Ég endurspegla ekki Salinn og Salurinn endurspeglar mig ekki! Myndir af "Gömlu ríkisstjórninni" og "Minni ríkisstjórn" ... right! Breytist rassinn á þingmönnum þegar þeir verða Ráðherrar? ...

Nei, það er satt - sannarlega var fullur salur af fólki ekki endurspeglun þjóðarinnar, en samt stór hluti hennar. Ég er einn af þeim sem vil ekki kosningar núna í vetur, vil ekki að stjórnin segi af sér núna í miðri kreppunni. En, þegar tekist hefur að setja bönd á kreppuna og ná tökum á því helsta sem nú þarf að glíma við - þá vil ég auðvitað kosningar strax og skilyrðislaust.

Þetta er ekki öll þjóðin!

Mér lýst ekkert á það að Þingheimur fari að loga í slagsmálum og kosningaloforðum núna. Lýst ekkert á að næstu mánuðir fari í sama valdabröltið og sömu loforðakrísuna og ætíð kemur upp við hverjar kosningar.

Mér lýst miklu betur á það sem Ingibjörg Sólrún sagði í sambandi við það að stjórn og stjórnarandstaðan ættu að snúa bökum saman og reyna í sameiningu að ná tökum á málunum. 

Sem sagt - ég vil að blessuð stjórnarandstaðan fari að slíðra gremjuna, bretti upp ermarnar og taki á vandamálunum - með stjórninni! Hættið að hugsa um eigin framapot og valdasæti - hættið að eyða tíma og orku í það að "þykjast geta betur" - hættið að væla þetta og farið að hugsa um það að með samstöðunni er hægt að koma miklu meira í verk og það er einmitt það sem við þurfum núna! Að láta verkin tala strax, vinna saman og ná tökunum á kreppunni.

 

Ráðherrar sem mættu!Ég er ánægður með hve margir ráðherrar mættu á fundinn, það tel ég að sýni að þeir raunverulega hlusta á óp þjóðarinnar. Auðvitað er ekki hægt að leysa öll vandamál kreppunnar á einum fundi og auðvitað er ekki hægt að reka ráðherra og seðlabankastjóra bara sí svona á einum fundi - en það er margt sem hægt er að koma til skila á svona fundum og sannarlega þurfa þingmenn og ráðherrar að hlusta þegar svona fundir eru haldnir. Það er því frábært að fundurinn skildi vera haldinn. En ég hefði viljað sjá "Guð almáttugan" Davíð Oddson koma ofan af stallinum líka - sem og Bangsa Bestaskinn, uppáhaldsvin DO - sem og fleiri.

Þorvaldur Gylfason.

Mér fannst Þorvaldur komast þokkalega vel frá sínu - en mér fannst hann staldra of mikið við eftir "ákveðnar áherslur" á meðan hann beið og ætlaðist til "klapps&upphrópanna" ..

En hann er mælskur karlinn, það má hann eiga. En mér fannst uppvaskarinn og "útmeðruslið" stúlkan virkilega dauð og líflaus og bara engan vegin eftirtektarverð. Hún hefði mátt eyða miklu minni tíma í að tala um eldhúsið og ruslið sitt - en eyða meiri tíma í að koma með föst skot og sterkar spurningar.

Spurningar úr salnum fannst mér yfirhöfuð mjög lélegar og mér fannst það vanta allan kraft í þær. Ég hefði viljað að fólk skipti sér svolítið niður - ekki allir að væla um að stjórnin færi frá - heldur að nota fjölmiðlana og kraftinn þarna til að öskra yfir ráðherrana eitthvað í þá átt að nú eigi þeir að tala saman um að koma Davíð og félögum frá. Leysa þá frá störfum á meðan versta krísan gengur yfir - því það eru margir sem myndu verða sáttir og margir sem bæru meiri virðingu fyrir stjórninni - ef Sá syndugi selur yrði settur í straff í bili. Svo þegar mesta sandfokið er sest - þá má fara að hræra í stjórninni og fleirum.

Ingibjörg Sólrún og Geir H.

Mér fannst stjórnmálamennirnir komast alveg þokkalega frá þessum fundi, þeir voru sæmilega með á nótunum að því er virtist og vona ég að þessi fundur fái stjórn og andstöðu til að skoða betur hvað fer fram á mótmælafundunum sem haldnir eru á Laugardögum.

Persónulega er ég sammála því þegar Ingibjörg sagði að salurinn endurspeglaði ekki endilega þjóðina í heild - enda er ég ekki alveg á sama máli og salurinn í því að ég vil ekki kosningar í vetur - vil stjórnina ekki frá í bili - en þegar hægist um þá vil ég kosningar strax. Þá væri ég einmitt til í að fá að kjósa fólk en ekki flokka - fá að stroka út fólk og helst bara gefa öðrum einkun um leið og þeir fá mitt X ...

 

Ég myndi vilja fá að kjósa bara fólk beint í ákveðin sæti, t.d. fá að kjósa ákveðið fólk í ákveðin ráðherrasæti - nú eða bara að kjósa fólk í stað flokka eins ég ég hef áður sagt.

Hér fyrir neðan er "Gamla ríkisstjórnin" eins og hún leggur sig með Geir Haarde í forsæti.

  • Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu:Geir H. Haarde (D)
  • Félagsmála- og tryggingamálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
  • Fjármálaráðherra: Árni M. Mathiesen (D)
  • Dóms- og kirkjumálaráðherra: Björn Bjarnason (D)
  • Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra : Einar Kristinn Guðfinnsson (D)
  • Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
  • Heilbrigðisráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  • Umhverfisráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
  • Samgönguráðherra: Kristján Möller (S)
  • Iðnaðarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Össur Skarphéðinsson (S)
  • Viðskiptaráðherra: Björgvin G. Sigurðsson (S)
  • Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
  • Gamla ríkisstjórnin.
    Whistling

    Mín ríkisstjórn.

    Undir forsæti Árna Sigfússonar - núverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ (D).

    Árni Sigfússon.
     

    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Jóhanna Sigurðardóttir. Valgerður Sverrisdóttir.

    Kristinn H. Gunnarsson. Steingrímur J. Sigfússon. Kristján L. Möller. Björgvin G. Sigurðsson.

    Auðvitað smá Comeback ásamt einum nýliða.

    Siv Friðleifsdóttir. Guðni Ágústsson. Katrín Jakobsdóttir.

  • Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu: Árni Sigfússon (D)
  • Félagsmála- og tryggingamálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
  • Fjármálaráðherra: Steingrímur J. Sigfússon (VG)
  • Dóms- og kirkjumálaráðherra: Kristinn H. Gunnarsson (Frjálslyndir)
  • Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra : Guðni Ágústson (B)
  • Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
  • Heilbrigðisráðherra: Valgerður Sverrisdóttir (B)
  • Umhverfisráðherra: Katrín Jakobsdóttir (VG)
  • Samgönguráðherra: Kristján Möller (S)
  • Iðnaðarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Siv Friðleyfsdóttir (B)
  • Viðskiptaráðherra: Björgvin G. Sigurðsson (S)
  • Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)  
  • En, annars er ég bara hinn besti sko .. þannig séð! Ætla mér ekki að fara út í bloggkvittun hér núna, enda klukkan rúmlega hálf fjögur að nóttu og Jónína, Milla og fleiri eru að fara á fætur hvað af hverju - svo ég er bara farinn að fá mér nokkurra tíma lúr núna.

    Kveðja á línuna og skrifa mig inn hjá ykkur á morgun.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tiger.

Ja, fundurinn í kvöld. Missti af honum,bara lesið um hann, Ég var áöðrum en það var leynifundur.

En ég eins og þú .Ég vil persónugera næstu kosningar ekki að flokkurinn raði sínu liði upp.

The show must go on !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 03:53

2 Smámynd: Tiger

 Jæja Þórarinn minn .. bara leynifundur? Og hvað heitir hún svo? Njeee.. segi bara svona hehe..

Já, ég vil endilega fá að kjósa einstaklinga í stað flokka. Ég hvet fólk líka til að nota útstrikun í ríku mæli í næstu kosningum. Síðast fengu Árni Johnsen og Björn Bjarna að finna fyrir pennastrikinu - nú þyrfti að nota strokleður á Björn - sem og nokkra aðra..

Tiger, 25.11.2008 kl. 03:58

3 identicon

Sæll!

 Rakst á bloggið þitt á mbl.is og vill segja að ég er hjartanlega sammála þér með kosningarnar. Það er að það á að kjósa en ekki strax, svona með næsta sumri. 

 Ég vill nú líka vera hryllilega sammála þér að við myndum kjósa menn ekki flokka, þó svo að flokkarnar gætu enn verið til (bara svona til að vita hverjir eru í liði með hverjum).

 En snilldar-blogg hjá þér

Atli Þór (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 04:18

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jæja góðan daginn, hvurs lags eiginlega næturbrölt er þettaÉg vil ekki kosningar strax, það er sko nóg annað sem þarf að gera fyrst, alveg sammála þér þar ! "Nýja ríkisstjórnin" er ekkert alvitlaus hjá þér, en hvað ertu að gera með alla þessa framsóknarmenn þarna ?

Eigðu góðan dag krúttið mitt... svona ef þú drattast einhvertímann á fætur

Jónína Dúadóttir, 25.11.2008 kl. 05:48

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 segi eins og búkolla...ekki sjálfstædismann i forsætid...sorry,bara no can do... annars ekki svo vitlaust.

hafdu gódan dag og góda viku,kreist og kram til thin

María Guðmundsdóttir, 25.11.2008 kl. 07:29

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála þér, vil heldur ekki kosningaslag núna, vil frekar að þessir skrambans pólitíkusar einbeiti sér að því að bjarga skútunni og hætti þessu framapoti. Það hefur heldur ekkert komið frá stjórnarandstöðunni um það hvernig þeir vilji taka á málunum. Látum núverandi stjórn hreinsa skítinn eftir sjálfa sig og förum svo í kosningar. Næst vil ég fá að kjósa um menn en ekki flokka. Líst samt ekkert á þína ríkisstjórn Tící minn fyrir utan einn eða tvo

Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 07:37

7 Smámynd: Einar Indriðason

Kosningar á nýju ári.  Já.

En, sko.  Hvað í veröldinni ertu að gera, með að raða nýrri stjórn upp, með sama gamla pakkinu?  Hvað í veröldinni ertu að setja alla þessa B lista menn þarna?  Það má aldrei, aldrei, aldrei gleymast hvaða hlutverk B spilaði í undirbúningi á bankadraslinu!  Aldrei að gleyma því!

Og.. þarna er líka of mikið af D fólki.  Raunar... að mínu mati... einn D er of mikið af D :-)

Nei, þú ættir frekar (finnst mér) að fara út í þjóðfélagið, og velja þar.  Af handahófi, ef ekki vill betur.  Þú mun eiga í vandræðum með að finna fólk af handahófi í símaskránni, sem gæti valdið eins miklu skipulögðu tjóni og núverandi og þá verandi stjórnvöld eru.

Og, já.  Ég vil raunar stokka upp stjórnskipulaginu hérna.  Kjósa um fólk og málefni!  Ekki kjósa um flokka.  (Með lokuð prófkjör, eða raðað á lista.)

þannig er það nú... og, bæti svo við ... Innlitskvitt.

Einar Indriðason, 25.11.2008 kl. 08:37

8 Smámynd: B Ewing

Þetta er nú hin ágætasta ríkisstjórn sem þú hefur sett fram þarna.  Helst að ég sé á móti Valgerði, finnst hún vera soldið mikil gribba stundum og svo er hún líka alveg skelfileg í tungumálum en...  ...hún gæti plummað sig í heilbrigðisráðuneytinu því þá þarf hún að vera gribba og þarf ekki að tala ensku á opinberum vettfangi (alla vegana ekki oft, og ekki á mikilvægum stöðum eins og Nato).  Svo set ég spurningamerki við Árna. Langar að fá einhvern sem er meiri karakter en hann í fors-ráðuneytið,  Össur jafnvel.  Af því litla sem ég sá þá var Össur sá eini sem var ekki með hyldjúpa, fúla og saggafulla gjá á milli sín og salarins.

Hvað fyrri helminginn varðar þá get ég lítið tjáð mig um fundinn, sá síðustu 20 mínúturnar (var að sinna gestum og horfa á mikilvægari hluti eins og Heroes).

Að halda þennan borgarafund er hrein snilld.  Ég vil sjá fleiri fundi og mér heyrðist verða annar fundur þann 8. des... er það ekki annars ?

B Ewing, 25.11.2008 kl. 08:39

9 Smámynd: Tína

Góðan daginn ljónið mitt. Ekki ætla ég nú að tjá mig mikið um þessa ríkisstjórn sem þú settir þarna saman, því þarna eru sko allt of margir sem ég vil fyrir engan mun sjá. En ég er alveg sammála þér að ég vil ekki kosningar núna og einnig vil ég fá að kjósa fólk frekar en flokk. Varðandi fundinn þá er ég líka alveg sammála þér. Þú talar um ræðumennina en fyrir mitt leyti þá má alveg bæta við feministakonuna. Mér fannst hún persónugera ræðu sína einum of mikið (verkjaði hreinlega í hjartað stundum undan orðum hennar) og var síðan farin að snúast um að karlmenn sætu meðan konur stæðu hjá. Sorry........... en ég þoli ekki svona. Ef einu rökin eru kynin þá segi ég pass. Þú talar um að spurningarnar hafi of mikið snúist um að stjórnin segði af sér. Aftur er ég sammála þér. Mér fannst fólkið misnota þetta tækifæri til að geta spurt hnitmiðað. Svo les maður núna um allt að ekki hafi allt komið fram og að stjórnin sé enn að fela ýmislegt. En gleymir að stjórnin var látin svara spurningum úr sal og hafði til þess 2 mínútur.  Næsti fundur verður nú fljótlega og vona ég að fólk noti spurnarrétt sinn betur en það gerði í gær.

Knús á þig yndið mitt og njóttu nú dagsins

Tína, 25.11.2008 kl. 09:16

10 identicon

sammála, mér finnst það alveg hrikalega óábyrgt af fólki að heimta kosningar núna, það er bara ekki tímabært alþingi ætti að eyða tímanum í að leita lausna í stað þess að rífast eins og smákrakkar!

við sem borgum launin þeirra ættum ekki að sætta okkur við þetta!

mér fannst það líka mjög réttmæt spurning sem Margrét Pétursdóttir Verkakona spurði á fundinum í gær, er stjórnarandstaðan tilbúin að víkja?

er það ekki málið, þarf ekki bara algera úthreinsun á alþingi, er eitthvað skárra fólk í stjórnarandstöðunni en stjórninni sjálfri

br (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 09:32

11 Smámynd: JEG

Þetta eru nú meiri pælingin hjá þér um "tíkina" Ætla ekki að pæla með þér að þessu sinni minn kæri.  Knús og klemm úr Hrútósveitó. 

JEG, 25.11.2008 kl. 10:15

12 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Flott ríkisstjórn!

Gunnar Þór Gunnarsson, 25.11.2008 kl. 12:11

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér líst EKKERT á þetta hjá þér :)

Valgerði og Siv í ríkisstjórn?? Neibb takk

Heiða B. Heiðars, 25.11.2008 kl. 14:16

14 Smámynd: Tiger

  Okok .. ekki bíta af mér hausinn! Það var erfitt að finna einhverja einstaklinga innan herbúða alþingis sem mögulega gætu eitthvað í pólitík. En sannarlega væri hægt að finna betri einstaklinga í þjóðfélaginu ef maður færi út úr pólitíkinni og yfir í þjóðfélagið eftir nýrri stjórn. Heyrði nefnda t.d. Láru Hönnu ofurbloggara sem umhverfisráðherra og Ólínu Þorvarðardóttur sem menntamálaráðherra og finnst það alls ekki galið sko ...

En þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og athugasemdirnar. Er að reyna að grípa í ykkur öll sem hafið verið að senda mér kveðju eða athugasemdir - þið heyrið öll í mér fyrr eða síðar sko ... knús og kram á línuna!

Tiger, 25.11.2008 kl. 15:44

15 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég vil geta kosið fólk en ekki flokka. Það er gott fólk í öllum flokkum og plebbar í öllum flokkum. Ég vil ekki að þessir stjórnmálamenn eyði orkunni og athyglinni í kosningabaráttu núna. Það má bíða aðeins. En það mega fara að koma skýrari svör og tillögur frá þeim, líka stjórnarandstöðunni.

Knús og klemm

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.11.2008 kl. 17:09

16 Smámynd: Tiger

Já Sigrún mín - ég er sko sammála því að ég vil kjósa fólk en ekki flokkana. Svo mikið rétt að það eru til fulltaf góðum einstaklingum í öllum flokkum og því vel hægt að koma á stjórn sem stærstur hluti þjóðarinnar væri sáttur um.

Já, nú mega stjórnmálamenn fara að tala skýrar og vera meira með allt uppá borðinu því við erum að fylgjast betur með núna en nokkurn tíman áður. Spillinguna burt ...

Knús og klemm til baka skottið mitt ..

Tiger, 25.11.2008 kl. 17:16

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil bara lýsa ánægju minni með þennan pistil þinn, hef of lítið úthald við tölvuna til að tjá mig í bili.  Takk fyrir þetta TC minn

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:31

18 Smámynd: Tiger

 Ásdís mín - bara gaman að sjá þig skottið mitt - þarft ekkert að vera með nein læti hérna sko, nógu ljúft að sjá þig bara ..

Auður Proppé; Ég tel að Davíð hafi hreinlega alls ekki þorað að koma á fundinn - hann er skíthræddur við þjóðina því hann hefur hana ekki í vasanum eins og hann hefur stjórnmálamennina. Ég er sammála því að það á að taka strax á auðmönnum og frysta eigur og sjá til þess að þessir menn geti ekki vaðið upp aftur án þess að neinn gangi í málið .. burt með spillinguna sko!

Knús á ykkur skotturnar mínar ..

Tiger, 25.11.2008 kl. 17:44

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta er handgerð hörmúng af 'skuggabaldursstjórn' & hér með tek ég af þér málfrelzi & kosníngarétt þar til ég verð búinn að 'afKriztna' þig, að lágmarki, afsifja & afvalgerða & af allt!

Steingrímur Helgason, 25.11.2008 kl. 21:41

20 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei hættu nú!

Valhgerður, Guðni og Joð!

Árni Sigfúsar er meinleysisgrey.

Möllerinn samgöngumála má þá gjarnan fá annað ráðuneyti, t.d. haltukjaftimálaráðuneyti.. Óþolandi hve dreyfbýlistúttur fá alltaf það embætti og setja göng úti í rassgati fram fyrir samgöngubætur á SV horninu sem skipta tug þúsundir máli.

Helvítis kjördæma- og framapotarar

Brjánn Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 22:45

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er eiginlega sammála Zteingrími.     Handgerð hörmung.   Ég er orðin svo herská að það hálfa væri nóg.  Knús og klemm

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.11.2008 kl. 00:46

22 Smámynd: G Antonia

vildi bara senda kvitt og knús á þig - alltaf gaman að lesa bloggin þín sæti! **

G Antonia, 26.11.2008 kl. 01:43

23 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 26.11.2008 kl. 06:19

24 identicon

Sammála með að kjósa menn en ekki flokka, en algjörlega ósammála öllu hinu

Valgerði sem heilbrigðisráðherra!!!!!!!, guð hjálpi þér maður

Jú eitt enn sem ég var sammála, ég vil ekki kjósa núna, í vor kannski, en ekki núna. 

(IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 09:09

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Árni Sigfús, Steingrímur, Siv og Katrín er eina fólkið sem ég myndi vilja af þessum lista.  Mér finnst að ætti að kjósa í vor - það þarf að vísu að koma til nýr flokkur; Mamma Mia flokkurinn (sem mín stjórnar) ..   .. Ræð svo til mín fagfólk sem KANN að fara með fjármál. Ingólf t.d. í spara.is til að sjá um fjármálin. Íþróttaálfinn í heilbrigðið....Höllu Tómasdóttur í dómsmálin,  hmmm og svona einhvern veginn já, já!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.11.2008 kl. 10:20

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Framapot stjórnarandstöðunnar er smjörklípa frá sjálfstæðisflokknum.  Ríkisstjórnin hefur sýnt að hún er gjörsamlega óhæf til að taka á málunum og bjarga því sem bjargað verður,  milljarðar hafa farið í súginn af því að þau hafa silast áfram við að gera eintómar vitleysur. 

Ég er sammála því að það er ekki beinlínis gott að fara í kosningar núna, en ég vil að það verði myndur utanflokkastjórn, fagstjórn sem starfar fram á sumar, meðan flokkarnir stokka upp hjá sér, og ný framboð formi sig.  Ég vil sjá nýjar áherslur, og spillinguna burt.  Spillingin nær því miður líka yfir þessa ríkisstjórn.  Og hrokinn í Ingibjörgu og Geir er óþolandi að mínu mati.

En knús á þig minn kæri, og alltaf gaman að kíkja hér við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2008 kl. 11:28

27 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hæ hæ og hó.

Sammála þessu um kosningar - alls ekki rétti tíminn i það.  En ég vildi svo fara að sjá nýtt fólk í ríkisstjórninni.  Megnið af þessu ágæta fólki er búið að verma bekkina alveg nóg og orðið of íhaldsamt á sínar gömlu hugmyndir.  Held samt mikið uppá Jóhönnu - finnst hún vera að gera gífurlega góða hluti og á að eiga fast sæti í sínu embætti.  En nú eru nýjir tímar og kominn tími á nýtt fólk með nýjar hugmyndir.  Steingrímur má mín vegna alveg finna sér annan vettvang til að rífa kjaft.  Get ekki ýmindað mér að fólk sem leggur svona mikið uppúr riflildi og skammarræðum geti fundið sér tíma til að gera eitthvað annað - hvað þá af viti.  En það er nú bara mín skoðun.  Annars eru þetta bestu skinn - okkur vantar bara eitthvað annað og betra en bestu skinn..............  bara mín skoðun.

knús í krús

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:06

28 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 27.11.2008 kl. 22:43

29 Smámynd: Solla Guðjóns

Já sæll...Sammála þér að kjósa persónur en ekki flokkana.....

Það vakti líka mína athygli hvað kallinn beið eftir hrópunum  en hann var með þrusu ræðu. Ótrúlega flottur fundur og fundargestir.

Solla Guðjóns, 28.11.2008 kl. 02:40

30 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvar ertu ?

Jónína Dúadóttir, 28.11.2008 kl. 09:54

31 Smámynd: Anna Guðný

Sammála því að kjósa ekki strax. Sé ekki alveg fyrir mér hvenær en í fyrsta lagi í vor. Og nú vil ég geta kosið um persónur, ekki flokka. Get ekki séð að stjórnaraðstöðuflokkarnir komi neitt betur út. Get alveg séð fyrir mér þó nokkra í þinni stjórn en ekki alla þó. Líst betur á Mamma Mia flokkinn með Jóhönnu. Skrái mig í hann um leið og hún stofnar hann.

Annars bara hafðu það gott ljúfurinn.

Anna Guðný , 29.11.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband