20.5.2008 | 03:05
Eru þjóðþekktar persónur allt aðrar persónur í raunveruleikanum - er sýndarmennskan að tröllríða heiðarleikanum?
Alveg er það ótrúlegt þegar maður sér þjóðþekktar persónur sitja fyrir framan sjónvarpsmyndavélar - og ljúga ískalt öllu steini léttara um sjálfa sig og sína hagi. Er búinn að sjá þjóðþekkta persónu - persónu sem ég þekki allvel sjálfur persónulega - lepja sögur í fréttamenn og þáttastjórnendur - sögur sem ég veit að eru ósannar og eins fjarri raunveruleikanum og hugsast getur.
Þar sem ég þekki þessa þjóðþekktu persónu sjálfur veit ég mun meira um hvað er að baki persónunnar - og ég segi ykkur að sögurnar af persónunni á skjánum er allt önnur en sögurnar af persónunni í raunveruleikanum. Er að fara að hitta þessa persónu á morgun og ætla að spyrja hana um þetta mál - spyrja hana um hvers vegna hún sé að búa til svona kokteil fyrir áhorfendur þegar sagan er raunverulega allt önnur í raunveruleikanum.
Ætli þetta sé algengt - að þekktir einstaklingar búa bara til sögur um sjálfa sig og líf sitt svona almennt - til að búa til betri persónu sem sett er fram sem hin "opinbera" þó hin raunverulega sé allt öðruvísi en sú sem kemur fram á skjá fjölmiðla?
Aldrei myndi ég nenna að mála sjálfan mig svona "saklausan og ljúfan" - ef ég væri hið mesta skass í raunveruleikanum. Ég myndi ekki nenna að standa í því að þurfa sífellt að horfa aftur fyrir mig til að athuga hvort einhver sem þekkir mig væri að kjafta einhverju í einhvern sem gæti komið upp um eitthvað sem ég kannski var að fela eða reyna að kæfa.
Ætli það séu margir svona "Gosar" í öllum þeim sem gerast eða eru þjóðþekktir og sífellt fyrir framan sjónvarpsmyndavélar? Hvað með þig? Ertu Gosi? Þekkir þú þjóðþekkta persónu sem er heilmikil/l Gosi? Til hvers að vera að ljúga yfirleitt, því ekki bara koma hreint fram og vera heiðarlegur? Því að flækja lífið með óþarfa kryddi og áleggi? Skil þessa lygaáráttu ekki alveg, enda þoli ég illa þá sem ekki koma hreint fram og standa fast á sínu. Undarlegt þetta líf ...
Eigið ljúfa og draumfagra nótt kæru bloggarar og yndislegan dag á morgun. Kveðja út í loftið, segi ykkur það satt ...
Over and út off here áður en i start to grow bigger nef..
Kíki á ykkur öll á morgun - segi það satt - úppss - my nose suddenly feel bigger???
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég þekki eina svona fræga, manneskjan erfyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður . Og finnst mér oft ekkert að marka það sem hún/manneskjan segir opinberlega. Það er bara pólitík er mér sagt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.5.2008 kl. 03:46
Ég þekki nokkra svona, en líka sem betur fer nokkra sem eru ekta Ég er sjálf svo andlega löt að ég nenni ekkert að vera að þykjast eitthvað annað en ég er.....
Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 05:55
thekki nokkrar svona persónur,ekki thjódthekktar thó. Er sjálf held ég bara "what you see is what you get" er svo mikill saudur oft á tidum ad ég yrdi margsaga um lygasøgurnar og gæti engan veginn haldid svona fronti en tholi ekki svona Gosa, skil ekki tilganginn og ad nenna ad standa i thessu bara yfirhøfud
knus og krammar i daginn thinn.
María Guðmundsdóttir, 20.5.2008 kl. 06:42
Ábyggilega eru til fullt af gosum meðal okkar, sumir hverjir meðvitað og aðrir ómeðvitað eða ég vill alla vega meina það, ég þekki slatta að svona fólki en flest öll eru þau besta skinn, ég held bara að svona sjái fólkið sig sjálft, annars hvað veit ég, enda móðir teresa með afbrigðum eða svoleiðis sé ég sjálfa mig hahahahahahahahaha Not.
Eigðu góðan dag ljúfur og gaman væri að vita hverju þessi þjóðþekkta persóna svarar þér þegar þú spyrð hana um þetta í dag
Helga skjol, 20.5.2008 kl. 07:59
Annað hvort er fólkið með brenglaða sjálfsmynd eða stórkostlegir lygarar... eða bæði. Kannski er fólk með brosandi grímu á grepptrýni ?
Úff.. hljóma eitthvað svo fúl, er í blússandi sólarstuði, þýðir ekkert annað þrátt fyrir ,,ástandið" .. knús á þig.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.5.2008 kl. 08:41
Þú drepur mann úr forvitni Tiger. Hvern ertu að fara að hitta sem er svona tvöfaldur í roðinu ?
Sem betur fer þekki ég ekki svona fólk eða svo mikil ljóska að ég fatta ekki að það er verið að ljúga að mér. Ég reyni að vera stillt og góð, annars myndi ég drepast úr samviskubiti.
Þú ert alltaf ljúfur sem lamb
M, 20.5.2008 kl. 11:18
Þeir eru margir gosarnir og heiðarleikin hverfandi er.
Því miður Tiger míó, ekki skil ég Íslendinga sem fegra sjálfan sig því ætíð kemst upp um þá.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2008 kl. 12:13
Þetta gleymdist.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2008 kl. 12:15
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.