Hvað er pappír fullur af loforðum ef ekkert er farið eftir honum, stefnulisti eða ekki.

Hvort er betra, meirihluti án stefnulista - en samt vinnusamur og lætur verkin tala þó ekki séu þau skrifuð á pappír, eða meirihluti með óráðshjali og peningaaustri - ásamt huldum raunverulegum ósjálfstæðum, missaga framtíðarborgarstjóra sem lítið man eftir kjósendum og sundurleitum borgarfulltrúum sem læðast með veggjum í von um að sleppa við það að svara spurningum kjósenda sinna?...

Núverandi meirihluti stendur fyrir - með stefnulista sínum og eftir 50 daga sirka held ég:

1. Peningaaustri í fúaspýtur. Hvað eru litlar 600 milljónir úr vasa borgaranna, ekki kom féð úr þeirra vösum, held ég..

2. Senda konur (eða menn) inn á heimilin aftur (nú er árið 2008, ekki 1808). Gott og vel, börnin njóta þess að hafa okkur heima - en allir ættu að hafa val, og frekar ætti að setja fé í að styrkja leikskóla og kennara þar..

3. Hmmm....

Tjarnarkvartettinn stóð fyrir án stefnulista í 100 daga:

1. Mannauður gegn manneklu, aðgerðir gegn manneklu - hækkun launa leikskóla- og grunnskólastarfsmanna, starfsfólks hjúkrunarheimila og sambærilegra hópa.

2. Undið ofan af orkumálum. Settur upp þverpólitískur stýrihópur til að leysa málefnaógöngur orkuútrásarinnar og REI. Samruna hafnað hjá REI og GGE, óháð stjórnsýsluúttekt á OR og REI ákveðin.

3. Sókn í skólamálum. Stóraukin framlög til sérkennslu, vatnaskil sem náðu út í öll hverfi og skóla borgarinnar. Duglega tekið á vanda barna með félagslegar og tilfinningalegar raskanir.

4. Tíföldun til forvarnarmála. Forvarnarsjóður stofnaður með styrkveitingar í huga til félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum forvarnarverkefnum í borgarsamfélaginu.

5. Átak í húsnæðismálum. Tekið á sívaxandi húsnæðisvanda efnalítilla borgarbúa. 270 milljónir settar í ýmsar nauðsynlegar aðgerðir til að koma þaki yfir fólk - þ.e.a.s. til bráðra úrræða. Úthlutun á lóðum til bygginga 600 íbúða til stúdenta og 220 íbúða fyrir eldri borgara (sem nýr meirihluti byrjaði á að fresta).

6. Mannréttindaskrifstofa stofnuð.

7. Tekið til hendi í Kvos. Hópur fagaðila skipaður til að móta tillögur að heildarútliti Lækjartorgs. Vinna við endurskipulagningu ýmissa lykilstaða í Kvosinni sett í gang. Uppbygging og verndun sögulegra staða.

8. Laugarvegur framtíðarinnar. Samningar náðust um Barónsreit - taka á mið af götumynd og sögulegri byggð svæðisins, málefni sem áður hafði verið á reki í langan tíma. Listaskólinn skyldi byggja höfuðstöðvar á svokölluðum Vegas-reit við Laugarveg - stúdentaíbúðir við Lindargötu.

9. Sundagöng. Tjarnarkvartettinn tók af skarið varðandi göng frá Gufunesi að Laugarnesi ásamt því að hefja undirbúning Öskjuhlíðarganga og boðaði til umhverfismats á Miklubraut í stokk móts við Miklatún. Metnaðarfull áætlun um hvernig mætti draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hafin greining á kostum léttlestarkerfis og annarra vistvænna leiða í almenningssamgöngum.

10. Vatnsmýrin - 102 Reykjavík. Dómnefnd lauk störfum í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um skipulag byggðarinnar - eitt brýnasta skipulagsmál höfuðborgarinnar var fóstrað af mikilli natni.

11. Stóraukin hverfaáhersla, efling hverfaráðs borgarinnar með það að leiðarljósi að íbúar hafi meiri áhrif á umhverfi sitt. Framkvæmdafé til fegrunar umhverfis, uppbyggingar útivistasvæða og endurgerðar skólalóðar yrði stóraukið.

12. Sundlaug í Fossvogi - Reykjavík kvikmyndaborg - endurgerð Tjarnarbíós - 3ja ára samningar við 25 íþróttafélög í Reykjavík - fækkun í yfirstjórn ráðhússins - frítt í öll söfn borgarinnar - uppbygging þráðlauss nets á höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldu- og húsdýragarðurinn stækkaður. Allt góðir og gæfulegir hlutir sem mætti gera betri skil.

Á síðasta degi Tjarnarkvartettsins var Kolaportinu bjargað og því tryggð í minnsta 10 ára líf.

(Heimildir úr 24 stundum í dag, fimmtudagur 6 mars 2008.)

Persónulega myndi ég vilja fá Tjarnarkvartettinn aftur til valda. Þá gæti Vilhjálmur bara haldið áfram að vera á bakvið tjöldin - hjá Landspabba - og undirlægjur hans þyrftu ekki lengur að læðast með veggjum ráðhússins. Örugglegga hægt að finna einhvern góðan stað fyrir veika hlekkinn án þess að brjóta hann endanlega niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ef ég byggi ennþá í Reykjavík þá myndi ég vilja sjá allt þetta lið út, líka Tjarnarkvartettinn.

Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Tiger

  Já Huld. Hver veit nema nýtt og algerlega ferskt afl gæti gert einhvern gæfumun í borgarmálum, eitthvað sem kæmi svo ferskt og sterkt inn í stað allrar þessarar sundrungar sem hingað til hefur verið við völd. Það er alls ekki svo vitlaus hugmynd skal ég segja þér.. Kannski Queen Ásthildur tæki að sér að stýra skútunni í örugga höfn, gæti vel trúað henni til að ráða við það á fullkominn hátt... *flaut*. lov u.

Tiger, 6.3.2008 kl. 17:18

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hafirðu lofsamað kvöldmat gærdagsins hlýtur pappír fullur af loforðum að vera klósettpappír dagsins í dag.

Brjánn Guðjónsson, 6.3.2008 kl. 17:21

4 Smámynd: Tiger

   Við nánari skoðun kemur alltaf eitthvað upp sem vekur mann til raunveruleikans aftur - þegar maður hefur gleymt sér á bakvið tjöldin.

Brjánn brjóstgóði: Pappír núverandi meirihluta verður á WC í kvöld - og  þar til rúllan verður kláruð og búin. Verst með prentsvertuloforðin sem leka af um leið og pappírinn er notaður, allt rennur í klóið því er ver, eða hvað? Æi, ég er svo sem ekki mikið í pólitík og óflokksbundinn - en hvað á maður að kjósa svo sem þegar allir virðast ota sínum tota? Totterí eða gotterí .. það er allt í boði þegar loforðin fljúga en blekið þornar aldrei á blessuðum papírunum.

Tiger, 6.3.2008 kl. 18:18

5 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni, ég myndi frekar vilja sjá Tjarnarkvartettinn, ef ég byggi í borginni, en trúlega væri best að fá nýtt blóð

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.3.2008 kl. 18:38

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Æ,mér finnst þetta allt tóm steypa hjá þeim hvort sem er núverandi eða fyrrveranndi flokkur,fæ hausverk af þessu bulli í þeim

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:41

7 Smámynd: Ragnheiður

Ég bý ekki í Reykjavík ...sem betur fer en ég var persónulegra hrifnari af Tjarnarkvartettinum en þessu liði sem nú er ..það segi ég satt. Hins vegar er líka allt upp í loft í mínu sveitarfélagi

Ragnheiður , 6.3.2008 kl. 20:30

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki mundi ég vilja búa í Reykjavík þó ég sé nú fædd þar og uppalin.
Ég vill fá nýja borgarstjórn það er að segja ef hinir yrðu eitthvað betri,
þó við búum ekki í borginni þá snertir þetta okkur öll.
                                   Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2008 kl. 20:55

9 identicon

Afhverju heldur þu elsku Tiger að ég hafi farið til Færeyja ??   Ekki er það veðrið sko

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:11

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nokkuð ljóst að öll borgarstjórnin er samvafinn í þessari vantraustsyfirlýsingu kjósenda í Reykjavík.  Enda er þessi kvartett eiginlega orðin bara dúett í dag, þar sem Ólafur er komin i stað Margrétar og Björn Ingi hættur.  Þannig að það kvarnast upp úr hinu og þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 21:21

11 Smámynd: Tiger

   truth is that a new blood would be hottest in our town right now. Gamla blóðið er orðið of útþynnt til að geta nokkurn tíman orðið að einhverju..

Móðir í hjáverkum: Gamli meirihlutinn var mun trúverðugri en sá sem nú ræður ríkjum, svo mikið er víst og rétt.

Ragnheiður Asa: Sannarlega sammála, vildi frekar sjá gamal bandið en nýja - miklu frekar.

Linda Linnet: Gleðipillur myndu ekki einu sinni geta reddað þessum ósjálfstæða her sem nú ræður í borginni. Fæ líka hausverk af þessu öllu sko.

Kurr: Skil þig svo vel, heppin þú að búa úti á landi..

Tiger, 6.3.2008 kl. 22:17

12 Smámynd: Tiger

  Ljóta brasið alltaf með þessi sveitafélög, lofa öllu fögru en svo eru þau ekki að gera neitt nema stinga hvert annað í bakið og svíkja gefin loforð... hvað endar þetta allt eiginlega?

Ragnheiður: Sannarlega satt, Gamla Tjarnarkvartettinn frekar en nýja falska bandið sem ekki getur einu sinni stillt saman strengi sína. Svei á sveitafélögin að geta ekki komið hreint fram og unnið vinnuna sína án þess að vera með þetta bévaða valdabrölt alltaf... fuzz sko.

Milla: Já, þetta brölt allt saman snertir alla. Líklega væri farsælast að fá alger blóðskipti í borginni, kannski maður ætti að huga að því hvað er í boði í Blóðbankanum.. *hux*.

Guðrún B. :) þú ljúflingur í bleiku. Grunaði alltaf að það væri fleira en lömb sem sjálf labba í ofninn þinn - sem tældi þig til Færeyja sko.... nú veit ég why!

Ásthildur: Satt er það, allt einhvern vegin tvístrað og sprungið. Hver veit hvernig endar... kannski bara best að fá fólkið á bakvið tjöldin til að koma fram og fá það til að vinna vinnuna sína.. *fuzz, stjórnmál*.

Tiger, 6.3.2008 kl. 22:29

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég bý í sjálfstæðis bæli þar sem sjálfstæðisflokkurinn hefur 75% stuðning u.þ.b og hér er gott að búa  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2008 kl. 02:22

14 Smámynd: Tiger

   .. Það er náttúrulega dásamlegt ef einhver er ánægður sko! Jóna mín, sjálfstæðisflokkurinn er sjálfsagt alls ekki alls staðar alslæmur.. en ég kýs hann náttla ekki *flaut*.

Tiger, 7.3.2008 kl. 03:32

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Mæli með því að byrgðir Blóðbankans verði kannaðar

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband