Ætli bændur hafi verið orðnir þreyttir á mér og mínum ísbjörnum um helgina? Sá ég ísbjörn, geit eða rollu - eða er ég bara asni?

Bears_FailOk, ég er kominn aftur á malbikið - í tölvusamband og er byrjaður að anda að mér rykinu og drullunni sem þyrlast uppaf götum höfuðborgarsvæðisins. Mikið saknaði ég erilsins og æsingsins í umferðinni ----> NOT.

Ég sá og gerði helling um helgina, en sá enga ísbirni þó ég leitaði og leitaði - og hljóp af stað í felur í hvert sinn sem ég sá hvíta rollu langt frá eða óð inn á sveitabæi til að vara bændur við þegar ég sá hvíta hesta eða geitur - sagði þeim að ég hafi séð ísbjörn og sýndi þeim hálf blörraðar myndir því til sönnunar. Myndirnar voru hins vegar bara af mér með öngul í bossanum .. eða þannig!

Nú er ég sem sagt kominn aftur - en verð ekki með myndir og almennilegheit fyrr en í kvöld.

Verð með lítinn 9mánaða gutta hjá mér í nótt sem mun sofa vært á meðan ég hamast smá stund hérna á blogginu. Hann verður svo hjá mér þar til seint annaðkvöld, en foreldrarnir eru að vinna bæði á morgun og allir aðrir einhvern veginn í ferðalögum eða í vinnu svo ég náttúrulega gef mér tíma til að taka við snúðinum, bara verst að hann er ekki allur út í kanel.

Allavega - set örugglega inn einhverjar myndir í kvöld - kannski önglamyndir eða veiðimyndir, en maður á eftir að setja þær allar inn í tölvuna og skoða hversu kjánalegur maður er á þeim - og kannski velja þær sem maður þarf ekki að skammast sín fyrir og setja þær hérna inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Takk Helga mín .. ég set inn einhverjar myndir í kvöld - en á eftir að taka þær vandræðalegustu út því ekki vil ég vera mér til skammar - aftur. Eigðu ljúfan dag Helga mín ...

Tiger, 7.7.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Tiger

Hahaha .. veistu Anna - það er virkilega mikið til í því hjá þér að umferðarerillinn og öll læti miðbæjarinns - eltu mig um allt austurlandið um helgina. Fyllerí, öskur - framúrtaka og kappakstur - slagsmál og meira fyllerí ... jamm þetta elti mig um allt.

Svo í þokkabót - eins og þú segir - þá var halarófan í þynnku og iðrun - á leiðinni í bæinn aftur en þá datt á hið dásamlegasta logn í sveitinni í staðinn.

Svo satt - er það ekki villandi þegar maður kastar gæru á nágranna sína - taka mynd - og hrópa ísbjörn - jújú auðvitað. Knús á þig ljúfust, eigðu ljúfan dag og takk fyrir innlitið..

Tiger, 7.7.2008 kl. 16:52

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

velkomin heimhafdu gaman med litla gutta, hlakka til ad sjá myndir frá ferdinni

knus og kram til thin.

María Guðmundsdóttir, 7.7.2008 kl. 17:17

4 identicon

Sæll Kappi.

Það er alltaf upphefð að gæta ungra barna.

Því fylgir alltaf einhvers konar andleg upphefð. Gangi þér vel,Tiger of the Tigers!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 17:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hlakka til að fá myndir hjá þér, þær eru ætíð svo dularfullar,
hafðu það gott með litla frænda.
Knús knús Tiger míó míó
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2008 kl. 17:43

6 Smámynd: M

M, 7.7.2008 kl. 17:45

7 identicon

Velkominn heim snúðurinn minn, þú ert nú meiri kallinn, ég sé þig alveg fyrir mér í heljarvandræðum að reyna að losa öngul úr rassi.. hehe he he he ... En þú hlýtur að vera algjör barnagæla að nenna að vera að passa kríli á öllum stundum.

Það segir mér að þú sért góur mavur.

Knús í klessu.. bæði færeyskt og íslenskt .. þú mátt ráða hvort þu færð fyrst.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 18:51

8 Smámynd: Hulla Dan

Velkominn heim aftur,

Njóttu kvöldsins og mundu að poppa. Það fylgir bara þegar maður er að passa.

Hulla Dan, 7.7.2008 kl. 18:59

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bíð ennþá eftir myndinni, af önglinum....

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 19:10

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott í kvöld með litla barninu.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2008 kl. 19:14

11 Smámynd: Angelfish

hæ essskan. Knúsaðu snúðinn frá mér

Hlakka til að skoða myndirnar

Angelfish, 7.7.2008 kl. 20:06

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe ljúfastur minn, hvað sástu marga ísbirni, rollur, hesta, gæsir, kýr, geitur, snigla, kanínur  sniglarnir voru djók  Knús á þig barnakarlinn góði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:01

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sástu nokkuð hlaupandi naut?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 21:16

14 identicon

...eða hvítt kúlutjald...

alva (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 21:43

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Velkominn heim og vonandi gengur pössunin áfallalaust hjá þér.

Helga Magnúsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:53

16 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

th_HugsandKissesLittleAngel

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:39

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef aldrei fest öngulinn í eigin rassi bara annars.  Svo í girðingu, í tré og ýmsum öðrum hlutum.  Ég hlakka til þess að sjá myndir.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:35

18 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Velkominn til byggða. Það var þetta með öngulinn .......

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:41

19 Smámynd: Brynja skordal

Velkomin heim úr góða sveitaloftinu það er best hlakka til að sjá myndir og hafðu ljúfa stundir með litla næturgestinum góða nótt minn kæri

Brynja skordal, 8.7.2008 kl. 01:43

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

animated tiger Stundum er bara svo miklu betra að segja svo miklu minna..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.7.2008 kl. 02:24

21 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vonandi gekk vel með litla guttan, býð spennt eftir önglamyndum

Huld S. Ringsted, 8.7.2008 kl. 08:14

22 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Alltaf jafn skemmtilegt ad lesa bloggid titt minn kæri.Vonandi gekk vel med litla snádann svo bídur madur bara eftir myndum..KNús á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 8.7.2008 kl. 09:26

23 Smámynd: egvania

Falleg síða og myndirnar þínar frábærar takk fyrir

egvania, 8.7.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband