Ef sá óþolinmóði verður dæmdur og fær sekt - þá eiga trukkabílstjórar að safna fyrir sektinni og borga hana!

  Já, það var nefnilega það. Hversu langt eru menn tilbúnir að ganga? Mótmæli á vitlausan hátt og á vitlausum stað geta alltaf skaðað þá sem síst skildi. Hamagangur í umferðinni skapar miklu meiri leiðindi en annað að mínu mati. Frekar hefði átt að leggja fukk .. nei trukkunum á bensínstöðvunum og blokka umferð um þær. Þá hefðu almennir borgarar ekki lent í vandamálum vegna heimskulegra aðgerða í umferðinni. Hvað nú, verður blessaður maðurinn óþolinmóði sakfelldur og ákærður - vegna mótmælaaðgerðanna? Ef blessaðir trukkakarlarnir hefðu mótmælt á réttum stöðum hefði sá óþolinmóði ekki lent í þessum hamagang og allt til friðs í umferðinni. Trukkakarlar - takið fjandans trukkana burt af gatnakerfi borgarinnar og parkerið þeim á réttum vettvangi - á bensínstöðvunum.

  Það er eins gott að hafa augun lokuð þegar maður ferðast til Ítalíu! Karlmaður hefur verið dæmdur í 10 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stara of ákaflega á konu sem sat gegnt honum í lestarvagni - halló - hvað er að? Allt er nú hægt að kæra! Í þessu tilfelli tel ég að eitthvað mikið hafi verið að konunni, taldi í eitt skipt að maðurinn hafi setið "of nálægt" sér og í hinn staðinn að hann hafi starað of mikið á hana... díses, hefði maður ekki bara staðið upp og fært sig - eða bara horft eitthvað annað en á móti? Auðvitað er það dónaskapur að góna á fólk, en þetta er bara hillaríus kjánaskapur. Gaurinn ætlar að áfrýja dómnum til æðra dómstigs..

  Nú er í skoðun hjá Heilbrigðisráðuneytinu hvort það eigi að byrja að rífa peninga af þeim sem mest þurfa lyf vegna veikinda. Allir borgi að hámarki 40 þúsund krónur!!! Bíddu við - þetta er hugsanlega allavega hálf mánaðarlaun þeirra verst settu, og hverjir eru verst settir? Jú, öryrkjar sem glíma við mikil veikindi og þurfa lyf og meðferð.

Hjálpi mér, er ekki alveg nóg lagt á það vesalings fólk sem stendur í stanslausum veikindum - eru oftar en ekki komin á örorku vegna veikindanna - þurfa mikla læknisaðstoð og lyf? Nú á að fara að ráðast enn frekar á fátækrabudduna! Skammist ykkar þarna í ríkisstjórn ef af þessu verður! Heilbrigðisráðuneytið er til skammar með þessari skoðun/aðgerð! Vonandi fellur þetta um sjálft sig!

  Ótrúlegt að fylgjast með því þegar Abbas hélt ræðu hjá Forseta Íslands. Hann flutti ræðuna á Arabísku! Hallóhalló... Mikið skelfing er það fávitalegt þegar forsetar, ráðamenn og fyrirmenn sýna ekki lágmarks vilja til að læra ensku - þar sem enska er mest notuð til að allir geti skilið það sem fer fram hér og þar. Þetta minnir mig á það heimskulegasta sem ég hef um æfina lent í - á Spáni - þegar maður er að taka leigubíl og reynir að útskýra á ensku hvert maður vill fara - fyrir gömlum spánskum karlskörfum sem neita að tala annað en spænsku. Mér finnst að allir sem standa í þjónustu eða verslun - þurfi að kunna að lágmarki ensku - sérstaklega þeir sem vinna fyrir sér með því að annast túrhesta um allar tryssur. Aumt að þurfa að handapatast um allt þegar fólk leggur ekkert af mörkum á móti...

  Love you all ...


mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Vá hvað þetta er góð hugmynd fyrir trukka kallanna - teppa bensínstöðvarnar! Ég hef ekki lent í þessum trukka mótmælum sem betur fer, ég yrði frekar pirruð. Þeir voru hérna á Álftanesinu í morgun á meðan ég var í vinnunni - tek það sem tillitsemi við mig - he he.

Rétt hjá þér með fátækarabudduna - alltaf verið að reyna fá meira og meira frá þeim sem minnst hafa.

Svo er ég fegin að vera hætt að taka strætó - sat nefninlega og starði á fólk. Var aldrei kærð sem betur fer.

Þetta með tungumálin minn kæri - ég held að fleiri tali spænsku en ensku í heiminum, en ekkert jafnast samt á við hroka frakkana sem vilja að allir tali frönsku.  Adios mi amigo!

Sigrún Óskars, 22.4.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Tiger

  Já Sigrún, Spænska er útbreyddust en það eru fleiri sem skilja og tala ensku yfir höfuð samt sem annað tungumál og ætíð hægt að bjarga sér á því tungumáli. Trukkamótmæli á Bensínstöðvum hefur komið upp af og til á blogginu og ég er á sama máli með það ...

Tiger, 22.4.2008 kl. 20:01

3 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

bara að kvitta fyrir forvitni mína og vá hvað þú átt marga flotta kalla

Dísa Gunnlaugsdóttir, 22.4.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Tiger

  Takk fyrir Dísa mín.. alltaf gaman að sjá ný andlit. Alltof sjaldan sem ný andlit sjást yfir höfuð. Nú kíki ég á þig og sendi inn einhvern hamagang hjá þér .... eigðu ljúft kvöld!

Tiger, 22.4.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þeir meiga alveg teppa bensínstöðvarnar.... ég ætla að fara og flýta mér að taka olíu

Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 20:28

6 Smámynd: Tiger

  Usss... mín kæra pokamær, maður labbar bara framhjá þeim á bensínstöðinni með bensínbrúsa og verzlar ef maður er í vandræðum. En næsta víst að svona aðgerð myndi strax hreyfa við stóru köllunum og þá fyrst myndi eitthvað raunverulega fara að gerast - annað en að menn séu að missa þolinmæði og fá sektir hingað og þangað vegna fíflaláta í umferðinni.

Tiger, 22.4.2008 kl. 20:38

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér finnst hann hefði átt að flytja ræðuna á dönsku.

en án gríns þá hafa væntanlega verið túlkar á staðnum (?)

talandi um tungumál. vissirðu að helv... norsararnir hafa lagt undir sig Discovery channel? nú er ekki hirfandi á þá stöð lengur. allt talsett á norsku, á kvöldin allavega. bara Mythbusters sem enn tala ensku. það verður ekki langt í það að þeir verði bæði óskiljanlegir og óþolandi norskutalandi njólar.

Brjánn Guðjónsson, 22.4.2008 kl. 20:44

8 Smámynd: Tiger

  Sammála þér Boxari góður, óþolandi og ólíðandi þegar verið er að talsetja efni á hinum og þessum tungumálum í stað þess að texta bara dótið. Mér leiðist heil ósköp að horfa á efni eins og t.d. bíómyndir sem hafa verið talsettar, raunverulegir leikarar missa þar með röddina og afkáraleg talönd sett inn í staðinn.

Jú, það hlýtur að vera að þýðandi/túlkur hafi verið á staðnum. Kannski hefði verið betra að hlusta á ræðuna á Dönsku, myndi allaveg hafa skilið það betur en Arabískuna - þannig séð náttúrulega.

Tiger, 22.4.2008 kl. 21:01

9 identicon

Eru þessir menn á launum við að reikna út að öryrkjar og aðrir er hokra á fátæktarjaðrinum eigi nú alveg nóg fyrir lyfjum líka!

Fá verðlaun frá mér því aðra eins verðlauna hálfvita er án efa erfitt ef ekki ómögulegt að finna. Andskotans rugl

knús minn kæri

ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:37

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

   á heilbrigdiskerfid á Islandi bara ..thetta er endalaust bara..er virkilega endalaust hægt ad taka vesalings sjúklinga og bara i thurrt lon og don? Fólk sem á nú yfirleitt ekki mikid fyrir er thad sem svona ákvardanir koma vest nidur á  thetta eru bara fávitar fyrirfgefid sem stjórna thessu landi 

Eigdu gódan dag Tiger, knus og krammar   

María Guðmundsdóttir, 23.4.2008 kl. 08:29

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ef við kynnum að mótmæla (trukkabílstjórar líka) stæðum við upp af okkar feitu rössum og leggðum bílunum og trukkunum. Hjóluðum, tækjum strætó, gengjum o.s.frv. EN landinn er allt of rassþungur til að gera það, svo við erum ,,stuck" í þessu kerfi á meðan við sitjum í bílunum í hægagangi og eyðum enn meira bensíni. Og hana nú!..  Afsakaðu mikið ,,rasstal" ....  en finnst hann vega þungt í þessu máli!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.4.2008 kl. 08:35

12 Smámynd: G Antonia

Er ekki japanska eða kínverska mest talaða mál í heiminum, þarnæst spænska og síðan enska.   Þetta með þegar myndir og allt í sjónvarpinu er talsett eins og á Spáni og í þýskalandi - þá bara lærir ekki fólkið hin einföldustu orð á ensku - asnalegt! þegar Brad Pitt og hinir fá aðra rödd og tungumál. ..... 
Gott að ég er að fara til Spánar en ekki Ítalíu... ef ég fengi *störu*

Þetta er nú ekki í lagi þarna í "heilbrigðisráðuneytinu" omg maður verður reiður að hugsa þetta hvað þá....

Ennnnnnn er að fara til Espania í dag, kem eftir ca viku, Adjos amigo - hasta luego!!!!!!!

G Antonia, 23.4.2008 kl. 09:39

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig elsku vinur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:16

14 identicon

Sko ... ég er ekki sammála þér núna, Trukkabílstjórar eru að vinna á allra þágu. Fólk á að gleðjast yfir þessu og taka þátt.  Það eru ekki bara þeir sem fá bensínið ódýrara ef þetta tekst. Heldur öll þjóðin.  Fólk ætti bara að skammast sín til þess að taka þátt i þessu og styðja við bakið á einu mönnunum sem eru að GERA eitthvað. Hinir sitja við eldhúsborðið og röfla.

Mér finnst þetta frábært hjá þeim, og þegar þeir eru búnir að þessu, þá meiga þeir halda áfram og fá allskonar aðra lækkun í gang líka, eins og matarverð, og fleira.  GOTT HJÁ ÞEIM

Knúsa þig svo í tætlur ástarpungur, og krem þig í takt.

Múss !! 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:45

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 24.4.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband