7.5.2008 | 20:38
Nú er skotið út í loftið - myndir stækka við að ýta við þeim, ef ykkur langar til að skoða mig nánar.
Hér með viðurkennist að Foxy frændi er algerlega óður - í mig! Hann er líka óður í að vera góður, með myndavélina. Þvílík stjarna sem ég hlýt að verða þegar ég er orðinn stór! Hérna eru myndir því til sönnunar! Hann er oftast í formúluskapi þegar ég og myndavélar eru annars vegar!
Hérna er ég að vakna, spái í því hvað kaddlinn er að gera en glotti svo bara af honum. Ég sef náttúrulega ekki í rúminu mínu, enda er það heima hjá mínum yndislegu foreldrum.
Svo er ég rosalega duglegur, get snúið mér í marga hringi sko - án þess að fara nokkuð framúr - enda setur Copperinn alveg helling af púðum og læti í kringum mig svo ég skelli ekki utaní neitt. Ég hef samt nóg pláss til að brölta smá.
Sjáið flottu tennurnar mínar! En, maður nennir ekki að hanga hérna allan daginn, á ekki að gefa manni að borða og svoleiðis?
OMG.. svo fann ég ísskápinn hans frænda - hér er sko hægt að dunda sér helling! Endalaust af nýjum hlutum til að færa til og jafnvel smakka smá, en þeir eru samt ekki góðir undir tönn - enda tennurnar mínar ekki mjög stórar ennþá, mar er náttúrulega bara 7 mánaða og einhverra daga gamall sko!
Já, þessi blörraði refur er jú frændi minn - hálfgerður vandræðagemlingur sem stanslaust hamast í mér með myndavél. Hann er óður í mig og ég fæ varla að sofa sko í friði. En hann elskar mig rosalega mikið svo ég fyrirgef honum það alveg, kannski. Hann gaf mér að borða svona banana mat og svo pelann. Því næst fór ég bara að leika mér á gólfinu - eða á leiksvæðinu sem gamli útbjó handa mér.
Það er heavy gaman að leika sér sko..
Svo fór ég í lestrartíma hjá honum, hann er óður í að reyna að ná myndum af mér lesa skrípó eins og hann náði af pabba mínum þegar hann var lítill. En svo brá mér, haldið þið að það hafi ekki komið heljarstórt hvítt ljón labbandi.. en svo var þetta bara afbrýðisöm kisa sem vildi vita hvað var í gangi.
Svo fékk ég smá hvíldartíma og dúllaði mér uppí sófa þar sem varnarveggirnir ógurlegu voru til staðar svo ég færi nú ekki að stinga af. Það er naumast að gamli kaddlinn er hræddur um að eitthvað komi fyrir mig, stóra strákinn sko!
Svo fékk ég mér smá lúr en að því loknu komu pabbi og mín fallega mamma og sóttu mig loksins - enda var ég orðinn hálf þreyttur á öllum þessum myndatökum hjá Foxyfrænda. Ég hugsa að hann eigi eftir að liggja í miklum söknuði þegar ég er farinn - og kannski mun ég sakna hans smá. En ég er svo sem ekki á flæðiskeri staddur heima heldur - með glæsilegan stóran hálfbróður og fulltaf yndislegu fólki úr báðum ættum sem elska mig líka.
Þá er þessum myndahamagangi lokið og maður bara horfinn inn í sólarlagið... *krúttkastbros*.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Og hver er svo maðurinn?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 21:00
Yndislegar myndir af frábærum stubbaling. Knús á ykkur báða
Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 21:02
Blörrunin varð dálítið foxy sko ... en maðurinn á bakvið refinn er greinilega eitthvað feiminn við að sýna sig almennilega. Hver veit, kannski hann eigi eftir að koma í leitirnar some day... knús á ykkur dúllurnar mínar og sé ykkur á kvöldrúntinum.
Tiger, 7.5.2008 kl. 21:04
Yndislegur ungur maður
Jónína Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 21:30
Flottur strákur sem þú ert að passa. Ofboðslega fallegur drengur. Og fallegar myndir.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:06
Ef einhver efast eitthvað um raungildi mynda þessara eða hugsar um það að þetta séu 'blörraðar' eða 'fótózjoppaðar', borgarstjóramyndir, þá vil ég votta það að eigandi þessarar bloggsíðu lítur nákvæmlega út fyrir að vera sá refur sem að hann er í persónu á myndinni.
En mér finnst hann fallegur, innann sem utan, hvað þá krúttið frændinn hanz.
Kona, nafn þitt er hnýzni...
Steingrímur Helgason, 7.5.2008 kl. 23:22
Mikð er þetta fallegt barn! .. og þú ert nú svolítið foxý sjálfur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.5.2008 kl. 23:56
Já það er munur á meðan þau eru svona lítil sko. Mín skvísa er 13 mán. og það er nú aðeins meiri fyrirferð í henni.
Flottur stubbur þarna og kallinn er nú eflaust ekki neitt slakur heldur....??? Knús á þig.
P.s. það þurfa ekki allir að skila inn eyðublaði
JEG, 8.5.2008 kl. 00:15
Flottar myndir af flottum strák. Hann er fallegt barn og heppinn að eiga svona foxy-flottann frænda. Kveðjur frá Álftanesinu
Sigrún Óskars, 8.5.2008 kl. 00:41
Jidúddamí, hvað gormurinn er sætur. Persónulega finnst mér hann svolítið líkur þér sko, ég fæ nú alveg eggjastokkaverki við að horfa á svona stubbaling.
Knúsaðu hann frá mér.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:51
Krúttkast yndislega fallegur litli frændinn æðislegar myndir og hann virðist hafa það næs hjá stóra frænda í pössun Foxy frændi flott eyru sko Góða nótt ljúflingur
Brynja skordal, 8.5.2008 kl. 00:55
Vá hann er algjört æði þessi stubbur
M, 8.5.2008 kl. 00:59
Ohh... þið eruð svo yndisleg öll. Ég segi bara ekki annað en að prik dagsins fá bloggvinir mínir svo sannarlega, hver og einn svo mikið ljúfur að já það hálfa væri meira en gott.
Dúa litla ekki krumpaða; Rúsínan mín, veit ekki hvort ykkar er meiri rúsína - litli frændi eða þú addna!
Lilja Guðrún; Takk ljúfust og eigðu yndislega nótt.
Steini minn kæri vinur; Þú ert yndislegur, hefur alltaf verið það og verður það alltaf - sættu þig við það. Heljar knús á þig steggur..
Jóhanna M&V; Grrrr... skottið mitt! Þakka þér ljúf orð skvísa .. *Foxyglotterí*!
JEG; Woff... sammála því að fyrirferðin verður meiri og meiri eftir því sem þau eldast, en hjálpi mér hvað þau eru yndislega dásamleg á þessum aldri! :))) Gott að vita að mahrr þarf kannski ekki að standa í öllu papírsflóðinu sko! Jihaaa...
Sigrún mín; Takk ljúfust og kærar kveðjur á Álftarnesið þitt ..
Tiger, 8.5.2008 kl. 01:12
Ástin er eins og sinueldur ... eða hvað? Ójá...
Guðrún mín B. Fallega Færeyjadís - eggjahljóð að vori - are we prepering something like hreiður? Sko, þú bara knúsar hann sjálf næst þegar þú heimsækir klakann - og mig líka nóttla - ekki satt? Sweety .. ha? Þú ert gullmoli ljúfust!
Kurr mín elskulegasta; Jamm, hann er alger rúsína þessi frændi sko! Knús á þig elskan og farðu nú að koma í kaffisopa dúllan mín!
Brynja mín skordal; Jamm, auðvitað passar frændi mjög vel uppá litla skottið og sér til þess að hann sé eins og blóm í eggi. Í mér á hann einhvern sem elskar hann skilyrðislaust og án takmarka. *stoltbros*. Góða nótt elskulegust!
Mín ljúfa EMM; Takk sweety .. ég er skiljanlega algerlega sammála þér núna!!
Tiger, 8.5.2008 kl. 01:20
DÍLL !!
Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 01:22
Ok, hér er koss til að innsigla Dílinn - eða má þahhð ekki? Æi, hvað gerir smá friendly kiss bítvín friends so sem .. ha? Knús á þig Guðrún mín og eigðu yndislega og draumfagra eggjandi nótt!
Tiger, 8.5.2008 kl. 01:32
KRÚTTULINGUR KRÚTTULINGUR, bara fallegur litli snúdurinn,en já soldid skrítinn thessi madur med refshøfudid... en krúttlegur samt eigdu gódan dag Tiger,alltaf svo gott og gaman ad koma vid hérna hjá thér knus og krammar
María Guðmundsdóttir, 8.5.2008 kl. 06:52
Ehemm...................... það getur nú alveg hringlað í eggjastokkum þó að þeir séu ekki lengur að virka sem skildi!!! Þessi litli drengur að algjör megadúlla og frændinn ekki síðri
Huld S. Ringsted, 8.5.2008 kl. 10:38
Algjör dúllugaur , svooo fallegur!!! Meina auðvita litla fallega módelið, veit ekki um refinn frændann *bros* !!en frændinn er allavega skemmtilegur og frábær penni og ómissandi bloggari og það dugar mér "að sinni" Takk fyrir að sýna okkur þessar yndislegu fallegur myndir af litlu kraftaverki * Ég skil ekkert í þessum sonum mínum að fara ekki að búa til eins og einn svona, ég er orðin svo gömul að það slær ekki einu sinni þarna inni í eggjastokkunum mínum hvað þá meir .....knús á þig *
G Antonia, 8.5.2008 kl. 12:33
þessi litli snúður er algjör bræðari, eins og þú Æ það er nú ekkert yndislegra en að halda á svona litlum snúð, en hann er ekki kanilsnúður, hann færðu með kaffinu hjá mér ef þú kemur í heimsókn til Húsavíkur.
Þú mátt alveg koma með litla snúðinn með þér.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2008 kl. 13:06
Og svo kom sumarið káta ...
María Guðmunds; Úff já .. rebbinn er eitthvað undarlegur sko! Ekki spurning um það, rebbaknús á þig skott ..
Huld mín; Eggjastokkaknús á þig ljúfust og eigðu ljúfan dag ..
G Antonia; Grrr... Daðððððrrr. Vonum að drengirnir fari nú að gefa ömmu litla pakka sko! Er svo gaman .. knúserí!
Tiger, 8.5.2008 kl. 13:28
Hallgerður mín kæra, sannarlega hafa börn fæðst á Íslandi áður en þó þessi litli krúttmoli sé í þínum augum bara braggalegur og ekkert umfram það - þá er hann svvvvooooo miklu meira en umfram það í mínum augum, sem og í augum þeirra sem eiga hann! Enda eru börn alltaf himin og tungl í augum þeirra sem næst þeim eru. En samt svo satt að öll börn eru falleg, mjög misjafnlega falleg en öll falleg samt! Eigðu ljúfan dag mín kæra..
Milla mín; Takk ljúfust, næsta víst að ég kem í kaffi ef ég verð einhvern tíman á ferðinni norður í land - sem reyndar er ekki hugsað næstu árin - en maður veit náttúrulega aldrei sko. Ég kæmi með kanelsnúðinn með mér sko - og myndi bítta við þig á snúðum í smá stund í kaffitímanum sko! knús á þig ljúfust.
Tiger, 8.5.2008 kl. 13:36
Nákvæmlega mín kæra.. hverjum þykir sinn fugl fagur og miklu meira en bara ásættanlegur. Ljós lífs og fegurðar birtist í augum og ásjónu barnanna okkar og þau eru í okkar augum það yndislegasta sem komið hefur í heiminn. Eigðu ljúfan dag Hallgerður..
Tiger, 8.5.2008 kl. 15:57
Yndislega falllegur og heilbrigður þessi litli hnoðri.Úlfurinn er ekki sem verstur sjálfu
Solla Guðjóns, 9.5.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.