Er hægt að senda dýr í dýraskiptaaðgerð? Blessað bullið alltaf ...

  Hjálpi mér hvað gæludýr geta verið erfið stundum, sem kannski er ekki skrýtið þegar maður hugsar um hve mikið það er sjálfum manni að kenna. Við ölum þau upp og þau verða eins og við gerum þau, eða þannig. Það er auðvitað mismikið hægt að kenna dýrum, en kettir og hundar verða bara eiginlega alveg eftir bókinni. Maður kennir þeim að fara út að pissa, borða á ákveðnum stað og liggja eða sofa á ákveðnum stöðum. Maður siðar þau til og lætur þau gegna - rétt eins og um börn sé að ræða...

Núna er ég kominn í tóma tjöru með mitt gæludýr. Jú, það er kisa enda meiri fyrir ketti en hunda þó ég sé líka hrifinn af hundum. Mín er hálfgert tígrísdýr, eiginlega. Hún er læða, falleg og loðin skógarblanda.

  Hún er orðin hvað ... sjö ára gömul en hagar sér þó ennþá stundum eins og barn. Ég þarf að beinhreinsa fiskinn hennar. Hún borðar ekki samloku með osti, nema ég taki skorpuna burt og hún neitar að drekka vatn nema á kvöldin.

  Þá sjaldan sem hún vill leika sér, enda orðin gömul náttúrulega, þá kannski nenni ég ekki að sinna henni - viti menn, hún bara stekkur á mig og fellir mig eða ef ég ligg þá kemur hún hlaupandi, stekkur á mig - og hoppar svo á mér eins og ég sé einhver skollans fjaðradýna.

  Hún hleypur á eftir spýtum og ber þær til baka, svona eins og hundur - og stundum held ég að hún sé bara hreinlega klikkuð eða í það minnsta sé hún hundur í kattalíkama. Ætli það sé hægt að fara með dýr í dýraskiptiaðgerð?

  Ef það er kalt úti, sérstaklega þegar það er snjór, þá neitar hún að fara út um gluggann sinn til að pissa svo ég opna fyrir hana svalahurðina. Nei takk, hún fer ekki út heldur stekkur í fangið á mér og kurrar tælandi "carry me out to the toilette" .. já, þið lásuð rétt - ég verð að bera hana út í næsta skafl og kasta henni þar niður og láta hana pissa - hún gerir sitt í fljótheitum og mokar tonni af snjó yfir og svo æðir hún á mig aftur og neyðir mig til að bera hana inn aftur.

  Ég gruna að ég hafi ekki verið nógu strangur við hana, látið alltof mikið eftir henni og hreinlega gert hana að dekurdýri sem kemst upp með hvað sem er. Betri helmingurinn hérna hlær og kallar mig gæludýraundirlægju og segir mér að vera strangari, nota svipuna meira. Well, maður bara lemur ekki dýr eða flugur - svo ég hugsa að framtíð kisu sé tryggð í lystisemdum þeim sem dýrum eiginlega er ekki alveg ætlað, þannig séð. Seinna fæ ég mér Hamztur, that´s for sure...

  to you all into the night, verið góð hvert við annað - allir sem þið mætið glíma við álíka dagleg vandamál, sorgir og erfiðleika og þið sjálf, sumir jafnvel erfiðari eða þyngri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

auðvitað vill hún fá samlokuna ristaða og með pítusósu

Brjánn Guðjónsson, 13.3.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Tiger

  Já, undarleg þessi dýr...

Brjánn: Áttu við að ég eigi að láta meira eftir henni .. eh.. kannski maður prufi pítusósu næst... en hugsanlega mun spanking duga.

Móðir í hjáverkum: Já, veistu - ef dýrunum líður vel á einhverjum sérstökum stað eða við ákveðna hluti þá eigum við bara að leyfa þeim að vera í friði þar sem þeim líður vel. Gott hjá þér að vera ekkert að svifta greyið því sem gerir hann glaðan.

Tiger, 13.3.2008 kl. 03:52

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er enginn smákisi sem þú átt þarna gæludýraundirlægjan þín Það er með gæludýrin eins og börnin, þau fara eins langt og við leyfum þeim

Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 07:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ hvað ég skil þig vel það er svo gaman að dekra við litlu skinnin,
rétt hjá Jónínu Dúu, þau fara eins langt og þau geta, eins og allir aðrir ekki bara börn og gæludýr.
Ég elska litla Neró okkar, en þegar hann vekur mann um miðja nóttog vill bara leika sér, þá er hvæst og hann hlýðir gribbunni á heimilinu en mannen mín hefur
farið fram með honum, SKO ég meina, það er ekki normalt.
                          Kveðja og knús inn í daginn Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2008 kl. 08:50

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég held að við séum öll gæludýraundirlægjur hérna hjá mér, hundarnir 3 og kötturinn lifa betra lífi en heimilisfólkið   Æ það er ekki hægt annað en að dekra við þessi skott (ég er algjör dýrafrík sko)

Huld S. Ringsted, 13.3.2008 kl. 10:36

6 Smámynd: Brynja skordal

Mikið hlýtur að vera gott að vera kisa á þínu heimili Kisur eru svo mikil krútt okkar fallega kisa fór í fóstur til foreldra minna átti bara að vera smá tími enn það er dekrað við hana hægri vinstri þar og hún orðin mikið meira en sátt og gefur þeim gömlu svo mikið að hún fær að vera þar en hún fagnar okkur mikið þegar við komum í heimsókn hafðu góða dag knús til ykkar kisu

Brynja skordal, 13.3.2008 kl. 10:52

7 Smámynd: Adda bloggar

mjáááááááááááááááááááá til þín minn kæri.

gangi þér vel í dag, med kattarkveðjum adda og prinsar.

Adda bloggar, 13.3.2008 kl. 11:17

8 Smámynd: M

Æ verð að viðurkenna að ég er ekki mikil dýrakona. Finnst þau yndisleg og allt það en vil ekki binda mig yfir þeim. Erum með hamstur sem er alveg nóg fyrir mig. Vorkenni honum helling, hann grefur og grefur eins og hann haldi að hann komist í gegn einn daginn og út   Finnst ég villumenni að halda honum svona í búri

M, 13.3.2008 kl. 11:44

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha TíCí minn, þessir kettir, ég á líka stundum í basli við minn, hann er svo félagslyndur.  Svo á hann til að koma inn með lifandi mýs til að leika sér að þeim.  Úff.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:43

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:27

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Wæll í þér núna...

Þú ert nú alltaf 'kizan mín" .

Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 00:19

12 identicon

Ég átti einu sinni kött sem hélt að hún væri hundur, hún urraði á fólk og hvæsti, hún þurfti virkilega að fá sálfræðihjálp.

Svo var hún virkilega ringluð í að borga fyrir sig, hún til dæmis dró trjágreinar í hús í staðin fyrir mýs, ( sem betur fer ) og fleira slíkt.

Ég bara var hreinlega búin að gleyma þessu þangað til ég sá þessa færslu.

Knús á þig Tiger, þú ert sætastur.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:33

13 Smámynd: G Antonia

Ég er "amma" Huskyhunds sem fæddist á afmælisdaginn mínn í nóv í fyrra, og er því 1 árs og 4 mánaða.... ég var ekki dýrakona og hafði aldrei umgengist dýr, .....en Guð hvað þeta gefur mér og ég er montin yfir því að hafa komist yfir dýrahræðsluna og kynnst því að vera með hund, og elska hann........hann er bara sætastur og bestur og og og og !!!!!! Hann býr hjá syni minum en ekki líður dagður án þess ég sjái hann ... Ég tel þroska merki að ég skildi komast yfir þess dýrahræslu og kynnast þessari gleði og ást á dýrum og þá mínum sæta Husky hundi.......i love himm!!!+

hug and kissis *ekkert daðr* :')))))))

G Antonia, 14.3.2008 kl. 01:19

14 Smámynd: Tiger

 Ég er mikið glaður að sjá ykkur öll... Knús á ykkur - sérstaklega stórt og hlýtt knús - án daðurs - nema kannski á Hamzturinn minn, meowww. Dúfur, Millur, Huldur og Brynjur - Öddur og EMMUR - Ásthildur - Lindur, Zteini-ur og Guðrún-ur og að lokum Guðbjörg-ur... nú eruð þið öll ur eða úr eitthvað! Yndislegt að sjá ykkur.. *knús*.

Tiger, 14.3.2008 kl. 02:39

15 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er bara frábær köttur sem þú átt. Kettir eru sko ákveðnir og vita nákvæmlega hvað þeir vilja. Ég stend með kettinum - enga dýraskipta aðgerð takk. Knús á köttinn og auðvitað þig líka.

Sigrún Óskars, 14.3.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband