Hlaðborðin svigna undan kreppukjötinu! Forstjórar halda veislur heima við fyrir starfsfólkið! Gleðilega Aðventuna allir ... huhhmm!

Þá eru það jólahlaðborðin. Þau eru núna að hellast yfir landann af fullum krafti - ja - eða hálfum krafti. Sannarlega kemur kreppan við veislurnar líka og margir hafa ákveðið að breyta hinu hefðbundna og hefur margur forstjórinn ákveðið að halda veislu starfsfólks heima hjá sér eða með miklum niðurskurði.

veisla1

 Því miður hefur þessi hamagangur sem nú er byrjaður - þau áhrif á mig að ég hef ekki tíma í bloggið - nema bara rétt að hendast inn hér núna til að láta vita af mér. Reyni að poppa inn aftur seint í kvöld ef ég get en annars mun ég ekki fá lausan tíma fyrr en á mánudaginn 1. Desember.

veisla2  veisla3

 

Því langar mig bara til að henda hér inn gleðibrosi og hlýju knúsi á ykkur öll með von um að þið eigið góða helgina - njótið þess að ganga inn í aðventuna sem er á sunnudaginn. Þakka ykkur öllum athugasemdirnar og innlitið undanfarið - næ í skottið á ykkur áður en langt um líður.

Aðventuknús á línuna alla!

Nei, myndirnar eru ekki frá mínum veisluhöldum - mínar veislur eru sko miklu flottari! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Aha...

í minni vinnu hlökkum við til jólahlaðborðanna, þau auka vinnuna

Ragnheiður , 28.11.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekkert jólahlaðborð í minni vinnu, ekki í fyrra heldurAuðvitað vissi ég alveg að þetta var ekkert úr þínum veisluhöldum... eða þannig sko

Góða helgi Högni minn og vinntu ekki yfir þig

Jónína Dúadóttir, 28.11.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fer ekkert, bundin við mínar hækjur fram til 21.des.  gangi þér vel í törninni 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 14:43

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mmm..girnilegt. Ég efast líka ekkert um að þínar veislur eru girnilegar  Við förum í jólahlaðborð á morgun ef mér tekst að drösla húsbandinu með. Mér tókst að fótbrjóta hann í gær  Knús á þig í törninni og gangi þér vel

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.11.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: JEG

Skammastín þarna !  Mig langar geggjað á hlaðborð .....hef ekki farið í MÖRG ár sko.  Það er svvvoooooo góður matur að maður verður bara feitur við tilhugsunina eina saman.  Gott að nóg er að gera sæti og þú klórar í okkur þegar frídagur gefst

  Kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 28.11.2008 kl. 16:44

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thetta er asskoti girnilegt bara...en hjá mér verdur thad bara danskur "julefrokost" og hlakka ég bara til ad prófa thad. Hef reyndar ALDREI farid á jólahladbord heima..hef ekki viljad skemma lystina fyrir jólin...i nó..vitlaus hva??

hafdu góda helgi kæri minn

María Guðmundsdóttir, 28.11.2008 kl. 18:15

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Tók við gleðibrosinu......fékk vatn í munninn......og þú vogar þér ekki að sleppa því að kíkja á mig 1.des......þá verður kellan 49.........

Gott samt að vita af þér sykursnúður

Solla Guðjóns, 28.11.2008 kl. 19:03

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 28.11.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Girnilegt jólahlaðborð, ekki fer ég á svona frekar en undanfarin ár.  Ég tími því ekki. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2008 kl. 23:30

10 Smámynd: Tína

Tek glöð á móti knúsinu og sendi nokkur á þig á móti. En þessar myndir fengu okkur hjónin til að rifja upp jólamatinn hjá okkur síðustu 2 ár og verður örugglega það sama í ár. En við erum orðin svo þreytt á aðfangadag þegar við erum loks búin að vinna og jólatörnin búin, að við rétt náum að kyssa hvort annað gleðileg jól áður en við lekum niður .

Guð geymi þig yndislegi og hjartahlýi maður. Njóttu svo helgarinnar.

Yours truly

Tína, 29.11.2008 kl. 00:20

11 identicon

Knús á þig til baka og take care í öllu þessu jólabrjálæði.........hef það fyrir satt að sumir verða alveg......af öllu þessu jólaáti- og drykkju.........bætum svo risa skammti af kreppu ofan í ástandið og púfffff..........

Nei nei sem betur fer er nú oftast bara gaman!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:50

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nú þegar allir eru að tala um ábyrgð þá finnst mér að þú eigir að taka ábyrgð á gjörðum þínum hérna með þessum myndbirtingum.  Og t.d. bjóða mér á jólahlaðborð.  Það svoleiðis gaula í mér garnirnar að horfa á þessar kræsingar og ef ég væri hundu þá væri ég með svona sleftauma um munnvikin.  En ég er ekki hundur 

Jólahlaðborðsknús á þig

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.11.2008 kl. 11:46

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Langar auðvitað en maður bara þolir þetta ekki, hef smá fyrir okkur.
Aðventuknús til þín Tiger míó míó
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2008 kl. 13:52

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.11.2008 kl. 23:06

15 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég hef nú bara ekki efni á að fara á jólahlaðborð.  Þannig er það nú og hefur verið síðastliðin árin!

Baldur Gautur Baldursson, 29.11.2008 kl. 23:20

16 identicon

ohhh mig langar svo á jólahlaðborðið í Maður lifandi, nammmmmm, gangi þér vel í vinnunni þinni. 

alva (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:23

17 Smámynd: Brynja skordal

Er búinn að fara á eitt jólahlaðborð á örkinni flott þar og á svo eftir að fara á eitt annað jájá er bara svona gráðug sko Aðventan er yndislegur tími þegar öll jólaljósin fara að spretta upp og ylja okkur í skammdeginupassaðu að elda ekki yfir þig og knús á þig ljúfastur

Brynja skordal, 30.11.2008 kl. 03:25

18 Smámynd: G Antonia

G Antonia, 1.12.2008 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband