Þvílíkur viðbjóður ef sannarlega satt er og rétt með farið! Ef rétt reynist vona ég að grimmilega verði tekið á málunum og gerendum refsað eins grimmilega og verknaðurinn sannarlega er!

461453Skelfilegt bara þvílíkur viðbjóður, ekki neitt annað en hreinasta hörmung. Undarlegir dómar, stuttir og jafnvel ekkert fangelsi - bara smá skömm í hattinn og svo út með þig. Dómar á Íslandi eru skammarblettur á þjóðfélaginu sem ætti að þrífa sem fyrst, hella klór á herlegheitin til að sjáist aðeins oftar í réttlátari dóma, grimmari dóma í takt við grimma glæpi. Sumir glæpir eru svo bara smámál við hliðina á ýmsu öðru sem kemur uppá yfirborðið víða um heim.

Það logar allt um allan heim, misnotkun hér og misnotkun þar - eitthvað nýtt poppar upp á hverjum degi. Nefna má t.d. Josef Fritzl sem dæmi um einn hroðalegan verknað - en annað er líka komið upp sem fær Fritzl-málið til að blikna - en kannski hefur þetta verið til árum saman, jafnvel áratugum saman.

En, núna er komið í ljós að - svo virðist vera - sem friðargæsluliðar og hjálparstarfsmenn á Fílabeinsströndinni séu að misnota börn og unglinga kynferðislega - og að því er virðist - komast upp með það. Skiljanlega þora börn og unglingar - sem alin eru upp á stríðshrjáðum stöðum - ekki að leggja fram kærur á hendur þessum aðilum.

Fjórtán ára drengur sem starfar eitthvað í friðargæslubúðunum á Fílabeinsströndinni heldur því fram að friðargæsluliðar og hjálparstarfsmenn biðji reglulega um ungar stúlkur á hans aldri til kynlífsathafna - "oft séu 8 - 10 menn að deila tveim til þrem stúlkum sín á milli - þegar þeim er bent á eldri stúlkur segjast þeir frekar kjósa þær yngri - allt niður í 6 ára aldur" .. Bíddu við - hvað er að??? girlHvaða viðbjóður er í gangi - ef satt er?

Á maður að trúa því að það séu hópar af barnanýðingum að störfum - í hópum saman - á stöðum þar sem stríðshrjáð og "auðveld" börn eru til staðar og þurfa á hjálp að halda??? Að þeir séu að komast upp með að misnota börn gegn "greiða" - gefa mat, pening, sápu, og í einhverjum tilvikum - munaðarvöru eins og síma... hjálpi mér, ég trúi þessu varla - en hvað hefur svo sem ekki gerst víða sem gæti alveg rennt stoðum undir að þetta sé í raun og veru satt?

Það hörmulegasta við þetta allt saman er að í fæstum tilvikum er tilkynnt um atburðina og brotamönnum ekki refsað vegna ótta fórnarlambanna. Ótti við hefndaraðgerðir, að neyðaraðstoð verði dregin til baka, að verða útskúfaður úr samfélaginu og vankunnátta á einnig þátt í því að svo fá brot eru tilkynnt. Sameinuðu þjóðirnar fagna skýrslu bresku hjálparsamtakanna "Safe the Children" - og hyggjast taka málin til gaumgæfilegrar skoðunar.

uganda

 

Það er skelfilegt til þess að hugsa að brosandi börn sem sjá friðargæsluliða og hjálparstarfsmenn koma á stríðshrjáð svæði - eiga von á því að loks verði þeim hjálpað, þau fá að borða og hugsanlega smá menntun eða eitthvað mannsæmandi allavega.

En þess í stað eru hugsanlega á ferðinni menn/konur í hópum - sem eru þangað komin að mestu leyti á þeim forsendum að svala sínum viðbjóðslegustu kynferðisbrengluðu hvötum. Bros barnanna hverfa smá saman og uppi standa litlir einstaklingar sem sjá vist sína hér í heimi sem vist í helvíti.

Þetta er skelfilegt og þvílík grimmd að Fritzl-málið bliknar í samanburði. Það er sannarlega von mín að Sameinuðu þjóðirnar geri nú eitthvað mikið og róttækt til að stoppa svona viðbjóð af, og refsi þeim sem nást svo grimmilega að það verði öðrum víti til varnaðar. Segi bara ekki annað en að maður trúir varla að svona mannvonska sé til - en miðað við ýmislegt annað sem hefur komið upp, þá ætti svona lagað hugsanlega ekki að koma á óvart. Mannfólkið er eins misjaft eins og það er margt - og sannarlega eru til viðbjóðsleg eintök sem mættu mín vegna rotna í helvíti fyrir svona grimmd.

Upplýsingar fengust úr grein í 24stundum í dag, miðvikudag 28 Maí - 2008. Skýrslan um efnið var unnin af Bresku hjálparsamtökunum "Safe the Children" og byggðist á viðtölum við minnst 250 börn frá Fílabeinsströndinni, Suðurhluta Súdans og Haítí. Nick Birnback, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, segir hinsvegar að ekki sé með nokkru móti mögulegt að tryggja að engin tilvik eigi sér stað innan stofnunar með um 200 þúsund starfsmenn víða um heim.


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hjartanlega sammála þér Tiger míó, hvaða skrímsli eru það sem geta notað sér neyð þessara barna sem trúa blint á þá sem hina stóru hjálp sér til handa.
þetta er of mikil grimmd til að það sé hægt að leifa þeim að vera ofanjarðar
þeir eiga að vera í niðurgrafinni dýflissu og aldrei að hleypa þeim út.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: G Antonia

Guð minn góður, þvílíkur viðbjóður!!!  Hvað er í gangi, hvernig er eiginlega mannskepnan? Þetta er allt að fara úr böndunum, .....meiri óþverrinn, óskiljanlegt og ég á bara ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa vanþóknun minni á svona grimmd og viðbjóð.

G Antonia, 28.5.2008 kl. 18:23

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Jésús minn gódur  thetta er BARA hrædilegt. Mannskepnan hefur sýnt thad og sannad ad vid erum sannarlega grimmasta skepnan i dýraríkinu.Engin ønnur dýrategund fer eins illa med sína eigin medbrædur og systur get svo svarid thad,á bara ekki til nógu ljót lýsingarord og er satt ad segja med køkkinn bara i hálsinum ad hugsa til thessara saklausu barna sem nóg hafa mátt ad thola fyrir. taka thessa menn og SNAPPA af theim helv.lillanum og fleygja theim fyrir ljónin nú hætti ég ádur en bloggid thitt verdur bannad innan átján.

Eigdu góda viku kæri minn, knus og krammar til thin

María Guðmundsdóttir, 28.5.2008 kl. 19:43

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hræðileg afskræming í mannlegu eðli og algerlega óskiljanlegt venjulegu fólki

Jónína Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 20:00

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og þúsund kossar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þvílíkur viðbjóður. Þessir menn sækjast eflaust eftir að komast í hjálparsveitir til að geta nálgast auðveld fórnarlömb. Svo las ég að ef foreldrarnir komast að þessu reyna þeir að selja níðingunum börnin í hjónaband.

Helga Magnúsdóttir, 28.5.2008 kl. 22:37

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er svo sorglegt að ég á engin orð.  Nema bölv og ragn, það er eins og viðbjóðurinn verði alltaf verri og verri og börnin yngri og yngri.  Það er vegna hættunnar á AIDS sem mannhelvítin velja yngri og yngri börn.  Svipað á sér stað á meðal innfæddra.   Smitaðir menn smita smástelpur af AIDS.  Þetta er hræðileg þróun

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:52

8 Smámynd: Tiger

  Já, þetta er bara skelfilegt - ekkert annað og best væri ef hægt væri að ná gerendum öllum saman og jarðsetja  þá bara. Hjarta manns bara grætur yfir þessum verknaði og vegna barnanna sem lenda í þessu. Takk öll fyrir innlit og comment.

Tiger, 29.5.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband