Þegar góða veislu gjöra skal - taka skal .. góðan anda og blessann í bak og fyrir! Yndislegur drengur á afmæli í dag! Er ég endanlega kominn með uppí háls? Nahhh...!

ekki er kakan að ljúgaJæja, þá er ég endanlega kominn með uppí kok af veislumat og öðrum kræsingum. Veislurnar í gær voru æðislegar - maturinn enn betri og leyfarnar langbestar sko ..

Þetta var tæpt í gær - fyrsta veislan um fjögur og var hún um 3-4 hundruð manns .. og svo höfðum við einhvern klukkutíma til að undirbúa báða salina fyrir næstu tvær veislur sem voru strax í kjölfarið. Damn hvað þetta voru mikil hlaup og hamagangur. En, þar sem við erum frábær hópur með fullkomin höfuð á staðnum - þá gekk allt upp og með miklum sóma. Topparnir á staðnum eru nefnilega svo miklu meira en æðislegir - segi það satt að ég dýrka að vinna með þeim og dýrka það hve ljúfir, kátir og fullir af húmor - jafnvel í stresskasti - þeir eru. Það verður alltaf svo miklu meira úr verki þegar góður andi ríkir á vinnustað, góður andi og húmor er lykillinn að velheppnuðum verkum!

Síðustu tveir dagar hafa verið geggjaðir reyndar. Á fimmtudaginn hljóp ég um í undirbúningi veislanna - í 12 tíma og á föstudaginn var ég á hlaupum í 15 tíma. Það versta við mig er að ég sest sjaldan niður, reyki ekki og á ekki auðvelt með að setjast niður fyrr en "allt er búið" eða bara þegar maður fer heim. Auðvitað er það bölvuð vitleysa af manni að hlaupa svona án þess að setjast niður í þó ekki væri nema 5 mín á hverjum klukkutíma - eða svo - og maður finnur best fyrir því þegar maður fer heim. Þreytan sér til þess að maður getur varla staðið aftur upp þegar maður hefur keyrt heim - manni langar bara helst til að sitja kyrr í bílnum og sofna bara .. haha!

face in cake

Nú og það er líka slæmt að maður gefur sér ekki tíma til að borða vel - heldur er maður að narta í góðgætið allan daginn - og slíkt er náttúrulega ekki mjög gott fyrir kroppinn .. ónei.

En þetta gekk allt saman mjög vel og gestir voru allir mjög ánægðir og kátir með góðan mat og sko nóg af slíku. Svo var náttúrulega starfsfólk leyst út eftir veislurnar með heavy mikið af veislumat - svo mikið að það hefði þurft að fá pallbíl undir kræsingarnar .. og nú er maður bara búinn í bili - bæði eru fætur í verkfalli og hendur neita að gera mikið nema smá pikk hérna núna.

Enda ætla ég ekkert að vera að reyna að hanga á blogginu núna, ætla bara að hvíla mig í dag og njóta þess að liggja yfir góðum myndum í TV og hafa hlaðborð fyrir framan mig!!! Sick W00t

cute7

Núna er ég farinn - ætla bara að liggja í því - borða og borða - og liggja á meltunni með það sama. Mesta furða að það skuli ekki fjúka á mann aukakílóin við þessar lystisemdir, segi það satt að það bætist á mig kíló eftir svona veislur - en það er fokið af aftur sjálfkrafa strax eftir einn eða tvo daga ...

Þessi litli gutti - sem ég elska útaf lífinu - er sömu kostum búinn - duglegur að borða og ekkert að liggja á sínu ef góðgæti er annarsvegar..

Pabbi hans, systursonur minn, sá sem ég elska ennþá meira ef það er hægt ---> á afmæli í dag - 26 ára - og fær hann frá mér fulltaf snittum og gúmmilaði - en sá kappi er nefnilega líka svona - getur borðað eins og hestur alla daga en bætir aldrei á sig grammi af aukakílóum - eitthvað í genunum held ég - en ekki eru allir í ættinni eins heppnir að vera með fullkomna brennslu, því miður.

Lítill afmælisdrengur - sem reyndar er heavy stór í dag - 26 ára!

Til hamingju með daginn elsku yndislegasti drengur í heimi!!

Guð var sannarlega að vanda sig þegar hann setti þig niður hjá okkar fjölskyldu - sannarlega var hann í góðu skapi!

afmælisbarnið

afmælisdrengur1 afmælisdrengur2

Og svo er maður orðinn gamall .. huhhh!

Stór strákur sko ..

 InLove  InLove  InLove

En núna kalla kræsingarnar á mig - ég er farinn að úða í mig gúmmilaði - og afsaka það með því að ég hef ekkert pláss til að geyma þetta neinstaðar - nema í maganum .. hihihi!

Sendi bara núna knús og kram á ykkur öll ljúflingar og sé/heyri/les ykkur öll á morgun þegar ég er búinn að safna kröftum aftur .. luv u guys!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Hvíldu þig vel hjartað, ekki veitir af eftir hlaupin í vinnunni

Heiður Helgadóttir, 13.12.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svona vinn ég líka... eins og bjániGóða helgarrest minn kæri og til hamingju með þennan sæta frænda þinn

Jónína Dúadóttir, 13.12.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús á þig til hamingju með frænda og bara þá báða rosa sætir báðir tveir.
Þú ert afar lánsamur að eiga slíkan kærleik að kunna að meta þá sem eru þér kærir.
Það er ekki sjálfgefið Tiger míó míó.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 19:13

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með elsku frænda þinnog ljúfar yndislegar kveðjurtil þín elsku Tici

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:38

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með fallega frændann þinn. mundu að hvíla þig alltaf smá.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 20:27

6 Smámynd: JEG

Ó segji það með þér ætla að hvíla mig í kvöld.  Til hammó með flotta frænda.  Knús og klemm úr sveitinni þar sem jólin eru byrjuð í fjárhúsunum

JEG, 13.12.2008 kl. 20:44

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjú með frændann, hann er dáldið líkur þér, bara zmotterí ýngri & þvi fjarzka fallegri í sjón, gamla hrozz.  Trú því nú líka zamt að hann sé jafn fallegur í gegn & þú ert alltaf gæzkurinn minn, ef að frændinn hefur nú haft hönd í bagganum með honum.  Skemmtilega líkur þér líka, majónezið mitt.

Steingrímur Helgason, 13.12.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með frænda þinn.  Ert þetta nokku þú þarna í bakgrunninum með úðunargræjurnar?   Bara svona til öryggis er þetta er önnur felumynd

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:00

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Til hamingju með frænda þinn  Góður afmælisdagur, var að koma úr afmælinu hennar mömmu. Þú ert ríkur af þinni fjölskyldu, og hún af þér  

Það er alltaf gaman að hafa fjör í vinnunni. Góður vinnuandi skilar sér sannarlega í vel unnum verkum og ekki spillir að hafa húmorinn með. Njóttu þess að slaka á og borða á þig gat

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.12.2008 kl. 00:46

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

til hamingju med flotta frændann. Njóttu thess nú ad slappa af eftir øll thessi læti!! uni thér thess i botn eftir allt thetta.

kreist og kram á thig kæri minn, góda viku framundan

María Guðmundsdóttir, 14.12.2008 kl. 09:02

11 Smámynd: Tína

Alltaf er auðvelt að veita öðrum góð ráð sem er svo erfiðara að fara eftir sjálfur. Ætla samt að gera það..................... farðu vel með þig will you!!!! Hvíldu þig vel á milli (ég vona að bóndinn minn sjái ekki þessa athugasemd frá mér). En ég lofa að reyna eftir bestu getu að fara eftir þessu sjálf. Nú er ég reyndar að vinna á hverjum degi fram að jólum og byrjum við á morgun að vera með lengdan opnunartíma. Veit þess vegna ekki hversu dugleg ég verð að kíkja við hérna hjá þér. En ég hugsa alltaf reglulega til þín. Mundu það.

Knús á þig í massavís.

Farin að vinna

Tína, 14.12.2008 kl. 10:15

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég á stóran ísskáp!! Hefði alveg geta "geymt" dótið fyrir þig! Það er hvort sem er komið gat á rassinn á uppáhalds-gallabuxurnar mínar..... munar ekkert um nokkur kíló í víðbót :)

Heiða B. Heiðars, 14.12.2008 kl. 10:54

13 Smámynd: Brynja skordal

Er lítið í tölvunni þessa dagana en set inn smá spor eftir mig hafðu það ljúft elskulegur

Brynja skordal, 14.12.2008 kl. 12:37

14 Smámynd: Ragnheiður

Afhverju kallar zteini þig hross ? Erum við frænkur ?

