Ef samviskusemin er virkjuð á jákvæðan og ævintýralegan hátt þá er hægt að leysa margan vandann sem áður virtist óyfirstíganlegur eða óleysanlegur, þannig séð.

Besta leiðin til að fá börn til að hlýða, borða matinn sinn, taka til í herberginu sínu, læra eða bara vera stillt - er að virkja þau í leikjum sem miða við að hlutirnir gangi upp. Það eru til mjög margir dásamlegir leikir sem hægt er að nota og sem börnin bæði skilja og hafa áhuga á að kynna sér og læra meira um. Nú er ég ekki að tala um hefðbundna leiki sem allir þekkja og alls ekki að tala um að "verðlauna" börnum fyrir það að gegna eða plata þau á einhvern hátt. Nei, þetta er bæði leikur og kennsla því börnin hafa gaman af þessu og læra um leið að skilja ýmislegt í lífinu betur en áður.

Skoðum t.d. málin með börn sem eru matvönd og harðneita að smakka ákveðinn mat. Öll börn hafa gaman af leikjum og því er auðvelt að virkja þau til þátttöku ef maður tekur sig til og útskýrir leikinn á ævintýralegan hátt.

T.d. bjó ég til sögu til að segja litlum syni vinahjóna minna, drengur sem elskaði ævintýri - en var óláta pjakkur og neitaði að ganga vel um herbergið sitt. Sagan var um blinda prinsinn og blindu prinsessuna og um líf þeirra við að bjarga sér í ævintýraheimi þar sem ýmsar hættur voru - án þess að sjá neitt. Þessi frændi elskaði þetta ævintýri, fannst mjög merkilegt að sjónlausir gætu t.d. takið til í herberginu sínu og búið um rúmið sitt og raðað öllum hlutum á sinn stað án þess að sjá nokkuð. Síðan batt ég slæðu um höfuð drengsins þannig að hann gat ekkert séð og fékk hann með mér í að laga til í herberginu sínu og búa um rúmið sitt og fleira, hann varð óður í að gera alla hlutina sem "blindur prins" og spennan var í hámarki þegar maður hrósaði honum þegar hann gat leyst ákveðið verkefni í tiltektinni. Í dag nota vinahjón mín þennan leik á hann í ýmsu öðru líka og fá þau hann ætíð til að gera það sem hann á að gera, án vandamála eins og áður.

Núna í dag var ég með 3 börn hérna sem systkyn mín eiga. Tvö þeirra eru með eindæmum matvönd og vilja sumt alls ekki smakka. Ég tók ýmislegt góðgæti sem ég vissi að þeim þótti gott og setti í litlar skálar, stillti skálunum á eldhúsborðið og útbjó borðið þannig að það var mjög girnilegt. Síðan setti ég ýmislegt í aðrar skálar sem ég vissi að þau vilja ekki einu sinni smakka, en lét þær skálar vera á öðrum stað nálægt en svo að þau gætu ekki séð þær.

Því næst fékk ég þau með mér í leikinn að þekkja hvaða mat þau væru að borða. Einhvern tíman las ég um veitingastað sem var á einhvern hátt á þá vegu að fólk fékk að borða án þess að sjá réttina, smökkun fyrst og sjá svo seinna.  Ég lét þau sitja við borðið, virða fyrir sér girnilegu skálarnar á borðinu - allar með einhverju sem þeim þótti gott - og batt síðan fyrir augun þeirra og sagði þeim að ég myndi gefa þeim smakk af einhverju úr skálunum og þau áttu að reyna að átta sig á því hvaða skál ég tók úr. Svo gef ég þeim eitt eða tvennt sem þau elska - til að gefa þeim öryggi og vissu um að þetta væri gaman, þau þekktu matinn. En, svo gaf ég þeim að smakka eitt stykki úr földu skálunum það sem þau höfðu aldrei viljað smakka - og svei mér þá - þau borðuðu - reyndar ekki alveg með bestu lyst og frekar hugsi, en gátu náttúrulega ekki getið uppá hvaða kræsingar það voru sem ég gaf þeim. Næst gaf ég þeim úr því sem þau þekktu og svo aftur úr földu skálunum, og svo koll af kolli.

Þau voru ekki mjög hrifin þegar ég leyfi þeim að uppgötva að ég hafði snúið á þau, en þau voru samt hissa á því að ekkert af því sem þau smökkuðu úr "vondu" skálunum skildi hafa drepið þau. Ég fékk þau til að smakka aftur án "blindfold" og ég gruna að foreldrar þeirra eigi eftir að verða hissa þegar þau vilja meira en þau voru vön áður en þau komu hingað.

