To write something in here. Hef ekki látið neitt hérna inn síðan á hvað.. föstudag! Undur og stórmerki, ætli ég sé kominn í bloggstíflufélagið? Nei, bara búinn að vera á fullu í að snúast, vinnast, kelast, æfast, elskast, kíkjast, keyrast, fjölnotast, töffarast og ýmislegt fleira - eiginlega allt nema tölvast.. Hér á eftir kemur sitt lítið um þessi atriði sem ég var að snúast í... Vonandi leiðist ykkur lesturinn elskurnar en ef þið klárið ekki lesturinn - þá skil ég ykkur vel, en verð samt vonsvikinn - rétt eins og svikinn héri.
Á hverjum morgni, eftir góðan og fullkomna fer maður af stað í dagleg verkefni, ef maður nennir. Slatti vinna, leikur og leikfimi er það sem kemur góðum degi ætíð inn í gott kvöld. Reyndar hefur svo sem ekki verið mjög mikið að gera hjá mér undanfarið, en ég kvarta þó ekki og hef nóg að bíta og brenna - bít kerluna og brenni gluggapóstinn. Það er ótrúlegt hvað maður er vanafastur, ef eitthvað er öðruvísi en það "á að vera" - þá bara er maður alveg ótrúlega ómögulegur.
Til dæmis eru bílastæði í hverfinu ekki alveg eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Ég legg bílnum alltaf í sama stæðið og það er svona hálf óskrifað í lögum hverfisins - að viðkomandi stæði sé míns bíls. Ef svo ólíklega vill til að einhver hefur lagt bílnum sínum þar, liggur við að ég keyri aftur niður í bæ eða hringsóli í hverfinu í von um að hinn mikli stæðisræningi fari. Stundum dettur mér þó líka í hug að leggja bara þversum fyrir aftan viðkomandi bíl og láta svo bara sem ég heyri ekki þegar eigandinn reynir að komast burt með flauti og látum - en ég er of dannaður til að gera eitthvað svo illt af mér, þó ég hugsi það.
Svo eru æfingar nauðsynlegar og ótrúlega gott að setja þær inn í daglega rútínu, ef maður nennir. Maður finnur þvílíka mun á sér ef maður stoppar stuttan tíma, eins og þegar maður er á ferðalagi eða álíka. Reyndar er ég farinn að hlaupa og labba mikið þegar ég er á ferðalögum erlendis. Ætíð dásamlegt að hlaupa eftir strandlengjunni á sólríkum degi, en getur þó stundum verið erfitt því það er svo mikið af berum sólar bobbingum sem sjá til þess að maður er í sífeldum árekstrum við fólk sem er á vappi þarna á sama tíma - þið vitið - maður hefur ekki alltaf augun fyrir framan sig heldur öbbólítið uppá ströndina...
I know. But live is bjútífúl and i love it and enjoy every moment of it.
Rétt kíkti á boldið hennar himnaríkisdúllu - snarhætti því þó eftir hálfan þátt því þetta er ekki eitthvað sem ég vil festast í - vaninn jú nó - vil ekki venjast því að horfa á sápur. Sápur eru svo sem virkilega góðar - og ilmandi - á baðkarsbrúninni. Það eru einu sápurnar sem ég vil þurfa að venjast - líklega vegna þess að ég er mjög mikill þrifnaðar gutti. Skil þó vel alla sem fíla betur sápur í sjónvarpi því það getur verið gaman að sjá hvernig lífið er í glamúrheimi þeirra ríku og frægu.
Ég hef þó meira gaman af því að kíkja yfir á nágranna-konuna mína. Hugsanlega hef ég smitast af henni, enda þekkt í nágreninu fyrir að detta á glugga hjá mér - sem og fleirum. Oftar en ekki kemst ég að því að hún er hin mesta skvísa, flott á því og dansandi lipurtá.
Kannski ég taki með henni snúning bara einhvern daginn, með von um að stíga ekki of mikið á tærnar á henni. Gruna reyndar að hún sé hérna á blogginu og lesi alltaf allt sem ég skrifa, finn nefnilega oft lítinn miða sem kemur inn um bréfalúguna þar sem stendur t.d. "það er svo gaman að lesa í þig!" ... hvað sem það þýðir svo sem, kannski er hún bara ástfangin - kannski bara svona týpískur stalker sem í framtíðinni mun ræna mér og loka mig inni í kjallaraherbergi og svo mun hún misnota sér fullan vilja minn til samræðis og ástar. *Blautirdagdraumar*.. ómæómæ.
Það er svo sem yndislegt að vera elskaður, en ekki að láta elska sig í tætlur og ræmur - eða láta króa sig af í horni ástarinnar. Var reyndar að skoða í kassa sem ég fann í geymslunni og fann slatta af ástarbréfum sem mér bárust fyrir fermingu. Yndislegt að skoða og rifja upp sumar af þessum ástarvímustundum - þessum villtu sælustundum sem maður lenti í þarna í den. Auðvitað var maður vel blautur á bakvið eyrun og kunni mest lítið annað en að vera í "andlegu" ástarsambandi - enda var ég strax sem ungur maður flugskrifandi ástarbréf til hægri og vinstri. Ég átti sjö kærustur í skólabekknum mínum þegar ég var 12-13 ára - 7 kærustur af 7 bekkjasystrum. Ég var mikill grallari sko. Sendi þeim öllum leyni ástarbréf og löööööngu seinna komust þær að því að þær voru allar að fá cute miða frá einum og sama pjakknum - Gvöð hvað ég var tekinn í gegn þá sko! Þær króuðu mig af allar saman í hóp - og skiptust á að kyssa mig á vanga, nef og og og ... já, ég skrifaði ekki fleiri ástarbréf restina af skólagöngunni. Við tóku ástarbréf lífsins. Vann á verbúðum t.d. á nokkrum stöðum og notaði sömu bréfasendingaaðferðina þar, en lét þó ætíð vita í lok bréfs hver sendi og þar á ég enn í dag dásamlegar vinkonur í gömlum bréfavinkonuástkonum, meira segja bréfaástvinkonur sem ég skrifast enn á við en hef aldrei séð... *sæludæs?*.
Já, ef mér leiðist - sem gerist mjög sjaldan - þá sest ég niður og skrifa langt og skemmtilegt ástarbréf - á gamla mátann með penna í hönd - og sendi svo á yndislegar vinkonur sem leynast mér ennþá þarna úti. Mér finnst mjög gaman að skrifa svona bréf, sendi t.d. alltaf póstkort á alla sem ég þekki þegar ég er á ferðalögum. Finnst óendanlega leitt að gamla góða bréfavinasambandið sé nánast útdautt, allt í tölvupósti eða sms nú til dags.
Það er allt orðið svo tæknilegt og fullkomið að gamlir samskiptamátar eru á lista yfir nánast útdauða hluti eða á lista yfir aðgerðir sem eru í útrýmingahættu. Ætli það verði nokkuð mörg ár þar til engin pósthús verði til - enda gagnslaus ef engin sendir orðið bréf.
Well, nú er ég búinn að eyða dágóðum tíma í að töffarast og tími til að fara að kíkja létt yfir bloggvini mína. Ég kíki reyndar alltaf á ykkur af og til þó ég jafnvel skrái mig ekki inn, enda hef ég stundum ekki tíma til að skrifa neitt - hvað þá að kvitta alls staðar, en ég mun þó ætíð láta ykkur finna fyrir mér af og til. Enda á ég bestu bloggvini sem hugsast getur og mér finnst óendanlega sárt ef ég get ekki skrifað helst eitthvað smá við allar ykkar færslur. En sumir eru bara svo duglegir að skrifa inn að ég næ ekki að fylgjast með, sumir eru með fjöldamargar færslur á dag t.d. En, líklega er ég kominn með nóg í þessa færslu - og ekki eru allir sem nenna að lesa mjög langa pisla - eða hafa bara ekki tíma í það. Skil það manna best og virði það.
En nú er ég kominn með kaffibolla í aðra hönd og er að fara yfir ykkur essgurnar, og kvitta á ykkur í leiðinni. Hlakka til að sjá hvað þið eruð búin að vera að barrdúsa síðan í gær. Þetta klapp er í boði tigercopper - handa bloggvinum sem og öðrum góðum bloggurum! Njótið helgarinnar og verið góð við hvert annað, lífið er dásamlegt og getur orðið enn yndislegra ef við gerum okkar besta til að draga ætíð það góða í öllum fram.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hvað á einfaldur maður í sveit nú eiginlega að skrifa eftir allann þennann lestur, (Já, las Twizwar!)
Máske, má vísa í ljóðakornið fræga & fallega.
"Það þarf fólk eins & þig, fyrir fólk eins & mig.."
Gozinn þinn ...
Steingrímur Helgason, 8.3.2008 kl. 20:23
Til dæmis eru bílastæði í hverfinu ekki alveg eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Ég legg bílnum alltaf í sama stæðið og það er svona hálf óskrifað í lögum hverfisins - að viðkomandi stæði sé míns bíls. Ef svo ólíklega vill til að einhver hefur lagt bílnum sínum þar, liggur við að ég keyri aftur niður í bæ eða hringsóli í hverfinu í von um að hinn mikli stæðisræningi fari. Stundum dettur mér þó líka í hug að leggja bara þversum fyrir aftan viðkomandi bíl og láta svo bara sem ég heyri ekki þegar eigandinn reynir að komast burt með flauti og látum - en ég er of dannaður til að gera eitthvað svo illt af mér, þó ég hugsi það.
Sýslumaðurinn sem nú er á Selfossi, svonefndur Þvagleggur, var þekktur fyrir að gera þetta sama þegar hann var sýslumaður á Ísafirði, svo það hlýtur að vera löglegt að leggja bílnum sínum fyrir framan bíl, hvers bílstjóri vogar sér að leggja fyrir framan hann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 20:24
Í stæðið manns ætlaði ég að segja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 20:24
Þú ert svo margslunginn!
kveðja
Ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 21:27
Innlitshelgarkvittknúskveðjameðbrosiogcoctailsósu.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 22:08
Dásamlegt bara... hic....
Jónína Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 23:15
FRÁBÆR penni- Baaara skeeeemtilegur !!!!
G Antonia, 8.3.2008 kl. 23:22
Æðislegur pistillhafði gaman af bestu kveðjur og góða nótt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.3.2008 kl. 23:53
þú ert eitt stórt yndi veistu það skemmti mér svo vel að lesa þessa færslu á þessu fallega laugardagskvöldi hafðu góðan sunnudag minn kæri bíð spennt eftir næstu færslu Góða nótt
Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 00:12
Það eru engin orð til að lýsa þér knúsarinn minn, allt sem þú lætur frá þér fara
hvort sem það er glens, gaman, huggun, eða bara hvað sem er, þá hittir það í mark og maður segir bara Amen, hvað getur maður annað.
Hættu bara aldrei að blogga þú ert bestu af öllum góðum.
Takk fyrir mig knúsý kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.3.2008 kl. 11:36
Ég elska þessa setningu: vinnast, kelast, æfast, elskast, kíkjast, keyrast, fjölnotast, töffarast og ýmislegt fleira!!
þú ert dúlla
Huld S. Ringsted, 9.3.2008 kl. 12:44
þú ert skemmtilegur gaur Tígri minn og heiður að vera bloggvinur þinn
maður skyldi ávallt vanda val sitt á vinum.
ég skil þetta bílastæðamál svo vel, en hef nú mitt prívat þinglýsta stæði svo ég verð bara að láta mig dreyma um kvusslax hryðjuverk ég myndi fremja í þínum sporum.
þetta með nágrannakonuna....hún er örugglega spólandi á eftir þér. spurning hvort þú fáir ekki nokkra snúða hjá henni. en þar sem þú átt betri helming, held ég að helminurinn verði að fá snúða líka
Brjánn Guðjónsson, 9.3.2008 kl. 13:08
Hehehe ... ok, spegilmyndin er ekki beint sunnudagsleg - mar ógreiddur (hmm.. var eitthvað hár þar) og órakaður. En hey, það er sunnudagur! I love it...
Zteini minn: Það er óendanlega zatt hjá þér, ég er gozinn þinn. Enda ekki hægt annað þegar mannz miklu zkemmtilegri helmingur birtizt í goza mannz zkemmtilegri vinar ... hmmm.. eitthvað hljómaði þetta unarlega, líklega bezt að láta þér eftir að kommenta á zetaðan hátt með þínu nefi en reyna ekki að vera með nef sitt í þínum zetum.. lov ya kútur.
Ásthildur mín: Ég ætla rétt að vona að ég sé ekki náskyldur bjakkans þvagleggnum, á alveg í fullu fangi með að meðtaka nýfundna bláa blóðið í átt Vestfjarðarríkis sko! *bjartbros*... bílastæði eða ekki. Lot´s of warm feeling over to you my Queen.
Tiger, 9.3.2008 kl. 15:40
Já, það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að finna í kýrhausnum - sé hann opnaður og bullinu hleypt út... endalaust hægt að finna eitthvað til að hafa gaman af...
Guðbjörg E.: Ójá, svo satt hjá þér - margslunginn og tótallý out of touch with my inner self, i think... but i lov it. Knús á þig.
Ásdís: þúertlannnnnngggflottussssstmeðkokteilsósu. Knús á þig dúllan mín.
Jónína Dúa: Dýrka óreiðuna í sápunni þinni, og hvað *hick* varðar - biðst afsökunar á að hafa ruðst svona inn - og það svona mikið við skál - bolla, disk og hnífapör. *roðn*... vona að þú hafir náð því að lesa barnið á meðan þú passaðir bókina. Knússss á þig!
Guðbjörg Antonia: Bara stórt knús á þig til baka sko.. luv ya too!
Linda Linnet: Takktakk og góðar knúsukveðjur til baka á þig líka..
Brynja Skordal: Knús á þig og takk. Jamm helgin er búin að vera yndisleg og þokkalega róleg í alla staði. Alltaf gaman að sjá þig.. Knúsí.
Móðir í hjáverkum: Ojá, hjartagosar eig það nú til að skella saman í ótrúlegustu hluti þegar þeir taka sig til. vonandi gast þú notið helgarinnar eins og ég gerði sannarlega.. helgarknús..
á ykkur öll...
Tiger, 9.3.2008 kl. 15:55
Ó hin ljúfa ást, svo gott við hana að fást - þar til hún mér brást. Það er endalaust dásamlegt að díla við þessa tilfinningu og hlúa að henni, allir ættu að eyða góðum tíma á hverjum degi í það að vökva og dreifa áburði og næringu á ástartréð sitt...
Milla mín: það er til orð til að lýsa þér og orðið er: ljúf, hnyttin, glæsileg, hlý, blíð, glæsileg, frábær, vinsamleg og jamm var ég búinn að segja glæsileg...? Knús á þig ljúfust og takk fyrir falleg orð.
Huld mín: það eru fulltaf setningum sem ég finn hjá þér sem er ekki hægt annað en elska! Þú ert náttla dúlla dúllanna og svo mikið yndisleg - þið eruð bara allar svo mikið endalaust miklar skvísur og svo endalaust glæsilegar mínar bloggvinkonur allar. Lot´s of luv over to you!
