Þjófnaður á flugvöllum er eitthvað sem lengi hefur viðhafst, einnig smygl og önnur vandamál.

  Kemur mér svo sem ekkert á óvart að starfsfólk á flugvöllum víða séu oft á tíðum hálfgert glæpahyski. Það hlýtur að vera líkt og í öllum starfsstéttum og í öllum þjóðfélagshornum - að alls staðar leynast óheiðarlegir og óprúttnir aðilar sem eru öðrum til minnkunar.

Starfsfólk á flugvöllum heims hafa að öllu jöfnu mikinn aðgang að góðum leiðum til að lauma hinu og þessu hingað og þangað. Sannarlega hafa ákveðnir starfsmenn góðan aðgang að miklum verðmætum líka sem felast oft á tíðum í farangri þeirra milljóna ferðamanna sem oft kaupa mikil verðmæti og ferðast með slíkt góss, slíkt gæti sannarlega freistað óheiðarlegra starfsmanna.

  Sjálfur hef ég lent þrisvar í því að stolið hefur verið frá mér - úr farangri - frá því að ég innrita töskur og þar til ég tek þær aftur á færibandi heima við. Þetta á sérstaklega við um það sem sett er í hliðarhólf eða í ólæstar töskur - eins og var í þau skipti sem ég hef lent í. Reyndar var ekki um mikil verðmæti að ræða, en skartgripir og úr - sem og myndavél, fleira smálegt hefur horfið frá mér.

Sannarlega eru ekki nema bara örfáir einstaklingar sem eru svona óheiðarlegir - enda örugglega ekki oft sem þjófar komast lengi upp með svona ránsleiki þar sem fólk almennt hlýtur að kæra og því ætíð örugglega komið upp um slíkt fljótt. Ég er handviss um að meirihluti fólks sem vinnur svona störf er heiðarleikinn uppmálaður og ekkert uppá það að kvarta - en sauðirnir eru alltaf til staðar og sverta ímynd þeirra sem eru heiðarlegir.

  Kíki á alla mína bloggvini í dag og kvöld. Hef lítið verið á ferðinni um helgina og lítið athugasemdast - en þið fáið ykkar skammt á næstunni. Er búinn að vera í nokkra daga að skrifa, laga til og þýða upplýsingar sem fjalla um tengingu afmælisdaga okkar við tré náttúrunnar og hvað hvert tré hefur að segja um einstaklinga sem tengjast viðkomandi tré. Set þessar upplýsingar örugglega inn í dag eða kvöld með von um að þið hafið ánægju af - og ykkur til fróðleiks um ykkar eigin tengingu þar sem þið getið fundið út hvaða tré þið eruð, þannig séð. Hafið góða viku framundan kæru bloggvinir og aðrir bloggarar.


mbl.is Starfsmenn á flugvelli Madrid handteknir fyrir eiturlyfjasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Varstu nokkuð að fljúga með British Airways þegar það var stolið frá þér? Það flugfélag er frægt fyrir að týna farangri. Einu sinni kom farangurinn minn ekki með réttri vél, svo var hringt í mig og mér sagt að ég mætti sækja hann á Heathrow. Þegar þangað kom var mér vísað í skemmu á stærð við Laugardalshöllina og þar var allt fullt af töskum upp í rjáfur. Bara þetta eina flugfélag með allar þessar týndu töskur.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það eru allstaðar í öllum störfum óheiðarlegt fólk, því miður.
Á flugvöllum er þetta afar slæmt ástand því t.d. erlendis fást ekki góðir menn í öll þessi störf. Á Íslandi hafa komið upp nokkur slík tilfelli þar sem þurfti að vísa mönnum brott úr starfi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 16:12

3 identicon

Það virðist vera alveg sama a hvaða starfsvettvang við horfum, það er alltaf óheiðarlegt fólk inn á milli. Því miður.

En þetta er nú kanski bara eðlilegt eða hvað ?

Knús og klemm og mússímúss á þig sæti strákur.. "GLOTT" 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Alls stadar svartir saudir hef reyndar ekki lent i ad frá mér sé stolid..en hef nú samt heyrt um dæmi thess óskemmtileg reynsla  eigdu góda viku Tiger,knus og krammar

                                                     

María Guðmundsdóttir, 21.4.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, og meira að segja prestar hafa stolið kirkjusjóðnum, ekkert er mönnum heilagt.  Hafðu það gott skottið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:47

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég hef nú ekkert lent í þjófnaði eða glæpum á flugvöllum enda ferðast ég ekkert mikið.....En ég hef verið meðhöndluð sem glæpamaður á Alecanteflugvelli á Spáni.....útaf herbalifedós og vindsængurpumpu sem ég var með í handfarangrinum bissur og læti.....ég sem þori einu sinni ekki að smigla síkarettupakka

Svo bara knús fyrir hvað þú ert skemmtilegur

Solla Guðjóns, 21.4.2008 kl. 22:22

8 identicon

Enginn ennþá þorað að stela af mér á ferðalögum mínum um heiminn enda farangurinn kyrfilega merktur Ofurskutlan og það segir allt sem segja þarf!

knús og tilheyrandi

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 23:04

9 identicon

Hvar er Tigercopper ?  Er hann tíndur ?

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 23:09

10 Smámynd: G Antonia

Hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út með tenginguna við afmælisdagana og tré náttúrunnar
Ég hef nefnilega þá áráttu að tré gefi okkur orku - lærði að "faðma tré" á heilsuhæli í útlöndum
- Ekki svo langt síðan stolin var handtaska af mér í búð á Spáni, ég rétt leit undan og varð ekki var við neitt .... en aldrei í sambandi við flugvél né flug "thanks God"
Ljúfa daga framundan

G Antonia, 22.4.2008 kl. 01:03

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef verið heppin á mínum ferðalögum, ég hef ekki týnt tösku og engu úr tösku heldur.  Kannski er það kraftaverk  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:09

12 Smámynd: Tiger

   

Úff... ég held að ég hafi nú bara aldrei hamast eins mikið við að setja niður pistil handa nokkrum áður - en hvað gerir maður ekki fyrir svona yndislega bloggvini.

þið eruð öll bara æði sko! þakka ykkur öllum fyrir innlit og komment hérna. Knús og klemmerí á ykkur öll - líka þig Guðrún mín - og nei - ég er sko ekki týndur tótally. ;)

Tiger, 22.4.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband