23.12.2008 | 00:27
Nýjar reglur Mbl.is reka mig út í horn - eða lengra! Í það minnsta burt af Mbl.is .. hugsa ég! Er þetta ritskoðun - eða stýring ... afturför að mínu mati!
Vegna nýrra reglna sem Moggablogg er að fara að taka upp núna um áramótin í sambandi við nafnleysi - sé ég mér ekki fært annað en að hætta að blogga hérna á Mbl.is og leita annað.
Á eftir að sjá mikið eftir mínum dásamlegu sirka 30 bloggvinum sem hafa lesið mig reglulega - en þar sem nýjar reglur sjá til þess að bloggið mitt muni ekki birtast neinstaðar nema, ja nema hvergi held ég eða .. ja hvar veit ég ekki .. þá sé ég ekki fram á að hafa neinn tilgang hér lengur.
Jú, sannarlega væri það þess virði að blogga bara fyrir mína yndislegu fáu föstu lesendur sem kíkja alltaf á mig - en ... þessi breyting er að mínu mati í hæsta lagi óásættanleg fyrir mig svo ... Ciao!
Gleðileg jól - farsælt nýtt komandi ár - takk fyrir allt!
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ha ?
Hvar koma þessar reglur fram ?
Gleðileg jól sjálfur og takk fyrir alla hlýjuna á árinu 2008
Ragnheiður , 23.12.2008 kl. 00:46
Takk fyrir samveruna hérna Tiger minn. Er sjálf hætt að þó ekki af sömu ástæðu sem þó er skiljanleg.
Óska þér Gleðilegra jóla og hafðu það yndislegt yfir hátíðirnar.xxxx knús og kram.
M, 23.12.2008 kl. 00:49
láttu okkur bara vita hvar þú munt halda til, kagglinn minn.
Brjánn Guðjónsson, 23.12.2008 kl. 00:52
Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja
Linda og Fjölskylda :):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 01:00
Ég býst við að hætta sjálfur.
Fáránlegt hjá blog.is ...
ThoR-E, 23.12.2008 kl. 01:19
Þú mátt áfram blogga nafnlaust bara ekki tengja við fréttir er það ekki????
En þú kemur þá bara yfir til hinna fordæmdu á Blekinu
(IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 01:22
Ég mótmæli Hef samt fullan skilning á því að þú farir af mbl. Þú ferð nú samt ekkert að hverfa si svona... Þú verður að lóðsa okkur á nýjan stað. Knús og kram á þig elsku Tígri og hafðu það gott um jólin
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.12.2008 kl. 01:25
Halló !
Hvaða, hvaða þú hættir sko ekki neitt takk fyrir, þú finnur eitthvað út úr þessu.
Gleðileg jól kæri vinur Ásgerður
egvania, 23.12.2008 kl. 01:45
Gleðileg jól til þín... trúi ekki að þú hættir að blogga... þú skemmtilegi "penni".. ....Hlý jólakveðja í þitt hús kæri **
G Antonia, 23.12.2008 kl. 03:32
Nei nei nei, ég trúi því ekki að þú ætlir að hætta elsku kallinn þín yrði sárt saknað, ég trúi ekki öðru en að þú finnir eitthvað útúr þessu.
Jóla knús á þig ljúfurinn minn
Helga skjol, 23.12.2008 kl. 07:38
óneiiiiiiiiiiiiii..............hvert ætlarðu?
Risa Ofurskutlu jólaknús og kremj!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 08:57
Þessar nýju reglur hjá moggablogginu banna fréttatengingar fyrir nafnlausa. Þú mátt blogga áfram, en bara ekki tengja við fréttir nema þú komir fram undir nafni.
En, já... Hvert skal fara, til að halda áfram að blogga? Ég hef stundum velt þessu fyrir mér líka.
Annars segi ég Gleðileg Jól á þig og þína!
:-)
Einar Indriðason, 23.12.2008 kl. 09:35
Ég held reyndar ad tad sem ef tú bloggar um frétt á netinu.En ég se bloggheiminn ekki án tín minn kæri.Og ég get ekki verid án tín tad er klárt vid gerum uppreisn.....En án gríns tá er tad tannig ad eg skrifad er vid grein tá verdur ad vera fullt nafn.
Nú er ég kem eftir 5 vikna frí frá á blogginu og góda fera á frónid sé ég hvad bloggid hefur í raun gefid mér ..Sakn sakn.
Sendi tér og tínum hátídarkvedjur hédan frá Jyderup og takk fyrir gód kynni á árinu sem hafa gefid mér mikid.
Hjartanskvedjur
Gudrún.
Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 10:35
Nú segi ég bara það sama og Einar hér að undan. Þú mátt blogga eins og þú vilt. Er það hvort eð er ekki sjaldan sem þú setur inn skrif beint tengd frétt? Málið er að ég skil þá Moggamenn alveg, það er með ólíkindum hvað fólk setur hér inn á bloggið. Og staðreyndin er bara sú eins og allstaðar annarstaðar að það bitnar líka á þeim sem eiga það ekki skilið.
Vona bara að geta lesið bloggið þitt áfram hérna.
Hafðu það gott ljúfurinn
Anna Guðný , 23.12.2008 kl. 10:45
Jólaknús til þín minn kæri. Ég held mig áfram hér þó ég sé á nikki enda nenni ég ekki að blogga um féttir og vil frekar fá og góða bloggvini en marga og ómerkilega. Vona að þú sért ekki kafnaður úr skötufýlu. Rokkveðja úr sveitinni þar sem stefinir í Rauð jól ....en hér er nú venjulega slatti af snjó um jólin.
JEG, 23.12.2008 kl. 11:11
Þú vitnar bara í fréttina og gefu vefslóðina upp sjálfur.
Engin ástæða að hætta blogga. Mér finnast þessar reglur Mbl. ekki neitt stefna málfrelsi og skoðanafrelsi í voða. Mér finnst að fólk eigi að geta staðið við og fyrir því sem það segir undir nafni. Feluleikur og slíkt er ónauðsynlegur ef maður er málefnalegur og þjóðin er ekki að skíta í buxurnar yfir frjálslegri lýsingaroðarnotkun. :)
Baldur Gautur Baldursson, 23.12.2008 kl. 11:31
já blessadur vertu ekki ad spá í thetta. bara ferd framhjá leidina ef thess tharf. MÁTT EKKI FARA HÉDAN!! en ef svo verdur thá er bara skylda ad gefa upp hvert verdur farid og audvitad HALDID ÁFRAM ad blogga
Hafdu gledileg jól minn kæri, takk fyrir kynnin hér á thessu ári í bloggheimum hefur verid virkilega gaman ad lesa pistlana thina og einnig ad fá kommentin thín hjá mér knús og kram hédan.
María Guðmundsdóttir, 23.12.2008 kl. 12:17
Þú verður bara að koma fram undir nafni, ferð ekkert að stinga okkur af.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 12:27
Ég styð þessa ákvörðun mbl.is bloggsins. Mér finnst sjálfsagt að þeir njóti forgangs sem treysta sér til að skrifa undir eigin nafni. Þetta er ritstýring, ekki ritskoðun, enda geta menn áfram skrifað undir nafnleynd og það eru til aðrir útrásarstaðir fyrir nafnleysingjana, eins og malefnin.com.
Friðrik Þór Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 12:33
Sko þeir sem halda áfram að blogga eða eru áskrifendur að mbl og segja því ekki upp, eru óvinir lýðræðis...
Menn eiga ekki að láta svona yfir sig ganga.. nema menn vilji vera aumingjar.
Þeir sem styðja svona dæmi eru einfaldlega vitleysingar.
P.S. Ég hætti líka
DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 12:35
Þetta snýst ekki bara um það að ekki sé hægt að blogga við fréttir. Bloggfærslur nafnlausra birtast ekki á blog.is né mbl.is í þá ný blogg eða vinsæl blogg og svo framvegis.
Þannig að í rauninni er verið að hrekja nafnlausa bloggara út í horn, eða neyða þá til að setja undir fullt nafn.
Þetta er fáránlegt!
Gleðileg jól.
ThoR-E, 23.12.2008 kl. 12:48
Sko mbl og sjálfstæðisflokkur hafa eflaust kynnt sér það erlendis að nafnlausir bloggarar koma mjög oft upp um svik td í stjórnsýslu, því ætla þeir að loka á okkur.
Ég ítreka, hver sá sem heldur áfram að vera áskrifandi að mbl eða skrifa á blogg er óvinur sjálfs sín & samlanda sinna!!
DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 13:04
Ættum við ekki bara að stofna samtök nafnlausra bloggara ? Ég hef grun á því að hér sé verið að dæma heila stétt nafnlausra bloggar fyrir gjörðir örfá. Hér hefur líka verið dæmd heil þjóð fyrir gjörðir örfáa.
Offari, 23.12.2008 kl. 13:13
Ég veit það eitt að þeir sem skrifa undir nafni hafa verið mun viðbjóðslegri en þeir nafnlausu.
Ég minni aftur á að mbl ræðst hér að málfrelsi... við megum ekki láta slíkt gerast... það má eiginlega segja að mbl se að fara að ráðum Jóns Vals
DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 13:56
Æi, ég er nú aðallega að hlífa nöfnum mínum þegar ég blogga bara undir eiginnafni, en sleppi föðurnafninu, en ég á 13 alnöfnur, margar eru á svipuðum aldri og ég og nokkrar búa meira að segja í sama póstnúmeri og ég. Ein er tiltölulega lík mér í útliti og ég hef séð mynd af henni á netinu og haldið að myndin væri af mér. Í mínu tilfelli gæti það farið svo að alsaklausar Hrannir verði bendlaðar við hjóla-bloggið mitt
Mig minnir nú að ég hafi þurft að skrá kennitölu og fleiri persónu-upplýsingar um mig þegar ég stofnaði bloggið. Svo það á ekki að vera mjög flókið að finna mig ef einhvern langar að stefna mér fyrir meiðyrði. Ekki að það komi til þess, ég er svoddan gæðablóð.
Hjóla-Hrönn, 23.12.2008 kl. 14:07
Well Hjóla-Hrönn... þú verður líka "bönnuð"... velcome
DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 14:29
GLEÐILEG JÓL, OG KOMDU BARA UPP ÚR STROMPNUM!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.12.2008 kl. 15:25
Held að margir séu að íhuga að færa sig annað, það er nú ekki eins og blog.is kerfið sé besta bloggkerfið á netinu...meingallaður andskoti í raun og veru.
Ætla að flytja mitt yfir á wordpress bloggið mitt, sýnist nokkrir aðrir hafa gert það nú þegar.
Fatta þetta ekki alveg samt, þar sem við skráðum blog.is bloggin undir kennitölu (eins og margir hafa minnst á hér) og þ.a.l. ætti að vera minnsta mál að hafa upp á nafni viðkomandi. Sérstaklega þar sem maður gæti í raun sett hvaða nafn sem er á bloggið sitt, hver ætlar sosem að sanna að ég sé í raun og veru sú sem ég segist vera?
Ergh. Kjánalegt allt saman. Endilega láttu vita hvert þú flytur þig, Tigerbuns ;)
-Jóna.
kiza, 23.12.2008 kl. 15:45
Elsku Tiger. Ég óska Þér og þínum gleðilegra jóla
Jólaknús til þín að norðan
Erna, 23.12.2008 kl. 16:55
Tökum ekki þátt í þessu netlöggusamfélagi mbl.. beil...
Kommentarinn, 23.12.2008 kl. 17:22
Neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii takk heyrðu elsku karlinn minn þú getur bara ekki hætt því ég mun sakna þín svo mikið.
Er það ekki bara ef þú bloggar um fréttir sem þarf að birta fullt nafn og þú ert nú eigi í vandræðum með að, annars bara lætur þú okkur vita hvar þú verður.
Gleðileg jól Tiger míó míó og hafðu það yndislegt með þínum.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.12.2008 kl. 20:31
Óska þér og þínum gleðilegra jóla sætalíus.
Kær kveðja
Solla G (ollasak)
Solla Guðjóns, 23.12.2008 kl. 21:32
Sæll og blessaður
Ég vona að þú hættir ekki að blogga. Endilega leyfðu okkur aðdáendum þínum að vita hver þú ert. PLEASE
Guð gefi þér og þínum
Gleðileg Jól og farsæld um ókomin ár.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:28
Rozalega eruð þið ~nafnleyzíngjar~ grimmir við okkur hin ...
Steingrímur Helgason, 24.12.2008 kl. 01:14
Ég óska þér Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Vonandi lætur þú þetta fréttatengingardrama hrekja þig burt af blogginu hérna. Það er ekki eins og þú sért alltaf að blogga fréttatengdar færslur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2008 kl. 03:29
úps ég gleymdi einu orði "Vonandi lætur þú þetta fréttatengingardrama ekki hrekja þig burt af blogginu hérna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2008 kl. 03:30
Mundu þetta með skóginn og trén
Már Högnason (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 08:27
Gleðileg jól
Jónína Dúadóttir, 24.12.2008 kl. 14:58
Nenni ekki að lesa hvort þetta hefur komið fram en þú mátt að sjálfsögðu halda áfram að blogga einsog einginn sé morgundagurinn, svo framalega sem þú lætur nafn þitt koma fra í höfundaupplýsingum. Þetta mun því ekki breyta neinu fyrir þig. Þú verður áfram Tiger og allir geta áfram skoðað þig einsog þú villt... Passaðu þig bara á að taka ekki þátt í múgæsingnum sem farið hefur af stað hjá fólki sem telur þetta ritskoðun ...... Hugsaðu þér bara hvað þú hefðir komist langt með að senda alltaf nafnlaus bréf til birtingar í morgunblaðinu. Ég sé ekki að ritstjóri þar hefði tekið þátt í því og þetta er bara ekkert öðruvísi... Það þarf ekki að taka það fram að ég er mjög sáttur við þessa nýju reglu og ég kom þessu á framfæri þegar blog.is byrjaði... Ég varaði við ástandi sem gæti komist á ef blogkerfi óskuðu ekki eftir svona nafnbirtingu....
Gleðileg jól
Stefán Þór Steindórsson, 24.12.2008 kl. 15:30
Já, sko .. mér skilst skottin mín .. að ég geti sannarlega haldið áfram að skrifa og skrifa og skrifa .. fyrir sjálfan mig og mína fáu ljúfu bloggvini sem koma hingað daglega til að lesa.
Málið er að blogg "nafnlausra" mun hvergi sjást eða finnast - nema í stjórnkerfi bloggvina þess nafnlausa.
Það á að sjá til þess að blogg nafnlausra muni ekki birtast á forsíðu sem nýtt blogg - ekki í undirflokkum - ekki í heitar umræður - ekki í vinsæl blogg .. og bara hvergi yfir höfuð á vef Mbl.is ... nema í stjórnborðinu hjá þeim sem þangað kíkja yfirhöfuð af bloggvinum þess nafnlausa... og að sjálfsögðu munu nafnlausir ekki geta tengt sig við fréttir af Mbl.is.
Maður er sem sagt kominn í hóp þeirra sem skrifa dagbækur fyrir sjálfa sig .. nánast.
Ég myndi aldrei fara út í skítkast við einn eða neinn .. það er bara ekki í eðli mínu að standa í slíku. Loka orð mín verða væntanlega sögð um áramótin þegar nýju reglurnar taka gildi, en uppúr því mun ég hugsanlega finna mér annan vettvang til að kasta upp öllu því sem hrapar úr kolli mínum - en hvar það verður - veit nú engin - ... síst ég sko .. ennþá!
En, knús og kram á ykkur öll hér og takk fyrir innlit og skemmtilegar umræður! Vonum bara að þessar reglur verði á einhvern hátt endurskoðaðar. Enda hef ég séð marga nafngreinda bloggara viðhafa mun ljótara orðalag hér á blogginu en nafnlausa ... happy christmas all!
Tiger, 24.12.2008 kl. 17:19
Það segir sig sjálft að mbl.is hefur látið undan þrýstingi nafnbloggara sem þola ekki nafnlausa bloggara!
Nafnlausir eiga að vera í felum eins og að þeir séu skítugir, spurning hvort þeir fái að halda faðmlagsfídusnum,
hugsaðu þér Tígri minn hvað það hlýtur að vera skelfilegt fyrir nafnbloggara að fá nafnlaust faðmlag!!!!!
Persónulega hef ég ekki áhuga á því að skrifa mínar heilsufarssögur og annað væl ef það birtist ekki
á forsíðunni og ætla því að fylgja þér Tígri minn og spyr því ; hvert eigum við að færa okkur?
Gleðileg jól kæri bloggvinur
ég veit að þú ert gegnheill hvort sem þú heitir Jón eða Gunna
Maddý (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 20:31
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 20:32
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 23:40
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 23:44
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 23:45
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 23:46
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 23:47
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 23:48
nú munu margir skemmtilegir bloggarar hverfa héðan.
ég ætla að setja mig í spámannsstellingarnar.
við erum að sjá upphafið af endalokum vinsælda Moggabloggsins.
gef því....ca ár.
Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.