Boxari minn Brjánn: Endalaust er heiðurinn minn að hafa þig hérna í bloggvinahóp mínum, vandaði valið vel þegar ég sóttist eftir þér kappi. Hnyttinn, stuttorður og alltaf í mark - en með þetta líka huge hjarta sem sannarlega er staðsett á hárréttum stað. (annars eru hriðjuverkatipps alltaf vel þegin sko! en ekki segja neinum frá því að ég hafi beðið um þau, er nebbla svona innvið beinið, rough tíba u know)... Það er spurning um að gefa nágrannakonunni bara á snúðinn, grasið er nebbla grænna hérna megin sko.. *gráðugtglottsamt*. Eða bjóða í snúðaorgíu kannski? ...
Skál og syngja, lofsöngva um mína ástsælu bloggvini... tralllalala...
Tiger, 9.3.2008 kl. 16:11
Þú ert bara æðislegur.
Sigrún Óskars, 9.3.2008 kl. 17:24
Sæll Ticercopper. Mikið skemmtilegt að lesa bloggin þín. Ertu annars hættur að taka við nýjum bloggvinum ? Svo mikil tíska í bloggheimum að henda út Skelli á þig beiðni og þú huxar málið
M, 9.3.2008 kl. 18:37
Alveg yndisleg lesning í lok yndislegrar helgar
STÓRT KNÚS á þig, kæri Tígri
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.3.2008 kl. 00:23
Adda bloggar, 10.3.2008 kl. 07:47
Þú ert bara fjandi fyndinn og fjörugur! ... bíta konuna og brenna gluggapóstinn - góður þessi ! ... Have a nice day!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.3.2008 kl. 10:27
Þú spinnur alveg frábærlega......
Ég er búin að vera hér inn á síðunni þinni í morgun í arggargkasti og grrrrkasti
Þú ert alltaf í skemmtilega gírnum......
ERTU bogamaður eða hvað?
Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 10:36
Það er þrælskemmtilegt að lesa þig strákur.. þú ert að ég held bara framtíðarblogghundur.. vá langt orð.
Ég kíki nú alltaf á þig en skrifa ekki alltaf. má alveg vera duglegri við það held ég.
Bestu kveðjur frá Færeyjum.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:07
Ójá, það held ég nú bara...
Sigrún: takk og þú ert nú endalaust æðisleg sjálf sko!
EMM: Hæhæ og velkomin í minn yndislega blogghóp. Alltaf hægt að bæta við sig góðum bloggvinum! Þurfti ekkert að hugsa málið, bara skellti þér inn...
Kurr: Þú ert sko fiðurfénaðurinn minn - enda stútfull af fjöðrum eins og englum ber að vera...
Ragnheiður Ása: Alveg bara yndislegt að sjá þig líka og það í upphafi nýrrar vinnuviku, vikan getur ekki klikkað núna..
Adda: Ohh.. þú ert svo mikil rúsína (samt sko ekki krumpuð heldur bara jaa... okok, bara krútt)...
Tiger, 10.3.2008 kl. 13:55
Held bara að páskarnir séu að nálgast eins og óð fluga.. ætli mar fái súkkulaði egg? ... i hope so.
Jóhanna M. & V.: luv you too skottið mitt.. allir verða að hafa eitthvað að bíta í og brenna. Hvað hver vill bíta og brenna er svo aftur á móti önnur saga..
Ollasak: Bara yndislegt að vita af einhverjum flakkandi um bloggið manns. Ég er nú reyndar vog en finn auðvitað tengingu frá mér í öll merkin sko.. en ég reyni eins og ég get að vera ætíð í jákvæðum og léttum gír - það er nóg af öðrum sem sjá um hina gírana..
Guðrún B.: Bara æði að sjá þig af og til, engin þörf á að vera stanslaust að kvitta - enda ætlast ég alls ekki til þess af mínum bloggvinum að þeir séu á fullu að kvitta þó ég sé alltaf að bögga þá.. Knús til Færeyja.
Tiger, 10.3.2008 kl. 14:00
Já hehehe gleymdi því að við erum frændkyn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.