Hef svo sem mest lítið að segja núna, en ætla samt rétt aðeins að henda út mús og kött áður en ég fer í bólið. Byrja kannski á að þakka ykkur öllum fyrir innlit í síðustu færslum, er að reyna að borga fyrir mig á lappanum en það er hægara sagt en gert - en eitthvað get ég þó í mér látið heyra.
Bróðir minn náði í tölvuna mína á föstudaginn - og fór með hana upp í sumarbústað - fíbblið .. neinei! Bara djókur..
Hann kom aftur til baka núna seinnipartinn í dag, sunnudag - og á þrem tímum gerði hann það sem tölvulistamenn gátu ekki á tveim vikum!
Jú, ég náði þessu ekki alveg hjá honum - en hann útskýrir hlutina á "læknamáli" - en náði einhverju í þá átt að hann hafi tekið harða diskinn úr tölvunni - tengt hann í annan tölvuturn - og blabla eitthvað og wúlla - harði diskurinn bara ok. Setur harða diskinn aftur í mína tölvu og bara ekkert að tölvuskottinu. Þetta tók ekki þrjá tíma ...
Hann er núna með tölvuna mína suðurfrá - er að uppfæra ýmislegt fyrir mig og bæta inn hjá mér einhverjum nýjum forritum - en ætlar að reyna að skutla henni í mig aftur á morgun/annaðkvöld. Jahúúú ... hjákonan á leiðinni heim í bólið mitt aftur! Eða þannig .. auðvitað er ég ekkert með tölvuna uppí rúmi sko! Im not a computer-pervert sko ...
Tvö frændsystkyn mín voru hjá mér síðastliðna nótt. Sátum og horfðum á King Kong í gærkvöldi - útgáfa sem ég hafði ekki séð áður - mjög góð útgáfa reyndar.
Frændsystkynin eru 12 ára stúlka og 8 ára drengur. Þau grétu bæði í lokin á myndinni ... segi ykkur það satt! Ohmæ good hvað það var fyndið að fylgjast með þeim - og æsa upp í þeim meðaumkunina með apagreyinu.
Auðvitað er myndin afar sorglega byggð þannig að apinn er gerður svo mannlegur einhvern veginn að maður getur ekki annað en legið í vorkunnarkasti yfir honum ... sérstaklega í endir myndarinnar ... en common ... hve viðkvæmur þarf maður að vera til að fara að gráta yfir þessu? Jú, reyndar fær maður tár .. bros .. og takkaskó.. hehehe .. neinei segi bara svona!
Sem krakki sá ég myndina þegar hún var sýnd hérna heima fyrst - og ég elskaði apann næstum því jafn mikið og hann elskaði ljóskuna sem fórnað var honum til ... ja ... til að friða hann. Ég grét þá líkt og frændsystkyn mín gerðu núna ... *roðn*!
En, eins og ég sagði .. hef svo sem ekkert að segja í raun og veru. Góður dagur að baki og hversdagurinn tekur við. Vona bara að þið munið eiga góða viku framundan og vona að þið munið að vera góð og þæg ... annars fáið þið ekkert í skóinn frá Jólasveinunum!
Knús á ykkur öll og eigið yndislega nóttina!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Til hamingju með bróður þinn, ég á svona bróður líka sem er tölvuséní en hann má ekki vera að því að hjálpa litlu systur sinni, nema stundum. Hann er alltaf svo upptekinn. Við það að bjarga öllum hinum!!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2008 kl. 02:16
Haha .. Jóna, veistu - minn bróðir er líka svona - alltaf að bjarga öllum heiminum, og hinum - en hann er samt oft að redda mér líka sem betur fer! Alltaf gott að hafa góða að þegar mikið er að sko .. knús og kram á þig Jóna mín!
Tiger, 17.11.2008 kl. 02:26
ég er svo asskoti vel gift sko ...nebblega gift einum svona tølvuséní.. alveg útpælt hjá mér sko..enda væri ég annars farin á hausinn i tølvuvidgerdum...
en flott thad sér fyrir endann á thessu og "hjákonan" kemur aftur madur getur ekki verid án theirra svo lengi sko..
Hafdu gódan dag, kram til thin og góda viku
María Guðmundsdóttir, 17.11.2008 kl. 06:32
Það er ekkert tölvuséní á mínu heimili... en ég hef þó það mikið vit að leyfa t.d. ekki barnabörnunum að koma nálægt þessu mikilvæga heimilistækiOg spúsi minn fær bara að gera það allra auðveldasta sem getur örugglega ekki ruglað neinu fyrir mér...Ég keypti lappann minn í Tölvulistanum og hann reynist ágætlega... sem tónlistarspilariEigðu góan dag og ennþá betri viku ljúflingur
Jónína Dúadóttir, 17.11.2008 kl. 07:11
Ég á tengdason sem er svona snillingur, en eldhúsborðið ogbægod!!!!!! það lítur út að meðan eins og sprengja hafi fallið. En gott að allt er að komst í lag hjá þér.
(IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 08:02
Gott að talvan er kominn í lag hjá þér. og það verður gott fyrir þig að fá hana aftur.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 17.11.2008 kl. 09:25
Mín börn grétu (og gráta enn) alltaf meira yfir dýrunum en fólkinu! .. King Kong er örugglega meðtalinn. ..
Til hamingju með tölvuna þína, óþægilegt að vera með "sjúka" tölvu upp á arminn!
Knús og kreist og krams og ég veit ekki hvað á þig!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.11.2008 kl. 09:52
Gott að vita að þú ert að fá hjákonuna til þín aftur.....
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:31
Ekkert tölvuséní á mínum bæ. Kallinn er betri í að gera við önnur tæki sko og kannski bara gott því það kostar nú sitt ef traktór eða rúlluvél bilar sko og stækkar reikningurinn hratt ef þarf með tækið á verkstæði.
King Kong ja sko *roðn* játa það að mér hundleiðist sú mynd ....sorrý bara.
En gott að þú ert að fá krúttuna þína heim. Kveðja á þig krúttlingur héðan úr Hrútósveitó.
JEG, 17.11.2008 kl. 10:34
Knús kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:46
Flott að eiga svona góðan bróður að. Ég er líka svo heppin að geta leitað til bróður míns þegar tölvuapparatið er eitthvað að stríða mér. Ég hef aldrei grátið yfir King Kong því ég hef ekki séð hana. Mundi eflaust gráta mikið yfir henni...
Knús í vikuna þína
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:51
Gott að þú færð "viðhaldið" í rúmið aftur. he he er alveg viss um að það er reyndin
Tölvu knús á þig
Ingunn Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 15:53
Gott að þú ert að fá viðhaldið aftur.
King Kong æðisleg mynd, ég get vel trúað að það hafi verið gaman að horfa á hana með krökkunum.
Ljós til þín Tiger míó míó.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 19:33
Flottur bróðir sem þú átt. Þegar eldri minn var svona 8-9 ára voru öll frændsystkin hans hjá honum og ég leigði jólamynd. Það sem ég hafði upp úr því var full stofa af hágrátandi börnum.
Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 19:43
Þú átt greinilega kláran bróðir Tící minn..............................tölvulistinn hvað!!!
Knús
Huld S. Ringsted, 17.11.2008 kl. 20:55
tölvan þín var sumsé komin með klamidíu
Brjánn Guðjónsson, 17.11.2008 kl. 21:09
Ég skal alveg fórna skónamminu og dótinu sem jólasveinninn kemur með (**nema þú værir að leysa Sveinka af og stingir í þá sérvöldu naughtynammi**).. fyrir að losna við að vera þæg og góð, eða einhver svoleiðis hundleiðindi...
Og mér er það einstök ánægja að tilkynna ég tek alltaf lappann með mér í rúmið! Alltaf mér til ánægju - stundum öðrum líka... "I´m a computer pervert, sko!", tilkynnti hún, og stoltið leyndi sér ekki í röddinni.
Lovjú darlíngur og eigðu alveg dúndurflotta viku!
Ekkert væl hér. Aktu varlega... þið hin líka. *Knús*
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.11.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.