Hvaða verur fara á kreik í snjónum? Breytist þú þegar snjóar? Eru það forréttindi að geta leyft barninu að poppa út þegar aðstæður eru ævintýri líkastar? Jamm, i think so ..

Picture 003Jibbý - það snjóaði loksins á suðurhorninu. Minn gróf upp snjófatnað og bomsur og skellti á sig þoturassinum... en það er náttúrulega svona snjóþota sem maður setur undir rassinn á sér efst í snjóbrekku og svo bara húrrar maður niður - og vonar að maður lendi ekki á jólatrá á leiðinni ... *krasss*.

Ok, ég fór með systkynabörn í sleðaferð this morning - og það var náttla geggjað. Myndir fylgja með í kaupbæti en þær segja miklu meira en nokkur orð - samt engar myndir af hans hátign, enda kappinn sjálfur með vélina í höndunum. Það eru bara sjaldgæfir ævintýraatburðir sem gerast í snjónum, fyrir utan það hve yndislega fallegt er þegar hvít mjöllin hylur allt - allt svo hreint og fallegt.

Picture 008

Svo voru auðvitað snjókarlar og fleiri verur sem poppuðu upp um allar tryssur. Snæfinnur fékk hatt og trefil - og steina auðvitað sem nef, munn og augu ..

Ohh .. maður verður bara svoddan krakki í sér þegar maður er kominn út í snjóinn - en snjó elska ég bara hreinlega. Er meira segja virkilega hrifinn af ófærð og sköflum í umferðinni. Sat einu sinni fastur í miðju hringtorgi á litlum Austin Míní .. öfugt í hringtorginu því ég ætlaði að reyna að komast vitlausan hring því það voru aðrir fastir í hringnum réttsælis. Nú orðið er ég alltaf með sterkan og góðan kaðal í skottinu ásamt ýmsu sem nota má til að hjálpa þeim sem sitja fastir - keyri aldrei framhjá einhverjum sem er fastur í skafli eða spólar á svelli ... *Skátabros*!

gamlar myndir 015

En, þegar snjór og kuldi er annarsvegar þá er litli karlinn í mér kominn á kreik - sko barnið within me ...

Minnisstætt er þegar ég lítill sat á skíðasleða - ásamt kurr systur minni og tvíburabræðurnir keyrðu okkur um allt - alla daga. Þá daga vorum við bara orðin 4 systkynin - en fleiri áttu eftir að koma síðar .. voru í vinnslu sko! Man líka eftir því síðar - í barnaskólanum - í öllum frímínútunum fórum við öll skólasystkynin í "Prestabrekkuna" sem var næsta lóð við Skólann - og renndum okkur þar alla daga á plastpokum.

Það myndaðist alltaf klaki í þessari brekku og ef við höfðum ekki poka þá renndum við okkur bara á rassinum niður. Oftar en ekki voru það kaldir og rennblautir rassar sem hlupu aftur í tíma þegar bjallan hringdi frímínúturnar af ... en dásamlegt var það samt!

jólin 2007. 037

Nú, ævintýrin gerast svo sem líka bara hérna á bakvið - á pallinum - sko - snjópallinum. Þar fara heilmargar undarlegar litlar verur á kreik í jólamánuðinum. Flestar eru þær nú samt bara hin saklausustu grey og meira en velkomnar sko..

En snjórinn er auðvitað alveg ómissandi þegar svona ævintýri er skapað - enda setur snjór alltaf svo mikinn svip á allt sem hann kemur nálægt. Skoðið bara umhverfið - skoðið trjágróður sem verður hálf dularfullur og ævintýralegur í snjókomunni - sjáið hvernig trén svigna undan snjónum. Málið er náttúrulega að hleypa barninu út um jólaleytið - ekki börnunum ykkar heldur litla barninu sem leynist sannarlega í hverjum og einum. Við erum aldrei of gömul í að leyfa okkur að gleyma stað og stund og fara í snjókast, búa til snjókarl og renna okkur í brekkunni - með hinum börnunum!

W00t Börnin í okkur þrá það að komast í ævintýraleik - en oft erum við orðin of frostþurrkuð og stöðnuð í "fullorðinsleik" - og þorum ekki að vera glaðlynd og skellihlægjandi í snjónum eins og við gerðum sem börn ...

Farið út að leika ykkur - jafnvel bara í matartímanum - og skellið ykkur í snjókast - atist og veltist um og verið glöð.

Cool Geymið töffarann í ykkur heima og verið glöð!

En, núna í töluðum orðum - eða skrifuðum - er ég farinn blogghringinn - er farinn að skoða ykkur sem voruð að spora hjá mér í síðustu tveim færslum og vaða um allt hjá ykkur á móti .. luv ya all .. og kanelsnúða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Farið út að leika ykkur - jafnvel bara í matartímanum - og skellið ykkur í snjókast - atist og veltist um og verið glöð.

Þetta er svo frábær hugsun að ég tek undir hana.  Það er sálubætandi svona mitt í öllum þyngslunum að leyfa sér bara að fara út og hoppa í snjónum, með ungunum sínum, nú eða bara sjálfum sér ef enginn annar er til staðar.  Svona koma so...... er farin út að hoppa tralalalala.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Tiger

  Um að gera að draga vinnufélagana út í kaffi og matartímum - fara í snjókast eða eitthvað ...

Búkolla mín; Þú ert líka kanelsnúður sko ... flottur kanelsnúður - passaðu þig á því að ég borði þig bara ekki ...

Ásthildur mín; Sannarlega satt - það er sálubætandi og það smitar svo mikið út frá sér ef maður sér fólk í kátum snjóleik! Þú ert náttla bara flottust sko - kona sem þorir! Sammála - fólk - koma svo - út að leika sér!

Tiger, 8.12.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég var í morgun að búa til engla í snjónum með stelpunum mínum. Það má alltaf leika sér í snjó  Systkinabörn þín eru heppin að eiga svona skemmtilegan frænda sem leikur með þeim. Flottar myndir, það hefur verið gaman hjá ykkur. Knús í jólasnjóinn

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.12.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Tiger

  Snjórinn .. snjórinn alllllsstaðar ...

Ruslana; Já, satt - að búa til engla í snjónum er auðvitað alger klassík. Maður var meistari í englagerð sem krakki - því ekki að rifja það upp núna og búa til stærri engla ... :)

Sigrún Þorbjörnsdóttir; Þú ert náttla æði sko .. börnin elska það þegar einhver "fullorðinn" gefur sér tíma til að leika við þau í snjónum. Þeim finnst ekkert eins gaman eins og að henda í mann snjóboltum og maður stekkur æpandi burt og reynir að flýja - en passar að þau nái manni samt alltaf og hitti alltaf í mann sko ... *flaut*..

Snjóknús og kram á ykkur ...

Tiger, 8.12.2008 kl. 15:57

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilega færsla  það er til mynd af mér á svona sleða 1 árs gamalli, verð að fara að fá gömlu myndirnar hjá pabba og skanna þær hér inn, miklar gersemar þar á ferð.  Kær kveðja á þig TC minn, þú ert bæði hressandi og skemmtilegur.  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Tiger

 Svo satt hjá þér Ásdís mín - gamlar myndir eru alger fjársjóður! Ég fékk þessar gömlu einmitt í sumar minnir mig - ásamt fleirum af mér ungum og systkynum - myndir sem ég hef aldrei séð áður - og sannarlega er það fjársjóður fyrir mann að fá slíkt í hendurnar.

Knús og kram skottið mitt .. og takk ljúf orð!

Tiger, 8.12.2008 kl. 16:31

7 Smámynd: Tiger

 Takk fyrir Galdrar .. Maður gerir alltof lítið af því að leika sér í snjónum sko!

Við erum þarna fjögur systkynin á sleða sem kallaður var skíðasleði - en annar fóturinn var á öðru járninu sem lá aftur af sleðanum - á meðan hinn fóturinn sparkaði/ýtti sleðanum áfram .. kannski hefur hann verið kallaður sparksleði útaf því að honum var í raun og veru sparkað áfram - þannig séð!

Takk fyrir innlit og hafðu ljúfa aðventuna ..

Tiger, 8.12.2008 kl. 17:16

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Myndin af ykkur systkinunum er óborganlega verðmæt, ertu með skanna eða hvernig setur þú inn svona gamlar myndir.
Við Ásthildur mundum örugglega fara út í snjókast, en fínu stelpurnar í bönkunum og skrifstofunum geta það ekki því þær mundu skemma stílinn.
Ljós til þín ljúfastur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 17:31

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

´snøkt..snørl...MÉR LANGAR I SNJÓ!!  elska ad fara út med krøkkunum ad renna á snjóthotu,en ordid alltof langt sidan sidast. Gæti veinad yfir snjóleysi hér..jájá..veit vel ad thad er ekki mínus fyrir alla..en ég vil hafa snjó á adventu og JÓLUM  en verdur eflaust ekki ad ósk minni...enda veit ég varla hvar ég ætti ad finna brekku hér ad renna í....en gildir einu. Njóttu vel minn kæri,ég uni thér alveg ad vera úti ad leika med krøkkunum  sé thig fyrir mér bara. Hafdu thad gott minn kæri,kreist og kram hédan

María Guðmundsdóttir, 8.12.2008 kl. 17:37

10 Smámynd: Tiger

  Nú er hátíð í bæ ... lalala.

Millan mín; Svo satt - þessar gömlu myndir eru sko minn fjársjóður. Ég lét framkalla gamlar slidesmyndir í sumar sem pabbi fékk eftir ömmu. Þar voru margar gamlar myndir sem ég hafði aldrei áður séð. Fékk myndirnar líka á disk frá þeim svo ég gat sett þær beint inn á netið. Handviss um að þú sért sko líka kona í snjókast sko .. hahaha! Myndi vel geta hugsað mér að fara í snjókast við þig addna skottið mitt .. satt að margir hleypa barninu í sér aldrei út nú orðið!

María Guðmunds; Sko, mahhrrr segir Mig langar í snjó ... hahaha! Íslenskukennslu lokið! Sammála því að ég elska það líka að fara í hamagang í snjónum með .. hinum krökkunum!

knús og kram á ykkur ....

Tiger, 8.12.2008 kl. 17:47

11 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Frábær.....ég hefði gefið mikið fyrir að fá að koma með og leika frekar en að hafa verið í vinnunni:) Renna sér og fá hor af kuldanum heheh það er frábært....heim í heitt kakó með ískaldar tásur og allt það oj hvað er langt síðan maður hefur gert þetta.....;) tekur mig með næst....

Halla Vilbergsdóttir, 8.12.2008 kl. 17:50

12 Smámynd: Tiger

  Hey sko .. Halla .. minn fær ekki hor í nös .. skil sko ekki allan töffarann eftir heima þó ég fari út að leika mér .. hahaha!

En satt, það er æði að gera þetta og snúa aftur einmitt með kaldar táslur og rauðan nebbann ... fá sér kakó eða kaffi og vera undir hlýju teppi bara! Snilld bara og maður útitekinn og frísklegur bara! Knús á þig ...

Tiger, 8.12.2008 kl. 17:55

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Huhh... leik mér aldrei, allt of virðuleg til þessDjókSonur minn eldri er búinn að kaupa skíðasleða alveg eins og á myndinni, dóttir þeirra á að gefa mömmunni hann í jólagjöf

Eigðu gott kvöld snúður

Jónína Dúadóttir, 8.12.2008 kl. 18:52

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er bara svo gaman að sleppa fram af sér öllum hömlum hvort sem það er í snjó eða bara inni við dans og leik eins og iðulega er gert hér hjá mér með ljósunum mínum, það kennir þeim einnig að það er í lagi að vera eins og maður vill.
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 19:07

15 identicon

Jólin jólin allstaðar, flottar myndir, tek undir allt með þér í þetta sinn

Hvað er þetta..... eiginlega alltaf.... 

Getum við ekki fengið mynda af þér í rauða búningnum???  Einhvern veginn finnst mér að þú munir alveg smell passa í hann, færð þér bara púða fyrir bumbu.

(IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:46

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þessar rassaþotur geta verið varasamar. Strákurinn minn var á einni slíkri, lenti á misfellu og skaust upp í loft og lenti svo illa að hann brákaði í sér þrjá hryggjarliði. Svo farðu varlega TC minn.

Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:01

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nú langar mig í dona 'spark', sko fyrir börnin, zkiljú.  Ætli þetta sé framleitt einhverstaðar ennþá ?

Kaffikjattæði fyrir helgí, ég deitfezti & minn trítíngur.

Steingrímur Helgason, 8.12.2008 kl. 23:02

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Haha yndisleg færsla. Ég fékk nett nostalgíukast þegar ég sá sparksleðana!! ætli maður fái svoleiðis einhversstaðar núna??? ekki það að mig langi í svoleiðis, er allt of mikil snjófæla á gamals aldri til að langa í snjóleiki........................brrrrrrrrrr. Gæti verið gaman að eiga einn til að leyfa húsbandi að njóta þess að ýta kellu um svæðið

Knús

Huld S. Ringsted, 8.12.2008 kl. 23:20

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar yndislegar kveðjur á fallegum ljúfum vetrakvöldi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:00

20 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Maður fær alltaf einhverja löngun að að langa út að renna sér með börnunum .Og það er svo gaman að sjá gleðina í þeim í snjónum,að maður bara smitast af þeim.Knús og kram á þig Tiger minn  

Ólöf Karlsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:11

21 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gleymdi að segja flottar myndir hjá þér ,maður smitast af þessari gleði

Ólöf Karlsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:13

22 Smámynd: Brynja skordal

Ah mikið er gaman að sjá myndina af ykkur systkinum þarna á skíðasleðanum fer mörg ár aftur í tímann hvað það var yndislega gaman að leika sér í snjónum með þessa sleða En veit einhver hvort það fást svona sparksleðar einhverstaðar?...En vá Flottur pallurinn hjá þér svo jólalegur þar sem við bjuggum í mörg ár fyrir vestan og "nánast" alltaf hægt að renna sér þá vorum krakkarnir mínir ekki ánægð eftir að við fluttum á skagann þau fundu engan stað til að renna og valla komið snjór sem vit er í voru ekki ánægð með valla nóg í eitt stk snjókall hehe Takk fyrir kveðjuna til pabba gamla var að koma frá því að borða glæsilegt Jólahlaðborð á Loftleiðum með fjölsk voða notaleg stund jæja best að hætta að tala/skrifa knús í kotið þitt ljúfastur

Brynja skordal, 9.12.2008 kl. 00:20

23 Smámynd: Tiger

  Jæja snjó.. kerlingarnar mínar - og snjókarl....

Jónína Dúa mín .. hahaha! Þú virðuleg.. right! Sé þig nebbla í anda æðandi niður brekkur á sleða eða þotu .. eða rúllast í snjónum með börnunum. Þú ert alltannað en virðuleg .. hmmm ... en auðvitað ertu samt virðuleg sko, þannig séð! ...

Millan mín; Einmitt málið - þessi hamagangur og æslaleikur með börnunum - kennir þeim einmitt meira inná það að það er í lagi að vera til - í lagi að hafa gaman af hlutunum þó maður sé orðinn "stór" .. það er sko í lagi að halda fast í barnið í sér fram eftir öllum aldri sko!

Sigurlaug: Haha ... well, hver veit nema ég fari í einhvern erótískan jólasveinabúning fyrir jólin og skelli inn hér mynd af því ... burt með bumbuna og upp með sixpakkinn sko .. wúhúuu!

Helga Magnúsd; Já, reyndar er það satt - hef farið nokkrar góðar bylturnar á þoturassinum - en sem betur fer enga eins illa og sonur þinn .. ég fer varlega og vona að þínum líði nú vel.

Steini snjókarlinn minn; Verðum að kýla á þetta - eða reyna allavega - er að vinna þrið - veit ekki alveg með mið- og fim- en föstudag, laugardag og sunnudag er ég kolfastur frá A-Ö... ég sendi á þig skeyti með kaffiþyrstum tón um leið og ég veit hvaða smugur við fáum ... trítingur á báða bóga sko!

Huld mín; Sannarlega er hægt að fá nostalgíukast þegar maður hugsar til baka þegar maður var barn í snjónum .... en það er sko líka í lagi að bara skella sér út í snjóskafl núna og velta sér um - skellihlægjandi og búa til engil t.d. Láttu karlinn nú ýta þér um sveitirnar á skíðasleða  .. you will enjoy it for sure!

Linda mín; Ljúfar kveðjur til baka ..

Ólöf Karlsd; Takk fyrir það. Já, það er svo auðvelt að gleyma sér vel þegar maður er með börnunum í snjónum - svo auðvelt að gleyma sér í leik og hamagang - og það smitar sko út frá sér ..

Takk öll fyrir innlitið og kvitterí .. er búinn að ná í skottið á ykkur öllum í dag, líka skottið á mörgun sem ég sé sjaldan eða aldrei hjá mér.

Ljúfar kveðjur og knúserí á línuna!

Tiger, 9.12.2008 kl. 00:31

24 Smámynd: Tiger

Brynja mín, gaman að heyra að þið áttuð góðan dag með afmælis"barninu". Jólahlaðborð bara .. frábært!

Veit að það fást ennþá svona skíða/spark- sleðar en veit þó ekki hvar það er hægt að nálgast þá. Hugsanlega í sportvöruverslunum eða verslunum sem selja skauta og skíði sem og aðrar vetravörur..

Knús og kram á þig ...

Tiger, 9.12.2008 kl. 00:36

25 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég elska snjó..hef örugglega verið snjókrling í fyrra lífi.......og ég fer út að leika mér og finnst það töff.....mest finnst mér þó gaman að keyra í skafla...þeir ögra mér...og oftar en ekki þarf ég aðstoð við að koma mér út úr þeim

Það er orðið langt síðan maður hefur séð skíðasleða.

Þú átt hrós skilið fyrir að vera sá sem þú ert.....ég held bara að mér finnist þú jafn frábær og frændsystkinum þínum sem hljóta að dýrka þig.

Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 01:29

26 Smámynd: Tiger

 Takk Solla mín, alltaf jafn ljúf! Satt - þú hefur örugglega verið snjókerling í fyrra lífi - og ég örugglega snjókarlinn þinn ... hygg ég!

Snjóskaflar ögra mér líka og mér finnst æði að keyra í þá - en sjaldgæft að ég sitji þar fastur samt .. haha! Ófærðin er snilldin ein saman!

Knús á þig skottið mitt ..

Tiger, 9.12.2008 kl. 01:46

27 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er eiginlega alltof langt síðan það varð svona alvöru ófærð í borginni - svona eins og í gamla daga.  Allt loðið af snjó og bílar göslandi um á keðjum.  En ég komst í svoleiðis snjó og ófærð í árshátíðarferð í Sloveníu fyrir 3 árum.  Það var alveg sjúkt.  Og - nema hvað.  Eitthvað eftir miðnætti þegar aðrir hótelgestir sváfu voru að sjálfsögðu nokkrir íslendingar úti í snjókasti með fíflagang og gleði - yours truly að sjálfsögðu í broddi fylkingar (bláedrú enda komin einhverjar vikur á leið með litluna).  Aðrir landar höfðu snjóað inni í mollinu fyrr um daginn.  Allt svo týpískt fyrir landann......

Aðventukreista og kremja....

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:17

28 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. hljómar geggjað Lísa .. og flashback sko í keðjur undir bíla og þannig útbúnaður!!

Já, við erum sér á báti sko Íslendingar - alveg óðir þegar snjóar sko! Sumir óðir í snjóinn - en aðrir óðir út í snjóinn .. haha!

Knús á þig My Trúlý Ónlý Lísa B... :) Kremja líka ...

Tiger, 9.12.2008 kl. 02:30

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég var á jólatónleikum í gærkveldi, Ljósálfurinn minn var að spila á þverflautu og margir aðrir einnig var spilað á gítar og harmónikku.
Litla ljósið mitt og vinkona hennar áttu voða bágt með að syngja ekki með.
það var sussað, þær fóru þá næstum að hvísla í söngnum og mér fannst þetta bara allt í lagi, það má ekki berja niður í þeim tjáningarþörfina
Knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 10:05

30 identicon

Sæll Tiger.

Þú ert flottastur í því að vekja fólk til lífsins í gleði og leik og ekki skemma myndirnar þínar ívafið.

Kveðja Kallinn minn..

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 16:35

31 Smámynd: Sigrún Óskars

þú ert svo skemmtilegur Takk fyrir að minna mann á að leika sér, skilja töffarann eftir inni og fara bara út að leika.

 knúsí knús til þín tc 

Sigrún Óskars, 9.12.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband