25.3.2008 | 17:08
Ætla ekki að kasta mér í æluvegg þó ég sé yfirfullur af Páskaeggjum og góðum mat...
Jæja, þá eru sælgætisdagar mínir að baki og nú tekur hollustan við - kannski. Jólin, þrettándinn, árshátíðir og þorrablótin - og nú síðast páskar og fermingar. Að vísu er ég með brilljant brennslukerfi og það er næsta víst að ég á ekki eftir að geta nokkurn tíman verið kallaður feitur - en maður skal þó ætíð vera á varðbergi gagnvart hinu svikula fitugeni sem ræðst á allt og alla þegar minnst varir. Allur sá góði matur og það mikla sælgætisát sem fylgir svona hátíðsdögum er auðvitað ekkert annað en æði, að vissu marki þannig séð. Núna síðast um helgina nýliðnu borðaði ég t.d. 4 stór og mikil Páskaegg með öllu innihaldi og öllu tilheyrandi *rob*... og skammast mín ekkert fyrir það! Ég naut páskanna mjög vel og hvíldi mig vel, enda var ég strax á Skírdag orðinn veikur (surprise, frí og maður veikur) og núna í dag þriðjudag er fyrsti góði dagurinn minn - fyrsta vinnudaginn er ég orðinn góður... Ég held að ég hafi ekki fengið svona leiðinlega pest árum saman, meðfylgjandi allt heila tilstandið. Ég ældi þó ekki í fötu, er ekki ælugjarn og verð yfirleitt ekki mjög flökurt - nema þegar ég sé "ælufærslu" á blogginu þar sem allir eru bullandi meðvirkir í því að æla í sömu fötuna - þá fyrst verður mér flökurt og flýti mér burt af þeirri færslu svo ég æli ekki hinum bloggurunum til samlætis...
Það er ótrúlegt að sjá hvernig við látum á blogginu, ja eða flestir svona. Að skoða hve meðvirk við erum hvert með hinu í hinu og þessu, þannig séð. Ef færsla kemur sem fjallar um eitthvað sem bloggarinn þolir ekki og bloggarinn skrifar í lokin t.d. "þoli þetta ekki, nú fer ég og æli!" þá koma runur af bloggurum sem eru virkilega ælugjarnir og æla með ælufærslunni í þvílíkri meðvirkni að mér verður flökurt þegar ég hef lokið lestrinum og spyr því í mínum athugasemdum hvort það sé ekki örugglega pláss við ælufötuna - undur og stórmerki - hef í nokkur skipti hætt að lesa ælufærslur þegar ég hef séð ---> <--- þennan græna útum allt í færslunni, enda ekki mikið fyrir ælupestir og mikil veikindi svona þannig séð. En þetta er bara ég, ég t.d. sem kasta mér ekki heldur í veggi öðrum til samlætis - en á það til að taka smá krúttkast þegar þeirra er vænst.
En svona er vaninn. Ég er t.d. í kasti - þó ekki í veggjakasti - yfir því að hafa ekki getað farið í sund og heita pottinn síðan á þriðjudag fyrir Páska. Ég fer í sund á næstum hverjum degi, er duglegur að synda og pottast. Ef ég missi úr dag, hvað þá daga, er ég bara alveg tótally lost - rútínan rugluð og þessar fáu sellur sem eru í lagi þarna uppi eru í einhverri undarlegri tilvistarkreppu. En það stendur til bóta núna því ég er að verða 100% borubrattur aftur og fer því í sund í kvöld eða á morgun, og svo er það ræktin sem fylgir. Allar þessar venjulegu rútínur sem nú fara í gamlar skorður - og verða þannig þar til að næstu jól nálgast því rútínuvandamálaflippið byrjar alltaf með jólum. Flippinu fylgir svo áramótaogeftiráramótaástand fram yfir páska, en þá fellur maður loks aftur í gömlu hjólförin og heldur sig þar, svona oftast.. En augnablik ...
Ok, I´m back... (fékk nefnilega óþægilega mikla munnræp...jamm!)
Góður matur og nammerí hefur verið fljótandi um allt hjá mér síðustu daga svo - Já, ég er ekki búinn að blogga neitt síðan á Skírdag - og ekkert verið að skella mér á netið yfirhöfuð. Ég vona að þið kæru bloggvinir hafið ekki saknað mín of mikið þó ég hafi ekki verið ofvirkur á blogginu ykkar yfir páskana, líkt og ég er oftast en hugsanlega hafði ég bara gott af þessu fríi - og hugsanlega þið gott af því að losna aðeins við mig í leiðinni. Ég hef því ekki fylgst mikið með því sem hefur verið í gangi hérna á blogginu frekar en á öðrum vettvangi. Jú, reyndar hef ég svo sem leyft sjónvarpinu að rúlla í lausum taumi og séð eitthvað af fréttum. Mér finnst þó fátt vera þess vert að skoða mikið eða blogga um, en á eftir að kíkja aðeins í blaðið í dag og glugga aðeins á mbl.is - hver veit nema maður finni eitthvað bitastætt. Ég er allavega mættur aftur, hversu mikið eða lengi er þó önnur ella en ég er allavega ekki hættur bloggeríi - nema bara núna - í bili. Farinn að kíkja blogghring og sjá hverju ég hef misst af í páskastússinu... luf u guys.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
hahaha ég er illa svikin af þessu fitugeni ælublogg ooooouuuuaujjjjjjj......þú finnur eflaust sellurnar aftur í kvöld......vertu svo duglegur að synda burt tilvistarkreppuna sem engum nema þér hefði dottið í hug að þú værir með.....
Solla Guðjóns, 25.3.2008 kl. 17:39
Við erum öll gullmolar bloggararnir, gott að vera til " við hvað vinnur þú? " ég sagði alltaf, "ég er röryrki" ó, nú get ég sagst vera bloggari, miklu flottara og fólk hefur allt í einu fullt af spurningum að spyrja mann um, ja eða bara setja út á þetta andsk. blogglið. Maður er sko eitthvað nuna
Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 18:10
eins gott því nú tekur hafragrauturinn við hehehehe.... og megrunarfæðið, því allt er að hækka og eins gott að herða sultarólina í bili a.m.k.
Slæmt að þú skulir hafa verið veikur minn kæri.
Mér finnst gaman að sjá alla þessa meðvirkni, fólk hefur þá tilfinningu fyrir öðru fólki og því sem er að gerast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 18:59
Hahaha þetta fitugen er eitthvað að þvælast fyrir mér en vonandi tekst mér að berja það niður í eitt skipti fyrir öll áður en árið er liðið.Annars bara velkominn aftur.
Helga skjol, 25.3.2008 kl. 19:03
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:03
Þú ert nú meiri pottormurinn Tiger...gott að þú hafðir það að mestu leyti gott í páskafríinu.
Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 19:06
Ójá.. málið er bara að snúa vörn í sókn og vera töffari og blöffari.
Ollasak: Það er bara málið - að blöffa fitugenin og hreinlega eyða þeim. Hlaupa þau af sér eða stinga þau í það minnsta af.
Ásdís mín: Við erum öll gullmolar, svo mikið satt hjá þér - hvort sem við erum röryrkjar, bloggarar - píparar eða kokkar - gullmolar erum við öll samt!
Ásthildur mín: Já, nú er það bara upp með hafragraut, æfingar og axlabönd - nú er það harkan sex - svo maður komist í bikíni í sumar náttla.. er haggi?
Helga skjol: Um að gera að gefast aldrei upp, stórsigur þó maður nái ekki nema bara einu kg af öðru hvoru.. jihaa!
Linda Linnet: Knús til baka á þig ljúfan..
Ragnheiður mín: Pottagormar eru alltaf hálfgerðir gosar, eða trúðar - og ég elska trúðalæti og sprell - án þess að grýta mér í vegg... en svona er lífið, full of surprises! Knús á þig ljúfust..
Tiger, 25.3.2008 kl. 19:20
Kurr.. þakka þér sko! Æi var nú farinn að sakna ykkar allra heilmikið sko... Knús á þig essgan!
Tiger, 25.3.2008 kl. 19:21
Hvar er þetta fitugen... ha? Gaman að skjá þig aftur Högni minn
Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 20:02
Þú addna dúfa... húfa eða skrítna skrúfa... gerðu bara eins og ég á þessari mynd og þá færðu bollukinnar. Svo náttla er hægt að senda þér nokkur góð og vel valin fitugen í pappakassa - og flauta svo bara sakleysislega þegar þú tekur upp úr þeim í nýja húsinu þínu...
Tiger, 25.3.2008 kl. 20:08
Hundfúlt að vera veikur í fríi, veit allt um það. Var samt hress sjálf um páskana. Er að trappa mig rólega niður í hollustuna. Fann Toplerone súkkulaði í skápnum sem ég maulaði með kaffinu mínu áðan. Aldrei að fara of skarpt í hlutina.
"sjáumst"
M, 25.3.2008 kl. 20:15
Þú ert svo mikið krútt með svona bollukinnar Ætla ekkert að pakka upp í nýja húsinu fyrr en í vor eða eitthvað, ef það er til eitthvað leiðinlegra en að pakka niður þá er það að pakka upp
Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 20:17
Ég er meira segja farin að baka brauðin mín sjálf, hef fundið kreppuna á mér, síðan borðar maður bara það sem úti frís eða þannig, kaupir síðan grænmeti á útsölu því það selst ekki hvort sem er, eldar súpu sem dugar alla vikuna með brauðinu mínu, nú er ég farin að bulla eina ferðina enn, eða hvað???
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2008 kl. 21:17
Ójá, maður getur endalaust á sig bætt sko...
EMM: Páskaeggjatíminn búinn og nú er það tobleronetíminn... og á morgun hjá mér - lindubuff og kókosbollur.. grrr!
Jónína skrúfa: Ég skal pakka upp fyrir þig - fyrir næstu jól eða svo, alltaf svo gaman að opna pakka sem mar á ekki sjálfur og forvitnast um hvað leynist í hverjum kassa sko.. *forvitniflaut*..
Milla mín: Ef ég væri duglegri þá myndi ég sannarlega baka eigin brauð alltaf - það er fátt eins gott og ljúft eins og nýbakað brauð - með súpu og því sem úti frýs... hahaha! Kannski frjósum við bara bæði úti með þessu áframhaldi í kreppumálum.. *hux*.
Tiger, 25.3.2008 kl. 21:28
Ekki datt ég í súkkulaðimatarkökuát um páskana, sem betur fer, það hefði verið nóg fyrir mig að horfa á páksaeggin í búðunum til að fitna! Ég held að fitugenið hafi verið fundið upp á mér
Gaman að fá þig aftur á bloggið Tící, þín var saknað
Huld S. Ringsted, 25.3.2008 kl. 21:33
Ójá það er svo mikið til í því að það er gott að hátíðarstand er yfirstaðið og venjulegt hafragrautatímabil er að byrja.
Huld mín: Við deilum smá fitugeni líklega en ég er þó verr settur með að ráða ekkert við páskaeggjafíknidrauginn, gæti borðað allavega eitt stykki allan árssins hring ef hægt væri. Knús á þig elskulegust og eigðu góða viku framundan..
Tiger, 25.3.2008 kl. 21:59
Heheh mér varð nú bara flökurt við að lesa þetta gubbutal í þér strákur.
Takk fyrir hvatninguna og peppið, falleg orð og vinskapinn.. takk fyrir að vera til vinur, þú ert frábær
Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:22
Ekki gott að eyða páskum í veikindi - gott að þú ert að hressast og kemst í sund og pottinn til að halda við sellunum. Hvað er tilvistarkreppa?
gott að fá þig til baka skemmtilegi og hafðu það gott
Sigrún Óskars, 25.3.2008 kl. 23:18
hæ elskulegur, gott þú ert kominn til baka!
Leiðinlegt með gubbið, en thats life easy come, easy go!
ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:22
velkomin til baka.ps skoðaðu gestabókina þína
Adda bloggar, 26.3.2008 kl. 00:07
Voðalega ertu skipulagðurmaður! Veikur í fríinu!!!! .. Ekkert páskaeggjaát á þessum enda - stabíl eins og ég veit ekki hvað ... enda með eindæmum hraust og hress ... .. kannski óþolandi hress ???.. það þykir a.m.k. þeim sem eru í fýlu.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.3.2008 kl. 14:28
spanskur knús
G Antonia, 26.3.2008 kl. 15:58
innlits knús til þín
Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 17:20
Ussumsuss, með Zedu, ég meðvirknaðist með þér...
Azzaggið á meðan ég æli mínu zmæli..
Steingrímur Helgason, 27.3.2008 kl. 00:25
Gott að þú skulir vera að hressast! Ef þú ert í tilvistarkreppu, þá hljóta nú allir að vera í svoleiðis.........................
Knús á þig, kæri!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 27.3.2008 kl. 10:08
Ég kem hérna inná bloggið þitt með franskan koss á vörum og sé allt þetta ælutal .... ég meina það ég bara SKæli...
Smússsss
Maddý (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:09
Þið eruð öll svo miklar rúsínur - ekki krumpaðar rúsínur samt sko!! lov ya all.
Tiger, 28.3.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.