Ertu hæf/ur, hæfari en aðrir? Ef svo þá færðu starfið, ef ekki færðu ekki starfið? Eða hvað?

   Í frétt af Vísi.is er fjallað um Hæfi Ráðinna Héraðsdómara - svar Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um skipan héraðsdómara er þar til umfjöllunar (sjá Frétt Vísis hér neðst). Hér að neðan er úrdráttur úr gamalli færslu frá mér.

 Sjálfstæðismenn virðast alltaf geta potað sínum mönnum inn í öll þau embætti sem eru á lausu - eins og t.d. dómaraembættin undan farin ár. Þar hafa hver "dómarinn" af öðrum birst og borist í hásæti - framfyrir mun hæfari einstaklinga sem sannarlega þar til gerðar nefndir hafa sagt vera hæfari eða mun hæfari en þeir sem skipaðir hafa verið.

Hefðu þessir einstaklingar fengið stöðurnar ef þeir tengdust ekki Sjálfstæðisflokknum með blóðböndum eða vináttuböndum - og sannarlega verið taldir minna hæfir en aðrir? Nei, sannarlega ekki. Spilling? Já, lítur út fyrir að það sé sannarlega talsverð spilling hvað þessar ráðningar varðar - ekki satt? Svoleiðis horfir það allavega við mér, en ég er nú kannski ekki fyllilega dómbær  þar sem ég er bara venjulegur Jón úti í bæ.

  Ég er sannarlega sannfærður um að allir hinir ráðnu einstaklingar séu hörkunaglar og hinir bestu starfskraftar, hæfir og góðir einstaklingar sem eiga örugglega eftir að standa sig með miklum sóma í því sem þeir eru að taka sér fyrir hendur. Ég er viss um að margir þeirra séu hinir heiðarlegustu og að þeir eiga sannarlega ekki skilið að vera hengt fyrir að vera tengdir flokk eða flokksmönnum – en þeir eiga heldur ekki að komast framfyrir mun hæfari einstaklinga vegna skyldleikans eða vináttunnar.

Auðvitað er og verður alltaf erfitt fyrir fólk - að fá feita stóla - sem er tengt með skyldleika eða vináttu ráðamönnum landsins, nema ef það er sannarlega metið hæfast í viðkomandi stól. Það verða alltaf einhverjir sem hrópa upp og kenna skyldleika eða vináttu um ráðninguna, burtséð frá því hvort viðkomandi sé raunverulega hæfur eða ekki. En það er einmitt þess vegna sem ákveðnar nefndir eru settar á laggirnar – til þess að létta undir með ráðamönnum þegar þeir þurfa að skipa í stórar stöður á opinberum vettvangi. Þessar nefndir eru einmitt skipaðar til að meta það óhlutdrægt og burt séð með skyldleika eða annað – hvort viðkomandi einstaklingar séu hæfir eða ekki og hvort viðkomandi sé raunverulega “hæfastur” af umsækjendum og því réttasta manneskjan í viðkomandi starf.

 

Frétt Vísis.

 

  Jamm, hver er það sem stýrir skútunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er spurning hver raunverulega stýrir fleyinu.  Er það Forsætisráðherrann eða seðlabankastjórinn ? Eða er það klíka á bak við annan hvorn.  Þetta land er að mínu mati ekki lýðveldi heldur bananaland.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Tiger

  Já, bananaland er sannarlega eitthvað sem hittir naglann á höfuðið. Ætli Davíð viti af þessu? Er hann ekki yfirbanani? Bankastjórastóllinn er bara yfirvarp því í raun er kallinn ennþá í brúnni...

Tiger, 28.2.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 19:01

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Davíð yfirbanani

Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Einmitt karlfjandinn er enn í brúnni og stjórnar ljóst og leynt.Það sem að Davíð veit ekki er að við erum búin að komast að þessu með hundinn

Solla Guðjóns, 28.2.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef heyrt þessar tilgátur með að Davíð sé í raun sá sem enn stýrir öllum peðunum á taflborðinu ... Kannski bara skákmaður að borða banana ?  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.2.2008 kl. 22:02

7 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ætli Davíð sé nú ekki nokk sama, þó við höfum komist að þessu  

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:35

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ussumsuss, með þessu áframhaldi verðum við félagarnir lokaðir inni í sama smáklefanum á illa smáhrauninu fyrir 'andsjallaballisma' okkar.

Ég heimta efri kojuna !

Steingrímur Helgason, 29.2.2008 kl. 01:17

9 Smámynd: Tiger

  

Linda Linnet: kvitt og krot á þig líka..

Jónína Dúa: Afhýðum hann - eða bara best að hýða hann..

Kurr: kurrrrrrrr essgan ...

Ollasak: Jamms.. hvað varð aftur um hundinn? who ate the dog?

Jóhanna: Kannski er Davíð enn að tefla við Páfann - með banana..

Ragnheiður: Pottó rétt hjá þér - karlinum er skítsama um allt - svo framalega sem hann ræður öllu..

Zteini: GRrrrr ... áttu við að þú nennir ekki að príla upp til mín - ætlar að láta þig gozza niður þezz í ztað? woff.. mun ég bíða þezz bætur einhvern tíman?

  Fílykkur í ræmur rössgötin mín ...

Tiger, 29.2.2008 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband