15.5.2008 | 14:21
Á maður að henda sér í helgan stein, eða helgan vegg? Er munur á helgum vegg Ráðherra og steinvegg almennings?
Gott og blessað að það skuli nú eitthvað vera að hreyfast þarna á þessu blessaða brunahorni. Ég man ekki betur en svo að Vilhjálmur REI hafi staðið fremstur í flokki lofandi í hástert að viðkomandi brunahorn yrði tekið í gegn strax og ekkert til sparað í því að koma þessu horni í upprunalega mynd. Verkið, sem verið er að setja upp á þessu horni núna er eftir pólsku listamennina Önnu Leoniak og Fiann Paul og þar sjást andlit tæplega þúsund barna frá þorpum og bæjum víðs vegar af landsbyggðinni á Íslandi.
Verkið er sett upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík.
Þó svo að barnsandlitin séu sannarlega örugglega falleg þarna á veggnum, enda íslensk landsbyggðabörn, þá hefði ég frekar viljað sjá þetta horn uppbyggt eins og skot - eins og Sjálfstæðisflokkurinn lofaði á sínum tíma með Vilhjálm í fararbroddi. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefði t.d. frekar átt að byggja þetta horn upp en að henda millum í hús sem sannarlega hefðu mátt hverfa eða brenna á laugarveginum. Kannski hefur borgin ekki lengur efni á því að standa sig á þessu horni - kannski hefur nú þegar verið of miklu fé verið varið í mannaráðningar og stólaskipti. Það er nefnilega hellingur af fé sem fer í stólaskiptin ein og sér. Tala nú ekki um þá fjármuni sem hafa örugglega farið í það að skipa nefnd sem fara átti í gegnum tillögurnar um Vatnsmýrina, sem nú hefur unnið heilmikið að því er virðist - en allt saman heljar fúskvinna samkvæmt borgarstjóra.
Skreytingar eru svo sem alltaf flottar þegar eitthvað hefur farið miður eða eitthvað þarf að fela. Sumar eru til að fegra það sem ekki þykir nógu fallegt fyrir, aðrar skreytingar eru til að gera fallegt fallegra. Sumt er bara nauðsynlegt en annað er bara fáránlega kjánalegt, eitthvað sem hefði ekki átt að þurfa t.d. Nú er það svo að mínu mati að ef þetta horn hefði verið byggt upp líkt og Vilhjálmur REI sagði að gert yrði tafarlaust - þá væri ekki þessi feluleikur þarna á þessu horni. Kannski er borgarstjórnarmeirihlutinn að draga athyglina frá rústunum sem liggja á bakvið vegginn? Spurning?
Ég myndi allavega vilja að þeir brettu upp ermarnar og tækju til við að byggja upp það sem á að byggja upp. Það er svo margt sem manni finnst ótrúlega miður í borgarmálum að það hálfa væri nóg. Ef blessaður borgarstjórinn myndi taka á málum þar sem skiptir sannarlega máli, í stað þess að vera í einhverri einkaherferð í tilraun til að sanna að hann einhvert númer en ekki leppur sjálfstæðismanna.
En, svona í lokin - ég er að byggja upp nýjan vegg handa öllum þeim sem vilja sýna samstöðu með hvaða málefni sem er og leggja sitt höfuð að veði í góð málefni. Veggurinn er handa þeim sem vilja "henda sér í vegg" af einhverjum ástæðum.
Veggurinn mun verða byggður upp með ýmsum steinastærðum svo hver og einn ætti að geta fundið stein í veggnum sem samsvarar sínu höfði.
Nú getur enginn afsakað sig með því að hafa ekki vegg til að kasta sér í ef á þarf að halda.
Hræin sem liggja eftir þá allra hörðustu munu fara í að búa til listaverkið "líkamsleyfar" og mun verkið vera sett upp í Vatnsmýrinni til framtíðarveru. Hver og einn sem langar til að leggja kropp sinn í framtíð Vatnsmýrarinnar er ráðlagt að senda hér á eftir inn athugasemd því til staðfestingar.
Borgin mun ekki greiða skaðabætur, ekkert frekar en að hún muni taka ábyrgð á þeim sem ekki liggja - eftir veggjakastið. Ellilífeyrisþegar og Öryrkjar, sem og sjúklingar eru hvattir til að sýna borginni samhug sinn með því að henda sér í viðkomandi vegg - og láta eftir kropp sinn á listaverkavegginn. Það mun spara borginni og ríkisstjórninni mikla fjármuni ef þessir hópar hverfa á vit veggsins.
Athugið að nú hefur nýr Spa- nudd og sælureitur verið opnaður í Vatnsmýrinni við hliðina á "líkamsleyfa" listaverkinu - sælureiturinn er handa forríkum eftirlaunaforstjórum og þeim þingmönnum og ráðherrum sem kjósa munaðarlíf - á elliárunum - í stað þess að kasta sér í helgan steinvegg, sælureiturinn er ekki opinn almenningi.
Ok, ég er mættur aftur eftir smá sólarbloggfrí. Ég er búinn að vera way to busy í svo mörgu svo ég notaði tímann í hluti sem ég veit að ég mun ekki hafa tíma til að gera í sumar, segi ykkur frá því seinna. Ég er þó búinn að stökkva örlítið inn hérna og lesa ykkur eitthvað en án þess að athugasemdast neitt, en nú bæti ég úr því og læt ykkur sjá mig í kerfinu ykkar. Njótið góða veðursins og verið til friðs. Sit hérna úti í sólinni með lappann og ætla að kíkja smá hring, en ég mun klára að henda inn hæji á ykkur öll, eða svo - í dag eða með kvöldinu. Luv ya all og over and út - into the sun.
Andlit barna á heilum vegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Jæja kallinn bara mættur. Þá er ekki úr vegi að skella á hann einu bloggknúsi áður en maður hendir sér í verkefni dagisins. Þú ert magnaður. Kveðja úr sveitinni.
JEG, 15.5.2008 kl. 14:51
Mín kæra JEG .. ég tek svo sannarlega við knúsinu - og sendi þér stórt til baka! Eigðu ljúfan dag.
Tiger, 15.5.2008 kl. 15:03
Já já vertu bara úti í sólinni... stráðu salti í sárið... snúðu hnífnum í... mér er alveg sama þó þú sért með alla sólina....það er rigning og 5 stiga hiti hérna á Akureyri....skæl, væl, snökt.... Nei bara fíbblast, hér er sannarlega sól í sinni, má ekkert vera að því að vera úti svo það er þá fínt fyrir mig að það skuli rigna á meðan
Njóttu sólarinnar fyrir mig líka
Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 15:35
Elsku Jónína Storkur .. ehh ... nei var það ekki Dúa? Æi, svona er auðvelt að gleyma útigangskerlingum sem forpokast í niðurrifsstarfsemi norður í rassssssga** ... eða þannig.
Mín ljúfa Dúa .. ég nýt sólarinnar sko - fyrir alla í augnablikinu. Passaðu þig bara þegar ég kíki í heimsókn á sólaleysið þitt. Knús í þig addna ..
Tiger, 15.5.2008 kl. 15:53
Tiger míó míó segir þú að Akureyri sé norður í rassag... hvað kallar þú þá Húsavík
fallegustu staðir á jörðinni þú ættir bara að koma og sjá.
flott skrif hjá þér að vanda, já þeir ættu að skammast til að klára þetta fræga horn, það hlýtur að gerast með tilkomu Jakobs Frímanns.
Knús kveðjur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 16:51
Ég held að þessi veggur verði bara flottur með þessum börnum - en þinn veggur er líka flottur væri til í einn slíkan þegar ég leggst í helgan stein (eða á helga steina).
Eigðu góðan dag í sólinni - sendi þér knús og kveðjur.
Sigrún Óskars, 15.5.2008 kl. 16:54
Essssgu Kurrust mín... ég er með sér vegg handa þér - fjölskylduvegg sem er bara ætlaður ættinni. Þar verða bara fallegir og góðir fjölskyldumeðlimir - og hugsanlega aðrir limir. Gruna að þú verðir alein á þeim vegg samt essgan!
Milla mín; Uss ... neinei - ég vil bara meina að Storkurinn búi í rassg***. Meina sko .. Dúa mín sko! Já, ég ætla rétt að vona að Allt þetta styrjaldarástand um borgarstjóran skili nú einhverju með síðasta útspilinu - tími til kominn. Knús á þig Milla mín.
Tiger, 15.5.2008 kl. 17:02
Sigrún mín.. ég kem á vegginn með þér sko! Helgur steinn hljómar vel - þegar maður er þingmaður. Hins vegar eru bara grjótveggir sem við hin eigum eftir að liggja utaní .. knús Sigrún mín.
Tiger, 15.5.2008 kl. 17:04
Nú er komið kvöld og sólin farin, ætli það rigni ekki á morgun?? hafðu það gott minn kæri.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 20:25
hvar ætli frú Hallgerður sjái minnimáttakennd í Tigercoper? Hún ætti já frekar að skella sér á leik og horfa á kappann sparka í tuðru og fleira ... annars vonar maður í minnimáttakennd að frúin hafi nú ljúft kvöld.
Ásdís mín; Við verðum jú víst að fá smá úrhelli öðru hvoru til að gróðurinn taki smá vaxtakipp. Sólin kemur alltaf aftur sko.. eigðu gott kvöld Ásdís mín.
Tiger, 15.5.2008 kl. 20:31
Knús inní kvöldið ljúfastur
Helga skjol, 15.5.2008 kl. 20:56
Æ, þú skrifar svo fallega til mín alltaf, verð að segja þér að stelpan mín sem ég var að monta mig af er fósturdóttir mín, get ekki einkað mér uppeldið hennar en ég hef verið fóstra hennar í 15 ár og finnst það yndislegt, hún leitar mikið til mín og það er bara frábært. Takk fyrir mig minn kæri.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 21:06
Knús á þig líka kæra Helga mín og ljúfa drauma!
