Brennandi blúss inn í nýja tíma - en - er það þess virði? Brennandi rúntur um bloggvinaheim..

imthebossÉg nötraði og skalf af stressi og hræðslu, enda var ég viss um að maðurinn leyndi hníf eða öðru álíka morðtóli undir borðinu þar sem við sátum. Minnst tíu ár eru síðan ég var síðast í slíkri umsátursaðstöðu og nú helltist yfir mig sama skelfilega tilfinningin og þarna forðum, átti ég að standa upp og reyna að forða mér eða átti ég að sitja kyrr – halda ró minni og kúli, þykjast harður og bara sjá hvað gerðist? Ég sat kyrr...

 

Ok, þetta er svo sem ekkert hættulegt og engin sakamálareifari hér á ferð – eða hvað? Nei, hér var bara um að ræða atvinnuviðtal. Ég var, í fyrsa skipti síðan 19 hundruð og eitthvað, að sækja um vinnu í sumar á nýjum stað og hjá nýjum vinnuveitanda. Var orðinn dálítið staðnaður á gamla góða staðnum og ákvað að breyta til núna í sumar og fara svo aftur á gamla staðinn þegar ég kem aftur heim eftir haustferðina mína erlendis. Reyndar hefur “gamli” staðurinn minn breyst talsvert – enda hefur hann verið fluttur um set þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað þar sem hann var.

 

Segi ykkur það – ég hef sjaldan verið svona stressaður og ég virkilega sá mig sem lítinn krakka sem átti að fara að svara til saka fyrir eitthvað sem ég hafði alls ekki brotið af mér. En svona leikur heilinn sér að okkur. Auðvitað þarf maður ekki að vera að stressa sig upp eitt eða neitt, enda sá ég það fljótt að viðmælandi minn var mjög sennilega stressaðari og feimnari en ég sjálfur, enda virtist hann vera dálítið yngri en ég og þokkalega ekki að taka það með stæl að vera í þeirri stöðu að ráða fólk í vinnu. Það endaði með því að ég tók yfir viðtalið og áður en það var úti – var ég kominn með nýja sumarvinnu og við báðir skellihlægjandi og í miklu stuði, líkt og gamlir vinir bara. Auðvitað vona ég að aðrir umsækjendur fyrirgefi mér það að valta svona yfir allt og krækja mér í blessað starfið – en vonandi fá þeir bara aðra góða vinnu í staðinn. Reyndar mun ég vera að hluta til á gamla vinnustaðnum líka í sumar en ég er svo sem vanur því að standa langar vaktir og vinna daga og nætur mánuðum saman, enda ólatur og vinnufús með eindæmum.

 

hotcarOhjæja.. ég hef ekki verið mikið á Mbl.is bloggrúntinum undanfarið og vona ég náttúrulega að þið hafið eitthvað saknað mín, í það minnsta vantar mig heilmikið þegar ég hef ekki lesið ykkur í einhvern tíma. Maður saknar þess heilmikið þegar maður hefur ekki verið á sjóðbrennandi blússi um allt bloggið og séð ykkur og lesið kæru bloggvinir...

Ég mun fara vandlega yfir ykkur í kvöld, reyndar seint í kvöld – en þá mun ég lesa ykkur öll og enn og aftur fara hamförum um athugasemdakerfið ykkar – so be ready to be commented on – þannig séð auðvitað. Að sjálfsögðu mun ég reyna að sitja á mér og vera svona einu sinni kurteis, en lofa samt engu með það – enda þekktur fyrir að vera óvæginn og yfirdrifinn í því að blogga inni í athugasemdum hjá bloggvinum – og nokkrum öðrum líka. En sjáumst í kvöld kjúklingarnir mínir og eigið góðan dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Til hamingju með nýju sumarvinnuna þína ljúfur  

Og jú ég verð bara að viðurkenna það að ég var farinn að sakna þín svo smá alla vega  

Helga skjol, 15.4.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Til hamingju med nýju vinnuna    

og já i gudanna bænum vertu nú kurteis á kommentum i kvøld svona til tilbreytingar

Eigdu gódan dag Tiger               

María Guðmundsdóttir, 15.4.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú flottur að ráða þig bara sjálfur Æi og ekki fara að vera með einhverja uppgerðar kurteisi allt í einu, fékkstu vinnu sem prestur eða eitthvað ?

Vertu bara þú, það er það sem ég mundi sakna..... ef ég saknaði þín þá eitthvað....

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 16:25

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

til lukku með djobbið.

rétt að vera ekkert stressaður eða feiminn. við erum jú öll bara manneskjur og engin ástæða að stressast eða vera feiminn við einn né neinn

Brjánn Guðjónsson, 15.4.2008 kl. 16:37

5 identicon

Til hamingju með nýju vinnuna, ætti að taka þig til fyrirmyndar og framkvæma!

knús á þig kall

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:10

6 Smámynd: M

Til hamingju með nýju vinnuna. Alltaf gott að breyta til og víkka sjóndeildarhringinn.

Langt síðan ég hef farið í atvinnuviðtal sjálf en man hvað það var stressandi púff 

M, 15.4.2008 kl. 19:15

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú strækar mig ekki sem feiminn persónuleiki, en það er ég svosem ekki sjálf en á það til að fara svona á taugum innanímer..  ..

Til hamingju með starfið annars - auðvitað er þin saknað þegar þú ert fjarri!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2008 kl. 19:21

8 identicon

Hey bjútíful, til hamingju með nýju vinnuna þína.  Var það nokkurntímann spurning um að þú fengir hana ?  Ég myndi halda ekki, þekkjandi þig rétt.   Ég er komin aftur í klettaborg, og er að rembast við að vinna en er að detta inn á bloggið annars slagið, og að sjálfsögðu fer ég ekki fram hjá þér í bloggvinahringnum.

Knús á þig babe.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:05

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til lukku með nýju vinnuna. Maður stresst alltaf upp fyrir svona viðtöl og er svo barasta brattur þegar á hólminn er komið,

Helga Magnúsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:24

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Flott að taka svona yfir og barasta ráðskast með ráðninguna.....þér í hag..

Er einhvern veginn viss um að þú hefðir samt haft það.....

Þú ert einn skemmtilegasti bloggarinn og maður bíður eftir Nýtt...hjá þér

Solla Guðjóns, 15.4.2008 kl. 23:40

11 Smámynd: G Antonia

Langskemmtilegastur  og algjörlega ómissandi í bloggheimum ..!!!!!. Gangi þér vel í nýja jobbinu í sumar
góða nótt knús*

G Antonia, 16.4.2008 kl. 00:01

12 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Gangi þér vel í nýja starfinu!  Gott að geta ráðið sig sjálfur!

Auðvitað er þín sárt saknað  Hafðu það gott

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 16.4.2008 kl. 00:07

13 Smámynd: Brynja skordal

Til lukku með nýju sumarvinnuna hafðu ljúfa nótt

Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 01:24

14 Smámynd: Tiger

  Þakka ykkur öllum elskurnar fyrir commentin og góðar óskir og góð orð til mín. Ég er bara kátur og glaður með nýtt starf sem ég reyndar byrja ekki í fyrr en 1. Júní... Knús á ykkur öll!

Tiger, 16.4.2008 kl. 05:01

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ó Tiger míó auðvitað fékkstu starfið og til hamingju, heyrðu varstu kannski að ráða þig í lögguna? bara datt það svona í hug að þeir ætluðu að bæta aðeins við í sumar, og þá værir þú upplagður í það starf friðarsinnin míó.
                                    Knús í daginn
                                      Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 11:08

16 Smámynd: Adda bloggar


Hot Comments

Adda bloggar, 16.4.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband