Eru Jón & Gunna úti í bæ bara aular? Því notar "Bílstjórinn á götunni" ekki tækifærið og kvartar auman þegar myndavélarnar beinast að þeim? Erum við aular fyrir framan fréttamenn?

Þegar maður sér fréttir eins og þessa - þá er maður alls ekki hissa þó olíufurstarnir á Íslandi glotti og haldi áfram að hækka verð á Olíu. Þar sem "bílstjórinn á götunni" hagar sér líkt og þeir sem hér er um að ræða - þá virðist bara ekkert vera að, það finnur enginn fyrir þessu og það nennir engin að gera neitt - nema halda áfram að kaupa olíuna dýrum dómi.

saudiprincesMann undrar ekki lengur yfir því að stóru karlarnir á landinu séu hæst ánægðir með sitt, hækkandi olíuna aftur og aftur - því engin gerir neitt í raun og veru. Uppistaðan í þeim litla hóp sem var rætt við í þessari frétt bara yppir öxlum og brosir.

Það virðist engin pæla neitt í þessum hækkunum í raun og veru, nema á blogginu eða í skoðanakönnunum - en þegar myndavélarnar eru á fólki - þá bara brosir það og gerir grín - eða yppir öxlum og segist ekkert finna fyrir þessu.

 

Hvernig sem fer - þá vonar maður alltaf að eitthvað fari nú að gerast - að einhverjir fari nú að taka sig til og mótmæla eða segja stopp. En það gerir enginn neitt - nema þá eitthvað sem leiðir ekki til neins nema vandamála fyrir okkur sjálf. Mér hugnast engan veginn ólöglegar aðgerðir og fíflagangur í umferðinni, slíkt er bara til minnkunar og þarf ekki að horfa lengra en á Sturlu og Co til að sjá trúðaganginn sem af slíku hlaust.

 carsex

Sko, bílunum fjölgar stöðugt (sjá mynd) og við virðumst ekki geta án þeirra verið - en ef við hugsum okkur um þá er ekki mikið mál að taka þátt í að mótmæla án hamagangs. T.d. á heimilum þar sem allir eru með bíla - þar er hægt að sameinast á bíl og leggja öðrum bílum dag og dag.

Það er engin að segja að það þurfi að selja eða hætta að nota bíla - bara sameinast um þá af og til - eða meira en gert hefur verið. Ef landinn tæki sig allur til og gerði t.d. bara þetta - þá myndi það valda miklu minni bensín/olíusölu. Nú svo er hægt að nýta strætó eða bara hjóla eða ganga meira. Það þarf ekki að hætta alveg að nota bílana, bara gera þetta t.d. annan hvern dag eða þó ekki væri nema einn eða tvo daga í viku.

recoveredcar

 

Málið er bara að taka sig saman - og drattast til að gera eitthvað en ekki bara hrista hausinn og halda áfram að nota 3 bíla á heimili, hver með sinn bíl - í stað þess að nýta einn saman. Auðvitað er stundum ekki hægt að samnýta bíla og sumum hentar ekki slíkt ef vinna eða börn stangast á, en hvernig væri að skoða málin og athuga það - frekar en að bara halda áfram að kaupa og kaupa rándýrt bensín á alla bílana.

Vinnufélagar gætu pikkað hvern annan upp til skiptis og sameinast þannig um að ekki séu hver á sínum bíl heldur kannski 4 saman í bíl - í stað fjögurra bíla. Skólafélagar gætu þetta líka t.d.

fastcar

Já, það eru til fulltaf aðferðum til að spara og hætta að kaupa bensín - og það er það eina rétta því um leið og bensínkaup minnka þá fara stóru furstarnir að finna fyrir þessu. Eina leiðin til að fá þessi mál til að hreyfast er í gegnum peningakassa olíufurstanna!

Ef innkoman hjá þeim minnkar þá fyrst taka þeir eitthvað eftir því að Jón og Gunna úti í bæ eru óánægð og eru að mótmæla háu bensínverði. Ef við bara tökum okkur á og í sameiningu gerum eitthvað af fullum hug - og hættum að vola hvert í sínu horni, þá fyrst gæti eitthvað farið í gang. En, næsta víst er að það gerist ekkert þegar fólk af götunni lætur sjá sig í viðtölum við fréttastofur eins og í meðfylgjandi frétt hérna. Þegar fólk bara yppir öxlum og brosir áhyggjulaust - og segist ekkert finna fyrir þessu eða að því sé svo sem bara sama, maður breytir engu með væli og heldur bara áfram að kaupa dýrt bensín.

taxi-cab

Takið ykkur nú til, hvert og eitt - hættið að glotta og horfa undan. Skoðið bílamál heimilisins strax á morgun og athugið hvort þið getið gert eitthvað til að minnka bíla/bensín notkun heimilisins í heild. Athugið hvort það sé ekki einhver leið á ykkar heimili eða vinnustað svo minnka megi bensín eða olíukaup.

Það má finna ótrúlega margar leiðir ef maður bara spáir í hlutina og raunverulega hugsar í stað þess að halda að "það skiptir engu þó ég geri eitt eða annað". Það telur allt. Allir sem t.d. hætta að kaupa bensín í einn dag yfir vikuna - hjálpa til og saman gerir þetta mikið.

Munið bara að því meira sem við getum sameinað okkur í bílanotkun eða bara hjólað eða hvað sem er - því öruggara er að það komi við stóru feitu budduna sem Olíufurstinn á Íslandi á. Um leið og hann fynnur pyngjuna léttast þá fyrst fer hann að taka eftir málunum og þá fyrst er möguleiki á að einhver bolti fari að rúlla. Trúðaháttur í umferðinni gerir ekkert - það þarf að vaða í verk sem hrista toppana sjálfa beint og hvað er þeim meira virði en þung og feit peningabudda?

  Farinn að skoða eitthvað af ykkur ljúfu bloggvinir sem hafið verið á ferðinni í síðustu færslum hjá mér. Knús í loftið og hafið ljúfa nótt öll sem eitt.


mbl.is Bensínhækkanir hafa áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr   Ég spara bensín á hverjum degi, bíllinn minn eyðir eins og saumavél.  Þegar við erum 5 í bílnum drífur hann varla upp brekkur.  Ég verð vinnu minnar vegna, að fara á bílnum í vinnuna og heim, en það eru bara rúmir 8 km. á dag, svo spara ég bensín með því að fara bara í bæinn einu sinni í viku, til þess að útrétta.  Þá geri ég allt í einni ferð   Ein sparsöm

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2008 kl. 02:35

2 Smámynd: Tiger

 Já Jóna, það er gott að reyna að gera sem flest í einni ferð - og hreinlega bara leggja bílnum þar á milli. En auðvitað verður maður að stunda vinnuna. Heillavænlegast væri ef hægt er að sameinast um bíl á milli vinnufélaga en það getur auðvitað líka verið erfitt - en allt má skoða.

 Alveg satt Ester, þú getur nú varla skorið meira niður - nema fara á hjólaskauta eða jamm Vespast um allt. Sjálfur er ég farinn að labba miklu meira og samnýti bíla með fjölskyldu eða vinum. Það er ekki eins mikið mál í raun og veru þegar maður byrjar.

Tiger, 11.6.2008 kl. 03:15

3 Smámynd: Tiger

 Vel ódýrt og bara skemmtilegt að vera á hjólaskautum/línuskautum - var alltaf á þeim hér áður fyrr og ekkert nema gaman af því. Reyndar er umferðin orðin nokkuð meiri en í þá daga. Þegar maður byrjar þá getur maður ekki hætt sko ... *flaut*.

Tiger, 11.6.2008 kl. 04:18

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thetta er svo mikid rétt hjá thér..sem og oftast thessir furstar finna nú eflaust fyrir thvi ef bílanotkun snarminnkar , og likurnar á betra verdi thvi betri. Fólk heima er alltof hád bilum og ad hver fjølskylda sé á tveimur til thremur bilum er nottlega útí høtt. Flottar hugmyndir hjá thér og fleiri ættu ad taka thig til fyrirmyndar thar á medal ég nota minn eigin bil alltof mikid og gæti alveg hjólad meira,tala nú ekki um verandi i danmørku eigdu gódan dag og knus til thin

María Guðmundsdóttir, 11.6.2008 kl. 06:05

5 Smámynd: Hulla Dan

Danir (þeir sem ég þekki) spara sína bíla ótrúlega mikið. Hjóla og einmitt keyra saman í vinnu og skóla.

Við á þessu heimili notum bílinn viðurstyggilega mikið . Maðurinn keyrir reyndar saman með vinnufélaga sínum í vinnuna, en ég er tilneydd að nota bílinn til að keyra strákana í skólann og ná í þá og keyra í íþróttir og ná í þá þangað. Búum upp í sveit og engin strætó hérna. Vildi óska að ég gæti minnkað notkunina en það er ekki smuga  og ekki er bensínið ódýrara hérna.

Eigðu góðan dag.

Hulla Dan, 11.6.2008 kl. 06:33

6 Smámynd: Tína

Sammála ræðumanni.

Eitt af því sem heillar mig við Danmörk er hjólamenningin. Munurinn er auðvitað sá að mikið hefur verið lagt í að gera hjólreiðamönnum þar lífið sem allra léttbærast og þar eru meira að segja sér umferðarljós fyrir hjólreiðamenn (já og svo er landið tiltölulega flatt). Þetta finnst mér alveg vanta hérna. Unglingar í dag skammast sín t.d mörg hver fyrir að láta sjá sig á reiðhjóli, eins og það sé eitthvað hallræðislegt. En maður er farin að sjá fleiri og fleiri fullorðna hjóla, þannig að kannski breytist viðhorf unglingana í framhaldinu.

Einnig vona ég að vespurnar nái að festa sig í sessi. En ekki er ýkja langt síðan að það var bara flissað ef sást til einhvers á svoleiðis apparatti. En það er vonandi að breytast.

Kram, kreist og knús TC í allan dag.

Tína, 11.6.2008 kl. 08:13

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Bensínsparnaðurinn kom sjálfkrafa hjá mér þar sem ég réð mig í svo mikla vinnu að ég hef ekki tíma til annars en að fara til og frá vinnu.

En djö.... hafi það ég hef verið bensínlaus 2x síðast liðna 10 daga...þúsundkallinn dugir bara í nokkrar mínótur

Solla Guðjóns, 11.6.2008 kl. 09:33

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Læt kallinn keyra mig í vinnuna núna, spara ,,mitt" bensín!  .. Verst að þá mæti ég alltaf of seint! Svakalega hefur þú náð að smala saman skemmtilegum myndum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.6.2008 kl. 09:38

9 Smámynd: JEG

JÆJA já strætó er jú bara borgarbíll. Hér í sveitinni er bara ekki hægt að labba allt svo að það verður að nota bílinn en við erum líka búina að nánast leggja eyðsluseggnum. Eini gallinn við það er að það er 7 manna bíll og hentugur fyrir mig þegar ég fer eitthvað en fólksbíllinn er jú fínn en bara 5 manna. Þannig að ég stend í stappi við kallinn ef ég þarf eða vil far eitthvað lengra því að rútan eyðir um 11 L (miðað við sumar og logn) á meðan fólksbíllinn er með 6.5 L þannig að ég verð oft að láta í mynni pokann en það er bara ekki alltaf hægt þegar maður er með fullt af fólki eins og t.d. förum við alltaf 2 saman í Bónus og við erum með 5 börn sem þurfa að komast líka í bílinn.

Eini ljósi punkturinn er að kallinn vinnur á N1 svo að við fáum mestan mögulegan afsláttinn sem hægt er á bensíni og olíu. Já enn meir heldur en bóndinn fær sko.

Knús á þig sæti. 

JEG, 11.6.2008 kl. 11:23

10 Smámynd: Ragnheiður

Fínn pistill hjá þér Tiger minn, honum þyrfti að dreifa um allt bara

Ragnheiður , 11.6.2008 kl. 14:22

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill Tící, sem betur fer bý ég þar sem allt er nærri því í göngufæri

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 17:21

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:01

13 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

'uffff ég fer nú bara að nota rútuna sko...Bý í vogunum með barn á leikskóla í grindavík og að fara að vinna í reykjaví...;( shit og á subaru legacy.................ég ætla ekki að hugsa um hvað á eftir að fara mikill aur í bensín oj...;) en knús á þig samt og allt verður þetta nú bara frábært ;) hehe

Halla Vilbergsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:09

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þannig að ég á að hætta að brúka F-50 eða 'HitlersWagninn' til þess að mæta til minna viðskiptavina eftir fimm daga hjólatúr á mínu TREK fjallahjóli í neyðarútkall & rukka meira fyrir heldur en fastann aksturskostnað ?

Mér hugnazt hugztrympið!

Staða fjármálastjóra er þín, gæðastjórann tekur þú að þér aukreitis frítt, þegar kúnninn fer að kvarta.

Vantar smörrebröd á Sunnudag,,

'Pic yer choise..'

Steingrímur Helgason, 12.6.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband