28.3.2008 | 01:41
Glæpagengjafyndni ... eða hvað?
Jæja, þá eru það nýjustu glæpóseríurnar. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt, nýtt og ótrúlega útsmogið. Hugsa sér ef þetta verður ekki stoppað strax, þá verða margir fátækari en þeir héldu að þeir væru - en þó með fleiri ábúendur en þeir vissu af. Laumuíbúar, er það eitthvað sem skal koma - eða eru þetta bara einhver örfá tilfelli sem þarf ekki að hafa áhyggjur af? Ég mæli allavega með því að þetta verði athugað á nóinu - hin háa Hagstofa á skilyrðislaust að ganga í málið og sjá til þess að þetta verði upprætt áður en út í óefni er komið.
Málið er að hjón í Garðabænum fengu bréf stíluð á pólskan mann sem þau könnuðust ekkert við heim til sín. Fyrst eitt bréf frá Glitni, þau héldu að um misskilning væri að ræða og bentu póstbera á það. Því næst blað frá Eflingu - síðan nýtt bréf frá Glitni - þá fóru þau í heimabanka sinn og skoðuðu þjóðskrá. Jú, viti menn! Þar kom upp að þau voru með heimilismann skráðan hjá sér sem þau könnuðust bara ekkert við - Pólverja. Við eftirgrennslan kom í ljós að fleiri í Garðabæ höfðu fengið bréf stíluð á útlendinga. Kannski best fyrir hvern og einn að skoða málin, kanna það hjá hagstofunni hvort það sé búið að skrifa inn einhvern á heimilið sem ekki á heima þar.
the fuck ... Jú, það er nefnilega fáránlegt en samt satt - að það er hægt að skrá lögheimili á stað án samþykkis þinglýsts eiganda. Dæmin hafa sannarlega komið upp hjá t.d. félagsbústöðum þar sem átti að bera út mann með lögregluvaldi - en þar sem hann hafði skráð lögheimili sitt á viðkomandi stað var ekki hægt að bera hann út. Hugsa sér, það er hægt að vernda þá sem sannarlega ætla sér að brjóta af sér!!! Athugum það nánar...
Hópur glæpamanna - skiptir engu hvort það séu Íslendingar eða útlendingar - fylgist með ákveðnum húsum, já það hefur alltaf verið þannig. Núna geta þeir komist að því hvenær t.d. fjölskyldur fara venjulega í frí erlendis t.d. og hagað hlutunum þannig að nokkru áður en að fríi kemur - þá skráir sig inn á heimilið einn af þessum glæpamönnum - hagstofa Íslands gerir engar athugasemdir við það heldur gleypir málið hrátt. Svo um leið of fjölskyldan er farin í frí þá bara flytja okkar menn sallarólegir inn í húsnæðið - halda sitt partý og byrja svo að týna út alla hluti til að selja eða what ever. Hvað gerist? Jú - löggimann mætir á svæðið og ætlar að skakka leikinn - en hvað? Jú, þarna er á ferðinni sannarlega skráður heimilismaður, og þar sem sá sem er að stela öllu steini léttara er jú bara heima hjá sér að brjóta af sér - þá getur lögreglan ekki snert litla fingur á þeim sama nema brjóta lög... snilldarleikur eða þannig. Auðvitað væri auðvelt eftirá að finna svona ræningja, nema þeir séu með falsaða pappíra - nú eða ef um útlendinga sé að ræða - þá væru þeir náttúrulega löngu farnir úr landi aftur áður en heimilisfólk snýr aftur úr fríinu sínu... skelfilegt ef þetta yrði að veruleika. Nú er lag, það er ekki bara nauðsynlegt heldur bara algert skilyrði að Hagstofan taki sig á og sjái til þess að ekki sé hægt bara fyrir hvern sem er að koma inn af götunni og segja "ég á heima þarna og vil að það sé sett í þjóðskrá" - og gera það bara sí svona án þess að athuga málin hjá þinglýstum húseiganda hvort viðkomandi sé heimilismaður eða krimmzi...
Upplýsingar um þetta hagstofusúrblæti fékkst frá 24 stundum í dag, fimmtudag 27mars...
En smá svona í lokin að léttara hjali - eða mistali... Ýmis fræg mismæli!
1. Mér er nú ekkert að landbúnaði. (sumum verður ekki heldur klæðin úr kápunni).
2. Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis. (ég hef nú líka farið afsíðis, en það er önnur saga).
3. Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á als eggi.. (leika á alsoddi).
4. Hann sló tvær flugur í sama höfuðið. (já eða þannig)..
5. Þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg.. ehh? (splatch - you´re dead).
6. Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg framhjá mér.. (gott að fara ekki framhjá stelpunni).
7. Ég var svo þreyttur að ég henti mér beint undir rúm. (eins gott að ég var með svefnpokann þar).
8. Hann sat bara eftir með súrt eplið. (kannski hefði hann átt að skella því í ísskápinn yfir nóttina).
9. Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími Melóna! (hmm eða kengúra eða mörgæsa, ekki satt?).
10. Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast. (þennan bið ég ekki um sem barnapíu).
11. Hann kom bara eins og skrattinn úr heiðskíru lofti. (þrumaði ekki eitthvað úr sauðaleggnum?).
12. Þar stóð hundurinn í kúnni. (þar lá hundurinn grafinn og hnífurinn stóð í kúnni hélt ég, en hvað veit ég svo sem).
13. Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra. (sumir fara líka vitlausu megin framúr á morgnanna).
14. Svo handfléttir maður Rjúpurnar. (þennan kokk vil ég ekki í mitt eldhús).
15. Já, fólk er nú orðið svo loðið á milli lappanna. (what the fuc.... ahh.. loðið um lófana).
Svo var það Tælenska stúlkan sem kunni lítið í íslensku en bjagaði sig áfram - hún vann hjá "þvotta Höllinni". Karlmenn elskuðu að hringja þangað...
*Rinnnnnngggg* Hún svarar: Totta böllinn ... þeir: jááá takk!... uss kvenfyrirlitning satt?
Og Færeyingnum sem var boðið nammi úr poka. Hann stingur hendinni eftir namminu og segir glaður "ég tygg tad með tökkum" ...
Og góða nótt kæru bloggvinir ...
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er háalvarlegt mál með hagstofuna og skráningu ókunnugra manna, vonandi verður þetta lagað strax!! Flott spakmæli og mismæli Fyrr má nú rota en dauðrota
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2008 kl. 02:29
Já Jóna mín.. þetta er virkilega alvarlegt og getur verið skelfilegt ef ekki verður tekið á því hjá Hagstofunni. Spakmæli og mismæli koma oft æðislega út.. satt er það!
Tiger, 28.3.2008 kl. 02:33
Ég var eiginlega alveg í spreng af kaffidrykkju þegar ég álpaðist til að opna bloggið þitt og ég hló svo mikið að spak/mismælunum að... auðvitað fór ég á klósettið, hvað er að þér maður En ég segi þér það í algerum trúnaði, að það bara munaði því, að það varð ekki
Asnalegt þetta með Hagstofuna, ég var ekki búin að fatta þetta Hef samt bara hringt þangað og látið taka nöfn út af mínu heimilisfangi og sett inn líka. Þarna þarf að laga eitthvað til og það mikið og strax !
Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 07:45
Þetta er eftir öllu öðru hér á landi, og á Hagstofunni þarf að fá nýa áhöfn alveg eins og í Seðlabankann.
Það er eins og allir séu komnir í hægaganginn í þessu blessaða landi
Kveðja Snúlli minn,
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 12:03
Jónína Dúa.. ekkipokakeddlingin þín. Hefðir alveg mátt pizza í brók eða svo.. þá myndir þú alltaf muna eftir mér þegar þér er mál sko, þannig séð!
Milla mín: Já, ég er sammála þér - allra heillavænlegast væri að skipta út nokkrum skipstjórum af þjóðmálaskútum landans.. hægagangurinn er að verða að miklum vandræðagangi. Knús á ykkur dúllurnar..
Tiger, 28.3.2008 kl. 14:45
Glæpagengjafyndnin er háalvarleg.Það þarf að fara að taka til í þessu landi.
'ubbs ég er ein af þeim sem alltaf er að mismæla mig En mismæli eru oftast bráðfyndin og það eru þessi svo sannarlega
Solla Guðjóns, 28.3.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.