Farðu varlega með þig svo þú springir ekki fyrir jólin heillakallinn

Ragnheiður , 14.12.2008 kl. 13:27

15 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Bon apetit!  

Baldur Gautur Baldursson, 14.12.2008 kl. 19:01

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með þessa frábæru frændur. En hvar fást svona gen? Ég fitna um tvö kíló við að lesa uppskrift.

Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 19:59

17 Smámynd: egvania

Þú dásamlegi, lukkulegi ungi maður góða nótt

egvania, 14.12.2008 kl. 23:46

18 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með frænda þinn Tiger!

Annars þá veit ég nú lítið um þig, sé á þessu að þú vinnur annað hvort við veisluþjónustu eða á Hóteli eða eitthvað svoleiðis. Glæsilegt!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.12.2008 kl. 00:54

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er aldeilis mikið að gera hjá þér í veislunum, þú ert greinilega betri en enginn til að hjálpa til við svoleiðis uppákomur.  En svo verðuru að gera upp við þig hvort þú ætlar að hvíla þig eða éta, maður gerir ekki bæði í einu  Knús á þig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2008 kl. 11:30

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 16.12.2008 kl. 08:35

21 identicon

Aðeins að henda í þig smá ofurskutli minn kæri......það er nefnilega alveg brjálað að gera hjá mér við að vera í jólafríi.......hvað er það?

knús og kremj

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 17:10

22 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ji, eins gott að ég vinn ekki í veisluþjónustu.  Ég væri orðin 300 kíló og rúmlega það!  Eða kannski færi það eins og þegar maður byrjaði í frystihúsinu.  Þá borðaði ég ekki fisk í mörg, mörg ár.  Samt ekkert ógeðslegt við vinnsluferlið, allt mjög hreint og snyrtilegt.  En bara þegar maður sér svona óhemju mikið magna af einhverju og er með lyktina í nösunum 24/7 (fylgir manni heim í flíkunum) þá fær maður klígju.  Ég var alvarlega að íhuga að fara og vinna í sælgætisverksmiðju og athuga hvort ég myndi ekki læknast af sætindafíkninni.  En jólahlaðborð er nú bara eitthvað sem maður fer á einu sinni á ári, ja kannski tvisvar eða þrisvar.  Er búin með eitt, jummí, og er að fara á annað á fimmtudaginn.  Það verður nóg af kílóum til að losa sig við eftir áramót!

Hjóla-Hrönn, 16.12.2008 kl. 17:46

23 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvort er það leti eða ofát sem er að angra þig núna ?

Jónína Dúadóttir, 17.12.2008 kl. 07:58

24 Smámynd: egvania

egvania, 17.12.2008 kl. 21:37

25 Smámynd: Agný

púff...ég þekki það að vinna´í þessum geira....Fjör, sress en kanski ekki von að setjist á mann xtra kíló þar sem maður er á sífelldum hlaupum...

En ..með reykingapásurnar fyrir þá sem reykja, þá hafa hinir reyklausu sama rétt á "smók"pásu...Þú verður bara að segja að þú sért að fara í smók pásu..nú ..ef liðið bendir þér á það að þú reykir ekki þá skaltu segja að þú ætlir að slá tvær flugur í einu höggi..fá þér frískt loft og útblásturinn frá bílunum ( þar sem þú jú reykir ekki) ..

En ég verð að segja það að skriflega séð þá hljómar þú sem hjartahlýr náungi, sem þykir jafn vænt um mannskepnuna sem aðrar skepnur...og þorir að tjá það sem að gefur þér mikinn plús....en það er víst ekki það sem fasista stjórnvöld vilja að sé hafður í hávegum ..þ.e. náungakærleikurinn...Það er svo mikið auðveldara að stjórna fólki ef það þorir ekki að faðma eða tala við aðra...Þessvegna faðma ég líka allakonur sem karla.. Svona í lokin ..til hamingju með þína góðu familíu... Ég á 4 stráka sem ég elska og er stolt af.....mesta furða hvað rætist úr genunum við að færa þau áfram..Sendi þér knús og smúts...og mundu að borða jákvætt...(segi þér seinna hvað það þýðir ef þú vilt...)

Agný, 18.12.2008 kl. 01:47

26 Smámynd: Agný

Arg...pirr..átti að vera ekki nema von að setjist EKKI  aukakíló á mann á hlaupum....

Agný, 18.12.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband