Ég veit ekki alveg hvað er að gerast með litla sæta heilabúið mitt! Jú, ég er víst með eitthvað í kollinum (já kollinum) sem kallast heili - en þetta kvekendi hefur verið að leika sér að mér undanfarna daga.
Letigenin hafa verið vaðandi um allt og hafa þau séð til þess að ég hef hreinlega ekkert nennt að vera á blogginu. Reyndar er það líka þessi árstími, jólastúss á allar hliðar - bæði vinna og annað.
Stundum er kannski líka bara betra að segja/skrifa ekkert en að vera að bulla bara eitthvað út í loftið. Maður dettur þá líka frekar niður á eitthvað bitastætt til að skrifa um ef maður bara leggur pennanum/lyklaborðinu og bara leyfir sér að vera með leti. Nú er ég einmitt í þannig fíling, letifíling ... svo ég bara leyfi mér að vera latur.
Samt er ég búinn að vera að gera helling undanfarið. Búinn að gera þvílíkan helling af smáatriðum sem fylgja aðventunni, en þar er ég yfirleitt aldrei latur - enda ótrúlegur jólasveinn í mér.
Ætla nú að reyna að hrista af mér slenið annaðkvöld og kíkja hérna yfir alla sem hafa verið í óskastuði hjá mér - og þakka ykkur öllum sem poppuðuð upp í síðustu færslu hjá mér og óskuðuð mér til lukku með desemberhópinn minn! Knús og kram fyrir það - og spor frá mér í helgarlok ...
Hahaha ... sko ... stúlkan á bakvið þessa skrýtnu mynd er litla systir mín! Hún á afmæli í dag skottan þessi og svei mér þá ef ég ætla mér ekki bara að knúsa hana í bak og fyrir á morgun - þessa yndislegu sál! Hún og stóra systir mín - hún Kurr moggablogger - eru fallegar bæði utan sem innan. Það er yndislegt að eiga svona stóran hóp af systkynum - og öll saman svo yndisleg og jamm .. bara dásamleg!
Annars er ég bara eins góður og ætíð áður. Fer bráðum að koma með jólasögur og gúmmilaði .. eða .. nei það má víst ekki á mbl.is!
Ok, verð þá bara að sleppa gúmmilaðinu en koma með eitthvað jólalega saklaust í staðinn. En að því slepptu ætla ég bara að koma mér í svefn hinna réttlátu - sem og þeirra ranglátu. Vona að þið séuð að eiga ljúfa helgi núna og njótið sunnudagsins í botn - því þessi sunnudagur kemur aldrei aftur ...
Knús á línuna alla ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Tiger.
Flottur sem fyrri daginn.Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 04:55
Alltaf gaman að lesa hjá þér TC minn, hvað gerðirðu henni systir þinni?? mér dettur í hug gjörningur með síld í dós farðu vel með þig elsku kallinn og vertu bara latur ef þú vilt, ekkert sem bannar það. Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 05:28
Jólaknús í þitt húsOg til hamingju með öll afmælin í desember
Pé ess: Það eru mannréttindi að vera latur
Jónína Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 08:13
Hún er fótosjoppuð í öfuga átt blessunin....en til hamingju litla Tígra systir með afmælið þitt
Ragnheiður , 7.12.2008 kl. 12:59
til lukku med systur
og hvad,má madur vera latur..á morgun segir sá megalati og hallelúja med thad bara...kemur alltaf nýr dagur..eda vonandi allavega.
hafdu gódan sunnudag kæri minn
María Guðmundsdóttir, 7.12.2008 kl. 13:32
Til hammó með systu þína. Veistu ég er að glíma við þennan letanda líka úffff er bara uppgefin á því að hafa hann hér því það verður ekkert úr verki þegar þessi letipúki er að þvælast fyrir manni.
Knús og klemm úr Hrútósveitó.
JEG, 7.12.2008 kl. 14:35
Til hamingju með hana systur þína Tici minn. Annars er ég búin að vera að hjálpa vinkonu mína að mála í allan dag og ætla núna að láta það eftir mér að leggjast í sófann með tærnar upp í loft. Best að safna kröftum ef jólatraffíkin skyldi nú fyrir alvöru taka við sér.
Knús á þig vinur og haltu endilega áfram að njóta lífsins eins og þér einum er lagið
Tína, 7.12.2008 kl. 17:00
Til hamingju með systir Tící minn, já og allt desemberfólkið þitt, ég á einn desember kall sjálf
Huld S. Ringsted, 7.12.2008 kl. 21:37
Skrifaðu bara þótt þú sért ekkert í rosastuði, þú ert alltaf skemmtilegur. Ég bara vinn og vinn og kallarnir mínir sjá um að aðventast. Mér finnst samt smásvindl að fá ekki að taka þátt. En svona er þetta þegar það er bara ein fyrirvinna. Svindl. Pabbi sá fyrir okkur átta með glans. Ekki ég. Það er gaman að eiga mörg systkini, ég á fimm og þau eru hvert öðru frábærara og til hamingju með hana systur þína.
Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:51
Ég þjáist ekki af bloggleti, en heimilisverkaletin er að hrjá mig þessa dagana.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.12.2008 kl. 02:25
Til hamingju með systir þína hafðu ljúfa vinnuviku framundan knús í kotið þitt ljúfastur
Brynja skordal, 8.12.2008 kl. 03:31
Heilabúið á þér er allavega þokkalega tengt við pikk puttana þína hér..Dvolítið kaldhæðinn..en samt svona á mjúkan hátt..Hver segir svo að heilabúið eigi að virka svona en ekki hinsegin.....svof ramarlega að þú vitir að þú sért með heilabú.....sem ég vil meina að þú hafir þokkalegt magn af.....en þú ert ekki alltaf viss hvað þú eigir að gera við allt sem hrærist um í kollinum á þér....so let it go here....Thumbs up for you!
Agný, 8.12.2008 kl. 07:58
Til hamingju með systur þína í gær hún á sama afmælisdag og amma mín. Leti er alveg nauðsynleg af og til svo þú skalt bara njóta þess að vera pínu latur Knús á þig jólasveinninn minn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.12.2008 kl. 10:33
Til Hamingju með systir þína hafðu það gott ljúfastur.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 14:27
Takk takk skottin mín fyrir innlitið og kvittið ... er að skoða ykkur núna!
Tiger, 8.12.2008 kl. 17:48
Gúmmelaði takk - en annars - til hamingju með litlu systir. Ég er viss um að það er myndarstúlka á bakvið photoshopið
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.