Mæður á MoggaBloggi sem og bara allar mæður - skyldulesning hérna!!!!

Gift of Love

Ég vil byrja á því að senda minni kæru bloggvinkonu Ragnheiði kærar kveðjur í tilefni dagsins í dag!  Til hamingju með mæðradaginn Ragnheiður mín. Vil einnig senda öðrum mæðrum sem standa í sömu sporum og hún Ragnheiður kærar mæðradagskveðjur! Kveðjur til annarra í lokin...

Þá er að renna upp heilmikill dýrðardagur. Hvítasunnuhelgin er í algleymi og allir á ferð og flugi hugsanlega, en samt gruna ég að margar mæður landsins séu samt ætíð með börnin sín sér við hlið eða í hjarta.

Það er hálf skrýtið að hugsa um það hve mæður eru miklar hetjur í raun og veru. Þær þurfa að bera barn sitt í kvið sínum í níu mánuði á meðan það vex og dafnar. Síðan þurfa þær að standa oft í miklum kvalafullum aðgerðum til að koma börnum sínum í heiminn. Einstaka sinnum þurfa mæður líka að glíma við að taka á móti barni í heiminn sem haldið er erfiðum sjúkdómum - en móðirin tekur barnið samt í faðminn og elskar það alveg jafnheitt og öll heilbrigðustu börn í heiminum - eða jafnvel meira ef eitthvað er.

 

 

Angelcomfort

Þegar barnið er komið í fang móður sinnar þarf himinn og jörð að farast áður en móðirin lætur frá sér barnið. Hún verndar það með öllum hugsanlegum og óhugsanlegum ráðum og er ætíð ótrúlega fórnfús í garð barnsins.

Oft stendur móðirin í mikilli baráttu við hinar ýmsu utanaðkomandi hættur og vá sem ógnað gæti barninu hennar á meðan það vex og dafnar - en hún gefst aldrei upp! Hún fæðir, baðar og klæðir barn sitt - huggar það og hughreystir, skemmtir því og elskar það skilyrðislaust alla æfi.

Dagurinn í dag, 11 Maí 2008, er mæðradagurinn. Þessi dagur er tileinkaður ykkur öllum kæru konur sem orðnar eru mæður og hafið lagt að baki svona mikla hetjuför frá fyrstu stundu og þar til yfir líkur. Ég vil óska ykkur öllum hér sem og allsstaðar hjartanlega til hamingju með daginn og þakka ykkur svo mikið vel fyrir það að hafa fætt okkur öll í heiminn og hugsað um okkur ætíð og skilyrðislaust.

Ekkert afl í heiminum jafnast á við móðureðlið - þið mæður moggabloggs - sem og allar mæður - þið eruð stórkostlegar hetjur og ég þakka fyrir mig.

  Til hamingju með daginn kæru Bloggvinkonur!

Jenný Anna - Angelfish - Ólína Þ.Gurrí - Jónína Dúadóttir - Guðrún B. - Maddy - Huld Ringsted - Ásthildur Cesil - Guðrún Emilía - Edda Björgvins - Kurr mín kæra systir - Ragnheiður - Ásdís - Jóhanna M&V - Hallgerður Pétursd. - Helga Guðrún - Sigrún Óskars - Adda Laufey - Helga Skjol - Sólveig M. - Ragnheiður Ása - Anna Einarsdóttir - Linda Linnet - Brynja Skordal - Halldóra Rán - Guðbjörg Ofurskutla - G. Antonia - EMMHelga Valdimarsdóttir - Svala Erlendsdóttir - Lilja Guðrún - María Guðmunds. - Helga Magnúsdóttir - Jóna Svanlaug.

Svo eru náttúrulega einhverjir sem ég er ekki alveg 100% viss um hvort séu konur eða menn en fá samt líka kveðju!

JEG - Handtöskuserían ..

Og svo töffararnir mínir - þeir fá bara svona auka kveðju til að vera með ...

Steingrímur minn besta skinn - Brjánn Boxari hinn ljúfi - Stefán Friðrik ofurbloggari - Tófulöpp reiðmaður

Og svo að lokum nýjasti bloggvinurinn ..

Herbert hinn knúshræddi ...

 

Einnig vil ég óska öllum konum sem eru mæður - og lesa moggablogg og rekast hingað inn - til hamingju með daginn!

 

Að þessu loknu kveð ég bara í bili og óska ykkur öllum ánægjulegrar helgar og njótið lífsins. Adjö ...

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk  Gleðilega Hvítasunnu og mæðradag

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.5.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 11.5.2008 kl. 01:24

3 Smámynd: Tiger

   Ég gleymdi mömmu!!!  Hverslags pjakkur er ég eiginlega??? En, nú kemst mútta að því að ég hugsa meira um ykkur mínar kæru bloggvinkonur og bloggsamferðakonur - heldur en hana. Verð að baka pönnsur og kanelsnúða og fara með uppí sumarbústað handa henni ... eða bara eta þá sjálfur... *hux*.

Tiger, 11.5.2008 kl. 01:33

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heheh það má aldrei gleyma mömmu.  En annars takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn, ég kann ekki að óska eftir bloggvináttu.  Hefði kannski gert það annars

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.5.2008 kl. 01:37

5 Smámynd: Tiger

   Skil bara ekki hvernig ég gat gleymt henni sko - þessari elsku!

Jóna mín - ég var að skoða listann minn og tók þá eftir því að þú varst ekki þar - svo ég bara náði í þig því ég vil hafa þig nálæga sko .. wrarrr!

Hólmdís; blikk og bros til baka ... eigðu ljúfan dag.

Helga mín; Ekkert að þakka og eigðu ljúfan dag á morgun ..

