Viljum við hópslagsmál og- eða skrílslæti eða viljum við friðsamleg, lögleg en samt kröftug mótmæli? Mætir þú á mótmælafundi.. til að mótmæla því sem á að mótmæla - eða til að sjá læti, slagsmál og fá endorfinkikk?

Ég veit nú ekki ... hvað skal segja. Ég er sannarlega á því að mótmæli séu af hinu góða og nauðsynleg stundum vegna ýmissa mála, en ég er alls ekki á því að mótmæli eigi að fara fram með eggjakasti og lögbrotum.

Mig langaði mikið til að fara á laugardagsmótmælin og sýna samstöðu - láta sjá mig og verða til þess að hækka höfðatöluna á fjölda mótmælenda - sem mér finnst skipta miklu meira máli en eitthvað eggjakast eða ólæti - það er fjöldinn sem hefur áhrif - ekki lætin eða eggin! 

En því miður var ég að vinna allan laugardaginn ...

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki hrifinn af því þegar einhverjir unglingar og eða fullorðnir koma á mótmælastaðinn til þess eins að "vera með læti" eða æsing sem mér finnst ekki eiga heima í góðum vel heppnuðum mótmælum.

Því miður eru alltaf einhverjir sauðir sem koma á svona mótmæli, eða uppákomur sem slíkar - bara til þess að vera með slík læti, æsa fólk upp og brjóta siðferðisreglur eða lög. Þeir sem mæta með slíkt í huga hafa ekkert með mótmælin sjálf að gera, eru ekki komnir til að mótmæla því sem á að mótmæla - eru bara þangað komnir til að sýna sig, æsa lýðinn og vera með læti sem skaða frekar mótmælin heldur en að hjálpa til.

Þetta er eins og þegar slagsmál verða í miðbænum að nóttu á heljar fylleríi - þegar tveir byrja að slást - þá safnast hópurinn í kringum þá með hrópum og köllum .. "áfram, slagsmál, kýldann, stingdann, sparkaðu í hausinn á honum!" og svo framvegis! Þessi söfnuður sem safnast í kringum slagsmálin - hafa engan áhuga á slagsmálunum sem slíkum eða afhverju þau eru - þeir hafa bara áhuga á að sjá sem mest læti, mikið ofbeldi og helst blóð renna ...

Sama má segja að nokkru leiti um þá sem mæta á mótmælafundi - bara til að skapa læti, vera með ófrið og hamagang - eingöngu til að fá útrás fyrir eigin undarlegu þörf á því að sjá eða upplifa eitthvað spennandi, einhver læti eða helst slagsmál á milli fullorðinna ...

Mótmæli þarf að skipuleggja mun betur - ekki stjórna þeim sem slíkt en taka á því að lög séu ekki brotin eða að kjánaskapur komi uppá yfirborðið - því slíkt fær mann til að skammast sín og ákveða að mæta ekki þegar næstu mótmæli verða ... Það þarf að hvetja fólk til að mæta til að sýna háa höfðatölu en ekki til að kasta eggjum eða sletta skyri!

En, hvað veit ég ... ég hef svo sem aldrei mætt á mótmæli ...

Ég tek samt heilshugar undir með "Skessunni okkar" í sambandi við það að fólk þarf samt að vakna upp og átta sig á því að framundan eru virkilega svartir tímar með vímuefnavandamálum, sársvöngum fjölskyldum, eggjakasti og meiri óeirðum sem gera meira ógagn en gagn ...

Ég vil endilega hvetja fólk til að mæta á mótmælafundi, sýna ákveðna stillingu og brjóta ekki lög. Hvet fólk til að sýna líka umheiminum, sem sannarlega fylgist vel með - að við erum ekki fávísir eskimóar (með fullri virðingu þó fyrir eskimóum) sem kunna ekki að mótmæla friðsamlega en samt kröftugt svo eftir sé tekið - með svo miklum fjölda höfða að það verður ekki hægt að horfa framhjá því!

Það er nóg komið af slæmsku í umfjöllun um okkur á erlendum vettvangi - þó við bætum ekki við það sjálf með því að stunda óeirðir á mótmælafundum sem eiga að geta gengið kröftuglega án vandamála sem fáir einstaklingar vaða uppi með - eingöngu til að fá útrás fyrir eigin slagsmálaþörf...

Annars er ég mjög góður og glaður ...

Búið að vera nóg að gera og sannarlega ekki mikil kreppa í veisluhöldum. En, giftingar og afmæli - ásamt ýmsum uppákomum - munu halda áfram að hoppa uppá yfirborðið með góðgæti og gúmmilaði.

En, tölvan mín ... búhúhúhú ... fæana ekki á næstunni og ég er auðvitað ekki par sáttur, en hvað get ég gert? Farið og kastað eggjum í Tölvulistann ... hmmmm!

Farinn í Bónus til að versla ... vantar egg!

Neinei, er bara að fara að baka sko ...

Kanelsnúða ...

Kveðja og knús á línuna alla, reyni að láta heyra í mér þó hægfara lappinn sé ekki að bjóða mikið uppá slíkt, enda tekur það hann óratíma að opna hverja síðu fyrir sig .. en .. over and út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Kannast við þetta, sit við gamlan lappa þar sem heimilistölvan er upptekin. Engir broskallar, kommutakkinn bilaður og svo hægfara að það fer í skapið á þeim sem nota.

Fór ekki á mótmælin og hef verið frekar slök við það, en styð þau heilshugar. Finnst gott mál að íslendingar eru farnir að láta heyra í sér. En auðvitað fúlt ef þau skemmast með nokkrum eggjakösturum sem fá alla athygli fjölmiðla.

Langar í kanelsnúð en nenni ekki að baka, hvar áttu heima :-) Njóttu sunnudagsins.

p.s. kommutakkinn bara stilltur núna hehehe

M, 9.11.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Skattborgari

Það er alltaf til nóg af vitleysingum og ef aðilar eru að gera eitthvað slæmt þá er það fréttnæmt frekar en fjöldinn á mótmælafundinum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.11.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Skattborgari

Mæli með að þú notir steina í staðinn fyrir egg ef þú ætlar að kasta einhverju í Tölvulistann.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.11.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

mmmmmmm ....kanelsnúðar!

Dj... er langt síðan ég hef bakað kanelsn..... nei, dj...er langt síðan ég hef baka eitthvað! :)

Heiða B. Heiðars, 9.11.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi já það er allt til... Mig langar í nýbakaða kanelsnúða... en samt ekki nóg til að nenna að baka þáEigðu góðan dag litli bakaradrengur

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 15:05

6 identicon

Sammála þér, það er ekki gott þegar svona skrílslæti byrja, en það er ennþá verra þegar fjölmiðlar sjá ekkert annað í þessum mótmælum en það, að einhverjar hræður köstuðu eggi eða hvað þetta nú var.

Fjölmiðlar eiga vita betur en gera það að aðalfrétt hvað örfáir gerðu, en minnast varla á aðal málið sem hinn stóri hópur var þarna til að sýna sinn stuðning við.

Fyrir mér var þetta staðfesting á lélegum fréttaflutningi, þar sem þeir  láta sig aðalatriðin engu varða til að fela vanmátt sinn við að takast á við hlutverk sitt sem alvöru fréttamiðils.

(IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:14

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég veit ekki hvort það er reiðasta fólkið sem mætir og grýtir eggjum eða bara þeir sem hafa gaman af æsingi og hafa gaman að því að fá tækifæri til að kasta eggjum? .. Það er fullt af reiðu fólki þarna úti og hérna inni, en er það fólkið með eggin? Betra er að minu mati að nota egg í og til að pensla kanilsnúða. Úff.. hvað mig langar í ..hef ekki getað borðað fasta fæðu í viku.

Skulda þér mörg knús og kreist og þakkir fyrir að vera alltaf svona indæll og koma manni í gott skap, knús á þig Spékoppur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.11.2008 kl. 17:15

8 identicon

Ummmmm kanelsnúðar :)

knús og kremj......ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:01

9 Smámynd: Sigrún Óskars

mmm langar líka í kanelsnúða  sendi kveðjur og knúsíknús

Sigrún Óskars, 9.11.2008 kl. 18:09

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er eigi svo viss hvort það séu þeir reiðu sem kasta eggjum og haga sér ósæmilega.
Ég vill kröftug mótmæli án svona framkomu hjá landanum.
Það er einnig rétt að fréttamennskan má lúta að öðru en eggjakasti.
Knús Tiger míó míó.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 18:25

11 Smámynd: JEG

Já væri sko til í að græja snúða með kappanum en er bara svo fjári upptekin við að pækla kjöt þar sem reykingin er að fara í gang.

Knús og klemm úr sveitinni. 

JEG, 9.11.2008 kl. 18:32

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thetta er svo mikid rétt hjá thér..ordid skitt thegar fréttirnar af mótmælunum eru mest um egg og bónusfána  sum okkar verdum ad láta okkur nægja ad lesa fréttir af stødu mála, en madur er jú med i huganum sko.

Vodalega væri ég til i ad thú ættir leid framhjá Jótlandi næsta vor  ert svo asskoti tilkippilegur i svona veislur...ég er nebblega ad ferma sko..og er pinu farin ad kvida..thvi ég er ekki alveg tían i eldamennsku né bakstri...en kannski mann finni bara einhvern annan til ad redda sér..

kreist og krammar til thin, hafdu thad sem best

María Guðmundsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:26

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég er friðsamur mótmælandi, og mun ég halda því áfram.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.11.2008 kl. 01:06

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Ef ég færi með eggjabakka á mótmælafund þá væri ég ekki að fara á réttri forsendu........þá væri ég að fara til að vekja athygli á mér og eggjunum...

Mig langar samt í snúð

Solla Guðjóns, 10.11.2008 kl. 01:20

15 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Fréttamenn ættu að hætta að birta fréttir af þessum ófriðarseggjum sem mæta bara til að vera með læti og æsing. Þá væri þetta örugglega ekki eins spennandi fyrir þá. Þeir ættu að einblína á málstaðinn og ræða hann. Kanelsnúðar, mmm..volgir með mjólk, algjört nammi. Knús í vikuna snúðurinn minn

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.11.2008 kl. 01:36

16 identicon

Sæll Tiger.

Fyllilega sammála þér , við þurfum  að sýna sterk viðbrögð, vera ákveðin og íklædd FESTU, en engin SKRÍLSLÆTI,það eyðilggur allt.

Kærleikskveðjur og frið fyrir alla.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 02:26

17 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Skrítið hvað fjölmiðlar einblína sterkt á þessa vitleysinga, sem koma bara til að haga sér eins og þeir vitleysingar sem þeir eru. Ættu bara að líta fram hjá þeim sem ekki nota eggin í kanilsnúða eins og þú

Kanilsnúðar  ummmmmmmm verði þér að góðu.

Ingunn Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 05:35

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Nokkuð sammála þér með þessa nokkra sem létu eins og fífl en það er líka fáránlegt hvað fréttamiðlar einblíndu á það.

Vonandi gekk vel með kanilsnúðana Tící minn. Knús

Huld S. Ringsted, 10.11.2008 kl. 07:52

19 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég hefði verið til í að koma í kaffi til þín, nýbakaðir snúðar, eru góður í ástarpúngum, auðvitað meina ég kanntu að baka ástarpúnga

Heiður Helgadóttir, 10.11.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband