Ok, ég hef víða komið við - enda frægur maðurinn náttla. Frægastur er líklega þó forsetinn sem í faðmi mínum hefur legið - flatur - og ég bara missti andlitið yfir því hve ljúfur og mannlegur mister president er í raun og veru .. kom á óvart!
En þessi mynd er tekin á Bessastöðum - auðvitað - haldið þið að mahrr sé ekki maður með mönnum. En þarna vann ég í einhverja orrahríð og hafði mikið gaman af. Verst er hvað karlinn er stór - sko hávaxinn. Ég er reyndar ekki mikill stubbur - rétt undir 180 - sverða - en forsetinn er hávaxinn og glæsilegur maður með hjartað á réttum stað - nema þegar hann er að reyna að stíga fast á púkaskottið á besta vini sínum Dabba Landspabba. Enda gruna ég að hann sé hræddur um að Landspabbi ætli sér að verða húsbóndi á Bessastöðum áður en langt um líður - Fussss og svei!
Öllu vænna þótti mér nú þegar ég faðmaði að mér þessa gyðju!
Hún er örugglega með mörg hjörtu - ef ekki bara lauf líka - og allt á réttum stað. Gruna nú að þið kannist öll við þennan gullmola okkar Íslendinga - en hún hefur um langt skeið gefið okkur heilmargar hláturgusurnar - ómetanlegar gleðistundir og grætt okkur flest öll af og til - með kátínu sinni, léttri og yndislegri framkomu og dásamlegum húmor sínum.
Ég bara elska þessa konu! Ekkert meira um það að segja í raun og veru. Verst að hún er svo ung að það þýðir lítið fyrir mig að gera mig til - til að hún taki eftir mér - meira en að ég sé bara einhver ljúflingur sem gef mig í sjálfboðavinnu fyrir langveika krabbameinsjúka af og til ... grrr ég elska þig Bibba mín á Brávallagötunni!
Ok, þessi ungi pörupiltur er stálhress og glaðlyndur kappi sem kallar ekki alla ömmu sína - bara mig reyndar .. en það er önnur amma - nei önnur ella.
Margir kannast best við hann sem Valli Sport - en hann gerði garðinn t.d. frægan ásamt góðum félaga Sigga Hlö - í þætti sem kallaður var "Með hausverk um helgar" og var "sýndur" í útvarpinu hér fyrir nokkru síðan ..
Valli Sport er ljúfur náungi sem er eins "stjörnustælalaus" og hann lítur út fyrir að vera - brosmildur og alltaf með grín og glens á vörum. Hann er kappi sem gaman er að fylgjast með - úr fjarlægð - neinei líka úr nálægð sko! Sverða líka ...
Ok, hér er svo annar stórkostlegur kappi sem vert er að hafa augun á - og eyrun! Einn af okkar ljúfustu söngvurum, skemmtilegur og kátur og kemur fram við mann eins og maður á skilið - með hnefanum! Neinei .. hahaha!
Hann er frábær söngvari sem mér hefur lengi þótt mjög gaman af - fylgst lengi með og á mér eitt uppáhalds jólalag með kappanum! Reyndar á ég mér mörg uppáhaldslög með þessum töffara og er ekkert feiminn við að viðurkenna það - enda ekkert til að skammast sín fyrir - i tell you the truth! Jólahjólið er eitt af elstu lögunum sem ég man eftir með kappanum - og mér er það mjög hugleikið - þrátt fyrir að Grílan með eldhúsgólfið í fanginu sé ekki mjög hrifin af því ...
Okok, líklega nóg komið af stjörnufanz. Það eru svo margir frábærir listamenn sem mér hugnast og alls staðar er ég að troða mér inná milli stjarnanna.
En, hey - i love it - and i bet they love it too - to be famous!
Sko, ég ætla mér líka að verða frægari en ég er þegar orðinn - en mest er ég frægur fyrir kanelsnúða, geðveika nágrannakonu á náttslopp með rúllur í hárinu - og jú líklega er ég líka frægur fyrir það að vera með spaðann á réttum stað! Hmmm .. var ég kannski með tígulinn á réttum stað ... okok .. það var hjartað náttla. Jamm, svona er nú skrappbókin mín. Full af stjörnum - engum stjörnustælum og bara flottu liði um allt.
En - vitið þið hvað - nei ég reikna ekki með því - enda er ég ekki ennþá búinn að segja ykkur hvað ég er að fara! En, bestustu, ljúfustu - skærustu og stærstu stjörnurnar mínar af öllum - og þær sem mér þykir laaaaaaannnnng mest varið í - eru - jamm - guess whom!
Þið getið séð myndir af þeim sko .. en þær myndir eru snyrtilega raðaðar að ofan og niður af handahófi - hér á síðunni minni - og kallast "bloggvinir mínir" .... luv you guys!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Oh i lúkk læk shit on your list !
Ragnheiður , 10.12.2008 kl. 23:56
Ég hef aldrei hitt Óla grís. Það er nauðsýnlegt að eiga nokkra forljóta bloggvini eins og mig fyrst þú ert að blogga á annað borð.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.12.2008 kl. 00:07
Ragnheiður mín - þú er nú mjúkasta og mest malandi stjarnan mín! Kisulóra ... in my eyes u are sooooooo big!
Skatti minn; Þú ert glæsilegur bloggvinur - alger stjarna - ekkert meira um það að segja í raun og veru...
Knús á ykkur ljúflingar ...
Tiger, 11.12.2008 kl. 00:27
Heyrðu heyrðu - hvað í ósköpunum kom fyrir andlitið á þér. Þú veist að of margir kanilsnúðar geta valdið teiknimyndaeffectum.
Annars er uppáhaldsstjarnan mín maðurinn minn kannski ekki alveg eins þekktur og þessi hópur hér að ofan en allavega þekktari en ég (sem laumast um algerlega óþekkt og líkar vel......)
knús og kveðja
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.12.2008 kl. 00:29
Ruslana mín; Nei, á engan bróður með byrjunarstafnum G. En satt hjá þér - ég er ágætur þó ég sé fastur á jörðinni og kemst ekki í stjörnuhiminn - nema í huganum og með því að troða mér á milli stjarnanna þegar ég kemst þangað ...
Tiger, 11.12.2008 kl. 00:30
Áttu þá við Lísa - að ég þurfi að hætta að borða kanelsnúða???
NEINEINEINEI - FREKAR SKAL ÉG VERÐA AÐ FRED FLINSTON en að hætta með snúðana sko ... Lísa mín, það er langbestast að laumast um eins og músin - vera í friði og geta haft hlutina eins og maður vill - óáreyttur!
Tiger, 11.12.2008 kl. 00:32
Það er rétt ég er forljót stjarna.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.12.2008 kl. 00:37
Myndirnar þarna eru líkari en líkmyndir af þér, hvað þá liturinn, þessi gulrótarbrúnkukremzbronzka, skín í gegn.
Alltaf góður, stundum skárri,
Steingrímur Helgason, 11.12.2008 kl. 00:38
Hahaha .. Gulrótarbrúnkukremzskonsubornzka hvaðððð?
Skatti minn; Engin stjarna er ljót - þær eru allar fallegar - þar með þú upptalinn ljúfurinn ... punktur með það!
Steini minn; Sko, ég er með alvöru brúnku sko - fasta og varanlega for life - segi það alveg satt ... en ég neita að fara í sturtu samt!
Kaffi á laugardag - er málið í augnablikinu??? Textumst later in the week dúskurinn minn ...
Tiger, 11.12.2008 kl. 00:49
Þú ert allavega stærri en Edda Björgvinsdóttir Ég hef oft hitt Ólaf Ragnar Grímsson enda bjuggum við í sama bæjarfélagi í mörg ár og hann teygði oft upp við staur nálægt húsinu mínu þegar hann var að trimma. Ég er ekki svo fræg að hafa haft myndavél við höndina þegar ég hitti rosalega frægt fólk frá Ameríku. Harrison Ford og Calista Flockhart komu á barinn minn og hann Kiefer Sutherland " vinur minn" var lengi á barnum mínum fyrir nokkrum árum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:29
Grrr ... Harrison og Sutherland .. Jóna, þú átt vinninginn auðvitað! Vildi að ég væri aðeins meiri djúsari í mér - þá myndi ég koma og hanga á þínum bar og vera alltaf með myndavélina með mér!
Knús og kram á þig Jóna mín ...
Tiger, 11.12.2008 kl. 01:43
Það er rétt að það er ekki til ljót stjarna en það er til fullt af ljótu fólki.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.12.2008 kl. 01:45
Yndislegur alltaf, knús á þig ljúfurinn minn
Helga skjol, 11.12.2008 kl. 06:45
Jahhhá núna fatta ég hver þú ert... eða alls ekki skoSammála honum Steina með gulrótarbrúnku... þarna kremsullið... eitthvað...Annars flott hjá þér, en ég er ánægð að fá að vera frekar í stjörnufansinum hérna vinstra megin á síðunni þinniJólahjól er virkilega flott lag, það var bara spilað út í eitt undir ömurlegum atburði í lífi mínu fyrir nokkrum árum síðan og leiðindin rifjast alltaf upp þegar ég heyri það... en það er í viðgerðSegi þér söguna einhvertímann yfir kaffibolla, þangað til... eigðu góðan dag
Jónína Dúadóttir, 11.12.2008 kl. 06:46
Sögurnar sem ég gæti sagt þér.........en ég ætla ekki að gera það :)
ha ha ha
Ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:08
Hér dettur bókartitill í hausinn á mér: "Hvar er Valli?" Nema... þessi bók myndi heita: "Hvar er tígri?"
Einar Indriðason, 11.12.2008 kl. 08:32
Góðan daginn elsku vinur og ljúfar kveðjur:):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.12.2008 kl. 10:06
Ég er stjarna það er sko satt eins og allir hinir bloggvinir okkar, myndirnar segja ekki svo mikið um innri mann.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 12:17
Þú ert alger rúsla!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.12.2008 kl. 12:53
ó, ég hélt þú ætlaðir að tala um alþýðustjörnuna, sem bankafífl, ríkisfífl og fleiri fífl taka ósmurða, trekk í trekk.
Brjánn Guðjónsson, 11.12.2008 kl. 13:01
thad er naumast ad thú hefur knúsad thá frægu! mamamamammamama..verdur bara pinu abbó sko...eda svotil... vest madur á ekki mynd af sér med thér vid hlidina..en thad verdur vist ad hafa sig..thú myndir liklega blørra thad út hvort sem er thú og thitt photoshop addna!
knús og kram á thig ljúflingur,hafdu thad sem best
María Guðmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 20:12
Ég hef líka hitt forsetann og tekið í spaðann á honum nokkru sinnum. Ágætis kall. Verst að Dorrit er aldrei heima þegar ég hef komið að Bessastöðum.
Farðu vel með þig Tigí í rokinu.
M, 11.12.2008 kl. 21:59
Flottar stjörnur.Ég hef hitt þær allar nema Valla Sport sem ég hef bara séð á skjánum.......eitthvað sem segir mér að ég hafi séð þig líka á skjánum......klikkaði á myndina af þér......ekki þesa gulrótatbronstönuðuheldur uppi í horni.Ég er að gramsa í mynninu.Ég held ég eigi enga mynd af mér með einhverjum frægum.......en ég mikið af upp á haldsfrægum.........
Sjálfur ertu í upp á haldi
Solla Guðjóns, 12.12.2008 kl. 00:11
luv u 2 og knús á þig *
G Antonia, 12.12.2008 kl. 00:54
Stjarnan mín og stjarnan þín. Þú ert alltaf jafn sætur og yndislegur.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.12.2008 kl. 01:07
Takktakk elskurnar mínar .. finn ykkur í fjöru von bráðar! Verð á ferðinni seint annaðkvöld og um helgina ...
Tiger, 12.12.2008 kl. 01:31
Ég bara varð að líta aðeins yfir færslurnar þínar áður en ég fer aftur að vinna.
Ekki get ég státað mig af því að þekkja neinn frægan. Hefði ekkert á móti því að hitta og kynnast Stebba Hilmars. Trúi því nefnilega að sá maður sé alveg heill í gegn og þægilegur á allann máta. Einn mann langar mig þó að hitta öðrum fremur og það ert þú. Alveg satt.
Nú hef ég fylgst með þér frá því í júní að mig minnir og snertir það mig ávallt hversu hjartahlýr þú ert. Hefur alltaf eitthvað fallegt að segja við hvern og einn án þess að það hljómi eins og klisja. Ert með eindæmum duglegur og með overload af elsku sem þú dreifir um allt í kringum þig. I love the way you think.
Þess vegna vona ég að einhvern tímann verði ég þess heiður aðnjótandi að kynnast þér.
Sendi á þig knús hér og ætla snöggvast að kvitta á hina færsluna þína líka
Tína, 14.12.2008 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.