29.5.2008 | 01:01
Myndaflipp er betra en syndaflipp - but hey - syndaflipp er betra þegar það er ekki myndaflipp í kringum það! Ekki satt?
Hér neðst er mynd af móður minni - en fyrst eru myndir af bræðrum mínum, teknar fyrir all löngu sko - enda eru þetta stóru bræður mínir sem gerir þá eitthvað yfir fertugt núna - segi ekkert hve mikið yfir fertugt samt ..
Þeir voru alveg ljóshærðir - misjafnlega ljóshærðir - eftir aldursskeiðum, en alltaf ljósir og eru ennþá ljóshærðir (en ég alltaf dökkur þó ég hafi byrjað örlítið ljóshærður sem barn).
Sem börn voru þeir með ljósgullna lokka, alveg ótrúlega miklar rúsínur með gullna lokka sem rakarinn ætlaði yfirleitt aldrei að tíma að klippa þegar móðir okkar fór með þá til að láta skera hár og hala. Þeir eru - eins og sjá má - tvíburar og það vel eineggja - sem oft var fyndið að fylgjast með þarna í gamla daga.
Háralitur og augnabrýr héldu ljósa litnum alla barnsæskuna og gerir ennþá. Alltaf svo ljósir og bjartir - og svo mikil gull að hjarta að það hálfa hefði verið alveg nóg. Ennþá eru þeir ljósir og enn svoddan gull að hjarta - enda ég svo óendanlega heppinn með öll mín systkyn - svo ég tali nú ekki um foreldra sko!
Það var ótrúlega gaman að sjá og fylgjast með því þegar þeir urðu unglingar - ég reyndar smákrakki en síðar, á mínum 10 - 15 ára aldri - að fylgjast með því hvernig þeir léku sér að því að plata fólk með því að þykjast vera "hinn" tvíburinn.
Það var virkilega erfitt fyrir þá sem ekki þekktu þá - að þekkja þá í sundur. Man eftir nokkrum atvikum þar sem annar var farinn á sjóinn - báturinn að sigla úr höfninni og á bryggjusporðinum stóðu gamlir sjómenn sem kvöddu skipið. Hinn tvíburinn sem ekki var sjómaður kom keyrandi að því hann ætlaði að reyna að ná bróður sínum áður en hann fór á sjóinn - og gömlu karlarnir störðu skelfingu lostnir á þann sem hoppaði úr bílnum - og yfir á bátinn sem nýlega sigldi úr höfn með ... ja ... þennan sem nú stóð við hlið þeirra á bryggjunni - endalaust fyndið þegar svona kom uppá.
Man líka eftir því þegar þeir kepptu í stakkasundi á Sjómannadegi - að þeir voru báðir miklir og hrikalega sterkir sundkappar - og í 1. riðli keppti annar - en í 3. eða 4. riðli keppti hinn. Man eftir því að sá fyrri vann sinn riðil en þegar sá seinni kom í stakk inn að laugarbakka - þá púuðu nokkrir og hrópuðu að honum "ekki þú aftur, ertu ekki búinn að vinna einusinni?" ...
En, allavega - fulltaf skemmtilegum sögum eigum við alltaf af systkynum okkar. Maður á að varðveita slíkar sögur, skrifa þær niður - helst aftan á myndir af söguhetjunum - og miðla þessu áfram til komandi kynslóða. Börn okkar og barnabörn eiga eftir að verða þakklát þegar þau seinna reyna að komast að einhverju um æsku okkar og forfeðranna.
Hér er svo í lokin ein mynd af hetjunni, henni móður okkar sem ól okkur öll upp alein - en þessi mynd er tekin af henni á sama tíma og höfundarmyndin mín var tekin. Ég nálægt 18 ára. Það voru aðrir tímar þá - engin elsku mamma til að hlaupa heim til þegar eitthvað bjátaði á. Hún bara ól okkur upp með þvílíkum dugnaði og myndarskap að það hálfa hefði komið okkur öllum mjög vel áfram lífið.
Nú til dags eru margar einstæðar ungar mæður að barma sér með eitt eða tvö börn - og hafa ekki í sig og á með það sem þær ná að hala inn til heimilisins. Jú, kannski eru líka aðrir tímar og breyttari - meiri kröfur gerðar til fjölskyldna um að börnin verði að eiga þetta og hitt - hjól, skíði, nýjustu tískuvörur og öll flottustu merkin í hinu og þessu - eitthvað sem þekktist ekki áður fyrr.
En, munið að skrifa niður góðar minningar um hinar ýmsu uppákomur úr fortíðinni. Gerið það áður en það verður of seint, biðjið foreldra - frændfólk eða hvern sem er - um að gefa ykkur sögur og skrifið þær aftan á myndir af þeim sem sögurnar eru um - svo sögurnar gleymist ekki. Margar góðar sögur úr fjölskyldum hverfa með gamla fólkinu okkar - oft mjög fallegar og hugljúfar sögur sem framtíðin má vel njóta.
Þess má geta að pislahöfundur elskar liðið sitt af öllu hjarta, yfirmáta - ofurheitt - alla leið til himins og til baka. Pislahöfundur safnar myndum úr fjölskyldunni, af fjölskyldumeðlimum og góðum sögum sem munu svo berast áfram til komandi kynslóða þegar þar að kemur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
blekpenni
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
lehamzdr
-
skessa
-
brjann
-
jodua
-
ringarinn
-
hross
-
jogamagg
-
gurrihar
-
christinemarie
-
roslin
-
jeg
-
hneta
-
majaogco
-
madddy
-
eddabjo
-
lillagud
-
angelfish
-
skjolid
-
stebbifr
-
heidistrand
-
sigro
-
laugatun
-
ollasak
-
rasan
-
skordalsbrynja
-
antonia
-
lindalinnet
-
emm
-
svala-svala
-
kiza
-
hran
-
gellarinn
-
katlaa
-
danjensen
-
snar
-
tofulopp
-
janey
-
heidihelga
-
skattborgari
-
ellasprella
-
icekeiko
-
pollyanna
-
perlaoghvolparnir
-
bifrastarblondinan
-
storyteller
-
handtoskuserian
-
strumpurinn
-
siggathora
-
jari
-
disadora
-
egvania
-
um683
-
veland
-
sisvet
-
wonderwoman
-
brandarar
-
borgarfjardarskotta
-
jakobk
-
gudrununa
-
sp
-
must
-
jyderupdrottningin
-
hrannsa
-
einari
-
engilstina
-
manisvans
-
himmalingur
-
agny
-
almaogfreyja
-
gattin
-
dittan
-
dora61
-
draumur
-
gelin
-
lis
-
ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það eru svona færslur, auk þess að hafa fengið að kynnast þér & það að fá að vera vinur þinn, sem að valda því hvað mér þykir alltaf ómuræðanlega vænt um þig, kallinn minn.
Gott á þig.
Steingrímur Helgason, 29.5.2008 kl. 01:09
Ég á tvíburasystur, sem eru 10 mánuðum yngri en ég frumburðurinn. Mínar systur gátu aldrei platað fólk, önnur er dökkhærð, hávaxin og grönn, hinn tvíburinn er líkari mér. Fólk ruglast oft á mér og hinum tvíburanum, við vorum ljóshærðar, núna skolgærðar með smá gráu ívafi. Dökkhærða systirin var gráhærð um þrítugt, ekki við hinar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 01:10
Steini minn; Þú ert meiri öðlingur en orð fá lýst - og já - það er sannarlega gott á mig - að sitja uppi með þig! Gott á mig - og gott fyrir mig! Love you my bjútífúl hearted friend! I was trúlí lucky when my faith brought you into my path þrú life...
Jóna mín;
Frábært bara ... stundum skiptast genin svona undarlega. Gráu genin eru ekki neitt í mér en þau eru í bræðrum mínum - meira segja þeim yngri líka! Hahaha ...
Tiger, 29.5.2008 kl. 01:23
Þú ert ekki bara grallaraspói, þú ert opinn, hjartahlýr og góður grallaraspói...
Mér líkar vel við þig... oftast nær
Jónína Dúadóttir, 29.5.2008 kl. 06:29
fallegur pistill og falleg fjölskylda Tiger
þetta er alveg hárrétt hjá þér,maður á að halda dagbók og skrifa niður góðar minningar. Þær slæmu mega alveg missa sín
Þess sakna ég mest frá ömmum mínum, sögðu manni ógrynni af sögum frá í gamla daga og þá mundi maður ekki eftir ýmsu sem á dagana hafði drifið sem barn.
En segðu mér eitt....hehe..eruð þið af Akranesi? myndin af bræðrum þínum fyrir framan semenstverksmiðjuna...spyr bara af því þar bjó ég í tíu ár sem krakki og unglingur
svo auðvitað var svaðaleg forvitni vakin þegar ég sá sementsstrompinn sko...
knus og krammar i daginn þinn
María Guðmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 07:32
Takk fyrir yndislegar myndir Tiger míó.

Þú ert yndislegur, allt sem þú segir og sýnir er bara flott og ég held að við elskum þig öll.
Mamma þín er ein af þessum konum, sem ég hef svo oft talað um að ætti skilið að fá riddarakrossinn, þó ég sé nú ekki hrifin af þeim, en tek svona samanburð.
Hún hefur örugglega aldrei kvartað, nema í hljóði, bara alið ykkur upp í anda kærleikans, og er það besta veganestið sem maður gefur börnunum sínum út í lífið.
Knús til þín Tiger míó míó.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 08:37
Svo segir fólk að það rætist illa úr börnum einstæðra mæðra! .. Bull og vitleysa...! Mamma mín ól okkur líka fimm upp ein og óstudd og dóttir mín hefur oft minnst á það, eins og Hallgerður gerir hér að ofan, að svona dugnaðarkonur eigi skilið fálkaorðuna.
Skemmtilegar myndir og myndarleg börn
.. Takk fyrir tvöfalt knús færð í sama til baka.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.5.2008 kl. 10:35
Frábær færsla. Mikið sýnist mér þú vera líkur móður þinni ( í útliti) af þessum tveim myndum af ykkur
Sætir þessir bræður þínir. Nú þarftu að koma með mynd af systur þinni Kurr
Eigðu ljúfan dag.
M, 29.5.2008 kl. 10:44
Svooo fallegur að innan og utan, ég var löngu búin að sjá það af blogginu þínu.
Gaman að sjá þessar myndir, og mikið rétt og góð hugmynd að detta þetta í hug að skrifa niður svona sögur aftan á myndina td. Maður verður að varðveita minningar, og þetta er ein sniðug hugmynd...
Þú ert baaara yndislegastur og skemmtilegastur, og þau heppin sem eiga þig að - no question about that!!!!
sjóðheitar sólarkveðjur og stórt knúúús!!!!
G Antonia, 29.5.2008 kl. 11:18
Flottar myndir...en ef þú spyrðir móður þína í dag hvernig hún hefði farið að þessu þá myndi hún vísast yppta öxlum og ekki vita það.
Mér verður stundum hugsað til hópsins míns, engin Bónusbúð og engar húsaleigubætur, og bara ekkert til að stóla á nema mamman sem aldrei fór neitt og passaði bara sitt lið eins vel og hægt var.
Undarlegt hvað maður getur lengi klórað í bakkann..
Eigðu góðan dag TC minn...hjartahlýi vinur minn
Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 11:31
JEG, 29.5.2008 kl. 11:41
Þeir eru alveg eins þessir bræður þínir, eru þeir ekki tvíburar??? Vissulega er erfiðara að vera einstæð móðir heldur en þegar tvö skaffa til heimilis, en það er alveg ótrúlegt hvernig rætist alltaf úr hlutunum með réttri útsjónarsemi. Hef verið sjálf í þeim sporum, ein með tvær litlar skvísur og okkur leið bara mjög vel.
Eigðu góðan dag Tící minn, knús og kossar ljúfurinn
Huld S. Ringsted, 29.5.2008 kl. 12:34
Yndislegar myndir alveg hreint, en af einhverjum ástæðum finnst mér ég kannast við mömmu þína veita ekki af hverju.
Knús á þig inní daginn ljúfurinn
Helga skjol, 29.5.2008 kl. 14:18
Þú ert fallegur bæði að utan og innan
- það er gaman af svona minningum og sögum frá því í den. Takk og stórt knús 
Sigrún Óskars, 29.5.2008 kl. 16:35
Elsku kallinn minn ég verð og vil taka undir með þessu frábæra fólki hér fyrir ofan mig
þú ert bara einstakur strákur svo hlýr og svo mjúkur og það er ekki hægt annað enn að þykja vænt um þig, þó að ég hafi aldrei sé þig og þekki þig bara í gegnum bloggvináttuna sem er bara dýrmæt elsku Ticer minn,þú átt sannarlega yndislega móður og einnig yndislega fjölskyldu
knús á þig strákur
og haltu áfram að vera svona æðislegur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.5.2008 kl. 20:37
Yndislegar myndir og yndisleg færsla eins og alltaf..... Tek alveg undir orð Lindu þó maður hafi ekki hitt þig augliti til auglitis þykir manni svo uuuunnnddurvænt um þig
Enn meira gaman er að fylgjast með færslunum frá þér, vegna þess að maður veit ekki á hverju er von á næst......................
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 29.5.2008 kl. 21:42
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.5.2008 kl. 22:39
Adda bloggar, 30.5.2008 kl. 00:10
Dásamlegar myndir, og falleg frásögn af fallegu fólki. - Ég er alveg sammála þér TíCí, maður á að skrifa niður allar sögur af fjölskyldunni á meðan maður man þær. - Góð hugmynd sem ég ætla að nota mér, ef ég má. - Þú ert alveg magnaður maður, það sér maður á skrifum þínum. Þakka þér kærlega fyrir að vera bloggvinur minn. Kær kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 11:56
Þið eruð öll yndisleg! Ég svara ykkur í dag, kvöld eða helgina .. knús á liðið sem hingað nennti að kíkja og kvitta.
Tiger, 30.5.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.