Með svona leikjum, leikjum sem virkja börnin - er hægt að gera stórvirki í að fá börn til að gera hluti sem það fengist aldrei til ef eingöngu væri notað strangur agi eða gal  og gól. Málið er að börnin hafi líka gaman af og finnist þau vera cool töffarar í því að geta leyst þrautir eða gert eitthvað merkilegt eins og hluti sem okkur þykir lítið mál með góða sjón en gætum eiginlega ekki án sjónarinnar.

Reyndar væri hægt að vinna svona líka í unglingum og jafnvel sumum fullorðnum líka. Virkja fólk frekar en að refsa eða skamma og nöldra. Ég t.d. bjó á leiðinlegum stað fyrir nokkrum árum þar sem mikið var af börnum á öllum aldri í allt í kring. Reynt hafði verið að útbúa falleg blómabeð um langt skeið hjá þessu húsi, sem er fjölbýli, en börnin í hverfinu höfðu alltaf skemmt beðin og jafnvel börn lengra frá verið að skemma. Ég virkjaði öll börnin í það að koma og planta sínu eigin blómi, einu fyrir sig og einu fyrir pabba og þriðja fyrir móður sína. Síðan fékk ég þau til að samþykkja það að þau yrðu að passa extra vel uppá að engin kæmi og skemmdi blómabeðið og þar með þeirra eigin blóm. Sagði þeim að engin í nágrenni þeirra ætti svona garð, garð með blómum sem þýddu þau sjálf og foreldrar þeirra. Fékk þau til að sameinast í því að hafa augu með því að engin ókunnur myndi koma að drepa blómin þeirra og einnig til að taka arfa eða steina úr beðinu ef þau sæju slíkt þar. Vitið þið hvað - jú mikið rétt - mér var sagt að þetta hafði verið fyrsta sumarið í mörg ár sem fallegur blómagarður fékk að lifa og blómstra við þetta hús í heilt sumar.

Málið er líka að koma fram við börn og unglinga eins og við viljum láta koma fram við okkur sjálf, með virðingu en ekki látum og æsingi. Ef við vinnum börnin á okkar band, fáum þau til að vera með okkur í hlutunum - ekki ætlast til að þau bara geri eins og maður segir - og höfðum til samviskusemi þeirra og ævintýraþrá - þá er okkur allir vegir færir í því að hafa hlutina ætíð eins og við viljum hafa þá og engin vandamál. Börnin okkar eiga það skilið að við virðum þau og kennum þeim af virðingu en ekki með skipunum og valdi.

En, stoppum hérna. Ég er svo fenginn að tölvan hefur ekki ennþá frosið og því ætla ég að flýta mér að henda þessu inn til ykkar. Þetta var bara létt og kát hugleiðing inn í helgina sem er að nálgast óðfluga. Vonandi eigið þið öll yndislegan Föstudag og stórkostlega helgi framundan. Þið sem eruð í fríi, njótið vel - þið sem vinnið vaktavinnu - gangi ykkur vel og farið nú öll vel með ykkur. Hugs and kisses all over bloggheima...

InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 2.5.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli maður skreppi ekki í lax á morgun með börnunum, kannski þau byrji svo að borða hann

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2008 kl. 01:35

3 Smámynd: Tiger

Jamm, um að gera að prufa að leyfa börnunum að "veiða" matinn - þá munu þau örugglega vilja smakka hann líka Jóna mín. Knús á þig og góða veiði ..

Hólmdís mín;  bros og knús til baka...

Tiger, 2.5.2008 kl. 02:05

4 Smámynd: Tiger

Knús á þig Helga mín og góða hattaskemmtun á næstunni ....

Tiger, 2.5.2008 kl. 03:14

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott og til fyrirmyndar hjá þér, börn eru nefnilega líka fólk

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 06:29

6 Smámynd: Helga skjol

Hef sagt það áður og seigji það enn, þú ert alger snilld, viltu koma í heimsókn og siða kútinn minn, nei nei bara grín.

Eigðu ljúfan dag kæri tíci

Helga skjol, 2.5.2008 kl. 08:00

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

satt segirðu Tígri minn góður. ég held að mín börn eigi alveg til gikkshátt, en það reynir sjaldan á það þegar þau eru hjá mér, þar sem pabbi þeirra er svo mikill sælkeri (lesist - gikkur) og því yfirleitt kræsingar á borðum

en það sem þú segir í lokin „að koma fram við börn og unglinga eins og við viljum láta koma fram við okkur sjálf, með virðingu en ekki látum og æsingi“ tek ég 100% undir. þótt það sé ég sem hafi úrslitavaldið með ákvarðanatöku, fá þau að vera með í ráðum. þótt ég sé pabbi gamli sem ráði, kýs ég að koma fram við þau sem jafningja mína að flestu leiti. með að bera virðingu fyrir þeim kenni ég þeim að bera virðingu fyrir mér.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 10:46

8 Smámynd: Tiger

Herbert; Knúserí gerir engum mein, meina - knús á þig og kreist líka. Knúserí er bara gott og flott.

Jónína mín kæra Dúa; Svo mikið satt - börnin eru nefnilega líka fólk. Dúllerí á þig..

Helga mín; Þú ert rúsína, og ég elska rúsínur... eigðu ljúfan dag líka.

Brjánn minn ljúfi boxer; Alltaf flottastur, hvernig er annað hægt en að langa til að knúsa þig í mjél. Börnin þín eru heppin, eiga greinilega yndislegan föður í þér amigo. Knúsípúsí minn ljúfi.

Tiger, 2.5.2008 kl. 12:59

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það væri nú óskandi að fleiri mundu skilja það að börnum ber að sýna virðingu,
Og það er rétt hjá Brjáni, þó að við ráðum þá verða þau að finna að þau séu jafningjar okkar.
                                Knúsi knús til þín Tiger míó míó.
                                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.5.2008 kl. 13:19

10 Smámynd: Tófulöpp

Tiger... Þú ert algjör snillingur. Þau eru heppin þessir grislingar sem þú tekur að þér. Og þú munt uppskera eins og þú sáir í þeirra sálir.

Tófulöpp, 2.5.2008 kl. 13:39

11 Smámynd: Tiger

 Já Milla mín, virðing er málið ætíð. Brjánn er góður, örugglega ljúf krílin hans og full virðingar fyrir pabba gamla..

Tófulöpp; Thx mín kæra löpp, maður á að huga að því að maður uppsker alls staðar eins og maður sáir. Sýnum lífinu almennt virðingu og þá mun fleira ganga vel upp hjá manni.

Tiger, 2.5.2008 kl. 13:43

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú ert sniðugur Tící. Ég notaði þetta töluvert á mínar þegar þær voru yngri en svo virkaði þetta illa þegar þroskinn fór að segja til sín. Þegar önnur sagði við mig: "heldurðu að ég sé vitlaus"  þá hætti ég þessu

Huld S. Ringsted, 2.5.2008 kl. 15:25

13 identicon

Ohhh... ég á einn gemling sem borðar bara rautt úr eggi.  Hann er að verða 8 ára, og ég er eiginlega komin á þá skoðun að hann drepist úr næringaskorti. 

Ég er að hugsa um að senda orminn til þín í viku.  Er það ekki bara díll  Tící ??

Þú ert snillingur.  Það er hverju orðinu sannara.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 16:16

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sniðug ,,trix" hjá þér Spékoppur. Ég er svo mikill krakki sjálf að ég hef ekki minna gaman af svona leikjum en krakkarnir!  .. Fékk pjakkana tvo sem mest eru hjá mér, dótturson og stjúpson til að aðstoða mig við að brjóta saman þvott, sem er annars ekki eitt af mínum uppáhaldshúsverkum. Síðan þóttist ég ekki vita hver ætti hvaða föt úr þvottahrúgunni þegar ég var að sortera á fjölskyldumeðlimi og það þótti þeim bráðfyndið, skellihlógu og leiðréttu mig þegar ég setti blúnduverk heimasætunnar í fatastafla heimilisföðurins. Allt í einu fattaði ég að það var ógeðslega gaman að brjóta saman þvottinn! hehe.. Sjálfsefjun hvað ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.5.2008 kl. 16:18

15 Smámynd: JEG

Þú ert nú alger snillingur. Knús á þig góði.

JEG, 2.5.2008 kl. 22:33

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér finnst mjög leiðinlegt að mega ekki vera að því að lesa bloggin núna....er að vinna 12-14 tíma á sólahring......Enég á það bara til góða að kíkja á þig á mánudaginn þegar mesta törnin er búin,

knús á þig .

Solla Guðjóns, 2.5.2008 kl. 22:43

17 Smámynd: Sigrún Óskars

Vá hvað þú ert frábær og hugmyndaríkur. Væri til í að koma sjálf í "pössun" til þín.

Rétt hjá þér að maður á að koma fram við unglingana með virðingu. Unglingurinn á heimilinu er bara einn af okkur (við erum þrjú í heimili núna) og hefur atkvæðisrétt eins og við í allri ákvarðanatöku t.d. þegar verið er að skipuleggja ferðalög. Hann kemur oft með skemmtilegar hugmyndir og hans skoðanir eru jafnháar okkar. Þegar hann eldar þá ræður hann hvað er í matinn - þannig fæst hann til að elda.

knús og kveðjur til þín - það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt.  

Sigrún Óskars, 2.5.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband