Ætli Björk hafi nokkurn tíman komið við mold - hvað þá stungið niður strákorni? Er hún græn í gegn - eða bara að nafninu til? Safe the Gras, smoke chicken.

Já, allt í lagi - vegna fjölda áskoranna ákvað ég að setja hérna inn nokkrar myndir sem sýna ákveðið verk "Grænna fingra" - eða þannig! Þó ég hafi alist upp í stórum og fallegum blómagarði - þá var garðurinn að mestu verk móður minnar. Ég stend frekar yfir pottum og elda góðan mat - en að stinga skóflu í mold og gróðursetja blóm og fleira.

Hér er þó minn svo til fyrsti blómagarður (blómabeð). Þetta er alls ekki heill og stór gaður sem ég er búinn að vera að eiga við - bara stórt beð sem ég ákvað að þyrfti upplyftingu. Svo er það bara spurning um hvort var betra - grasið eða verðandi blómahaf.

Upphafið er náttúrulega að stinga upp allt grasið, rífa upp grasþökur sem voru bara ljótar í raun og veru.

Blómabeð2 Blómabeð3

Í raun og veru heilmikil vinna við það að hólfa niður grasblett og stinga niður - og svo fara með skófluna undir hverja þöku fyrir sig til að losa hana frá jarðveginum.

Því næst var að fá mold til að bæta við það litla sem var undir þökunum. Ákvað að fá mold blandaða í sand vegna þess að ég ákvað að vera með mikið af blómum og jurtum sem finna má uppi í heiði, t.d. Hvönn, geldingahnappinn, blóðberg og miklu fleiri fallegar tegundir sem lifa mikið til í grjóti og sandi ..

Blómabeð4 Blómabeð5

Þá er að fara í margar fjöruferðir til að ná í sjóbarið grjót til að setja "utanum" blómagarðinn (beðið). Einnig náði ég mér í grófa möl til að setja fast upp við húsið til að fá ekki moldarslettur alltaf á húsið þegar rignir.

Blómabeð6 Blómabeð8

Nú, svo voru það fjallaferðir og ferðir uppí heiði - og ferðir í garð systur minnar til að næla sér í skrúðgarðajurtirnar. Það er heilmikið hægt að finna á heiðinni - sem og bara í garði fjölskyldunnar - sem hægt er að nýta, svo ekki þarf að vera mikill kostnaður í því að gera svona smá garð.

Blómabeð99 Blómabeð999 Blómabeð999999

Svo er að fara fleiri ferðir í fjörur í leit af stærra grjóti til að dreifa á meðal blómanna, bæði sem hálfgert skraut og sem smá skjól fyrir veðri og vindum.

Blómabeð9999 Blómabeð999999

Eins og ég sagði þá er ég alls ekki neinn snillingur í svona löguðu - en læt oft eftir mér að ráðast á "garðinn" þar sem ég hef ekki áður stigið niður fingri. Mesti kostnaðurinn í þessi læti felst í bensínkaupum vegna tíðra ferða í fjöru og uppá heiðar - sem kemur ekki á óvart þegar hugsað er til stöðu mála í bensínmálum nú orðið.

Garðurinn/beðið er langt frá því að vera fullbúinn. Á morgun fæ ég nokkra stóra "stuðlasteina" sem eiga að mynda smá blómakórónu í miðju beðinu. Svo mun verða lína af trjám í annan endann á beðinu til að loka þar af. Svo mun í beðinu verða dálítill grjóthóll með sand og mold í - en þar verða t.d. blóðberg og geldingahnappur um allt. Svo eins og þið sjáið hérna - þá er garðurinn bara rétt að byrja að myndast. Mun örugglega taka mynd af honum þegar ég er sáttur - og svo auðvitað næsta vor þegar allar jurtirnar koma upp sterkar og fallegar, en margar þeirra fengu vægt sjokk við að vera stungnar upp í heiði svona seint. Ræturnar eru þó sterkar og góðar.

En, svona undir lokin - ein mynd af blómaálfinum með lítinn blómaálf í fanginu. Litli blómaálfurinn í fanginu er pabbi litla guttans úr síðustu færzlu. Sem sagt - mynd tekin fyrir sirka 24 - 25 árum. Úff hvað maður var nú myndó í gamla daga sko, hvert fer eiginlega myndóið þegar mar verður gamall kaddlur ...?

gamli refurinn

Langaði til að biðja ykkur að lokum um að kíkja á síðu sem Karitas - 9 ára frænka mín - er með, en það er blogg. Það er verið að kjósa skemmtilegasta bloggarann þar en hún er ein af fimm efstu á þeim bloggstað. Persónulega finnst mér hún vera með skemmtilegasta bloggið þar, ekki afþví hún er frænka mín heldur vegna þess að hún er svo einlæg og góð - hún er með skemmtilegt blogg.

Ef þið skellið ykkur - heimta ég auðvitað að þið kjósið hana fyrir mig. Farið inn á þennan tengil sem ég læt fyrir neðan; finnið "kjósa" (skoðanakönnun/kjósa) og þar kjósið þið. Allt á sömu síðu og ekkert flakk eða flækja.

Hér er tengillinn; Karitas-bestaa.blogcentral.is ... endilega kíkið og metið hvort ykkur finnst hún eiga það skilið að verða kosin heit eða geit. Knús á ykkur skottin mín ...


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Líst vel á beðið....og Karítas fær atkvæði

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú ert náttúrulega alltaf jafn óþolandi duglegur!  Ég á garð, vantar græna fingur, konudýrið hótar í sífellu án samfellu að helluleggja allan hringínn í kring um húsið.

Ég þarf greinilega að tæla þig til mín einhvernvegin bráðlega með einhverjum ráðum, hjálpar ef að ég myndi elda ofan í þig, svona til tilbreytíngar ?

Ég kauz frænkuna, sgo !

Steingrímur Helgason, 29.6.2008 kl. 01:26

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta blómabeð í mótun lítur bara vel út.  Geldingarhnappur er eitt af mínum uppáhaldsblómum, mér finnst hann svo flottur.  Það er hægt að finna allskonar villtar plöntur uppi á Valhúsahæð, þar eru Geldingarhnappur, Lyfjagras, Umfeðmingur, Krækiber, Hvítmaðra og Gulmaðra og margar aðrar flottar fjölærar plöntur.   Svo fór ég á síðuna hjá frænku þinni og kaus ég hana

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2008 kl. 01:36

4 identicon

Flott kennsla en fyrirsögnin eitthvað útúr kortinu. Afhverju ætti Björk ekki að hafa komið við mold ? Og ef svo væri hvað kemur það málinu við ?

tónleikagestur og nýr aðdáandi Bjarkar (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 01:39

5 Smámynd: Tiger

 Ómæómæ ...

Hólmdís mín; Þakka þér kærlega, vona að þú eigir ljúfan sunnudag.

Steini minn; Essgu dúlludúskurinn minn - leiðin að mér er auðvitað í gegnum magann - kokkaðu bara - þá mæti ég og hjálpa konudýrinu að helluleggja garðinn í kringum húsið þitt!! Eða kannski ég hjálpi henni að koma þér í samfellu .. Hux! Luv ya kanelsnúðurinn minn ...

Jóna mín; Sammála því að þessar jurtir eruð bara flottar og þær eru líka svo duglegar og harðgerðar. Ætla einmitt að reyna að hafa eingöngu fjölærar plöntur í þessum litla garði. Þakka Jóna mín fyrir kosninguna ...

Tiger, 29.6.2008 kl. 01:44

6 Smámynd: Tiger

 Hahaha ... tónleikagestur og nýr aðdáandi Bjarkar.

Sko, fyrirsögnin tengist beint í blómabeðið mitt - og svo beint þaðan í neðstu línuna sem er tónleikatenging við Björkina óðu ...

Fyrirsögnin er bara mín pæling - ætli svona stjarna hafi nokkurn tíman komið við mold - eins mikið og hún berst fyrir henni ... eigðu ljúfa nótt og góðan sunnudag..

Tiger, 29.6.2008 kl. 01:57

7 identicon

jú, jú, hún Björk er mikið náttúrubarn :) En hva!! Má nú ekkert djókavoðalegar árásir eru þetta hérna á þig...Æðislegt beðið þitt, sniðugt að nota svona ekta íslenskar, harðgerar jurtir, þær eru svo fallegar og einhvernvegin á undanhaldi, hafa ekki verið í tísku og fólk "trítað" þær sem illgresi oft, því miður :( Ég er t.d með skessujurt, púrrulauk og graslauk og ránfang hérna, þú verður að fá þér ránfang það er svo góð lyktin af því:) ekta íslenskt.  Ég ætla að stela útgáfunni þinni og fara niður í fjöru og ná mér í grjót og setja meðfram beðunum  og í þau en hvernig ætli sé þá að slá meðfram...hmmmm...kannski þarf maður að fara á hnén og reyta, ekki spennandi...

en eitt fyndið, einu sinni ferðaðist ég með með 40 kg grjót frá Noregi til Íslands...fann það í fjöru í Harðangursfirði og féll fyrir því...það er í garði á Miklubraut 9 Rvk. þar sem ég keypti fyrstu íbúðina mína 25 ára...það var fyndið að sjá upplitið á flugvallarstarfsmönnunum þegar þeir urðu uppvísir að grjótinu í stórum poka...hahaha...

En líkir feðgarnir í útliti, þeir eru allavega eiginlega alveg eins, þegar þeir eru litlir.

Hafðu góða helgi TC.  Bestu kveðjur úr kulda og roki fyrir norðan.

alva (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 02:28

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

rosalega list mér vel á bedid hjá thér. svona ekta islenskt blómabed ,enda hvad er fallegra  suddalegur myndarskapur i thér bara 

en Karítas fékk audvitad atkvædid mitt eigdu gódan dag og knus og krammar til thin

María Guðmundsdóttir, 29.6.2008 kl. 04:40

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

VTakk fyrir myndirnar, verulega góð byrjun og svakalegur dugnaðurSætir litlu strákarnir á myndinni og þó ég hafi aldrei séð þig, þá get ég ekki ímyndað mér að þú sért neitt svo voðalega ljótur, alla vega ekki að innan og það skiptir langmestu máli

Jónína Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 08:19

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Pé ess: Og auðvitað kaus ég Karítas

Jónína Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 08:20

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Beðið er bara flott ég hlakka til að sjá myndir næsta sumar þá verður það komið í góðan vöxt. Þú ert snillingur, en ekki villingur, litla ljósið mitt segir svona.

Karítas er upprennandi, þegar mjög góð og ég er þegar búin að kjósa
                          Knús knús Tiger míó míó
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 09:48

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Beðið lofar góðu, mér líst vel á svona náttúrulegat beð.  Kannski Björk kíki á þetta hjá þér þegar aðdáandinn hennar er búin að benda henni á þig sem framtíðar náttúruhönnuðar.  Mér líkar náttúran vel, bæði í sínu eðlilega umhverfi og svo heima   þú ert bara skemmtilegur 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 10:32

13 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

flott blómabeð :) kvitt kvitt knús og klemm

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 29.6.2008 kl. 12:43

14 Smámynd: Sigrún Óskars

frænkan fékk mitt atkvæði - flott blogg hjá henni - hefur fengið broskalla hjá frænda sínum.

Blómabeðið er flott hjá þér tc, held bara að þú hafir græna fingur. Grjótið gerir líka svo mikið, ég elska grjót. Passaðu bara Hvönnina, hún stækkar svo rosalega. Sendi þér sunnudags-blóma-knús

Sigrún Óskars, 29.6.2008 kl. 13:29

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér þykir þú duglegur! vildi óska þess að ég hefði svona "græna" fingur en mínir fingur eru bestir í að dúlla við kroppa ekki blómabeð

Ég gat ekki kosið, kosningin hlýtur að vera búin. Knús á þig blómaálfur

Huld S. Ringsted, 29.6.2008 kl. 20:11

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skemmtileg myndin af þér ,,in the old days" .. Yndislegur húsbúnaður líka og veggfóður. Veit lítið um Björk, en undirrituð fór út í garð í morgun berfætt á náttslopp til að bjóða blómunum góðan daginn .. geri það á hverjum morgni. Sá þá að þau voru býsna þurr og byrjaði að vökva, síðan mundi ég eftir blómum sem við höfðum tekið afleggjara af úr öðrum garði og ég hljóp og sótti þau og fór að gróðursetja, ennþá á náttsloppnum...veit ekki hvað nágrannarnir hafa haldið.. ég gjörsamlega gleymdi mér alveg þetta var svo gaman og kom svo hóstandi inn, því það var frekar kalt í morgun og með mold upp á olnboga!  ... Við Björk erum sko náttúrubörn enda eigum við sama afmælisdag..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.6.2008 kl. 23:46

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég held að þú sért að reyna að toppa Björk sem er algjört náttúrubarn, að eðlisfari. - Mér sýnist þú hafa þetta náttúrueðli í þér líka. - svo útkoman hjá þér getur ekki orðið annað en falleg. -  Eins og hjá Björk. -

Eins og myndirnar þínar bera með sér,  lætur þér vel að, hlú að, og rækta, hvort heldur er lítill frændgarður eða þinn eigin garður.  - Þú virðist leggja mikla alúð og natni í ræktina. -  Og ef að allir fetuðu í fótspor þín og byrjuðu á að rækta garðinn sinn, af jafnmikilli alúð, ást,  og umhyggju eins og þú gerir. -  Þá horfi ég björtum augum til framtíðar lands okkar og þjóðar.  Megi sem flestir taka þig og Björk sér til fyrirmyndar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2008 kl. 00:34

18 Smámynd: Anna Guðný

Mikið svakalega er þetta flott blómabeð hjá þér. Á örugglega eftir að stela hugmynd frá þér. Reyndi líka að kjósa frænku þína en gekk ekki. Segi sama og Huld.

Þetta með Björk og náttúruna. Spurning hvort sá sem fann upp á nýyrðinu kaffihúsanáttúruverndarsinni hérna um daginn hafi verið með hana í huga.

Anna Guðný , 30.6.2008 kl. 00:45

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

budding rose   Daðurd-rós frá daðurdrósinni þinni ísl-ensku! *Knúz&Kélikozz*

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.6.2008 kl. 01:48

20 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

ja hérna mikið er þetta nú nett beð....Ég er allavega komin með mission....það er að finna mér heimili með risagarði í vangefinni órækt...smelli á grillið einhverju gómsætu...versla gúmmíhanska, og hringi svo í þig.... þá get ég setið út á stól og horft á þig beran í garðinum í rauðum gúmmíhönskum að vesensast heheeh helvíti mikil snilld bara ;9 HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ GRILLA HEHEHEHEHEH ÞÚ ERT ALVEG FRÁBÆR....;) HELGA ætlar að sitja með mér held ég og skoða vinnubrögðin.....

Halla Vilbergsdóttir, 30.6.2008 kl. 02:58

21 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Vá flott hjá þér beðið og mjög sniðugt að fara í fjöruna og í náttúruna að ná í eitthvað fallegt fyrir blómabeðið...

Kveðja inn í daginn. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.6.2008 kl. 09:27

22 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Líst vel á beðið!   Búin að gefa atkvæði

Hafðu það gott í garðinum

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 30.6.2008 kl. 09:31

23 Smámynd: Ragnheiður

Flott beð ! er nokkuð of seint að kjósa ?

Ragnheiður , 30.6.2008 kl. 12:28

24 Smámynd: JEG

Flott beð hjá þér sæti.

En ég vara þig við ......þú átt eftir að sjá eftir að setja Hvönn í garðinn þinn.

Sú sem bjó hér  á undan mér var svo heilluð af þessum fjanda og flutti eina plöntu í garðinn og ´svo fék þetta að vera í friði. Þegar ég kom voru 3 -5 plöntur. En síðustu 4 ár er ég búin að vera að glíma við að drepa þennan fjanda en þetta fer um allt. Verra en arfi svei mér þá. Algert ILLGRESI. Hélt að mér hefði tekist að drepa allt í fyrra en nei takk það er að kíkja upp núna nokkur kvikindi svo að nú verður farið að úða eitri einu sinni enn.

Já vá kallinn flottur ( en er hann ekki enn flottur?)

Knús og klemm á þig sæti og vona að þú eigir notalega viku.

JEG, 30.6.2008 kl. 13:20

25 Smámynd: Tiger

  Þið eruð hreint út dásamleg sko ..

Ég verð á ferðinni í kvöld og klára að lesa ykkur og hamast í kommendakerfinu ykkar allra sem hafið verið að kvitta hjá mér í þessari færslu og þeirri sem er á undan þessari, sem og þeirri sem er núna nýjust.

Finnst óendalega gaman að sjá spor svo ég megi sjá hver var á ferðinni og geta þakkað í því sama, því ég er hættur að skrifa bara hingað og þangað - skrifa núna bara á þá sem láta sjá sig hjá mér ... knús á línuna og þakkir.

Tiger, 30.6.2008 kl. 13:41

26 Smámynd: Anna Guðný

Gat kosið hana frænku þína áðan. Og mikið svakalega er flottur brandari á forsíðunni hjá henni.

Anna Guðný , 1.7.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband