Þynnist í vinsældum Moggabloggs? Mér var rænt, verðmæti skilin eftir - en ræningjar höfðu mig á brott með sér. Hvað er eiginlega strútssteik?

Eitthvað heyri ég um að sumir bloggarar séu að slá í gegn og á leið yfir á keppinautana? Er eitthvað til í því að einhverjir af okkar ástsælu bloggurum séu að hverfa héðan?

Næsta víst er að þó einhver sé vinsæll hérna á Mbl.is er ekki endilega víst að það hlaupi allur vinsældarskarinn á eftir þeim yfir á Dv.is. Ég hugsa að margir elti þá til að lesa - en enn fleiri munu ekki elta þá svo vinsældarlistinn þeirra mun örugglega minka heilmikið á öðrum vettvangi. En grunur minn er þó sá að þeir verði ekki lengi að vinna það upp svo sem.

Ekki mun ég hafa tíma til að elta einhverja bloggara af Moggabloggi ef þeir hverfa eitthvað annað, en næsta víst er að ég myndi sakna þeirra ef það eru einhverjir af mínum uppáhalds.

********

Well, ég er nú staddur lengst austur fyrir fjöll - og lengra en það.

W00t  Í gær var ég lagður af stað á bloggvinarúnt en ekki búinn með marga þegar hópur fólks ruddist hérna inn og hreinlega rændi mér - skildi tölvu, heimabíó, hljómtæki og ýmislegt verðmæti eftir - en rændi mér þess í stað. Ég rétt náði að grípa myndavélina svona í von um að geta náð myndum af ræningja hópnum og þeim ómannúðlegu aðstæðum sem mér voru búin.

Uppi stendur að nýjasti áfangastaðurinn er Apavatn - en með kvöldinu verður það Laugavatn - en þar á að grilla Strútssteik, skötusel og fleira góðgæti. Maður er hreinlega að svelta heilu hungri í svona fangavist - og flugurnar mahrrr - fjandinn hvað ég þoli ekki allar þessar hvimleiðu flugur um allt.

Ætlunin er að snúa aftur mjög seint í kvöld eða á morgun, og hver veit nema ég skelli inn myndum af ræningjunum og jafnvel fórnarlambinu líka.

Síðasta færsla var með "listaverkum" sem ekki eru gerð af mér sko! Jóhanna mín M&V - fjögur efstu eru eftir þekktan listamann hérna á Íslandi - en tvö neðstu eru gerð af bróðurdóttur minni sem er rétt tvítug og keypti sér málningu og pensla um daginn og fór að dunda sér við að lita á striga. En svona er þetta, list er og verður ekki list fyrr en maður slær í gegn.

InLove   Hlýjar kveðjur á ykkur öll og njótið yndislegrar helgar skottin mín..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já þú segir fréttir. Nýtt bloggsvæði. Þarf maður að prufa það eða ??? Ég er jú bína að prufa nokkur og já þetta er með einn stóran + en annars eru þetta svipuð svæði.

Blessaður komdu bara til mín að grilla .... engar flugur hér sko. Bara snilld. Ein og ein randabolla í garðinum en ég læt þær vera og þær mig.

Endilega skella inn myndum af Strútasteikinni hljómar nógu furðulega til að maður trúi.

Knús á þig sæti og njóttu sjálfur helgarinnar. 

JEG, 19.7.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

alveg ótholandi thessar flugupjásur útum allt og hér eru thær svo stórar sumar ad thad brestur á vindkvida thegar thær nálgast...

Hvurslags ræningjabissness er thetta med thig...eru thetta nokkrir kasperar jesperar og jónatanar sem thú thekkir?? og grilla strútssteik?? og skøtusel...ég er sko bara forvitin ad vita hvernig thad smakkast... en hafdu thad gott á hvada vatni sem thú ert og verdur bid spennt eftir myndum  knus i daginn thinn og njóttu helgar.

María Guðmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú örugglega gaman að láta ræna sér,´þú nýtur þess í botn ef þú færð þér flugnanet.verður flottur með eitt slíkt, gætir sett inn mynd að þér með það
Strútssteik er kjöt af strúti, er það ekki annars?
held að maður haldi sig nú bara á moggablogginu.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 19:22

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Strútssteik er allavega ekki kengúrusteik, held ég. Smakkaði kengúru um daginn og hún var sko júsí.  Góða skemmtun og komdu óbitinn heim Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Skattborgari

Það er ötugglega ágætt að borða stútsteik væri til í að prufa að borða rottu eða snák. Skemmtu þér vel.

Kveðja Skattborgari 

Skattborgari, 19.7.2008 kl. 21:06

7 Smámynd: Erna

Góða helgi tigercopper og takk fyrir bloggvináttuna. Kveðja

Erna, 19.7.2008 kl. 21:18

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góða skemmtun og njóttu vel. - Þetta hljómar allt mjööööööög spennandi. -  Hlakka til að heyra ferðasöguna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.7.2008 kl. 21:18

9 identicon

Have fun, strútur og alles hljómar vel!

knús og Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:48

10 Smámynd: egvania

Iss, ekkert mál með þessar flugur ég sit og hef það gott með rafmagns spaða og hviss, þær grillast.

Þú ættir að fá þér einn.

egvania, 20.7.2008 kl. 00:06

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vona bar að dv.is fari ekki að kaupa þig   Skemmtu þér vel með mannræningjunum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.7.2008 kl. 03:30

12 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 20.7.2008 kl. 07:24

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hefði líka rænt þér en ekki græjunum þínum, ég á fullt af svoleiðis dóti

Knús inn í daginn úr dásamlegu veðri á norðurlandi

Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 09:05

14 Smámynd: Ragnheiður

jaá...rænt segirðu ? Það eru ekkert allir sem eru þess virði að þeim sé rænt, athugaðu það. Láttekk strútinn standa í þér og reyndu að bíta flugurnar til baka

Knús í sveitina, fangavistina og gleðina

Ragnheiður , 20.7.2008 kl. 10:21

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er búið að krefjast lausnargjalds? Verðum við ekki að fara að safna til að endurheimta þig?

Helga Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:32

16 Smámynd: G Antonia

hlý kveðja á þig Tigercopper minn og heila og góða helgarrest **

G Antonia, 20.7.2008 kl. 18:20

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 20.7.2008 kl. 20:34

18 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Hvernig eldar maður Strút á einn í frysti   Sósan kryddið og allt hef ekki hugmynd hvað ég á að gera við kvikindið ....

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:08

19 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég skoðaði þetta Dv.is eftir að ég las Um að Jens Guð ætlar að færa sig yfir.

svona við fyrstu sýn fanst mér það vonlaust bloggsvæði og virkilega illa upp sett. frá mínum bæjardyrum séð þá var það svipað og reyna að segja að trabant sé betri en bens. svo miklu betra var mbl.is. Alllaveganna ætla ég ekki að færa mig yfir á eitthvað annað bloggsvæði út því að einhver sem er "oboðslega frægur " mun gera það.  Ég blogga einfaldlega á flottustu bloggsvæðunum og á meðan ég sé ekki neitt sem er flottara en Mbl.is þá ætla ég ekki að færa mig.

Brynjar Jóhannsson, 20.7.2008 kl. 23:09

20 Smámynd: Brynja skordal

Var á Laugarvatni alla helgina hefðu nú getað frelsað þig frá Ræningjunum En nei ekki ætla ég að fara frá moggabloggi leiðist flutningar vona bara að þetta verði ekki faraldur Hlakka til að heyra hvernig var og sjá myndir hafðu það ljúft Elskulegur

Brynja skordal, 20.7.2008 kl. 23:09

21 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ransom Note  Ég sá þig... næstum því sko! Var að koma úr Grímsnesinu - já komin til Íslands og allt -, loksins búin að fá lappann til að virka hérna á þráðlausu.. og get farið að halda áfram að hrekkja og stríða og ..!

   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.7.2008 kl. 00:12

22 identicon

Strúturmaturskötuselur namminamminamm!!!

Vona að helgin hafi verið góð.

alva (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband