Ljós og friður fylgi ykkur í nóttina - myrkfælnu ljúflingar ...

Ég er búinn að blogga svo mikið inni í bloggum bloggvina minna að ég held að ég hafi yfirbloggað mig í dag, kvöld og nú í nótt. Mér finnst stundum eins og ég eigi mér ekkert líf nema skoða og blogga smá af og til eftir að ég byrjaði að blogga. Kíki á netið í matartíma, kaffitíma og svo bara svona stekk inn í tíma og ótíma. Þetta er orðið svo mikið blogg hitt og blogg þetta að það liggur við að manni dreymi blogg, blogg, blogg Gogg blogg...

  

  Ótrúlegt líka hvað ég held alltaf að ég hafi mikið að segja/skrifa. Svo kemur í ljós að ég hef bara mest lítið að segja annað en bull sem kemur í einhverjum svefngalsa - líkt og þessi litla færsla hérna. En, allavega hef ég ekkert merkilegt að segja núna - enda á leið í bólið og sellurnar hálf þreyttar eftir allt áreytið. Ég mun örugglega koma með einhverja djúsí færslu hérna á morgun til að bæta upp tómleikann núna.

  Ó, by the way. Ég fékk ógó fúla athugasemd í dag. Mína fyrstu neikvæðu og fúlu - ég eyddi henni. Muhahaha.

Áskil mér rétt til að eyða "nafnlausum" neikvæðum og fúlum athugasemdum. Reyndar var ég að vista breytingar sem segja "aðeins skráðir notendur geta skrifað athugasemdir". Þoli ekki púka sem þora ekki að leggja í ann með bloggið sitt á bakvið sig - steraboltar eða ekki.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skondin færsla Neikvæðar og fúlar athugasemdir geta svo sem alltaf komið fram, en ég er sammála því að þær verða þá að hafa nafn á bak við sig og helst blogg

Jónína Dúadóttir, 22.2.2008 kl. 06:44

2 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 22.2.2008 kl. 09:08

3 identicon

Kvitt og knús kæri bloggvinur.

Takk fyrir að vera til.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Tiger

  Já, ég vil endilega fá neikvæðar og fúlar athugasemdir ef einhver er ekki sammála mér eða þeim sama finnst ég hafa skotið yfir markið. Ég vil þó hafa möguleika á að skoða blogg viðkomandi til að geta áttað mig á því hvers vegna sá/sú með fúla skapið er á móti því sem ég set fram.

Jónína: Svo mikið sammála, tótallý nauðsynlegt að hafa smá upplýsingar um fúlan á móti sko..

Adda:  Right back at you sweety.

Guðrún: Takk sömuleiðis sko, lífið væri svo litlaust ef maður hefði ekki sjálfa Svínku á listanum sínum! Gott að hafa þig sem bloggvin.

Tiger, 22.2.2008 kl. 13:34

5 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst kallarnir hjá þér hrein snilld !

Annars áttirðu bara að leyfa athugasemd fúls á móti að standa þarna viðkomandi til skammar...ja og þó.

Takk fyrir fallega kveðju til mín, þú stefnir hraðbyri í að verða uppáhalds. Mér finnst þú skrifa skemmtilega og nota broskallana á flottan hátt.

Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: Tiger

 Þakka þér Ragnheiður ljósberi. Vona bara að karlarnir mínir séu ekki að pirra neinn, þeir eru fyrirferðamiklir og sumir vilja kannski ekki fá svona hreyfimyndir inn í bloggin sín. Þá er nátturulega bara að láta mig vita svo ég geti köttað þá út sko ... hahaha.

  Ragnheiður fyrir falleg orð til mín.

Tiger, 22.2.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband