6.3.2008 | 14:39
Hvað er pappír fullur af loforðum ef ekkert er farið eftir honum, stefnulisti eða ekki.
Hvort er betra, meirihluti án stefnulista - en samt vinnusamur og lætur verkin tala þó ekki séu þau skrifuð á pappír, eða meirihluti með óráðshjali og peningaaustri - ásamt huldum raunverulegum ósjálfstæðum, missaga framtíðarborgarstjóra sem lítið man eftir kjósendum og sundurleitum borgarfulltrúum sem læðast með veggjum í von um að sleppa við það að svara spurningum kjósenda sinna?...
Núverandi meirihluti stendur fyrir - með stefnulista sínum og eftir 50 daga sirka held ég:
1. Peningaaustri í fúaspýtur. Hvað eru litlar 600 milljónir úr vasa borgaranna, ekki kom féð úr þeirra vösum, held ég..
2. Senda konur (eða menn) inn á heimilin aftur (nú er árið 2008, ekki 1808). Gott og vel, börnin njóta þess að hafa okkur heima - en allir ættu að hafa val, og frekar ætti að setja fé í að styrkja leikskóla og kennara þar..
3. Hmmm....
Tjarnarkvartettinn stóð fyrir án stefnulista í 100 daga:
1. Mannauður gegn manneklu, aðgerðir gegn manneklu - hækkun launa leikskóla- og grunnskólastarfsmanna, starfsfólks hjúkrunarheimila og sambærilegra hópa.
2. Undið ofan af orkumálum. Settur upp þverpólitískur stýrihópur til að leysa málefnaógöngur orkuútrásarinnar og REI. Samruna hafnað hjá REI og GGE, óháð stjórnsýsluúttekt á OR og REI ákveðin.
3. Sókn í skólamálum. Stóraukin framlög til sérkennslu, vatnaskil sem náðu út í öll hverfi og skóla borgarinnar. Duglega tekið á vanda barna með félagslegar og tilfinningalegar raskanir.
4. Tíföldun til forvarnarmála. Forvarnarsjóður stofnaður með styrkveitingar í huga til félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum forvarnarverkefnum í borgarsamfélaginu.
5. Átak í húsnæðismálum. Tekið á sívaxandi húsnæðisvanda efnalítilla borgarbúa. 270 milljónir settar í ýmsar nauðsynlegar aðgerðir til að koma þaki yfir fólk - þ.e.a.s. til bráðra úrræða. Úthlutun á lóðum til bygginga 600 íbúða til stúdenta og 220 íbúða fyrir eldri borgara (sem nýr meirihluti byrjaði á að fresta).
6. Mannréttindaskrifstofa stofnuð.
7. Tekið til hendi í Kvos. Hópur fagaðila skipaður til að móta tillögur að heildarútliti Lækjartorgs. Vinna við endurskipulagningu ýmissa lykilstaða í Kvosinni sett í gang. Uppbygging og verndun sögulegra staða.
8. Laugarvegur framtíðarinnar. Samningar náðust um Barónsreit - taka á mið af götumynd og sögulegri byggð svæðisins, málefni sem áður hafði verið á reki í langan tíma. Listaskólinn skyldi byggja höfuðstöðvar á svokölluðum Vegas-reit við Laugarveg - stúdentaíbúðir við Lindargötu.
9. Sundagöng. Tjarnarkvartettinn tók af skarið varðandi göng frá Gufunesi að Laugarnesi ásamt því að hefja undirbúning Öskjuhlíðarganga og boðaði til umhverfismats á Miklubraut í stokk móts við Miklatún. Metnaðarfull áætlun um hvernig mætti draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hafin greining á kostum léttlestarkerfis og annarra vistvænna leiða í almenningssamgöngum.
10. Vatnsmýrin - 102 Reykjavík. Dómnefnd lauk störfum í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um skipulag byggðarinnar - eitt brýnasta skipulagsmál höfuðborgarinnar var fóstrað af mikilli natni.
11. Stóraukin hverfaáhersla, efling hverfaráðs borgarinnar með það að leiðarljósi að íbúar hafi meiri áhrif á umhverfi sitt. Framkvæmdafé til fegrunar umhverfis, uppbyggingar útivistasvæða og endurgerðar skólalóðar yrði stóraukið.
12. Sundlaug í Fossvogi - Reykjavík kvikmyndaborg - endurgerð Tjarnarbíós - 3ja ára samningar við 25 íþróttafélög í Reykjavík - fækkun í yfirstjórn ráðhússins - frítt í öll söfn borgarinnar - uppbygging þráðlauss nets á höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldu- og húsdýragarðurinn stækkaður. Allt góðir og gæfulegir hlutir sem mætti gera betri skil.
Á síðasta degi Tjarnarkvartettsins var Kolaportinu bjargað og því tryggð í minnsta 10 ára líf.
(Heimildir úr 24 stundum í dag, fimmtudagur 6 mars 2008.)
Persónulega myndi ég vilja fá Tjarnarkvartettinn aftur til valda. Þá gæti Vilhjálmur bara haldið áfram að vera á bakvið tjöldin - hjá Landspabba - og undirlægjur hans þyrftu ekki lengur að læðast með veggjum ráðhússins. Örugglegga hægt að finna einhvern góðan stað fyrir veika hlekkinn án þess að brjóta hann endanlega niður.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
blekpenni
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
lehamzdr
-
skessa
-
brjann
-
jodua
-
ringarinn
-
hross
-
jogamagg
-
gurrihar
-
christinemarie
-
roslin
-
jeg
-
hneta
-
majaogco
-
madddy
-
eddabjo
-
lillagud
-
angelfish
-
skjolid
-
stebbifr
-
heidistrand
-
sigro
-
laugatun
-
ollasak
-
rasan
-
skordalsbrynja
-
antonia
-
lindalinnet
-
emm
-
svala-svala
-
kiza
-
hran
-
gellarinn
-
katlaa
-
danjensen
-
snar
-
tofulopp
-
janey
-
heidihelga
-
skattborgari
-
ellasprella
-
icekeiko
-
pollyanna
-
perlaoghvolparnir
-
bifrastarblondinan
-
storyteller
-
handtoskuserian
-
strumpurinn
-
siggathora
-
jari
-
disadora
-
egvania
-
um683
-
veland
-
sisvet
-
wonderwoman
-
brandarar
-
borgarfjardarskotta
-
jakobk
-
gudrununa
-
sp
-
must
-
jyderupdrottningin
-
hrannsa
-
einari
-
engilstina
-
manisvans
-
himmalingur
-
agny
-
almaogfreyja
-
gattin
-
dittan
-
dora61
-
draumur
-
gelin
-
lis
-
ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ef ég byggi ennþá í Reykjavík þá myndi ég vilja sjá allt þetta lið út, líka Tjarnarkvartettinn.
Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 16:53
Tiger, 6.3.2008 kl. 17:18
hafirðu lofsamað kvöldmat gærdagsins hlýtur pappír fullur af loforðum að vera klósettpappír dagsins í dag.
Brjánn Guðjónsson, 6.3.2008 kl. 17:21
Brjánn brjóstgóði: Pappír núverandi meirihluta verður á WC í kvöld - og þar til rúllan verður kláruð og búin. Verst með prentsvertuloforðin sem leka af um leið og pappírinn er notaður, allt rennur í klóið því er ver, eða hvað? Æi, ég er svo sem ekki mikið í pólitík og óflokksbundinn - en hvað á maður að kjósa svo sem þegar allir virðast ota sínum tota? Totterí eða gotterí .. það er allt í boði þegar loforðin fljúga en blekið þornar aldrei á blessuðum papírunum.
Tiger, 6.3.2008 kl. 18:18
Sammála síðasta ræðumanni, ég myndi frekar vilja sjá Tjarnarkvartettinn, ef ég byggi í borginni, en trúlega væri best að fá nýtt blóð
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.3.2008 kl. 18:38
Æ,mér finnst þetta allt tóm steypa hjá þeim hvort sem er núverandi eða fyrrveranndi flokkur,fæ hausverk af þessu bulli í þeim
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:41
Ég bý ekki í Reykjavík ...sem betur fer en ég var persónulegra hrifnari af Tjarnarkvartettinum en þessu liði sem nú er ..það segi ég satt. Hins vegar er líka allt upp í loft í mínu sveitarfélagi
Ragnheiður , 6.3.2008 kl. 20:30
Ekki mundi ég vilja búa í Reykjavík þó ég sé nú fædd þar og uppalin.
Ég vill fá nýja borgarstjórn það er að segja ef hinir yrðu eitthvað betri,
þó við búum ekki í borginni þá snertir þetta okkur öll.
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2008 kl. 20:55
Afhverju heldur þu elsku Tiger að ég hafi farið til Færeyja ?? Ekki er það veðrið sko
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:11
Það er nokkuð ljóst að öll borgarstjórnin er samvafinn í þessari vantraustsyfirlýsingu kjósenda í Reykjavík. Enda er þessi kvartett eiginlega orðin bara dúett í dag, þar sem Ólafur er komin i stað Margrétar og Björn Ingi hættur. Þannig að það kvarnast upp úr hinu og þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 21:21
Móðir í hjáverkum: Gamli meirihlutinn var mun trúverðugri en sá sem nú ræður ríkjum, svo mikið er víst og rétt.
Ragnheiður Asa: Sannarlega sammála, vildi frekar sjá gamal bandið en nýja - miklu frekar.
Linda Linnet: Gleðipillur myndu ekki einu sinni geta reddað þessum ósjálfstæða her sem nú ræður í borginni. Fæ líka hausverk af þessu öllu sko.
Kurr: Skil þig svo vel, heppin þú að búa úti á landi..
Tiger, 6.3.2008 kl. 22:17
Ragnheiður: Sannarlega satt, Gamla Tjarnarkvartettinn frekar en nýja falska bandið sem ekki getur einu sinni stillt saman strengi sína. Svei á sveitafélögin að geta ekki komið hreint fram og unnið vinnuna sína án þess að vera með þetta bévaða valdabrölt alltaf... fuzz sko.
Milla: Já, þetta brölt allt saman snertir alla. Líklega væri farsælast að fá alger blóðskipti í borginni, kannski maður ætti að huga að því hvað er í boði í Blóðbankanum.. *hux*.
Guðrún B. :) þú ljúflingur í bleiku. Grunaði alltaf að það væri fleira en lömb sem sjálf labba í ofninn þinn - sem tældi þig til Færeyja sko.... nú veit ég why!
Ásthildur: Satt er það, allt einhvern vegin tvístrað og sprungið. Hver veit hvernig endar... kannski bara best að fá fólkið á bakvið tjöldin til að koma fram og fá það til að vinna vinnuna sína.. *fuzz, stjórnmál*.
Tiger, 6.3.2008 kl. 22:29
Ég bý í sjálfstæðis bæli þar sem sjálfstæðisflokkurinn hefur 75% stuðning u.þ.b og hér er gott að búa
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2008 kl. 02:22
Tiger, 7.3.2008 kl. 03:32
Mæli með því að byrgðir Blóðbankans verði kannaðar
Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.