Er það svo að dagurinn og nóttin eru elskendur sem hittast augnablik tvisvar á sólahring??

Day Surrendering Unto NightÞessi dásamlega skemmtilega mynd heitir "Day Surrendering Unto Night" - eða dagurinn að gefa sig nóttunni á vald.

Um þessar mundir er nóttin þó að gefa sig meira og meira dagsljósinu á vald.

Mér leiðist öll þessi birta því það er endalaust erfitt að sofna við dagsbirtu. Svo er erfitt að reyna að hafa rómó kvöldstund með kertaljósum og dúllerí þegar ekkert er myrkrið.

Málið er náttúrulega að setja upp myrkratjöld, sem virka bara heavy vel. En, gott er þó að vakna á morgnanna í dagsbirtu - maður er mun fljótari að vakna vel og vera up and about.

 

Ég hef ekki verið neitt á netinu eiginlega í dag og gær, og því ekki verið að athugasemdast neitt eða skrifa. Mun kíkja á ykkur fljótlega og gera ykkur lífið leitt aftur, don´t worry - i i´ll be back!

Segi bara knús á ykkur öll og farið vel með ykkur. Njótið vikunnar og munið að vera góð hvert við annað, maður veit aldrei hvenær það er of seint að sýna vináttu og ástúð - svo gerið það af og til svona til að vera örugg um að hafa skilað ykkar ástarpakka.

 

Power of Prayer

 Þessi mynd hérna heitir aftur á móti "Power of Prayer" - eða máttur bænarinnar. Notið ykkur bænina oftar og notið hana til góðra hluta. Maður á að þakka líka í bæn - ekki bara biðja um hitt eða þetta, þakka þú fyrir eitthvað í kvöld þegar þú ferð með bænina þína.

Kenndu barninu þínu líka að nota bænina rétt - kenndu barninu þínu að þakka í bæn, rétt eins og að biðja fyrir fólki eða dýrum.

Máttur bænarinnar er mikill, sér í lagi þegar margir biðja saman eða margir biðja fyrir sömu manneskju t.d...

 Adda bloggvinkona er að leita eftir bænastuðning við unga konu sem á í miklum veikindum, hvernig væri að setja þessa ungu konu í bænir ykkar í kvöld? Ekki gleyma mér heldur náttúrulega... *bros*.

En, ég segi bara góða nótt í bili því ég verð ekkert á netinu í kvöld - kíkti bara til að minna ykkur á mig elskurnar. Eigið yndislega nótt og glaðan draumapakka ykkur til handa.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er aðeins á annarri línu. ég elska vorið og sumarið, með sína endalausu birtu. ég gert sofið hvar og hvenær sem er, sé ég þreyttur.  endalaus sumarbirtan er yndisleg

Brjánn Guðjónsson, 13.5.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: JEG

Birtan er yndisleg ja nema að það er erfitt að fá börnin til að skilja að klukkan segir nótt þó að það sé sól og bjart. En vorið er tíminn þegar allt lifnar við. ´Knús til þín góurinn og njóttu vorsins.

JEG, 13.5.2008 kl. 23:13

3 identicon

Þú átt að búa í Færeyjum.  Þeir kveikja helst ekki ljós á kvöldin, hér er allt í kertaljósum, dimmt uppúr 8 á kvöldin og bjart um 6 á morgnanna.  En öll þessi kerti hérna, ég velti því fyrir mér hvort að það sé ástæðan fyrir því að önnur hver kona er ófrísk hérna.  Rómó stundir með eld/heitum elskhuga, geta komið manni í klandur greinilega...

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ég skal hafa þig og konuna í mínum bænum í kvöld!

Ég segi eins og Brjánn, ég elska þennan árstíma með sinni birtu og öllu sem fylgir......  Elska líka haustin með sínum rómó kvöldum  og veturna með sínu myrkri og sínu fjölbreytta veðri...........

Þannig að sennilega er ég bara stórskrítin......

Góða nótt...........

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 13.5.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Yndislegar myndir og falleg færsla.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.5.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér líður best þegar bjart er allan sólarhringinn, ég get alltaf sofið eins og engill   þótt ég sé stundum með engar gardínur, eða þær frádregnar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.5.2008 kl. 00:54

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það skiptir mig engu máli hvort það er bjart eða dimmt, ef ég þarf að sofa þá sef ég baraEn það eiginlega bjargar andlegu lífi mínu þegar loksins fer að birta á vorin....

Jónína Dúadóttir, 14.5.2008 kl. 06:07

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég gúddera ekki svona birtu allan sólarhringinn...hér vakna ég alltaf klukkan sex,um leid og sólin kemur á loft..sem betur fer er dimmt hérna frá ca 9 til 6 

En bara fallegar myndir og já, yndisleg færsla hjá thér Tiger,sem oft ádur thú klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Eigdu góda viku kallinn minn sømuleidis og hafdu thad sem allra allra best.

                                                                         

María Guðmundsdóttir, 14.5.2008 kl. 06:28

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta eru yndislegar myndir og færslan flott, en ég elska allar árstíðir.
Tiger míó þú verður bara að fá þér svört tjöld, draga þau svo frá er rómóið er búið, til að vakna í björtu.
hvar færðu þessar myndir allar?????????????
Þið eruð öll í bænum mínum alla daga, en mun biðja fyrir þessari konu.
                              Knús til þín ljúfastur.
                                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2008 kl. 06:56

10 Smámynd: Solla Guðjóns

 er lítið á netinu sjálf.

Solla Guðjóns, 14.5.2008 kl. 08:07

11 Smámynd: Brynja skordal

Ég er ein af þeim sem fynnst ekki gott að hafa birtuna á nóttinni vil helst hafa myrkur þegar ég sef en þá er bara að fá sér myrkra tjöld þetta er nú heldur ekki svo langur tími sem birtan er nánast allan sólahringin þannig að maður lætur sig hafa það hafðu ljúfan dag Elskulegur

Brynja skordal, 14.5.2008 kl. 08:29

12 Smámynd: G Antonia

Sammála þér með birtuna, vil hafa bjart á daginn og dimmt á nóttunni... lögmálið segir að svo eigi að vera - En mikið rétt hjá Hallgerði, við þekkjum ekkert annað en óhóf í þessum málum  amk. 
En þú ert nú algjör ENGILL  Tigercooper.. fallegur að innan "sem utan?"
En nú er sól í dag, og ekkert að kvarta yfir því
sólarkveðja o**

G Antonia, 14.5.2008 kl. 15:13

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegar myndir og góð færsla. Er ekki dugleg á netinu en reyni að kíkja inn aðeins. Nú er allt svo bjart og gott.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 20:21

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér elsku Ticer minn,öll þessi birta er heldur ekki minn stíllað það sé bjart allan sólarhringinn er bara pirrandiég ELSKA myrkur,kertaljós,reykelsi og snjókomu fyrir utan gluggan minn og vera inni í hlýjunni með sínum nánustu.

Myndirnar eru geggjaðar og alltaf ertu jafnfallegur,pistlarnir þínir yndislegir takk takk elsku Ticer minn.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.5.2008 kl. 21:05

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er líka hundfúl yfir þessari birtu og sef með svefngleraugu. Hef aldrei vanið mig á bænir þar sem ég hef ekki hugmynd um hvern ég eigi að biðja, svo ég óska ykkur bara velfarnaðar með ykkar bænir.

Helga Magnúsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:24

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta eru flottar myndir TíCí minn.  Góða nótt á þig, ég var einmitt að hugsa hvar þú værir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 00:40

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér hefur nú alltaf dugað að loka augunum þegar ég fer að sofa, frekar en að stara til stjarnanna eða í sólina.

(þéttar strimlagardínur hjálpa líka til & duga jafnvel yfir fótboltaglápi)

Bænin er sálarmeðal, barna sem fullorðinna, enda er trúleysi í besta falli vantrúað hrokafullt vonleysi.

Steingrímur Helgason, 15.5.2008 kl. 00:50

18 identicon

TIGER!!   HVAR ERTU EIGINLEGA ??  ÉG MÓTMÆLI SVONA, MAÐUR KEMUR AFTUR OG AFTUR INN Á BLOGGIÐ ÞITT TIL AÐ FINNA KRÚTTLEGT SVAR VIÐ COMMENTINU OG BARA ZIPP.. NÓLÓ..NOTHING, EMPTY... HVAÐ ER Í GANGI.. OG HVAR ERT ÞÚ ??

 VILTU GJÖRA SVO VEL AÐ FARA AÐ MÆTA Á ÞINN STAÐ ELSKU ÁSTARHNOÐRINN MINN..   ÉG ER MIÐUR MÍN. !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:55

19 Smámynd: Helga skjol

Þú ert alltaf ljúfastur minn kæri, hrikalega fallegar myndirnar hjá þér.

Knús á þig

Helga skjol, 15.5.2008 kl. 10:01

20 Smámynd: Tiger

  Yndislegt að sjá hve mikið þið saknið mín rúsínurnar mínar. Guðrún B... ég er að pakka - kem til þín um leið og dimmir þarna hjá þér essgan mín!!!

Mun kíkja hringinn í dag og kvöld.. luv ya guys´n girls...

Tiger, 15.5.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 139957

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband