Ef þið klikkið á þessa mynd þá sjáið þið öll smáatriðin sem ég hripaði niður á blað og hafa öll að geyma miklar upplýsingar um mig sjálfan! Ég sendi þetta náttúrulega inn á einkamálasíðu í Bandaríkjunum - ásamt góðri og vel valinni mynd - og ég trúði varla eigin tölvu þegar ég skoðaði afraksturinn eftir daginn - 378 bónorðssvör og kynlífstilboð! Geri aðrir betur ... er á leiðinni erlendis í svallferð.
Nei, þetta var bara heljar mikið grín og sannarlega ekkert til að taka sér til fyrirmyndar. Rakst bara á þetta á netflakki og fannst það snilld - var að hugsa um að taka þetta út og skrifa þetta á íslensku og ramma inn - gefa svo börnunum í ættinni svona í afmælisgjöf, ef ég nennti... en það er nú önnur ella - en alls ekki slæm hugmynd að dreyfa svona jákvæðni í börnin. Segja þeim að þeta eigi þau að lesa á hverjum degi og hafa þetta á bakvið eyrun. Jákvæðni er mikil gjöf sem ekki er öllum gefin, en allir geta tamið sér að meðtaka jákvæðni ef þeir bara hafa eitthvað svona fyrir augunum og sjá þetta af og til - málið er að það jákvæða myndi síast smá saman inn og á endanum myndi hún skila sér duglega til baka...
Vitið þið hvað - ef maður hefði svona "jákvæðnislista" t.d. í einu horni baðherbergisspegilsins - þá myndi maður ósjálfrátt lesa hann af og til á meðan maður væri að tannbursta sig eða þvo hendur eða nota tannþráð eða eitthvað álíka. Við erum svo skrítin mannfólkið að við þurfum eitthvað til að horfa á, á meðan við dundum okkur við smáatriðin - og ljúf falleg og jákvæð orð eru það langbesta veganesti inn í daginn sem maður getur fengið inn með morguntannburstun. Ég mana ykkur til að prufa þetta og sjá til eftir viku eða mánuð hvort þið séuð ekki farin að hugsa um þessi jákvæðu orð ykkur til gleði og meiri jákvæðni að þeim tíma liðnum. Nú, ef þið eruð nú þegar óbilandi jákvæð - þá mæli ég með öfugum lista náttúrulega - þeim svartsýna.
Þessi mynd skýrir sig algerlega sjálf og þarf mjög litla hjálp til að koma meiningu sinni fullkomlega til skila.
Það gefur auga leið að ef við sýnum náungakærleik og virðingu, sýnum öllum jafna alúð og manngæsku og við sjálf myndum óska okkur til handa - þá yrði lífið mun yndislegra og mun meira þess virði að lifa það.
Munið bara að við erum öll - og þá meina ég algerlega öll - af Guði sköpuð og það er hans ósk og okkar skipun að vera góð hvert við annað. Man eftir einhverri færslunni hérna á blogginu þar sem ég kom inn með athugasemd um að við ættum að fara öll út að morgni með það í huga að reyna að gera minnst eitt góðverk þann daginn sem og alla daga og myndi slíkt rúlla upp mikilli góðmennsku um heiminn (munið þið eftir myndinni um þetta?). Ég hef mikla trú á að góðverkin skila sínu og koma ætíð á einhvern hátt til baka til okkar í einhverju formi.
Alltof mikið er af þeim sem sennilega hafa aldrei framið góðverk, að því er virðist. Netið er t.d. ekki á neinn hátt öðruvísi en lífið sjálft og á netinu grasserar oft mikil illska, fyrirlitning og/eða öfund í garð þeirra sem kannski eru sjáanlega á einhvern hátt betri, heiðarlegri eða öðruvísi en normalið er talið eiga að vera. Ótrúlegt finnst mér t.d. að sjá þegar nafnlausir aðilar óinnskráðir eru að kasta ljótu og meiðandi efni inn á færslur þeirra sem til dæmis eru að blogga hér og annars staðar. Þeir aðilar sem slíkt stunda ættu sannarlega að hafa miða út um alla íbúð sína sem segja "ég ætla ekki að vera með skítkast á neinn í dag" eða "í dag ætla ég að breyta til og prufa að hrósa einhverjum". Hver veit, kannski myndi það gleðja og örva þann sem aldrei hefur prufað - svo ég hreinlega mana þá sem henda skít daglega - að prufa að setja skítkastið ofaní skúffu næst þegar þeir fara á netið - og gera tilraun, hrósa, tala fallega um einhvern, segja eitthvað styrkjandi eða bætandi. Ég er sannfærður um að áður en skítkastarinn veit af þá verður hann búinn að gleyma skítbyssunni í skúffunni og er miklu ánægðari en áður.
Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að rekast á svona ráðleggingar og óskir. Það er svo mikið endalaust gaman af því að það virkilega þurfi að setja svona upp sum staðar - en málið er að það þarf virkilega. Ótrúlegt en satt, til dæmis eru margur karlpeningurinn sem hreinlega getur engan vegin stýrt og miðað bununni ofaní Wc eða skál á vegg. Fannst það óendanlega fyndið þegar ég rakst á blogg (held að það hafi verið hjá Boxaranum okkar) einhvern daginn um að það væru fallegar Gínur í gluggum um allt salernið einhvers staðar erlendis - hélt að það væri alveg nóg um að menn geti ekki miðað beint hvað þá ef það eru fullt af tælandi módelum í glergluggum um allt salernið og menn að snúa sér hægri og vinstri til að skoða - á meðan þeir skvetta úr sokknum.
Reyndar gruna ég að neðri óskin sé óþörf. Enda held ég nú að konur sannarlega sitji kyrrar á sama stað allan tíman sem athöfnin tekur. En ég veit það náttúrulega ekki - er það annars ekki þannig með ykkur dömur mínar? Sitjið þið ekki grafkyrrar á meðan þið eruð að fremja þessa hefðbundnu athöfn?
Jæja, þá er þessari jákvæðnifærslu lokið hér með. Ætla að fara að kíkja blogghringinn og skoða allar nýjar færslur hjá ykkur. Vonandi hafið þið nú dásamlega nótt framundan og yndislegan dag á morgun. Ef ég gæti þá myndi ég taka ykkur og knúsa ykkur í tætlur hvert og eitt... love you all!
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú ert tær snilld maður. Gaman að þessu. Kvitt frá mér.
JEG, 17.4.2008 kl. 00:21
Takk fyrir pistilinn, ég sit allan tímann.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.4.2008 kl. 00:23
Takk fyrir innlit elskurnar.
JEG: Takk ljúfan og knús á þig..
Jóna mín: Gott að vita að þú ert ekkert á rápinu sko.. *bros*.
Tiger, 17.4.2008 kl. 00:25
Tillitsemi & nærgætni á alltaf jafnrétt á sér, í net- sem ketheimum.
Ég er alltaf ztillti zdrágurinn, zit líka, læt mig hafa það þó að vatnið sé oft fjandi kalt...
Steingrímur Helgason, 17.4.2008 kl. 00:26
Hahaha ... Zteini, þú ert alger snilld drengur. Ekki skrítið þó mér þyki vænt um þig kaddl og telji mig heppinn að hafa náð að kynnast þér á lífsrúntinum. Ég veit að þú ert alltaf stilltur ----> NOT! Alltaf gott að kæla sig obbolítið sko.. *birrrrr*.
Tiger, 17.4.2008 kl. 00:30
þú ert yndi minn kæri ætti að vera til eitt eintak af þér á hverju heimili hafðu góðan morgundag
Brynja skordal, 17.4.2008 kl. 00:58
Takk mín kæra Brynja, ekki ert þú nú af verri endanum skal ég segja þér. Knús á þig ljúfan og eigðu góða nótt.
Tiger, 17.4.2008 kl. 01:08
ertu að meina að þú hafir koxað á einkamálasíðunni í Turkmenistan? ertu þá bara orðinn staðal Hrenfuveiðimaður?
hehe, eitthvað rámar mig í skrif um gínur og salerni. man samt ekki hvort það var fjaspistill hjá mér eða eitthvert tuðkomment, kannski á þínu bloggi
næs tú hev jú bakk, Tígri. ég var sko ekki að njóta mín í fílabeinsturninum í síðustu viku, en kann ágætlega við mig í hlutverki ritstjóra Bergmálstíðinda.
Brjánn Guðjónsson, 17.4.2008 kl. 01:13
Hahaha ... jamm mér fannst Hrefnuveiðafærslan þín frábær og get alveg séð mig sem Hrefnuveiðimann - jafnvel Guðrúnarveiðimann ef út í það er farið. Mig minnir að það hafi verið pistill hjá þér þessi með salernisgínurnar og að ég hafi commentað á þá færslu, en ég man það ekki alveg samt sko...
Það er gaman að fylgjast með þessari skemmtilegu törn hjá þér þó mér hafi ekki fundist neitt gaman af því að geta ekki kommentað neitt á fílabeinsboxarann en þú ert snöggur og iðinn í þessari tilraun þinni með borublogg, fílabeins og fjasbloggerí. Mjög smellið hjá þér líka og ekkert annað en gaman að fylgjast með þér vinur. Knúþh á þig ljúfurinn!
Tiger, 17.4.2008 kl. 01:26
Það ætti nú hreinlega bara að fjölrita þig og henda lúkufylli af "ykkur" með reglulegu millibili út úr flugvél um gjörvalla heimsbyggðina! Aldeilis yndislegt ólíkindatól sem þú ert!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.4.2008 kl. 01:42
á þig Helga Guðrún mín ljúfa fyrir falleg orð til mín. Verst how much im really "Blushing" right now. Eins gott að það er enginn hérna inni hjá mér í augnablikinu sko! En ég er sammála þér með að það mætti alveg dreyfa góðum fræjum um allar jarðir því það myndi sannarlega spretta mikið og gott upp af því okkur til handa.. eigðu góða nótt mín kæra!
Tiger, 17.4.2008 kl. 01:51
Thú ert snillingur Gaman ad thessu. eigdu gódan dag,knus og kram.
María Guðmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 04:55
Þú átt svo auðvelt með að setja í orð það sem ég hugsa..... Jákvæðni og góðvild þyrfti helst að stýra okkur inn í hvern einasta dag, þá liði öllum betur og allt yrði miklu ánægjulegra og auðveldaraÞað er nefnilega miklu áreynsluminna að vera jákvæður en neikvæður og góður en vondur, leti í mér bara þá ? Mér finnst neðstu leiðbeiningarnar frábærar
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 07:30
Það eru öll orð uppurinn þau hér að ofan eru búin að kaffæra þig í orðum,
nei ég verð nú samt að segja eitthvað.
Þú skemmtir okkur alla daga
þú yljar öllum sí og æ,
mátt sko aldrei úr því draga
munt heldur ei gera á þessum bæ.
Góðan daginn Tiger míó.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 09:08
Þú ert frábær og þetta er hárrétt sem þú segir, þetta með miðana og skilaboðin, það ættu allir að geta fundið skilaboð við hæfi. Og jamm það er allof mikil rætni og neikvæðni í gangi hjá sumu fólki.
Ég sit stille og rolig þangað til síðasti dropinn fellur
Takk fyrir að jáefnisjafna bloggið minn kæri, því þú jafnar upp á móti allavega 10 skaphundum það er nokkuð ljóst. Knús á þig inn í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 12:15
Æðislegur pistill Tící og svo þarfur. Þú ert frábær og segi eins og aðrir, það þyrftu að vera til miklu fleiri svona eintök eins og þú!
P.S. Ég sit alltaf kyrr
Huld S. Ringsted, 17.4.2008 kl. 12:20
Ó þið grafkyrru og ljúfu bloggarar .. auðvitað sitja allir á sínum stað þar til yfir lýkur, nema hvað?
María Guðmunds: Takk ljúfan og sömuleiðis sko!
Jónína Dúa: Elskulegust pokamærin mín lata.. eða þannig sko -ööö---> NOT. Svo mikið rétt að það er langtum auðveldara að fara inn í daginn með jákvæðum hugsunarhætti. Knús á þig lúfust.
Milla mín: Takk fyrir þinn skammt, alltaf svo ljúf og blíð rúsínan mín. Knús á þig og klemmerí líka.
Ásthildur mín: Jamm, miðar og skilaboð virka alltaf og komast alltaf til skila ef maður hefur slíkt oft fyrir augum. Eins gott að vera stille og rolig svo droparnir elti mann ekki fram á gang sko ... *flaut* knús á þig ljúfa kona!
Huld mín: Þakka þér falleg orð elskulegust - ég myndi líka vilja láta fjölfalda ykkur hérna elsku bloggvini og vinkonur - enda dásamlegt lið hér á ferðinni. Knúserí ...
Tiger, 17.4.2008 kl. 13:54
Það er semsagt þér að kenna að ég var öll í tætlum i morgun !! þú ert skemmtilegur kær kveðja og takk fyrir skemmtileg innlegg.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 15:50
Þú ert yndi ljúfurinn minn
Helga skjol, 17.4.2008 kl. 18:12
Knús og kremj
M, 17.4.2008 kl. 22:55
Halló,
jákvæðnin drýpur af þér í hverri setningu, fer þér líka svona svakalega vel:)
knús á þig minn kæri
ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 23:48
Hey hó jibbí jeyy... ok, það er ekki komið sumar - en það er farið að hlýna mikið og sumardagurinn fyrsti er í næstu viku - svo ég er bara kominn í sumargírinn.
Ásdís mín: Alltaf yndislegt að knúsa þig í tætlur ljúfust og geri ég það hér með enn og aftur *risaknúsítætlur*.
Helga Valdimars: Það er æðislegt að þú ert ekki hætt að blogga mín kæra, enda engin ástæða til að hætta - við viljum ekkert missa þig ljúfan. Þú ert á mínum bloggvinalista - og þú sleppur ekkert þaðan svo auðveldlega! Ég er glaður að hafa þig þar og því verður þú þar kyrr endalaust! *bros til þín*.
Helga skjol: Takk elskulegust - og svo mikið sömuleiðis! Knús á þig!
EMM: Mikið knús til baka og enn meira kremjjjjj....
Ofurskutlan: Jamm, lekur af manni heilagleikinn sko ... *glott*... um að gera að láta frá sér flæða fagurkera frekar en eiturbrodda. Upp með brosið og jákvæðnina .. knús á þig sweety.
Tiger, 18.4.2008 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.