12.4.2008 | 19:43
Fjárinn ... rómantískar unaðsstundir eru nú úr leik! Ekkert kelerí á ullargæru ..sem liggur á gólfinu fyrir framan snarkandi arineld.
Nú sé ég fram á að þurfa að hætta að kveikja upp í arninum mínum, enda arineldur orðinn stórhættulegur. Í það fyrsta er alltaf rokna brunahætta þegar maður er að fikta með eld. En það er sannarlega ekkert miðað við hættuna sem skapast nú orðið og er orðin meiri dauðavaldur en óbeinar reykingar...
Notalegur arineldur er á við óbeinar reykingar samkvæmt nýjustu upplýsingum eða rannsóknum. Þegar Danir hjúfra sig við notalegan arineld hleypa þeir efnum út í loftið sem eiga þátt í jafnmörgum dauðsföllum og óbeinar reykingar. Samgönguráðuneyti landsins áætlar að 3.400 manns látist fyrr en ella vegna óhreindinda í lofti, en þar eiga 600 þúsund eldstæði stóran hlut að máli. Leggur umhverfisráðið til að síur séu settar á skorsteina til að vinna gegn vandanum.
Upplýsingar úr 24stundum, laugardaginn 12 apríl - 2008.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
aha..ég er ekki með arin
Ragnheiður , 12.4.2008 kl. 19:59
Sko í morgun sagði bróðir minn mér að hafragrautur væri krabbameinsvaldandi og nú bætir þú þessu við! .. Ég er akkúrat þessa stundina með opinn arineld
og ætla svo sannarlega að elda minn góða graut í fyrramálið! Rosalegt að storka svona örlögunum..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.4.2008 kl. 21:12
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.4.2008 kl. 21:18
Og mig sem hefur alltaf langað í arinn...............................................
Huld S. Ringsted, 12.4.2008 kl. 21:28
Af hverju finn ég þörf fyrir að minnast á að heimili þitt gæti verið mögulegur eldmatur í sagnfræðilegu tilliti á meðan ég ylja mér við þessa arinn-færslu ?
Mæli með ullarsokkum & álafossteppi, ef þér er kalt, elsku kúturinn minn, & sæta & sóðalega ást sendi ég til að ylja þér að innann, dona í leiðinni.
Steingrímur Helgason, 12.4.2008 kl. 21:43
Þá ættum við að vera búin að drepa heilt sumarbústaðahverfi og bæina í kring með árunum
Eigðu góða helgarrest Tigercopper.
M, 12.4.2008 kl. 21:58
Grrr... notalegur eldur og heitur félagsskapur! Hvað gæti maður beðið um meira? Ekki nöldrandi eiginkonu sem maður er að fara að skipta út fyrir sportjeppa allavega... *skamm*. Heit geit væri tilvalin - á eldinn til grillingz!
Ragnheiður mín: Izz .. arinn er nú ekki endilega neitt möst. Hægt að kúra á gæru á gólfinu bara rétt við heitan ofninn eða bara undir sæng sko!
Kurr: Já, svo mikið satt - heilmikið sem er að gera útaf við okkur nú orðið og sennilega fátt sem ekki hefur morðóðar tilfinningar til okkar...
Jóhanna M&V: Veistu, ég fer ekki mjög mikið eftir svona "rannsóknum&ráðleggingum" eins og flæða um allan heiminn um að hitt og þetta sé að kála okkur. Um að gera að storka örlögunum og fá sér smá óhollustu af og til, þannig séð auðvitað.
Linda Linnet: knús og klemmerí á þig líka ljúfan..
Huld mín: Um að gera að fá sér einn, hlýtt og kósý kvöld er vel þess virði að enda lífið aðeins of fljótt ... eða hvað? hmmmm....
Zteini minn: Sko, ullarsokka færi ég aldrei í... né undir ullarteppi - enda er ég ekki að fíla mikið ullina blessaða. Sætt og sóðó er alltaf velkomið í mitt póstnúmer svo þér er alveg óhætt að póstleggja slatta yfir ljúfurinn. Þér er alltaf velkomið að ylja þér við minn eld sko ... *flaut*.
Tiger, 12.4.2008 kl. 22:02
Jammsí ... heilu samfélögin ættu að vera orðin útdauð ef eldurinn er svona stórhættulegur ... sem hann er auðvitað.
EMM: Já, alltaf eitthvað nýtt og nýtt sem ætti að vera búið að kála hinu og þessu - svo mikið satt. En skollinn hafi það að maður fari að lifa eftir þessum áhyggjum ... onei sko! knús á þig ljúfan...
Tiger, 12.4.2008 kl. 22:05
.. það er spurning um að bjóða bara liðinu að hringa sig uppvið minn arinn og sjá hvort maður komi ekki bara öllum fyrir þar.
Helga mín: Segi það - maður þarf sko ekkert á arinn að halda til að hafa það kósý og ljúft. Nóg að hafa bara ljúfan félagskap, t.d. maka - eða bara vin eða vinkonu - nú eða bara köttinn eða hundinn... Knús á þig og eigðu góða helgi líka ljúfan.
Tiger, 12.4.2008 kl. 22:43
Svona er þetta líf...... allt bannað sem er gaman og óhollt sem er gott. Knús til þín og kvitt frá mér.
JEG, 12.4.2008 kl. 23:21
Ég ætla samt að fá mér arinn eða kamínu Það er ekki séns í helv... að ég fari allt í einu að lifa eftir einhverjum rannsóknaupplýsingum....
Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 05:45
Ef madur ætti ad lifa eftir øllum thessum rannsóknum og vara sig á øllum krabbameinsvaldandi efnum og athøfnum thá getur madur allt eins grafid sig undir græna bara lige nu finnst einmitt svo huggó hérna i dk thar sem reykjalyktin leggur yfir allt og i gøngutúrum eldsnemma morguns snørlar madur thessu i nefid af mikilli áfergju...ummmmm...svo gód lykt
Góda helgarrest kæri Tiger,knus og krammer
María Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 07:02
Nákvæmlega, hver vill svo sem lifa endalaust! Ég er meira til í að hafa gaman :-)
knús
Ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 11:10
Vá alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Og ég sem kynti ofninn minn í Danmörku alla daga vikum saman meðan ég dvaldi þar. Það var bara svo mikið sport, og svo var ofninn eini upphitunarmöguleikinn. En sumarbústaðurinn er seldur og enhver annar tekinn til við að menga lungu dananna. En þetta er gott að hafa í huga svei mér þá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 12:41
Jújú...allt gott óhollt..nema eitt.......
Solla Guðjóns, 13.4.2008 kl. 14:25
Við sleppum aldrei lifandi héðan ... mjög gott að slaka vel á og njóta þess besta þegar maður kemst í þann gír, ekki gott að spá of mikið í hvað allt er hættulegt.
Sunnudagaknús á þig snúlluraþþgatið mitt ...
Maddý (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:31
Usssssss !! Aldrei má maður ekki neitt !
Glatað!
Ég er farin að kaupa mér videóspólu með arineldi. Eða fiskabúri, veit ekki hvort ég kýs mér.
Knús.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:38
Svo eru til lampar sem eru eins og arineldar er maður kveikir, svo hlustar maður á góða músik, borðar jarðaber, og kveikir í ja hverju?.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 20:11
Ég á engan arin. Er þá bara ekki í lagi að ég haldi áfram að reykja? Ef það mengar minna.
Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 21:51
OMG gott að ég er bara með svona gel-arinn ..... *hlátur* ullargæran fyrir framan arininn, hún minnir mig bara á ljósmyndir af ungbörnum liggjandi á maganum í "svart-hvítu" - en það er ekkert að marka, ég hef aldrei átt unaðstundir á ullargæru fyrir framan snarkandi arineldinn * heheheh!*
G Antonia, 13.4.2008 kl. 22:18
Ég hef einmitt verið að láta mig dreyma um arin, og hef þá haft í huga þessa nýju arna sem verið er að auglýsa núna þessa dagana fyrir fólk sem ekki er með skorstein. Eru þeir þá líka hættulegir krabbameinsvaldar??
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.4.2008 kl. 02:28
Fussum svei, ekki alltaf hægt að hlusta á þessa kalla.
Örugglega gott, svona í hófi að hafa það kósý fyrir framan arinninn
þó auðvitað er alveg hægt að hafa það kósí líka, án arins
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 14.4.2008 kl. 14:09
Margt verður okkur mönnunum að meini kæri Tiger.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 10:14
Ójá.. mikið mikið satt. Það er svo ótrúlega mikið sem verður okkur mönnunum að meini - eða fjörtjóni. En málið er sannarlega að fara nú ekki að hræðast allt sem talið er geta gert hitt eða þetta. Um að gera að lifa lífinu lifandi frekar en eftir einhverjum stafi í bók ...
Þakka ykkur kærlega ljúfu bloggvinir og aðrir fyrir innlit og kvitterí. Kíki hringinn á brennandi bíl seinna í kvöld.. hlakka til að lesa ykkur öll. Knús í daginn.
Tiger, 15.4.2008 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.