Hér er kisuuppdate og kisusaga síðustu viku og áfram ...

  Ok, síðasta föstudag voru teknar myndir af okkur - enda vorum við orðin 5 vikna og svaka mikil villidýr orðin. Við höfðum þar til bara drukkið mjólk hjá múttutúttu en vorum líka byrjaðir að drekka mjólk úr skál, enda var hún góð sko - gamli karlinn hitaði hana upp í fyrstu skiptin til að við gætum vanist henni - en svo fáum við hana núna bara kalda.

Síðasta föstudag fengum við að borða Wiskas dósamat í fyrsta skipti. Sá gamli er harður á því að Wiskas dósamatur fyrir fullorðnar kisur sé stórkostlegt fyrir lítil kisubörn líka - og hann veit hvað hann syngur sá gamli. Reyndar vorum við búin að heyra það að það ætti að kaupa svokallaðan sérstakan kettlingamat, en slíkur matur er bara trix til að fá fólk til að kaupa einhvern spes mat handa kettlingum. Oftar en ekki er svo bara venjulegur matur í þessum pakkningum, sem stundum eru rándýrar - svo kettlingafóður er út úr myndinni á þessum bæ og við fáum bara venjulegan mat og erum hæst ánægð með það. Við hvæstum og vorum næstum því farin að slást fyrst þegar við fengum að smakka... namminamm sko! En gamli refurinn sá til þess að við systkynin værum hvert við sinn stall á disknum og að við fengjum nóg hvert fyrir sig. Bráðum fáum við að smakka bara venjulegan mat, fisk og kjöt og samloku með skinnku og osti - mamma er búin að segja okkur að svoleiðis samlokur bráðni hreinlega uppí manni.. auðvitað trúum við henni rétt mátulega. 

Picture 075 Picture 074 Picture 072

Stundum læðist mamma gamla á diskinn okkar - jafnvel þó hún sé með miklar kræsingar á sínum disk sem er inni í eldhúsi. Hún er dáldið skrítin stundum sko, heldur alltaf að maturinn sé grænni hjá okkur en hjá henni. Ef hún kemst að okkur þá ýtir hún okkur stundum bara frá og græðgin í henni bara gleypir allt í sig á augabragði, hún borðar á nokkrum sekúndum það sem myndi taka okkur marga daga að borða. En hún er náttúrulega svo stór en við svo litlir ennþá. Sem betur fer kemur Foxerinn og skakkar leikinn og fer með múttu frá svo við fáum eitthvað, svo fær hún restina ef við skiljum eitthvað eftir. Hún elskar það ...

Picture 077 Picture 076

Nú hefur ekki verið mikið um að vera hjá okkur og fábrotið leikherbergið okkar. Enda þurfti í upphafi að passa að ekkert væri á gólfinu, engar snúrur og ekkert sem hægt var að hlaupa á bakvið og óvart pizzast þar. Það var bara á meðan við vorum litlir og vorum að læra á að það eina sem á gólfinu var - var náttúrulega WC-ið okkar. En núna erum við orðin svo stór, kunnum algerlega á klóið og höfum aldrei subbað út neinstaðar annarstaðar en þar. Svo núna er rebbakallinn búinn að setja upp nokkrar þrautir og ýmislegt sem má hlaupa uppá og í gegnum - en geggjaðasta skemmtunin er samt þegar rebbi sest á gólfið hjá okkur og leikur við okkur. Hann er í gallabuxum sem er svo auðvelt að klifra í og hann hefur alltaf eina löppina bogna og aðeins frá gólfinu - og hina beina en hnéð aðeins upp - og við elskum að hlaupa undir og yfir og klifra um allar lappirnar hans og elta puttana á honum og slást við hann. Við grunum að honum þyki það ekkert minna gaman sko - enda hálfgerður refur í sér.

Picture 085

Í gær fengum við svo að víkka út sjóndeildarhringinn, en bara afmarkað því við fáum ekki frjálsar fætur í því að vaða um alla íbúðina strax. Karlormurinn setti spegil til að hólfa af svo við kæmumst ekki lengra. Reyndar var það dálítið sniðugt og ótrúlega gaman að sjá hvað okkur fjölgaði þegar við stukkum fram og til baka þarna. Þegar við erum búin að sýna Rebba að við rötum alltaf aftur í sandinn okkar - þá fáum við að fara lengra og lengra þar til við fáum að vera all over his place. Við reiknum nú með því að við fáum fljótt að fara lengra - enda með eindæmum þrifin systkyn og kunnum okkur nákvæmlega...

Picture 086 Picture 087 Picture 088

 

En, nú er kisuuppdate á enda.. Ef einhver veit um einhvern sem langar í kisu eftir sirka hálfan mánuð þá er eitt okkar sem hefur enn ekki verið ráðstafað. Það er kisustrákur ... knús í daginn ykkar og takk fyrir að skoða okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

svei mér thá...ÉG FÆ EGGJAHLJÓD vid ad sjá myndir af svona krúttulings kettlingum  bara fallegir,ef ég væri á landinu myndi ég panta thennan sidasta  

flottar myndir og gangi thér vel ad finna GOTT heimili handa prinsinum eigdu gódan dag og knus og krammar til thin.

                                                               

María Guðmundsdóttir, 8.5.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Tiger

   

Þið eruð svo eggjandi mínar kæru bloggvinkonur allar sko ...

María mín; Takk fyrir - jamm ég veit að það verður ekkert mál að finna honum gott heimili, knús til baka.

Tiger, 8.5.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Úllalla og ofsastuð!  Seginú bara eins og Bassi gamli vinnuveitandi minn þegar ég kom með mína kisu í vinnuna forðum daga:

Sit ég hér og sig ég hér

og segi með mér;

kátt væri að vera kötturinn

í klofinu´á þér!

MAPQUEST 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.5.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta eru nú meiri krúttin vonandi gengur þér vel að koma þessum síðasta út.

Huld S. Ringsted, 8.5.2008 kl. 18:28

5 identicon

Þetta eru nú óttarleg krútt. En ég er hrædd um það að hún Bella mín myndi éta þá í morgunmat.

En sætir eru þeir.  Vonandi komast þeir á gott heimili.

En veit einhver um einhvern sem langar að eiga skjaldbökur ??  Svona Teenage mutant ninja turles.  Ógeðsleg kvikindi en þeim var gleymt í nýja húsinu mínu ..   Þeir eru kanski ákjósanlegt kettlingafóður.. nei segi bara svona.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:58

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Krúttlegir kettlingar. Hey- ertu að auglýsa Wiskas? Veistu ekki að það er eitthvað ávanabindandi í Wiskas "þess vegna velja allir kettir Wiskas"  Nei bara grín!

kisuknús á þig

Sigrún Óskars, 8.5.2008 kl. 21:28

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 21:52

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Tiger minn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.5.2008 kl. 22:10

9 Smámynd: JEG

Snúllurnar! Knús á þig og sofðu rótt.

JEG, 8.5.2008 kl. 23:12

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ofsalega fer fólk snemma að sofa hér. Hvar er stuðið???

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 00:30

11 Smámynd: Brynja skordal

þvílík krútt eru þetta nóg að gera hjá þér í uppeldinu en kisu mamma sér nú kannski mest um það mikið gaman að fylgjast með þegar þær eru að kenna þeim 1 vikurnar snild alveg en því miður þó mig langi svakalega í kisustrák þá verður það að bíða betri tíma eins gott að dóttir mín kisusjúka sjái ekki þessar myndir hún ætlar að hafa fullt hús af kisum þegar hún fer sjálf að búa hafðu ljúfa nótt minn kæri

Brynja skordal, 9.5.2008 kl. 00:57

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Æðisleg kisufrásögn og flottar myndir, góða nótt og sofðu rótt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2008 kl. 01:46

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Krúttakrútt

Solla Guðjóns, 9.5.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband