18.4.2008 | 13:17
Ótrúlegustu sjúkdómar gætu fylgt hinum saklausustu heimilisvinum...
Allir vita að flugur geta borið með sér bakteríur og sjúkdóma. Talið er að á síðasta ári hafi 1,2 milljónir manna látist af völdum hinnar "saklausu" húsaflugu sem allir þekkja. Sú saklausa sem flögrar svo vinsamlega og ljúf um híbýli okkar daginn út og inn að sumarlagi getur borið með sér bakteríur og sjúkdóma á borð við mislinga, skarlatssótt,taugaveiki, berklaveiki, svartadauða, blóðkreppusótt, listeriu, campylobacter, salmonellu, cycospora, cryptospoidium, E-coli 057 og fleiri skaðmiklar bakteríur...
Húsaflugan er 5-8mm að stærð og verður kynþroska eftir 7-14 daga. Hún verpir allt að 130 eggjum í einstöku varpi og er líftími hennar frá 30 dögum til 5 mánaða. Húsaflugan hefur rana í stað munns sem sogar næringuna upp. Þær hrækja fyrst meltingarsafa til að leysa upp efni í fæðu, saur eða sorpi. Þær dreyfa sýklum þegar þær setjast á matinn því um leið og þær fljúga upp - skíta þær þeim efnum sem þær sugu síðast - en það gæti verið hundaskítur fyrir utan húsið þitt eða eitthvað frá öskuhaugunum. Húsaflugan ferðast allt að 20 kílómetra frá þeim stað sem hún klekst út.
Ef fólk vill losna við húsafluguna úr híbýlum sínum er öruggasta ráðið og það besta - að láta meindýraeyði úða fyrir henni sem og öðrum flugum sem hrjá fólk. Best er að gera það strax og menn verða varir við húsfluguna á vorin til að stoppa varp hennar og næstu kynslóðar. Auðvitað er hægt að setja upp alls skonar flugnanet fyrir glugga og hurðir til að varna flugum inngöngu í híbýli manna.
Það má aldrei úða í mykjuhauga eða inni í gripahúsum með dýrin inni og yfirleitt á alls ekki að úða með skordýraeitri þar. Fólk sem þarf að fá meindýraeyði skal óska eftir að fá að sjá starfssskírteini gefið út af Umhverfisstofnun og eiturefnavottorð útgefið af sýslumanni/lögreglustjóra. Einnig er mikilvægt að vita hvort meindýraeyðirinn hefur starfsleyfi í viðkomandi sveitafélagi.
(Upplýsingar úr 24stundum, Guðmundur Óli Scheving skrifaði)...
Og ég sem hélt alltaf að þessar blessuðu húsflugur væru sauðmeinlausar og engin sérstök hætta fylgdi þeim. Nú sér maður fram á að endurskoða þessar saklausu pöddur, en það er bara nánast útilokað að halda þeim úti - þær hafa alltaf einhverjar leiðir til að komast inn hjá manni. Maður nennir varla að hafa net fyrir öllum gluggum og hurðum - eða allt lokað yfir sumartímann.
Engin nauðsyn er að commenta á þennan pistil, henti þessu bara inn að ganni og okkur til fróðleiks. Eigið góðan dag ljúflingar...
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Eitt ágætis ráð (fyrir þá sem geta) er að 'ráða' í vinnu eitt stykki kött, þeir háma þetta allt í sig með bestu lyst ;) ég hef a.m.k. ekki séð eina einustu pöddu eða flugu síðan að senjor cato mætti á svæðið fyrir ca. 2 1/2 ári síðan...
Einnig leigði hjá mér könguló einu sinni, og hún stóð sig með prýði líka :)
kiza, 18.4.2008 kl. 13:35
hahaha ... svo mikið til í þessu með kisurnar - veiðieðlið og forvitnin sér um að þær klári upp flugnaskammtinn á heimilinu. Reyndar ekki mikið fyrir köngulær - en þær vinna auðvitað mikla vinnu í spinning the fly... :)
Tiger, 18.4.2008 kl. 16:15
Er einmitt með eina kisu hérna og var að horfa á hana reyna að ná flugu i loftinu. Gekk ekki vel. Sama hvað hún reyndi, hún komst aldrei nógu hátt. Gaman að fylgjast með.
Eigðu góða helgi.
Anna Guðný , 18.4.2008 kl. 21:15
Ég er að hugsa um að fá mér net fyrir gluggana, svo ég fái ekki geitunga inn til mín í vor og sumar. Mér er sama um allar aðrar flugur, býflugur, hrossaflugur, húsflugur, og líka köngulær. Það verður allt vitlaust á mínu heimili ef geitungur kemur inn, svona smá móðursýki. En kisurnar mínar bjarga oft okkur fólkinu frá þessum skaðræðis kvikindum GEITUNGUNUM Góða helgi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.