og all nauðsynlegu skrif, þú verður að átta þig á því að þú einn hefur haldið upp léttum húmor hér sem hefur verið meiningalaus en samt ekki meiningalaus.

 Skrif þín hafa æði oft létt mér á hærra plan þegar ég hef verið að taka mínar heimilisfrægu dýfu og einnig komið mér niður á jörðina þegar ég hef hoppað svo langt með hugann að öllum þykir nóg um.

 Elsku vinur hver sem þú ert, hvar sem þú ert og hvað sem þú, ert þakka þér dásamlega samveru á liðnu ári og óska ég þér þess að Guð gæti þín og gefi þér og þínum gæfusamt ár og um alla framtíð.

Kærleiks kveðja Ásgerður Einarsdóttir

egvania, 1.1.2009 kl. 19:47

36 Smámynd: Hulla Dan

Ekki fara kroppur!

Why?

Ef þú skiptir ekki um skoðun óska ég þér gæfu og gengis og mínar bestu óskir um gott og gleðilegt ár. Bara svaka fúlt að fá ekki að fylgjast með þér.

Knús á þig kroppur.

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 21:51

37 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þetta er bara leitt oftast var bara gaman að lesa hjá þér og skaut næstum alltaf framm brosi.

Þín verður sárt saknað hér.

Gleðilegt á Tiger og vona ég að þú eigi gott ár.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.1.2009 kl. 01:18

38 Smámynd: Heiða B. Heiðars

xxxxxxx

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 11:19

39 identicon

Mér finnst fyndið að heyra fólk segja: Ekki fara, ekki skipta um skoðun.
Fólk er eiginlega að segja: Ritskoðun er fín, beygðu þig undir ritskoðun.
Meee mee :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:13

40 Smámynd: Offari

Það er örugglega til leið framhjá kerfinu.

Offari, 2.1.2009 kl. 22:23

41 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 3.1.2009 kl. 03:07

42 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þín verður sárt sagnað þú ert svo frábær og gaman að lesa þig .Æ vonandi að þú komir aftur.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.1.2009 kl. 15:15

43 Smámynd: Dísaskvísa

Gleðilegt ár  farðu vel með þig- klemm og knús

Dísaskvísa, 3.1.2009 kl. 20:49

44 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

leitt að þurfa að sjá af þér. ekki veit ég hver þú ert, enda finnst mér það minnstu máli skipta. þú ert skemmtilegur samt. þó af þeim myndum sem þú hefur birt veit ég að þú er ekki Helga Möller. Hvorki Björn Jörundur né Jón Ólafs og ekki Bibba Brávallar.

Þá hef ég aðeins þynnt hópinn og aðeins um 320 þúsund manns eftir.

Brjánn Guðjónsson, 4.1.2009 kl. 01:50

45 Smámynd: G Antonia

neiiiii  maður situr hér með tárin í augunum .. svo sem ekkert nýtt, ef það er ekki af hlátri sem ég tárfelli þá er það eitthvað svooooona sem ég þoli ekki, að kveðja!!!!!!!!!!!!!    við vorum að byrja að kynnast ... hélt það yrði ekkert var... heldur héldi áfram að vera.!!!!  En á maður ekki alltaf að vera vongóður og hver veit . ,,, Tigerinn komi aftur ..... ?????????????  þú hefur gefið þessari kellu sem þetta skrifar skemmtileg móment og gert það að verkum að ég hef verið þinn FAN........en ég verð að hætta, græði víst ekkert á að segja .plís !!!!!!!!  þú ert samt það skemmtilegasta sem ég hef hitt á bloggi og ég sakna þín GÓÐI STRÁKUR

 knús og áramótakossar og gakktu heill allt árið og hamingjan fylgi þér *****

G Antonia, 4.1.2009 kl. 03:05

46 Smámynd: G Antonia

kannski ertu komin á facebookina .....og þó !!! **

G Antonia, 4.1.2009 kl. 03:07

47 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Við munum sakna þín Tægerboj!  Það hefur verið ferlega gaman að lesa skrifin þín og fá að skyggnast inn í hugarheima þína. Endilega bættu okkur við á "Flettismettinu" alias Facebook eða komdu aftir í líki einhvers annars. En hafðu samband og skjóttu okkur þá inn á vinalistann þinn. Við komum að sakna þinna hreinu og beinu skoðanna og skemmtilega stíls. 

Fáir sem hafa skilið eftir eins mörg bros og þú á blogginu.  Komdu aftur!

Takk fyrir bloggið og hafðu það rosalega gott á þessu nýja ári MMIX.   bb

Baldur Gautur Baldursson, 4.1.2009 kl. 09:37

48 Smámynd: Solla Guðjóns

hÆJJJJ ER AÐ fara hringinn og auðvita kem ég við hjá þér.

Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 22:55

49 Smámynd: Brynja skordal

 nei finnst ekki réttalátt að þú skulir ætla að yfirgefa okkur En auðvitað verður þú að taka ákvörðun um það elsku vinur en þín verður sárt saknað af öllum þínum bloggvinum sé ég það var svo mikil tilhlökkun að skoða og lesa hjá þér enda fór maður alltaf brosandi og með mikið af kærleik og knúsi af síðunni þinniEn kannski kemur þú aftur eða poppar upp annastaðar þá vil ég fá að vita sko... Ertu kannski á Fésbook?? nú þá leitarðu okkur sem eru þar bara uppi En ástarþakkir fyrir allt þú Gullmoli og hafðu það ætíð sem best knús í klessu

Brynja skordal, 7.1.2009 kl. 00:25

50 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Var að huxa um að fyrirkoma mér í meðvirku væmnisbræðiskasti... en sá svo að það myndi vera bæði fljótfærni og bráðlæti sem ég myndi drepsjá eftir þegar það yrði orðið alltof seint.

Cíjú Zún mæ múnsjæn!

PS. Dreymdi þig í fyrrinótt. Déskoti varstu árennilegur...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.1.2009 kl. 04:46

51 Smámynd: egvania

Hvað er í gangi hjá þér vinur farðu nú að skammast til að blogga aftur sérðu ekki hve mikið við söknum þín.

Saknaðar kveðja Ásgerður

egvania, 10.1.2009 kl. 00:10

52 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bara að tékka á þér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2009 kl. 11:09

53 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 16.1.2009 kl. 23:46

54 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert í alvörunni hættur  var bara að gá

miss you - færð knús og klemm

Sigrún Óskars, 17.1.2009 kl. 16:55

55 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, T.C. ég sakna þín og skrifa þinna. Komdu aftur!  Gerðu það!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:58

56 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ertu ekki ad koma aftur kæri Tiger minn.

Sakn sakn sakn.

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 09:46

57 Smámynd: egvania

tiger þú þarft ekki að skrifa eða gefa upp nafn til að geta bloggað hér þetta er ekki rétt ég hef farið inn á blogg hjá fólki sem hefur enga samsvörun við þjóðskrána það eru bara einhver orð ekki nöfn sem þetta fólk notar.

Þú sérð það nú sjálfur hve mikið við söknum þín kærleikur þér til handa Ásgerður

egvania, 22.1.2009 kl. 04:36

58 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 30.1.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband