Ómæ, nú er það aldeilis komið uppá yfirborðið að ég mun ekki lenda á séns á næstunni - enda þegar komið nóg af slíku. Hef verið lagður í einelti á kynlífssviðinu og endalaust verið hrelldur af liði sem á ekkert með að vera á þvælingi í mínum buxum ..
Samkvæmt viðtengdri frétt - mun ég ekki eiga eftir að ná mér í kvonfang á meðan ég er eins og ég er, eða þannig!
Ég er of prúður og stilltur, of feiminn og of dannaður til að stinga mér til sunds þar sem ekki er leyfilegt að synda - of hæglátur til að eftir mér sé tekið í raun og veru.
Stúlkurnar taka jú bara eftir þeim sem ganga á skjön við normið - þá sem einmitt stinga sér til sunds á stöðum sem ekki er ætlast til að þeir skutli sér út í...
Skotturnar taka bara eftir strákunum sem t.d. prumpa í bílnum - og skellihlægja þegar þeir segja "OOOhhmæGooood - finnuru fýluna?" ...
Á meðan stoppa ég bílinn, hoppa afsakandi út yfir og segist hafa séð dáinn fugl á veginum - að ég ætli út til að jarða greyið - og sleppi lausu óveðri þegar ég er einn úti í náttúrunni þar sem engin mun finna ilminn nema náttúruvættirnir einir. Svo mun ég snúa aftur í bílinn án þess að þurfa að bögga farþegana eitthvað frekar.
Nei, vitið þið - ég er nú ekki alveg svona góður í mér - ég er hreinlega algert villidýr sem vert er að hafa gætur á. Ég læt stúlkurnar bera mínar byrgðir, læt þær sjá um mig eins og sannur Húsbóndi sinna kvenna!
Ég hvísla ekki heldur öskra að þeim ljúfum orðum í ástarlotum, flengi þær ef þær eru óþægar og hóta þeim látlaust með bloggopinberun ef þær hreinlega sitja/standa ekki nákvæmlega eins og mér sýnist. Þetta vilja þær, er haggi?
Guð minn góður .. hvar er millivegurinn? Hvernig á maður að átta sig á því hvernig á að haga sér svo á mann sé litið - með réttu augnráði. Hvað á maður að gera til að vera mitt á milli þess að vera Good and Bad?
Goðsögnin er samt sterk og heilmikið til í henni. Mjög margir laðast ósjálfrátt að því sem veitir ákveðna lausn endorfíns í líkamanum. Við erum svo ótrúlega mörg sem viljum spennu, hraða og unaðslegar óvæntar uppákomur. Meina, ef allt væri siglandi lygnan sjó í lífinu - hvað væri þá gaman af því? Þó að heilmargir kjósi lygnan sjó og rólegt heimilislíf með fyrirsjáanlegum maka sem varla hreyfist þó rok sé innan veggja - þá eru mun fleiri sem kjósa það sem er fullt af óvæntum uppákomum með sífelldum nýjungum og spennu. Segi kannski ekki að stúlkur kjósi til frambúðar að byggja framtíðina sína á lygnum og svikulum, ótrúum bandítta sem veit ekki hvað tryggð, ljúfmennska og heiðarleiki þýðir.
Þó stúlkur elti oftar "vonda og óþekka" stráka - þá gruna ég að það sé eingöngu í augnabliksvímuleit en ekki í framtíðarmakaleit.
Ef stúlka ætlar sér að fara í framtíðaráform - þá leitar hún að góðum, traustum, heiðarlegum og rólegum manni - manni sem hún veit að hún getur ætíð treyst á. Manni sem hún veit að verður til staðar til að hjálpa henni með barnauppeldi, heimilisverk, tekjuöflun og bara hreinlega allt sem þarf til að byggja upp kærleiksríkt og fallegt heimili - er haggi? Jú, örugglega - svo ég er ekki með miklar áhyggjur, ég geng út til frambúðar á meðan óþekki strákurinn verður í stans-lausu-lofti án fasts punkts sem hann getur ætíð verið öruggur á.
En, hvað veit ég svo sem? Eruð þið óþekkar stúlkur - á eftir óþekkum strákum? Eða eruð þið góðar stúlkur - á eftir óþekkum strákum? Eða viljið þið milliveginn? Vitið þið hvar millivegurinn er og hvernig hann virkar? Er málið kannski ekki bara traustur og heiðarlegur, ljúfur og nærgætinn - óþekkur strákur sem kann að taka áhættur og er ekki feiminn við að stíga í drullupollinn - án þess að fara nokkurn tíman alveg yfir strikið? En hvar er þá strikið - hvar viljið þið stúlkur að strikið sé?
OmæGood hvað lífið getur stundum verið flókið og furðulegt. Ætli óþekkar stúlkur séu líka svona? Ætli góðir strákar laðist ekki frekar að óþekkum stúlkum frekar en þeim góðu, bara til stundagamans .. úff! Flækjan!
![]() |
Vondu strákarnir sigra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
blekpenni
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
lehamzdr
-
skessa
-
brjann
-
jodua
-
ringarinn
-
hross
-
jogamagg
-
gurrihar
-
christinemarie
-
roslin
-
jeg
-
hneta
-
majaogco
-
madddy
-
eddabjo
-
lillagud
-
angelfish
-
skjolid
-
stebbifr
-
heidistrand
-
sigro
-
laugatun
-
ollasak
-
rasan
-
skordalsbrynja
-
antonia
-
lindalinnet
-
emm
-
svala-svala
-
kiza
-
hran
-
gellarinn
-
katlaa
-
danjensen
-
snar
-
tofulopp
-
janey
-
heidihelga
-
skattborgari
-
ellasprella
-
icekeiko
-
pollyanna
-
perlaoghvolparnir
-
bifrastarblondinan
-
storyteller
-
handtoskuserian
-
strumpurinn
-
siggathora
-
jari
-
disadora
-
egvania
-
um683
-
veland
-
sisvet
-
wonderwoman
-
brandarar
-
borgarfjardarskotta
-
jakobk
-
gudrununa
-
sp
-
must
-
jyderupdrottningin
-
hrannsa
-
einari
-
engilstina
-
manisvans
-
himmalingur
-
agny
-
almaogfreyja
-
gattin
-
dittan
-
dora61
-
draumur
-
gelin
-
lis
-
ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Við óþekku stelpurnar en samt svo góðar, erum lang skemmtilegastar og bestar. Engin nennir eiginkonu sem er eins og dula. Hvað þá að ég mundi vilja kall sem væri ekki grallari og prakkari á köflum. Of mikil helgislepja hentar mér ekki. Þú ert örugglega óþekkur, sýnist það stundum á þínum skemmtilegu færslum. Helgarkveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 14:35
Endalaust skemmtilegar vangaveltur þarna hjá þér. Sannarlega mörg sannleikskornin sem þarna leynast;)
Kv. MG
Margrét Ó. Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 14:44
Ohmæ, hvernig er þetta hægt? Held að millivegurinn sé langheillavænlegastur. Heppið er það fólk sem finnur maka sem er millimennskumaki, með lítið eitt af óþekkt og óstýrilæti í sér - en samt óendanlega mikinn heiðarleika og trúmennsku líka.
Ásdís mín; Sammála - helgislepja er alls ekki góð, smá salt og pipar er málið! Knús á þig ljúfan og eigðu líka góða helgi.
Margrét Ó; Takk fyrir snúllan mín, sannarlega leynast korn þarna sem hugsanlega er gaman að velta fyrir sér. Takk fyrir innlit og hafðu ljúfa helgi.
Takk fyrir innlitið ..
Tiger, 12.7.2008 kl. 14:54
Ég held að þú myndi seint flokkast sem bad boy amk ef maður byggir á blogginu þínu :)
Andrea, 12.7.2008 kl. 15:05
Ert þú ekki svona góður/vondur gæi? Sem sagt svona mitt á milli......
Alla vega virðist þú vera afskaplega tilfinningaríkur, samúðarfullur, stríðinn....... getur sem sagt ´att til hin ótrúlegustu uppátæki stundum, ekki satt?????
Er það ekki bara málið að maður sé ekki alveg útreiknanlegur alltaf, alla tíð??????
Hafðu það gott um helgina
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 12.7.2008 kl. 15:12
Já hvar er strikið? Og hvar er millivegurinn? Sprell og eitthvað óvænt er alltaf skemmtilegt - ætli ég sé ekki ein af þessum óþekku. Enga slepju takk fyrir og "þú mátt ráða öllu, elskan" - þoli ekki svoleiðis.
Sigrún Óskars, 12.7.2008 kl. 15:43
Ómæ segi ég nú bara. Þú ert sem sagt þessi maður sem er í útrýmingarhættu. Þið eruð orðnir svo sjaldgæfir að sennilega ertu kannski sá 3ji sem ég veit um. Ég var svo heppin að einn slíkur fann mig. Að lesa pistlana þína er hrein unun og er augljóst að þú viriðist vera þessi Mjúki maður með dass af stríðni og uppátækjum sem er það sem flestar konur vilja þó þær vilji kannski ekki viðurkenna það. Útlitsdýrkun er svo hátt skrifuð í dag að maður er gáttaður. Það er aldrei hugsað að ef hjartað er ekki á réttum stað þá virkar þetta ekki. Flottir menn eru ekki endilega góðir og öfugt. En hvað er að vera flottur ? Hvernig er ófríður maður ? Það er tegjanlegt hugtak og smekkur hvers og eins sem spilar inní.
Jú eflaust er þetta augnabliksvíma sem verið er að sækjast eftir en hverju skilar það????????
Lýsing þín " traustur og heiðarlegur, ljúfur og nærgætinn - óþekkur strákur sem kann að taka áhættur og er ekki feiminn við að stíga í drullupollinn - án þess að fara nokkurn tíman alveg yfir strikið" er sko eins og klippt úr mínum huga og eflaust fleirri kvenna.
Knús á þig öðlingur.
JEG, 12.7.2008 kl. 15:44
traustur og heiðarlegur, ljúfur og nærgætinn - óþekkur strákur sem kann að taka áhættur og er ekki feiminn við að stíga í drullupollinn - án þess að fara nokkurn tíman alveg yfir strikið
Þarna lýstirðu akkurat manni sem passar á mitt heimili, minn er passlega óþekkur hrekkjalómur, alltaf gaman í kringum hann en líka hægt að kúra á honum þegar það passar. Traustur bangsi sem aldrei bregst sinni.
Eigðu góða helgi Tiger minn flottastur
Ragnheiður , 12.7.2008 kl. 16:05
Sæll Tigercopper.
Nú lá ég í því að vera orðin of gömul annars hefði ég átt séns í þér.
Meiri vandræðin. 
Þú ert flottur og virkilega skemmtilegur gæi.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 16:15
Takk fyrir mig TíCí minn, fólkið þitt var að fara úr hlaði, við erum búin að hlæja saman og eiga yndislega stund. Það var þá hún Magga frænka mín, sem tengdi okkur saman.
Líka gaman að hitta mömmu þína, hún er hafsjór af fróðleik, og svo bróður þinn. Þetta var frábært alveg. Þú átt inni fjórfaldan knús 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 17:59
Ha ha ha ha .. riiiiiight!! Þú ert bara ljúflingur, og ég gæti sagt þér að ef ég væri ekki svona vel gift, þá myndi ég senda þyrluna mína eftir þér. Teppateipa þig við rúmið mitt, og sleppa þér aldrei lausum. ( Teppateip er sterkt, og límist báðum megin )
Ég er nefnilega " notty girl"
Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:12
Djásnið mitt, ertu ekki bara skólabókardæmi um karlmann sem feminansnarnir hafa náð að gera konfjúsd?

En ég tel að þetta sé allt saman smá hræra af þroska, húmor, kænsku og réttri tímasetningu. Við viljum alla ofantalda mannkosti en að auki viljum við að þegar réttu stundirnar renna sér inn fótskriðu þá geti trausti og góði herramaðurinn okkar orðið svo slæmur strákur að það kalli á allra handanna (m.a.) úrræði. Og eins mikið og við elskum áreiðanleika ykkar og klettfestu þá viljum við líka að þið getið verið spondant og uppátækjasamir þegar tækifæri gefast. Blíða eða ofsi, góður eða slæmur, jakkaföt eða leður; tímasetningin skiptir öllu máli!
*Zúperknús áðig, Tígrayndið mitt!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.7.2008 kl. 20:06
Konur hef aldrei skilið þær karlar eru frá jöðinni konur frá mars. Áhugavrð grein hjá þér núna.
Skattborgari, 12.7.2008 kl. 20:35
Andrea; Takk fyrir það ljúfan - sannarlega er ég nákvæmlega sá sem kemur fram í blogginu mínu - plús slatti af smáatriðum sem ég læt ekki koma fram hérna - enda bannað innan sirka 35 ára..
Ragnheiður Ása; Jú, mikið rétt hjá þér - ég er einmitt svona mitt á milli - óútreiknanlegur en samt svo öruggur og trúr - held ég.
Sigrún; Já, einmitt - strikið eða millivegurinn er eitthvað sem stundum er erfitt að finna eða átta sig á. Ég er sammála, slepjan er ekki uppi á pallborðinu yfir höfuð!
JEG; Jamm, veistu - fullkomin draumamaður - maður sem er 100% millivegurinn - er bara varla til, eða hvað - bíddu á meðan ég skoða í spegil - jú veistu - ég sá hann akkurat núna .. muhahaha! Knús á þig skottið mitt ...
Ragnheiður mín; Þinn mjúki bangsi er heppinn - hann hefur þig! Þið eruð víst bæði stálheppin sko .. gott þegar maður er í góðu sambandi!
Rósa Aðalsteins; Elskan, þú myndir aldrei flokkast undir það að vera of gömul fyrir mig eða nokkurn. Þú ert yndisleg í andanum og andinn er á öllum aldri - þú er glæsileg - komdu bara! *Daððððrrr* ...
Elsku Ásthildur mín; Var að heyra frá mínu fólki á ferðalagi - og mikið skelfing fannst þeim þú yndisleg! Enda engin furða .. þú ert stórkostleg kona! Engin getur haldið öðru fram. Knús og klemm á þig rúsínan mín!
Guðrún B; Dúllan mín, ef þú teipar mig niður í bólið þitt - þá þarft þú ekkert að senda þyrluna eftir mér - ég kem á hjólinu á ljóshraða. Wrarrrr ... og það teip sem límir báðu megin ... woff!
Helga mín; Nei, veistu - ég læt feminista ekkert rugla mig. Ég veit nákvæmlega hvar línan er - dansa stanslaust á henni og sting tánni af og til yfir hana - en er samt aldrei "vondur" strákur - bara - pínu bad! Kannski ég sendi þér og sýni ýmis verk eftir mig sem sýna hversu ólíkur moggabloggtiger ég get verið! Muhahaha .... i could surprise you!
Skattborgari; Já, undraverur þessar konur stundum - stundum geta þær gert mann alveg kolruglaðan!
Tiger, 12.7.2008 kl. 21:45
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.7.2008 kl. 23:44
Ég er ekki að leita af karlmanni, ég er búin að fá nóg fyrir lífstíð. Ég ætla að vera einsetukerling til æviloka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.7.2008 kl. 02:10
Helga mín; Ég kýs að koma þér bara á óvart ef ég á einhvern tíman eftir að ná í skottið á þér - life and kicking you will be then ... *glott&knús&kreist*.
Jóna mín; Skil þig vel - við getum stundum verið óalandi - og óferjandi, ekkert skrítið þó konur fái stundum nóg af okkur. Jújú, líklega er þetta gagnvirkt líka .. eða hvað - þið fáið nóg af okkur - en við fáum aldrei nóg af ykkur!!!
Tiger, 13.7.2008 kl. 02:58
Iss ég mundi aldrei endast með einhverri dulu....
Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.