12.5.2008 | 14:37
Er Doris Lessing rithöfundur bara lítil dónakerling - eða elskar hún leiki með hænur?
Femínistafrömuðurinn og rithöfundurinn frú Brúnka Lesbó-nónó hét áður Langbrók Jónsdóttir. Frú Brúnka ákvað að breyta nafninu þegar hún gaf út bókina sína "How to be a chicken" árið 1950. Mjög mikið fjaðrafok var í kringum útgáfu þessarar bókar, en frú Brúnka Lesbó-nónó er fædd árið 1919 á hænsnabúi í Löppulandi(nú Lappland) en þegar bókin var gefin út var einmitt verið að slátra hænum á bænum, sem útskýrir fjaðrafokið. Löngu síðar, árið 1962 komst hún svo á kortið sem rithöfundur með útgáfu bókarinnar "Doin it in the bushes".
"Nafnið mitt dreg ég frá ferðalagi einu fyrir margt löngu. Ég ferðaðist með vinkonu minni og við áttum oft ekki fyrir gistingunni svo við gistum bara í Runnum og kjarri, oftar en ekki vöknuðum við löngu eftir sólarupprás og þá var sólin búin að baka okkur og við vel brúnar - þaðan fékk ég nafnið Brúnka. Svo er vinkona mín Lessa og í runnanum á nóttunni þegar hún var eitthvað að reyna að færa sig uppeftir mér - sagði ég alltaf "nónó" og því ákvað ég þegar fyrri bókin kom út að taka mér listakonunafnið "Brunka Lesbó-nónó".
Fyrri bókin fjallar um lífið á hænsnabúinu. Fjörugt fuglalíf og eggjandi hljómur á vorin er eitthvað sem fólk hefur alltaf verið hrifið af. Fjallar hún meðal annars um ýmis bernskubrek á hænsnabúi foreldra sinna.
"Ég man t.d eftir því að ég gerði tilraun með liti og hænur þegar ég var 5 ára. Allar hænur foreldra minna voru hvítar - en ég ákvað að reyna að búa til svartar hænur, fá smá lit í kofann - þannig séð. Ég tók nokkrar hænur og dýfði þeim í tjörutunnu - sannarlega urðu hænurnar svartar - en ég var sett í strangt útgöngubann í kjölfarið." sagði Brúnka gamla og þerraði skraufþurr tár af hrukkóttu andlitinu við góðar minningar úr æsku.
Seinna hélt feykileg klámvæðing innreið sína inn í Löppland (núna Lappland) svo það er ekki að undra þó Frú Brúnka Lessbó-nónó hafi síðar hlotið Nóbelinn fyrir bókina "Gerið það í runnanum - runnaleikir".
"Ég veit bara að ég verð óð þegar ég sé runna, alveg runnaóð. En eins gott að fólk rugli ekki Bush saman við Bush - sko ekki rugla runna saman við illgresi".. segir kerlingin og grettir sig tannlaust framan í spyrilinn ..
Frú Brúnka hefur lítinn frið fengið til að skrifa meira en þessar tvær bækur vegna þess að fjölmiðlar hafa í 40 ár elt hana á röndum til að komast að meiru varðandi seinni bókina, runnaleikina..
"Ég hef sennilega lítinn tíma til að skrifa hér eftir, enda orðin 88 ára gömul og hálf heilsu- og orkulaus. Enda þurfti ég að stunda miklar rannsóknir á runnum og leika mér heilmikið í runnunum til að fá efni í bókina. Fjölmiðlar elta mig um allt og reyna að fá mig til að sitja fyrir, sérstaklega í Playboy og Hustler - enda var síðari bók mín mjög heit og djörf - eiginlega hálfgerð subba þannig séð" segir frú Brúnka og um leið og hún gerir tilraun til að vera sexy - en á einhvern undarlegan hátt fer kjánahrollur um spyrjandann þegar hann horfir á þessa 88 ára gömlu kerlingu iða eins og gamall kartöflupoki.
Frú Brúnka tók við Nóbels bókmenntaverðlaununum fyrr á þessu ári í Wallace Collection-safninu í Lundúnum. Sendiherra Svía í Lundúnum studdi kerlingunni uppá sviðið og veitti henni verðlaunin - ársbirgðir af runnafræjum og tjörutunnu ásamt 30 kjúklingum sem tístu heil ósköp.
"Nú get ég hætt að bögglast við að skrifa, enda orðin of skjálfhent - og snúið mér að uppáhaldshugarefnum mínum í framtíðinni, runnarækt og tilraunum með litabrigði hænsnfugla. Nú hendi ég pennaræskninu og er ánægð þó ég þurfi aldrei aftur að líta bókstaf enda aldrei þolað stafi hvort sem er - en sit nú föst með einn slíkan í hendi sem ég þarf að ganga með hvert sem ég fer" sagði Femínistakerlingin örg um leið og hún barði spyrjandann með stafnum sínum.
Spyrjanda þótti nú nóg komið og ákvað að forða sér frá þessari kerlingu áður en í illt færi. Seinna frétti spyrillinn af því að kerlingin hefði stofnað samtökin "Rúllað og púllað á runnahól við hanagól" - en þau samtök miða við að allir geti fengið sér vagg og veltu í runna uppi á hólnum sem er á bakvið bæinn hjá frú Brúnku. Spyrillinn selur það ekki dýrara en hann heyrði það og kveður bara.
Lessing: Enginn friður fyrir fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Knús og klemm
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 17:43
Þú ert eins og besta fræðirit stundum! Knús
Huld S. Ringsted, 12.5.2008 kl. 17:48
Hún er dónakelling, Tiger minn.. alveg ferleg dónakelling.. þig vantar sko ekki þannig félagsskap.. komdu frekar út að labba með mér.. við getum leikið okkur í flæðarmálinu og...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 18:27
Vúhúuuu... flæðarmálið er málið, þannig séð.
Ásdís; knús á þig ...
Huld; Mar er náttla hálfgerður fræðikarl sko .. púsímúsí!
Helga; Sé þig í fjöru... im game náttúrulega - ekki spurning!
Tiger, 12.5.2008 kl. 18:54
Þú ert bara bestur elsku kallinn minn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.5.2008 kl. 19:57
Þú ert alveg séný að edursegja fréttir.
Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 20:49
Ég verð að passa að verða ekki runnaóð - er nefninlega byrjuð að klippa runnana . Þú ert bara frábær - mikið skemmtilegri frétt hjá þér en hjá mbl. knús til þín
Sigrún Óskars, 12.5.2008 kl. 22:42
Það sem þér dettur í hug Ótrúlegur geturðu verið prakkarinn þinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 23:05
Þú ert snillingur ég fer ekki ofanaf því enda lítið fyrir príl. Knús til þín góurinn og njóttu þess að vera ekki á kafí sauðburði.
JEG, 12.5.2008 kl. 23:05
þú ert frábær þvílíkur penni!!!!!!!!!!! híhíhí skemmtilegur.....
G Antonia, 12.5.2008 kl. 23:28
Þú ert svakalegur pottormur, skemmtileg lesning
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:53
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.5.2008 kl. 01:32
Ef þú skrifaðir fréttir þá mundi ég nenna að lesa þær
Jónína Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 06:02
Svona eiga fréttir ad vera skrifadar!! eitthvad fútt í thessu og gaman ad madur myndi thá kannski hætta ad strauja beint í stjørnuspánna bara Thú ert bara frábær og alltaf gaman ad lesa hjá thér
María Guðmundsdóttir, 13.5.2008 kl. 07:15
Alltaf eitthvað fútt hjá þér, yndislegastur!
Held maður verði bara að gefa þér prik!!!!!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.