3.12.2008 | 23:49
Gúffi og Gokki gera geggjaðan mat! Skreytir þú Jólaköttinn í ár? Er spillingarliðið allt saman ennþá á sínum stað? I love this game ...
*Rob* Já, eins og sjá má á myndinni þá er ég alveg að springa eftir stórkostlegan veislumatinn sem Gúffi og Gokki (yfirmenn mínir) eru búnir að vera að framreiða undanfarið. Þeir hafa séð til þess að ég er hreinlega að springa. Það er ekki nóg með að þeir ali mig upp á þessu gúmmilaði í vinnunni heldur neyða þeir mig til að taka restar og rusl með mér heim líka - einhverju sem ekki náðist að troða í veislugestina sjálfa sko ... afsakið orðbragðið ágætu veislugestir!
Ok, ég viðurkenni alveg að ég er óður í góðmeti og slæ hendinni aldrei á móti "veisluafgöngum" en verst er að ég bara kann mér ekki hóf og mun með þessu áframhaldi sjá fram á að þurfa að kaupa nokkur aukasæti í flugvélinni þegar ég fer út á næsta ári, fötin fara að springa utanaf mér og litli snúðurinn hættir að sjást - nema af löngu færi í spegilmynd..
Ok, auðvitað er ég nokkuð að yfirdrífa þetta - en mmmmmm - veislumatur er geggjaður - bæði að búa til og eta!
Kisan mín er snúin aftur heim - eftir að hafa lent í því að ég skreytti hana alla með jólaljósum og hinu og þessu jólaskrauti. Er vanur því sko .. öll heimili þurfa að eiga sinn eigin Jólakött ekki satt?
Neinei, auðvitað skreyti ég ekki köttinn - hún er alveg nógu skrautleg fyrir.
En hún er bæði loðin og lævís - rétt eins og Seðlabankastjóri. En hjálpi mér - dósin af kattamat hefur hækkað um tæpar 80 krónur á þessu ári. Kostaði alltaf um hundraðkallinn í Bónus en er nú á eitthvað um 180kr. Spurning um að setja köttinn á einhvern kúr - látana fara að veiða mýs og fugla bara ... meina .. kommon það er kreppa!
Það er samt engin kreppa í Jólastandinu mínu. Náði loks að gera Aðventukransinn og er bara vel sáttur við hann. Ég breyti honum frá ári til árs og er aldrei með sömu liti í honum tvisvar í röð - reyndar er hann aldrei eins - hann bara skellur á borðið rétt eins og skapið í mér - skrautlegt og áberandi út úr búkollu... eða var það Kú? Múhúuu ...
Fyrsta kransinn minn gerði ég hjá ömmu minni, en hún átti og rak lengi blómaverslun og átti ég oft skemmtilegar stundir þar sem barn/unglingur. In the old days voru skreyttar greinar og hengdar uppá veggi - eitthvað sem maður sér varla lengur. En - those were the days ..
Jæja, eitthvað er net-leti búin að vera að hrjá mig - hef bara varla nennt að opna fyrir netið en held samt alltaf áfram að skrifa. Er náttúrulega að skrifa heilmikið og margt, bæði á netinu og ýmislegt smálegt einnig bara á diska. Ég hef mikið gaman af alls skonar smásögum og skrifa heilmikið af þeim, en get samt seint sagt að ég sé einhver rithöfundur. Heljar mikill bullukollur væri líklega meira í ætt við það sem má yfirfæra á mig ... meira um það seinna - kannski!
Já, en líklega er þessi netleti líka til komin vegna þess að ég eyði stundum svo miklum tíma í að lesa alla bloggvinina - eða svona langflesta. Reyndar les ég ekki mikið hjá þeim sem ég hef aldrei séð hérna hjá mér - og undanfarna mánuði hef ég yfirleitt bara skilið eftir mig spor hjá þeim sem ég hef séð vera á ferðinni hjá mér.
Það létti heilmikið á að hafa þann háttinn á - að kvitta bara fyrir kvitt. Enda er það bara alltof mikill tímaþjófur að lesa og skrifa hjá öllum þeim sem maður hefur sem bloggvini.
En nú er komið nóg í bili. Missti mig aðeins. Ætlaði bara að líta inn og segja "Hæ" - en ég er löngu kominn framfyrir það orð - svo ég ætla mér bara rétt í lokin að kasta fram orðinu "Bæ" ...
Knús á línuna alla og hafið það bara ljúft og yndislegt!
P.s. Jóna X-úr ættinni - Yndislegt að rekast á þig hér! Hef alltaf elskað þig og mun alltaf gera það!... knússsss.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Knús á þig krúttlingur og passaðu nú bara að vera ekki kominn með ógeð á öllum kræsingunum fyrir jól.
JEG, 3.12.2008 kl. 23:52
Ussuss JEG mín .. matgoggur eins og ég fæ aldrei nóg af góðum mat. Undarlegt að það skuli ekki sjást á mér samt í raun og veru ... hahaha!
Tiger, 3.12.2008 kl. 23:59
Hummmm matgoggur ......já matur er góður. Stundum of góður.
JEG, 4.12.2008 kl. 00:01
Já, já, þarf maður sumsé að taka eftir þér, til þezz að vera nótuverður ?
Næzt, sko, þá verður þú flengdur, það verður að vera jólagjöfin í ár!
Steingrímur Helgason, 4.12.2008 kl. 00:52
Wúhúúuuu ... flenging í boði Zteina Ztuð! Ég sé fram á dásamleg jól sko - spanking and all... hvað getur maður beðið um meira en þetta um hátíðirnar? Kram og kreist á þig Steini minn .. kaffisopi um helgina?
Jamm JEG mín .. satt stundum er maturinn bara hreint út sagt of góður!
Tiger, 4.12.2008 kl. 01:03
Það er bara gott að borða veislumat frítt í kreppunni því að þá geturðu notað launin í annað sem er bara ágætt. Það er allt í lagi þó að þú bætir 15-20kg á þig en bara ekki meira en 50.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 4.12.2008 kl. 01:16
Kisan þín er svo falleg, hún er lík Rúsínu minni en hún er ekki svona skrautleg á litinn, bara kolsvört. Það er nú engin smá búbót að fá að taka með sér veisluafganga og éta bara veislumat Knús í þitt hús
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2008 kl. 01:26
Omg .. Skatti .. 15 - 20 kílóum!!! Ég yrði brjálaður ef ég fengi mikið meira en fimm over ...
Sko, ég tek alltaf strax í taumana ef ég byrja að bæta á mig - og hætti að borða kanelsnúða smá tíma - og bingó - aftur í rétta númerið ... hahaha!
En, satt .. bara gott að fá góðan veislumat í kreppunni - en sannarlega er hann ekki beint frír sko .. mahrr þarf náttla að vinna heavy vel fyrir essu sko! Annars væri það bara spark í bossann ...
Tiger, 4.12.2008 kl. 01:32
Jóna mín, takk - jú hún er nú dálítil hefðargella þessi kisa mín og bara yndislega ljúf líka. Reyndar heavy sérvitur - enda alin upp af mér sko! *flaut*...
Veisluafgangar geta sannarlega verið góð búbót í magann sko .. svo framalega sem maður fer ekki yfir um á viktinni .. haha! Knús í þitt hús líka Jóna mín ..
Tiger, 4.12.2008 kl. 01:35
Tiger ég er sjálfur um 118kg en hef mest verið 135kg og finnst það bara fínt. Þú þolir kulda betur ef þú ert með smá spik.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 4.12.2008 kl. 01:37
Okok .. verð að viðurkenna að ég myndi frekar vilja sálast úr kulda en vera of þungur ... þó mér finnist það minnsta mál að fólk sé almennt í þéttara lagi ef brennslan er í ólagi - þá myndi ég aldrei líða það og leyfa það hjá sjálfum mér, en svona er ég bara - ruddaharður við sjálfan mig hvað þetta snertir.
Tiger, 4.12.2008 kl. 01:55
Ég vel fituna og vil meina að hún sé holl fyrir líkamann. Ég nenni ekki hreyfa mig of finnst það bara ágætt.
Ég tel að það sé best að leyfa líkamanum bara að rokka og fara sína eigin leið í þyngd eins og öllu öðru.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 4.12.2008 kl. 02:03
Uss .. skatti ... ertu nokkuð leikari - leikur þú nokkuð skúrk í ákveðnum Latabæ???
Tiger, 4.12.2008 kl. 02:06
nei ég kem ekki nálagt neinni listastafsemi frekar en ég vinn sem leigumorðingi.
Kveðja skattborgari.
Skattborgari, 4.12.2008 kl. 02:08
Duglegur að borða matinn þinn Oh er svo skotin í kisunni þinni fallegu En mikið er kransinn flottur hjá þér myndaskapur bara svona á að gera þetta ljúflingur Knús inn í nóttina ljúfastur
Brynja skordal, 4.12.2008 kl. 02:41
Skatti .. stay cool and good.
Brynja mín .. þakka þér. Maður verður bara að bjarga sér sjálfur - hvað ætli tilbúinn aðventukrans af svona stórri gerð kosti nú orðið? Örugglega dágóðan skildinginn. Jamm, kisuskottið eru yndislegt .. hún er yndisleg viðbót við heimilislífið hérna, svo mikill karakter í blessuðum heimilisdýrunum. Það ættu allir að vera með eitthvert dýr á heimilinu - er svo gefandi.
Tiger, 4.12.2008 kl. 02:54
Flottur krans, var amma þín með blómabúð á Hrísateig nokkuð ?
Ekki éta alveg á þig gat, það er svo leiðinlegt maður...
Ragnheiður , 4.12.2008 kl. 03:21
Þú ert greinilega smekkmaður á fleira en mat, kransinn þinn er ákaflega fallegur og kisan líkaÉg skreyti greinar og set upp á veggi, greinilega gamaldags Eigðu góðan dag í góðum jólagír
Pé ess: Það snjóar enn og það eru tvö hús til sölu í götunni minni
Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 06:50
Sæll Tig eros.
Alltaf skemmtilegt að líta við hjá þér. Ég þarf að fara að setja inn myndir það kann ég ekki ennþá., ég er rosalega TÆKNIHEFTUR!
Góð kveðja til þín kallinn minn
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 07:29
Voðalegt næturbrölt hefur verið á fólkinu hér, ég hefði betur verið með, bilti mér vinstri/hægri í rúminu og svar hrikalega illa, krúttleg færsla að vanda hjá þér, en ekki skreyta ræfils köttinn farðu vel með þig dúllan mín. Knús í krús
Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 07:53
já ég man thegar greinar voru skreyttar og settar um allt hús, those were the days mamma keypti alltaf nokkrar lifandi greinar og skreytti,bara til ad fá grenilyktina i húsid. Ég er ad hugsa um ad gera thad thetta árid bara, finnst thad gódur sidur.
Ægileg dúlla er hún kisa thin, enda er ég med week spot fyrir kisum eins og thú kannski veist elska thær bara af øllum stærdum og gerdum. No home without a cat sko.
En haltu bara áfram ad njóta lifsins..og passadu thig bara ad týna ekki sprellanum i øllu gúmmuladinu hafdu thad gott kæri minn,kreist og kram hédan
María Guðmundsdóttir, 4.12.2008 kl. 08:00
Flottur krans, væri til í einn svona en þyrfti að bæta við nokkrum klst. í sólahringinn til að hafa tíma í að útbúa hann
Eigðu góðan dag Tící
Huld S. Ringsted, 4.12.2008 kl. 09:13
Flottur kransinn þinn og kisan algjör draumadúlla Ég geri eins og mamma með greinarnar, set í blómavasa eða upp á veggi, skreyti þær og kveiki svo í tveimur eða þremur nálum til að fá lyktina
Svala Erlendsdóttir, 4.12.2008 kl. 10:00
Kasta á þig knúsi í fljótheitum
Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 11:02
Mér finnst kransinn þinn mjög flottur. En ég hengi nú skreyttar greinar enn upp um alla veggi .... eins og mamma gerði ...... þannig að ég er svolítið gamaldag hvað það varðar. Aðventu kveðja til þín og þinna
(IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.