Þetta er einmitt málið. Svona fær fólk við einhverju hreyft og einhverju áorkað gegn hækkunum ýmisskonar. Auðvitað er þetta líka eina leiðin til að fá stóru batteríin til að bæta kjör og hækka laun Dabba úti í bæ. Það fæst ekkert með því að láta 10 trukkakarla hamast í umferðinni og nokkra skapvonda bílstjóra sem blóta þeim þar sem þeir sitja fastir í umferðateppu. Það bara virkar ekki rassgat þannig og stóru kallarnir sitja glaðir í feitum stólum að þessari vitleysu. Málið er að það þarf miklu víðtækari samstöðu og það vantar líka að fleiri í þjóðfélaginu taki virkan þátt, en Íslendingar bara kunna ekki að standa saman í einhverju sem heitir mótmæli sem skipta máli.
Í Danmörku taka sig bara saman nokkrar stéttir, svo mikið sem 100 þúsund manns, og segja stóra bróður stríð á hendur. Þar standa allir saman í því að fá launin hækkuð um einhver 2,2% - eða úr 12,8% sem stjórnvöld bjóða næstu ár - í 15% sem stéttirnar/launþeginn krefst.
Þetta er nefnilega málið. Samstaðan og samtakamátturinn. Ef t.d. sendibílstjórar, leigubílstjórar, hópfluttingabílstjórar sem og Trukkakarlar - hefðu allir tekið sig saman og gert einhverjar gloríur þá hefði það haft miklu meiri áhrif. Tala nú ekki um ef allir þessir stóru bílar hefðu bara séð til þess að engin kæmist að til að kaupa bensín á bensínstöðvunum - í stað þess að atast í umferðinni. Margir hafa einmitt bloggað um það að slík aðgerð hefði einmitt verið mun áhrifameiri en kjánaskapurinn í umferðinni.
Persónulega myndi ég glaður taka þátt í slíku, hætta að versla þar sem maturinn á borðið mitt er rándýr og nauðsynjar til heimilisins svo fokdýrar að maður neyðist til að sleppa öllu nema því allra nauðsynlegasta til að komast hjá. Nú eða fara á mínum bíl - sem er nú ekki beint stór - og leggja honum og læsa á næsta bensínplani - miklu frekar en að vera með kjánaskap í umferðinni. Húrra fyrir Dönum sem kunna að mótmæla og kunna að standa saman í því að bæta kaup og kjör þeirra sem lág hafa launin. Hérna krumpast hver Íslendingurinn í sínu eigin horni - vælir um versnandi kjör og minnkandi lúxuslíf - barmar sér og hrópar á aðgerðir og að hann sé til í hvað sem er - en svo þegar einhver reynir eitthvað einhvers staðar - þá þagnar vælið og volið og í staðinn kemur krumpaður viðsnúningur um að þetta þýði ekkert, sé ekki á réttum stað eða réttum tíma - eða að stóru karlarnir hlusti aldrei og svo frv... það er jú málið - í stað þess að guggna og hörfa inn í eigin væluheim ættum við að reyna að standa upp og standa með þeim sem mótmæla, taka þátt og sjá til þess að mótmælin verði víðtæk og samtakamátturinn mikill - það er það eina sem virkar.
Umönnunarstéttir í verkfall í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sameinuð stöndum vér - sundruð föllum vér! Er þetta ekki frá skátunum örugglega ??? ... Allir Íslendingar í skátana, eða bara í bátana og róa nú saman! Tigercopper þú verður í stafni og slærð taktinn, ró, ró, ró, ró .. og á endanum fellur kannski á hin eina sanna stóíska ró!
Sorry er að drepast úr bullmennsku/kvennsku þessa dagana.
Totally sammála þér - en stundum kemur kóngaeðli Íslendinga okkur í koll.. Allir kóngar í sinni höll og ekki að pæla í náunganum!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2008 kl. 21:43
Heyr heyr
Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 22:02
Flottur
Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 22:24
Heyr heyr svo satt hjá þér
Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 23:47
Bara láta þig vita að ég kom við hjá þér,
knús á þig kall
ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:09
Takk elskurnar fyrir innlit - er að fara hringinn og kíkja á ykkur öll. Jóhanna: þú ert ofvirk - hahaha - en ég dýrka þig samt. þið hinar eruð allar óendanlega miklar skutlur..
Tiger, 17.4.2008 kl. 00:16
Hahaha... hef heyrt þetta með ofvirknina áður frá samstarfsfólki, svolítið manísk þó það hafi sem betur fer aldrei farið upp í hið sjúklega stand! held ég ??? hmmm.. Kannski ég ætti að fara að slaka á, var eiginlega að ,,vonast" til að verða örlítið lasin svo ég gæti hvílt mig, en verð ekki lasin þar sem ég lifi svo heilbrigðu lífi! .. vesen er þetta!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.4.2008 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.