Ásdís mín; Þú ert ljúf og yndisleg - hvernig er hægt að skrifa öðru vísi en fallega til þín? Það að hún leiti mikið til þín segir mest um þig sjálfa, eins og ég sagði - fallegt hjarta laðar að. Knús í nóttina þína ljúfust.
Tiger, 15.5.2008 kl. 21:11
Gott að þú ert mættur :) Sakna þín ávallt!
Knús og ofurskutlukveðja á þig
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:20
Svakalega er þetta myndarlegur hlaðinn steinveggur! .. Skrítið andlitið á manninum sem er að vinna við hann samt. .. Hvernig á mann/konu að geta dreymt svona skrítinn mann ? Hann verður nú að hafa a.m.k. andlit eða alvöru nafn....
Annars: Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.5.2008 kl. 21:28
Sólin hér og sólin þar - sólin er jú alls staðar - þar sem ég er!
Ofurskutlan; Thanks sweety, auddað saknar mar þín líka heavy mikið. Knús í þitt skutluhorn..
Jóhanna mín; Sko, átt að dreyma gaurinn á bakvið frontinn - en það sem þú lest út úr skrifum mínum er einmitt ég sjálfur. Ég er það sem ég skrifa, þarf ekki face og ekki nafn - bara legg hjartað í ritað mál og wúllah there you have me and now you can keep on dreaming! Sólarknús á þig addna ...
Tiger, 15.5.2008 kl. 21:50
Ég er líka mætt á svæðið Tící minn, það var þó gaman að heyra að það var einhver sem saknaði mín
Huld S. Ringsted, 15.5.2008 kl. 22:33
LOKSINS !! Ég var farin að halda að þú værir farinn í frí án þess að láta okkur viðhengin vita.
En falleg steinahleðsla hjá þér.
PS: það er alltaf myrkrur í Færeyjum á nóttinni, dimmir uppúr 9 á kvöldin og birtir ekki fyrr en 6 að morgni.
Það er flogið mánudaga, miðvikudaga, og föstudaga.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:06
ómögulegt þegar þú ert ekki á svæðinu skemmtilegi!!! Og ekki verra að geta setið úti með tölvuna í góða veðrinu * ( en það er nú kominn rigning hér suður með sjó núna, reyndar skúrir enn) En við erum öllu vön, og brosum bara.. er "þaggi" ??".... sleep well knús og dreymi þig vel Tigercooper minn *****
G Antonia, 16.5.2008 kl. 00:21
Flottar steinhleðslur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.5.2008 kl. 00:58
Velkominn aftur, með þinn flotta vegg.......
Knús á þig í nóttina
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 16.5.2008 kl. 01:17
Mér finnst þú frábær.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 15:37
Knúsípúsí á ykkur öll!
Huld mín; Auðvitað saknar maður þín - alltaf gaman að kíkja á þig sko! Knús á þig skottan mín..
Guðrún mín B.; Essssgan mín sæta - ég er á leiðinni bara svei mér þá! Akkuru í skolleríi er ekki líka myrkur hérna svona nálægt klettunum...? Knús í pús á þig kjútípæ over the sea ..
G. Antoninasta; Auðvitað brosum við í gegnum tárin, en gott mál að fá smá rigningu til að vökva vorið .. knús á þig ljúfan.
Jóna mín; Jammsí, eðalhleðslur sko! Væri til í að byggja hús í svona stíl sko!
Ragnheiður Ása; Takk ljúfust og knús á þig í daginn og helgina..
Katla; Takk skottið mitt og takk fyrir innlit og kvitt.
Tiger, 16.5.2008 kl. 16:28
Loksins kominn vísir að vegg, sko alvöru vegg.
Arg og takk fyrir það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 16:59
Knus og krammar inní helgina thina thú rokkar alltaf feitast og dagurinn gerir sig ekki ef madur hefur ekki lesid thig thann daginn
María Guðmundsdóttir, 16.5.2008 kl. 17:21
Veggjalistin er yndisleg list - jafnvel þó veggurinn sé útataður í líkamshlutum .. held ég.
Jenný mín kær; Auðvitað var ég mest með þig í huga þegar veggurinn var settur inn, allt er maður tilbúinn í að gera fyrir svona skörungseðalskvísu! Minn er ætíð þinn mín kæra. Puss og kram á þig ljúfan..
María Guðmundsd.; Takk skottið mitt fyrir falleg orð - mikið knús á þig í helgina essgan!
Tiger, 16.5.2008 kl. 17:41
Takk fyrir knús
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 18:08
Katla mín, ekkert að þakka og velkomin í blogghringinn minn!
Tiger, 16.5.2008 kl. 18:19
Solla Guðjóns, 17.5.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.