Kynlíf hvað... Segir sig sjálft eiginlega, held ég.. eða hvað?

  Þreytt og slitin kona myndi ekki, eftir vinnudag - gerast fyrirmynarhúsmóðir - þrífa skrúbba og bóna, elda og ganga frá og vera svo til stórræða í bólinu, er það nokkuð? Nei, þær vilja hafa það fullkomið og þær vilja gera hlutina af natni og nákvæmni. Af skyldurækni myndi hún kannski liggja og leyfa karlinum en ekki af ánægju og ekki með ákefð, held ég. Myndi karl, þreyttur eftir vinnudag, taka til og þrífa smá, elda kvöldmat og ganga svo frá - fara glaður í bólið til að fá þar sitt lítið af hverju? Já, sannarlega - enda karlar alltaf upplagðir í smá spretti og hamagang. Þeir myndu samt hugsanlega bara hugsa um að komast í höfn sem fyrst og velta sér svo á hina ... Hvað þarf og hvað er nauðsynlegt í góðu svefnherbergi - nú eða bara á þvottavélinni? Skiptir einhverju máli hvernig á málunum er haldið þegar á skeiðvöllinn er haldið? Njeeee, don´t think so.. eða hvað?

  Forleikurinn er konum mikilvægur. Þær vilja hafa hlutina rómantíska, ljúfa og helst fullkomna, kertaljós, kelerí, hreint á rúmum og nýbaðaðir kroppar sem láta vel að hver öðrum. Karlar hins vegar eru til í þetta hopperí bara inni í þvottahúsi - uppá þvottavélinni - bara þeir fái það sem þeir vilja, og ekkert múður, lov it. Þeir hafa enga þörf fyrir góðu rúmi, kertaljósi sem getur kveikt í, kelerí sem teygir bara tímann og lengir biðina eftir fyrstu höfn og slíkum óþarfa - bara beint í mark og bingó!

  Karlar vilja góðan bjór, fótboltaleik eða box - snakk og drasl í kringum sig - og svo uppí ból þegar konan er búin að ganga frá eftir hann. Konur vilja fyrst horfa á aðþrengdar eiginkonur, fara svo í sturtu, þurrka sér vel og þurrka hárið - setja á sig næturkrem og dúlla við að lakka neglurnar - og fara svo í æsandi kvöld undirfatnað frá Viktoría Sígret, koma svo daðrandi inn í svefnherbergi - bara til að sjá karlinn hrjótandi eftir bjórþambið. Þær redda málunum þó ætíð - enda flestar með draumaprins í kassa inni í skáp..

  Vilji svo ólíklega til að karlinn sé enn vakandi - vill hann ekkert vesen, bara úr sígret fötunum kerla og uppí með þig, og hana nú! Hann sinnir þá frumþörfum sínum - burtséð frá hvort þær skerist á hennar frumþarfir - nær first base og blæs út, því næst sofnar hann bara ofaná kerlu - nema hún nái að rúlla honum af áður. Hún liggur vansæl og óánægð eftir en er fljót að kippa því í liðinn með hraustum og sperrtum draumaprinsinum, sem æ ofaní æ reddar málunum í sambandinu... enda búin að fá alls skonar tipps frá þeim aðþrengdu.

  

Konan á ætíð að vera sexy, það er lykilatriði í góðri sambúð! Ef það klikkar og kerla er á einhvern hátt ósexy, klikkar flest allt annað í leiðinni - finnst karlinum. Hann þarf ekki að looka á neinn hátt eins og goð - bara vera horny og ná lurkinum í réttstöðu, og þá klikkar ekkert.. að hans mati. Ef hún stendur sig ekki þá leitar hann bara í nágrannakonuna, en ef hann stendur sig ekki þá leitar hún í draumaprinsinn - bæði þurfa sitt en hvort fyrir sig hefur prinsipp.

  Trúðu mér - allt hér að ofan er  !

Ég vona að það hafi nú engin fengið hjartaáfall og að engin sé að undirbúa mikla skammarræðu á mig. Ég veit að ég málaði mig og kynbræður mína út í horn sem hina verstu fauta, eða er það ekki strákar? Well, hugsanlega eru margir sem eru á einhvern hátt þessu líkir en langflestir okkar erum ekkert líkir þessu. Við getum vel verið rómantískir og ljúfir, fullir af tilhugalífi og forleikjum - blíðir og þolinmóðir sem og tilbúnir að leggja okkur fullkomlega fram í að gera alla draumaprinsa óþarfa.

  Love you all so much to píses... blauta drauma ya all.

 


mbl.is Fleiri húsverk - meira kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ja hérna drengur, þú drepur mig einhvern daginn... úr hlátri En þetta er samt alveg rétt hjá þér, í aðalatriðum....

Jónína Dúadóttir, 7.3.2008 kl. 06:41

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var að reyna að átta mig á hvað væri á bak við grímuna, var ákveðin að þar væri Kalli kanína þar til ég las þetta. Auðvitað ertu Þorgrímur Þráinsson!  ... eða a.m.k. samvaxinn tvíburi sem ekki hefur farið mikið fyrir - hingað til. Eigðu góðan dag!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.3.2008 kl. 07:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahah flottur, ég segi sama var lengi að reyna að lesa út úr crappinu.  Þú ert nú meiri spaugarinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 09:25

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

VÁ þú kemur alltaf á óvart og ert alltaf jafn frábær, Þorgrímur Þráinsson,
nei ekki alveg, en flottur.

Málið er auðvelt, ef manni langar í eitthvað þá fer maður fram á það og allir hafa sinn háttinn á þeim málum.
Ef kynhvötin verður mjög sterk, gerir maður eitthvað í því, ekki fer maður fyrst að gera hitt og þetta, heldur vindur sér í dúlleríið
Rómantíkin felst í svo mörgu. Er hætt áður en ég fer út í eitthvað ósiðlegt hér inni á síðunni þinni Tiger míó.
                    Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 09:49

5 Smámynd: Helga skjol

HAHAHAHAHAHA þú ert algjör snilld,bara verst ef við konurnar föllum í umvörpum útaf þér elskan,þú ert yndi hver sem þú ert.

Helga skjol, 7.3.2008 kl. 11:18

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þreytt og slitin kona

annars ber ég allt svona af mér, enda hvorki áhugamaður um box né bolta

Brjánn Guðjónsson, 7.3.2008 kl. 11:45

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þorgrímur Þráinsson hvað! Þú ert alveg stórkostlegur Tící

Huld S. Ringsted, 7.3.2008 kl. 12:41

8 Smámynd: Tiger

  Ómæómæ.. hvað þið eruð fokkalega endalaust yndisleg öll saman!

Jónína Dúa: Sko, svona í aðalatriðum - þá vona ég að mér takist nú ekki alveg að kálast í þér dúllan mín. Verð að muna að skrifa lista með "ekki kála/eða kála" og strika svo ekki yfir neitt... *flaut*

Jóhanna M. & V. : Veistu, Kalli Kanína er systir mín og algert beib. En jamm sko, kannski maður fari að reyna að láta meira á sér bera - er þó alltaf að reyna að vera stilltur.. eða þannig.

Ásthildur: Ég náttla elska spaug, glens og grín - en get sko alveg verið ótrúlega alvarlegur þegar á þarf að halda... *grínglott*.

Tiger, 7.3.2008 kl. 14:29

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 7.3.2008 kl. 14:39

10 Smámynd: Brynja skordal

þú ert alveg meiriháttar Tící færð sko 10 fyrir þinn æðislega húmor ekkert er skemmtilegra en karlmenn með góðan húmor kynlíf er það eitthvað gott ofan á brauð þarf að prufa það

Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 15:16

11 Smámynd: Tiger

  Ég segi bara eins og Jenný ofurbloggarinn okkar - "ég fæ hérna eitt stykki krúttkast" ... jihaaa.

Milla mín: Auðvitað tekur maður á því þegar sexyhvötin gerir vart við sig, heavy gaman að díla við þá tilfinningu og endalaust gott að klára dílinn. Þú mátt sko alveg missa þig hérna anytime sko! Alltaf yndislegt að sjá og taka þátt í því að einhver missi sig - innan skynsamlegra marka auddað.. Knús á þig..

Móðir í hjáverkum: Þú ert líka yndisleg og bara gott ef maður getur kitlað hláturtaugarnar hérna, því ekki get ég kitlað aðrar taugar í gegnum tölvuna - eða hvað? *hux*.. Knús..

Helga skjol: Grrrrr... það væri sko ekkert að því að fá smá kerluöldu yfir sig hérna, velkomið mín vegna sko!!! Woff.

Brjánn: Elsku vinur, ertu viss um að þú sért ekkert hrifinn af boxi *flaut*.. eða þannig sko.. er næsta viss um að flest hér að ofan átti sko ekki við þig - né mig - bara alla hina sko..

Kurr: Vertekki að kjafta einu eða neinu addna brussan mín.. annars verður slatti af spanking næst þegar ég sé þig!!! Knús á þig..

Tiger, 7.3.2008 kl. 15:49

12 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Love youBara yndislegur  Bjargar deginum

Fæ ekki kallinn heim fyrr en í kvöld, sko

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:57

13 Smámynd: G Antonia

váá ekkert smá skemmtilegur bloggari hér,  hehheeheheh!!!!!

sleppi ekki þessu bloggi í daglega rúntinum mínum í bloggheimum  flottur penni!!!!!!´
góða helgi *

G Antonia, 7.3.2008 kl. 16:00

14 Smámynd: Tiger

  nonono .. enginn rithöfundur hér á ferð - en alveg fullkominn grallari og náungi sem hefur gott skopskyn fyrir flestur sko!! Ójá.

Huld mín: Já, ég segi það nú - Þorgrímur hvað - þú ert sjálf alveg stórkostleg dúllan mín. Þér að segja annars, þá var ég alltaf mjög hrifinn af ritsmíðum Þorgríms í denn og fannst hann endalaust góð fyrirmynd.

Jónína Dúa: thíhí... rétt hjá þér.

Brynja Skordal: Dúllan þín.. ég myndi nú seint setja kynlíf á brauð og fara með skinnku í rúmið - en hvað veit maður með fólk nú til dags? Allt virðist leyfilegt í þessum efnum sko..

Tiger, 7.3.2008 kl. 16:09

15 Smámynd: Tiger

  Gælur og glæsileiki eru einkennandi fyrir bloggheimavini mína, eða tælur og skopstuð í gangi bara...

Ragnheiður Ása: Uzz ... eins gott að þú verðir búin að fela Drauma*þúveisthvað* - áður en bóndinn stígur á stokk. Ekki gott fyrir karlmennsku okkar ef við finnum eitthvað stífara en okkur sjálfa í bóli frúarinnar hemmm... knús á þig...

Guðbjörg Antonía: Hjartanlega velkomin, alltaf gaman að sjá ný andlit skjótast upp, sestu bara að og vonandi hefur þú gaman af bullukollinum hérna. Knús á þig inn í helgina..

Tiger, 7.3.2008 kl. 16:14

16 Smámynd: Sigrún Óskars

þú ert svo æðislega fyndinn tigercopper, maður bara hlær og hlær.  Þú skrifar svo myndrænt að maður var farin að sjá þetta fyrir sér. Hafðu það gott um helgina - ekkert bjórþamb - bara kertaljós, bað og dúllerí

Sigrún Óskars, 7.3.2008 kl. 17:05

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér er náttúrlega ekkert skemmt með seinnihlutann að þessari færslu, eins & hún byrjaði nú vel & hélt vel áfram fram að síðustu greinarskilum.

Í þessu greini ég hráann söknuð eftir leiðandi hönd í kynlegum samskiptum.

Lofa öllu fegurra í framtíðinni....

Steingrímur Helgason, 7.3.2008 kl. 20:47

18 Smámynd: Adda bloggar

glitter graphics

im a very very bad girl

glitter graphics

en eigðu góða helgi, stubbaknúsadda

Adda bloggar, 7.3.2008 kl. 21:01

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góður,og njóttu helgarinnar vel,bestu kveðjur.Linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:37

20 identicon

Hvaða, hvaða,

kveðja Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:55

21 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

You worry me!  

But i´ve said that before.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.3.2008 kl. 05:34

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Vú újababe......þvílíkur hellingurKynlíf byrjar löngu áður en á völlinn er komið.......

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband