Hvernig væri að binda hnút á ristilinn og stöðva óheft flæði ósóma yfir þjóð og land?

Er ristill þjóðfélagsins Alþingi - og þingmennirnir okkar það sem flýtur þaðan yfir þjóðina? Eru stóru málin sem upp koma í hinu venjulega þjóðfélagi ekki mál sem heila þjóðin ætti að hafa áhrif á en ekki bara nokkrir ristilbúar ásamt sínum undirtyllum? Mér finnst það algerlega ótækt að ég, sem hluti úr þjóðinni, fái ekki að hafa áhrif á það þegar stór mál koma upp sem skipta framtíð lands og þjóðar miklu máli. Sjálfsagt að ráðherrar eða þingmenn fari með hin ýmsu mál og vinni í því að skoða allar hliðar, vega & meta kosti og galla málanna og sendi síðan niðurstöður og uppástungur til þjóðarinnar til ákvörðunar. Ég myndi gjarnan vilja geta kosið um það t.d. hvort skemma ætti ýmsar náttúruperlur víða um land - (sjá pistla Láru Hönnu) - hvort her eða erlendir aðilar geti komið hingað með herlið- og eða herþotur og annað tengt hernaði hingað - vil geta verið með í því að ákveða hvort hin eða þessi stóru mannvirki verði reyst hér eða þar, og svo framvegis.

**********

Ég myndi vilja geta stoppað af hinar ýmsu uppákomur í pólitík eins og t.d. valdabrölt og stólagærðgi. Hefði viljað að það væri í lögum að ef menn sýna af sér græðgi í feitari embætti í t.d. borgarstjórn - að þá hafi kjósandinn vald til að stoppa það af - eða styðja það ef þörf er á. Enda myndi slíkt vald okkar spara mikla fjármuni og mikinn tíma sem fer til óþarfa vafsturs í stað þess að nýtast í það að gera eitthvað af viti okkur til hagsbóta og eins & til er ætlast af þeim sem kosnir eru til þeirra verka fyrir okkur. Enda finnst mér það algerlega ótækt að valdagráðugir menn í pólitík skuli geta haft okkar ákvörðun (kosningu) að vettugi og bara ætlast til að við tökum því með þögninni þegar þeir koma sjálfum sér í stóla sem við sannarlega kusum þá ekki í! Sjá síðustu stólagræðgi í bæði borginni og á vestfjörðum þar sem núna er komið fólk í stöður sem sannarlega þjóðin kaus ekki yfir sig. Svona pólitísk slagsmál vil ég einmitt geta stoppað af án þess að það kosti okkur fé og dýrmætan tíma.

**********

Ég myndi vilja hafa eitthvað með það að segja hvort þjóðkjörnir aðilar séu á fleygiferð um allan heiminn, í einkaþotu eða bara á bíl - eyðandi mjög dýrmætum tíma og miklum fjármunum sem sannarlega ætti að nýta hérna heima við að hlúa að þeim okkar sem minna mega sín, til uppbyggingar velferðar allra okkar landa sem hvergi eiga höfði að halla til dæmis.

Ég myndi vilja geta sagt mitt í því hvort þjóðin eigi að greiða 15 milljónir í að byggja upp skrjóð, sem kannski hefur sögulegt gildi, til að nota undir rassinn á þjóðhöfðingjum vorum á hátíðarrúntinum.

**********

Ég myndi vilja geta sagt nei - eða já ef mér líkar málið - þegar stórar ákvarðanir eru teknar, þegar feitir karlar skaffa sjálfum sér feit eftirlaun og starfslokasamninga (Sjá Davíð Oddson). Ég vil að þjóðin fái vald og hafi rétt á því að geta haft áhrif á allt svona bruðl og vesen með t.d. undirskriftasöfnun um í hverju landshorni fyrir sig. Síðan myndi meirihlutinn ráða því hvort eitt eða annað væri samþykkt eða yfir höfuð gert. Undanfarinn væri þá auðvitað sú vinna sem til þess kjörnir menn og konur myndu vinna og kynna okkur, leggja svo ákvarðanatökur í okkar hendur. Mér leiðist að sjá glottandi stjórnmálamenn og pólitíska framapotara æða með vanvirðingu yfir það sem við kjósum okkur til handa, stíga á kosningar og koma sjálfum sér til valda þvert á það sem þjóðin kaus.

Ég vil vald til fólksins, að kjósendur geti í krafti laga safnað undirskriftum í öllum hornum þjóðfélagsins og að sett væri í lög að lokaniðurstaða úr slíkri söfnun væri tekin til skoðunar og löguð að vilja og óska þjóðarinnar eftir því sem hægt verður - í stað þess að örfáir einstaklingar fái bara að velja og hafna með eigin vinsældir og hag að leiðarljósi.

Ok, þetta eru draumórar - en hve mikið væri hægt að spara með svona taumhaldi á pólitíkusa - og hve miklu mætti koma í verk án þess að eyða of miklu fé og tíma í endalausa umræðu og riflildi á milli flokka og pólitíkusa, sem oft leiða bara til nýrra stólaskipta og engin málefni leysast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kvaridda!

er ekki lágmark að menn sem hafa náð árangri í hagsmunapoti sínu og olnbogað og úlnliðað sig að góðum kjötkötlum sitji þar sem fastast og safni spiki á sinn rass?

er ég að misskilja tilgang stjórnmálanna?

Brjánn Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Húrra húrra! sammála og hef verið þessa sinnis nokkuð lengi, en verður að segjast eins og er við fáum engu ráðið, þeir leika sér með okkar peninga bara rétt eins og þeim sýnist. " Spara" þeir kunna það ekki.
                               Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2008 kl. 15:59

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tigercopper í framboð!  .. Er að deyja úr forvitni hver þú ert .. Scorpions are so curious! hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.5.2008 kl. 16:23

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvenær í ósköpunum höfum við ráðið einhverju?? aldrei.  kveðja til þín og hafðu það gott 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

heyr heyr  

knus i daginn thinn  







María Guðmundsdóttir, 5.5.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Helga skjol

Algjörlega 100% sammála þér tící minn, þú ferð í framboð, ekki spurning.

Knús á þig kallinn minn inní vikuna.

Helga skjol, 5.5.2008 kl. 19:06

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Já ég mundi kjósa þig - ekki spurning. Gott blogg! 

Hvenær koma broskallarnir aftur? Sendi bara broskallaknús til þín   

Sigrún Óskars, 5.5.2008 kl. 19:12

8 Smámynd: Tiger

Jammsí dúllurnar mínar.. ég ætla mér sannarlega ekki í framboð - enda myndi ég þá stroka út þennan pistil og útbúa nýjan sem væri akkurat um hið þveröfuga. Þá myndi ég helst vilja þagga niður í landanum og fá að eyða peningum í þotur og góð vín um allar tryssur án þess að einhver bjánalegur kjósandi væri að skipta sér að því .. hahaha. Pólitíkusar eru sko jamm ... segi ekki meir...

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innlit og kvitterí ..

Tiger, 5.5.2008 kl. 19:32

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Asskoti er ég sammála þér núna Tící! (afsakaðu orðbragðið) þetta var eins og skrifað frá mínu hjarta. Þú ert flottur

Huld S. Ringsted, 5.5.2008 kl. 20:51

10 Smámynd: Tiger

Já, sko.. framboð gæti svo sem alltaf verið eitthvað sem vel mætti hafa í huga some day, when im older.

Huld mín; Afsökun tekin til greina og skilin - enda einmitt rétta orðbragðið á þessa pólitíkusa sko..

Kurr ljúfan; Jamm, nú er tími til að mótmæla. Elska þig!

Herbert; Framboð fólksins er einmitt málið sko!

Tiger, 5.5.2008 kl. 22:08

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég væri alveg sáttur við að þú yrðir gerður að einvaldi yfir klettinum snarstundis.

Steingrímur Helgason, 5.5.2008 kl. 22:41

12 Smámynd: Tiger

Steingrímur minn... minn ljúfi vinur - ég skal vera einvaldur yfir þér anytime! Muhahaha ... you would love it krúttið mitt!

Helga mín; Já, nokkuð til í því, við sitjum sannarlega föst á meðan við höfum ekkert vald. Og pólitíkusarnir munu áfram halda að vaða yfir okkur for sure...

Tiger, 5.5.2008 kl. 23:02

13 Smámynd: G Antonia

Halelúja  "skipað gæti ég væri mér hlýtt" ....... En orð eru einhvers megnuð nema hvað?  góða nótt knús á þig Tiger minn

G Antonia, 5.5.2008 kl. 23:39

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er verst að þegar einhver fulltrúi hins vinnandi manns er kjörinn á þing, verður samstundis breyting á honum/henni eiginhagsmunapotið byrjar sama dag og þingseta hefst   Og aumingja fólkið sem kaus sína manneskju er greymt um leið og það hefur krossað við á atkvæðaseðlinum!!! Arg Garg

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.5.2008 kl. 01:47

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En þetta eru ekki draumórar, TíCí, þetta heitir Lýðræði, -  og til þess fengum við kosningarétt til að kjósa menn til að vinna þá vinnu fyrir okkur, að koma þeim verkefnum, sem við höfum kosið um, að koma þurfi í verk. -

 Lýðræðið  í hnotskurn - vitum við hinsvegar ekki lengur hvernig virkar, höfum glutrað niður - LÝÐRÆÐISTILFINNINGUNNI -  eða sett hana á ís, þau síðustu 16 ár sem við höfðum Ríkisstjórn sem var höll undir - Einræði -  

það var svo stutt síðan við fengum sjálfstæði, að við þorðum ekki, að æmta, né skræmta, gegn Einræðistilburðum fyrrverandi Ríkisstjórnar, af hræðslu við að missa af góðærinu, eða "góðgætinu", eins og frænka mín hélt alltaf að Davíð væri að bjóða upp á forðum daga. -

Elskurnar mínar slakið á, bráðum fáum við góðgætið hans Davíðs, - það er okkar að bera okkur eftir því sagði hún svo þegar gógætið lét á sér standa. - Og svo þegar "GÓÐÆRIÐ" hans Davíðs var liðið hjá, sagði frænka mín blessunin að það hefði nú bara vantað alla döngun, í sumt fólk, úr því það lét "góðgætið" fram hjá sér fara. - 

 Við  höfum snúið lýðræðinu á hvolf. - Hér áður, var kosið um málefnin, sem þjóðin vildi að kosið yrði um, og fólk dróst í flokka, með og á móti og kaus eftir því, hvort það vildi virkjun, hvort það vildi kvóta, hvort það vildi lýðræði. - 

 Nú er bara kosið um kjörþokka,  ekki málefni, það er "halló". - Kjörþokkinn með tennurnar,  og Kjörþokkinn með löngu leggina, - og Ljósmyndakjörþokkinn, eru nú öll komin á þing. - 

Og það er komin ný öld. - Þá loks vaknar fólk af Þynirósarsvefninum, sem það hefur sofið, síðan á seinustu öld, við, að það, sem það hélt, að væri martröð, er orðin staðreynd. - Einræðið hefur í alvöru lokað sig af, uppi í Turni Svörtu Lofta, og neitar að hætta sinni Þórðargleði. - Lýðræðið er einhver loftkennd tilfinning sem fólk heldur jafnvel að séu bara draumórar. -  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.5.2008 kl. 02:25

16 Smámynd: Tiger

G. Antonia; Já, nú eru orðin að verða einhvers megnug - enda verðum við að fara að stilla raddir okkar allra saman til að eftir henni verði tekið og á hana hlustað.

Jóna mín; Einmitt, málið er nákvæmlega það að um leið og fólk kemst í stórar stöður þá þorir það varla að opna munninn, hvað þá að gera eitthvað - af ótta við að missa stólinn sinn og stóra launatékkann.

Lilja Guðrún; Glæsilegt innlegg hjá þér, þakka þér fyrir það! Svo satt að Davíð hélt öllum í heljargreipum einræðis. Nú skal bara vona að hann sé ekki með puttana í landsmálunum á bakvið tjöldin, nú er lag að leita af sameiningunni og koma lýðræðinu aftur í fullan gang.

Tiger, 6.5.2008 kl. 03:06

17 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

adore x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.5.2008 kl. 03:06

18 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt á þig minn kæri knús inn í vikuna

Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 14:15

19 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

HALELÚJA og amen!

Svo hjartanlega sammála þér minn kæri!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.5.2008 kl. 15:49

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég sé það að við ættum að drífa okkur sanab í franboð.

Auðvita eigum ég og þú að fá að griða atkvæði um hin stærri mál þjóðarbúsins.

Solla Guðjóns, 6.5.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband