Þegar menn tjá sig en leyfa ekki skoðanaskipti á síðunum sínum er næsta víst að þeir telja sig vera með allt á hreinu. Aumir eru þeir sem ekki þola smá pústra og mótmæli heima í eigin bloggi - að mínu mati sko. Alltaf hægt að vera stór kall á meðan engin getur sagt neitt á móti því bulli sem maður lætur frá sér fara...
Þetta hér fyrir neðan tók ég af einni slíkri síðu og mun ég vísa í hans blogg fyrir vikið - þó ekki þykir mér mikið til bloggarans koma. Frekar aumt að þora ekki að Axla ábyrgð orða sinna og taka því ef einhver er ekki sama sinnis - ætli maðurinn sé ekki bara Ósjálfstæðismaður í grænni vinstri gæru??? Hér fyrir neðan er það sem hann segir upplitað í "bold" but not bjútífúl. Mitt innlegg verður strax á eftir hverjum kafla með venjulegum óbolduðum stöfum.
"Nú virðist ljóst að Samfylkingin mun svíkja endanlega megin kosningaloforð sín í velferðarmálum. Hækkun persónuafsláttar strax, hækkun barnabóta strax, hækkun vaxtabóta strax voru hin stóru loforð Samfylkingarinnar."
Ekki er alltaf allt sem sýnist. Kjörtímabilið er ekki búið og við skulum sjá til að brúðkaupsferð lokinni hvaða verk kláruðust og hvaða ekki. Ef eitthvað verður ekki klárað - þá er klárt mál að Sjálfstæðisflokkurinn á helming vandans og ljótt að tala bara um karlinn en ekki konuna í þessu sambandi því það eru tveir hér að dansa tangó. Þegar tveir flokkar stíga sporin saman er næsta víst að báðir geta ekki fullstigið sín eign spor heldur þarf líklega að taka til ákveðin spor frá báðum flokkum á kjörtímabilinu til að tangóinn klárist slysalaust á endanum - einhver mál frá báðum er betra en öll mál frá öðrum en engin frá hinum.
"Út á þessi loforð var Samfylkingin kosin. Nú er ljóst að þau loforð hafa endanlega verið svikin og það út kjörtímabilið!!! Frambjóðendur flokksins buðu 130- 150 þús. króna skattleysismörk"
Bíddu - halló tómi karl. Er hér bara einn flokkur í ríkisstjórn? Eru ekki tveir flokkar að dansa í kringum þetta mál? Því er þinn tómi kollur að blása upp eitt nafn - rangt nafn - þegar nafnið sem er að svíkja ætti að vera "ríkisstjórnin" en ekki bara annar flokkurinn í ríkisstjórninni? Fávitaskapur finnst mér og sýnist á öllu að maðurinn hafi bara einhver persónuleg vandamál gegn öðrum flokknum þar.
"Tillögur ríkisstjórnar Samfylkingarinnar hljóða uppá 7000 króna hækkun persónuafsláttar á næstu þrem árum.!!!!!!!. Hinsvegar á að lækka skattbyrði á fyrirtækjum strax úr 18 í 15%. Var það þetta sem Samfylkingin var kosin til??????"
Halló aftur tómi karl. "Ríkisstjórn Samfylkingarinnar"? Eru ekki tveir flokkar í ríkisstjórn? Ég hélt að þar sætu tveir flokkar - Ósjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Ég myndi minnka aðeins á upphrópunarmerkjum og spurningamerkjum og bæta frekar inn verri helming ríkisstjórnarinnar inn í staðinn. Ef ósjálfstæðisflokkurinn væri ekki þarna myndi samfylkingin örugglega koma öllum sínum málum á koppinn en hérna þarf auðvitað að flétta saman málum sem báðir flokkar gáfu loforð um að reyna að koma á.
Aldrei hægt að segja bara í byrjun - við - ríkisstjórnin - ætlum þetta og ætlum hitt. Oftar en ekki koma þessir flokkar allir inn með orðunum - við ætlum að reyna - reyna að ná hinu og þessu fram. Þegar framlíða stundir verður að koma í ljós hverju hægt verður að ná fram og hverju ekki. Hér er ekki bara einn flokkur sem stjórnar öllu og hér er ekki bara einn Landspabbi sem tróð öllu yfir okkur án þess að spyrja kóng eða prest (enda var hann með öll embætti undir hælnum hvort eð er).
Það er heigulsháttur að blása svona upp nafn helming þessa samstarfs eins og gert er í þessu bloggi. Manni dettur bara í hug að blessaður maðurinn þori ekki að blása nafn ósjálfstæðismanna upp því hann er kannski að vona að þegar til skilnaðar kemur í ríkisstjórn - fái hann að daðra og komast í hjónasængina og því betra að nefna ekki sviksemi ósjálfstæðisflokksins... æl. Hvað ætli karlinn segi þá um þau málefni sem hafa gengið vel og tekist? Að flokkur númer eitt eigi allan heiðurinn en flokkur númer tvö sé bara ekki til? Endilega tala skynsamar - hér er um tveggja stjórna samstarf að ræða! Ef einhver málefni ná ekki fram að ganga þá eiga báðir flokkar sök, ekki bara annar flokkurinn.
Hér er bloggfærslan sem ég tók "bold but not bjútífúl" bloggið úr. Sjá blogg!
áður en ég verð jarðaður útaf þessu...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góður pistill og skynsamlegur og ég held að þú fáir alveg örugglega að vera ofanjarðar aðeins lengur Ég fer bara einu sinni inn á blogg hjá fólki sem vill ekki leyfa okkur hinum að segja neitt þar, það getur þá bara fengið að vera alveg í friði fyrir mér
Jónína Dúadóttir, 18.2.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.