Tiger, 11.5.2008 kl. 01:57

6 Smámynd: G Antonia

mm þú gerir þennan dag fallegan - takk fyrir mig ... þú ert æææði!!!! knús til þín og faðmur **

G Antonia, 11.5.2008 kl. 03:56

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

elsku kúturinn minn. ég var alveg að komast í fjasgírinn við lesturinn, þegar þú slengdir framan í mig einhverjum fokkings mæðradegi, 11. maí. púff!

ætlaði að ræða við þig um feður...bzzzz..., læt það bíða. þarf að lækka...bzzzzz...aðeins í mér núna...bzzzz.....over and out.

Brjánn Guðjónsson, 11.5.2008 kl. 04:12

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir minn kæri, þetta var falleg færsla

Jónína Dúadóttir, 11.5.2008 kl. 06:26

9 Smámynd: Helga skjol

Æji þú ert svo mikið æði að það hálfa væri alveg nóg Tíci minn, Þúsund þakkir fyrir kveðjuna

Knús á þig ljúfurinn

Helga skjol, 11.5.2008 kl. 06:36

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger Takk fyrir mig engin er eins og þú, mér þætti gaman að hitta hana móður þína, hún er stórbrotin kona að hafa alið þig upp í svona miklum kærleika,
en það bíður síns tíma og ég veit að þú hefur ekki gleymt henni.
                        kærleikskveðjur til þín
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 10:13

11 Smámynd: JEG

Knús á þig gaur. Og takk fyrir fallega kveðju. Jú jeg er húsmóðir með meiru. 3föld meira að segja. Meeee... kveðja úr sveitinni.

JEG, 11.5.2008 kl. 10:15

12 Smámynd: M

Takk kærlega fyrir fallega kveðju elsku Tiger

Eigðu góðan dag.

M, 11.5.2008 kl. 11:16

13 identicon

Takk elskulegur sá eini sem ég hef fengið kveðju frá í dag! Svo sannanlega betri en enginn :)

knús á þig minn kæri,

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:30

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir yndislega færslu Tící minn

Huld S. Ringsted, 11.5.2008 kl. 12:37

15 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thú ert bestur  takk fyrir fallegan pistil og fallegar kvedjur.

Eigdu góda Hvítasunnuhelgi og hafdu thad sem allra best   

María Guðmundsdóttir, 11.5.2008 kl. 14:57

16 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel GlitterÞú ert algjör Engill elsku Ticer minn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:59

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Elsku Tísí þakka þér fyrir kveðjuna. Ég á tvo stráka. Annar var slysabarn þegar ég var 19 ára, kalla hann stundum bernskubrek. Sá seinni var glasabarn þegar ég var 39 ára, kalla hann stundum elliglöp. Elska þá báða út af lífinu og þeir eru hvor öðrum yndislegri. Ég óska mömmu þinni innilega til hamingju með þig því þú ert greinilega dásamlega vel heppnaður.

Helga Magnúsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:39

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þessa fallegu kveðju minn kæri og njóttu helgarinnar í botn.  Way Too Happy  Way Too Happy Way Too Happy 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 21:03

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hmmm.....

Ég hefði nú alveg þegið að vera án þess daginn á enda að að fá 'kveðju' um hvað ég væri góð mamma, frá þér.

Steingrímur Helgason, 11.5.2008 kl. 23:03

20 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert yndislegur  takk fyrir þetta. Þetta er fallega skrifað um okkur mæður. knús á þig

Sigrún Óskars, 11.5.2008 kl. 23:18

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir kveðjuna yndislegastur minn.  Þú ert virkilegur herra maður, og skrifar svo fallega um okkur mæður þessa heims.  Kærar þakkir fyrir að fá að vera með í upptalningunni.  Knús á þig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 10:24

22 Smámynd: Ragnheiður

Takk kæri Tiger minn, langflottastur...

Það hringdi auðvitað enginn í mig í gær, sá eini sem alltaf mundi er farinn. En ég var á suðurleið og oftar en ekki sambandslaus þannig að ég ákvað að spælast ekki við það hehe

Ragnheiður , 12.5.2008 kl. 11:24

23 Smámynd: Tiger

   Stúlkur mínar .. þetta var ykkar dagur og ykkar færsla! Boxarinn og Steini - þið fenguð bara að fljóta með afþví þið eruð svoddan rúsínur essgurnar. Knús á ykkur öll og eigið yndislega viku framundan.

P.s. Ragnheiður mín - spés knús á þig ljúfan með fullri virðingu fyrir öllum hinum dásamlegu mæðrunum hérna.

Tiger, 12.5.2008 kl. 14:46

24 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk innilega fyrir ofur falllega kveðjuyndið mitt.

Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 20:20

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

  Takk fyrir mæðrakveðjuna, þér fyrirgefst nú margt eftir þessa fallegu færslu, t.d. dónabloggið þitt þarna fyrir ,,ekkihúsmæðurnarívesturbænum" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.5.2008 kl. 20:52

26 Smámynd: Brynja skordal

Var að sjá þetta núna takk þú ert yndi knús í tætlur

Brynja skordal, 12.5.2008 kl. 23:34

27 Smámynd: Adda bloggar

takk þú ert yndislegur.fékk tár í augun.love you my best friend.

góður pistill.kv adda

ps.elskurnar mínar, langar að benda ykkur á þessa ungu hetju og biðja fyrir henni.Hún heitir Sigrún og er ung móðir með hvítblæði,og er úti í svíþjóð þessa dagana í mergskiptum.Þetta er erfið meðferð sem reynir á hetjuna mína!

ps.afsakaðu að ég tróð þessu inn á bloggið þitten allar bænir og hugsanir hjálpa henni

http://sigrunth.bloggar.is/



Adda bloggar, 13.5.2008 kl. 12:29

28 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk fyrir yndislegheitin...

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband