Fáránlegar skoðanakannanir og símakosningar endurspegla ekkert nema álit lítils hóps sem er ekki marktækur að mínu mati.

  Skoðanakannanir og sms/símakosningar koma alltaf þeim sem síst skyldi í stöður sem hæfir þeim ekki og þeir ráða ekki við - og oftar en ekki þarf maður að skammast sín fyrir niðurstöður sem engan raunveruleika eiga til þegar á heildina er litið.....

Skoðanakannanir og símakosningar eru ofmetnar leiðir sem ekkert sýna í réttu ljósi og ekkert hafa með álit og vilja þorra landans að gera. Ef við t.d. lítum fyrst á skoðanakannanir þá kemur ýmislegt mér undarlega fyrir sjónir - rétt eins og með símakosningar.

Skoðanakannanir, úrtak úr þjóðskrá, símaskrá eða bara einhverjir sem tengjast þeim sem kannanir framkvæma, eru algerlega ofmetnar.

Ef það á t.d. að kanna fylgi einhvers flokks - hvað vitum við nema að úrtakið - hvaðan sem það er tekið - sé kannski harðir fylgismenn ákveðins flokks svo að samkvæmt því úrtaki er sá flokkur sá sterkasti í þeirri skoðanakönnun - jafnvel þó það hitti svo á að kannski hefur það ekkert fylgi nema þá sem úrtakið hitti á??? Ef það vill svo til að langflestir í úrtakinu reynast vera V-rauðir þá koma V-rauðir mjög sterkir út úr "skoðanakönnun" sem framkvæmd er af "blabla" fyrir t.d. Morgunblaðið.

Sama er ef t.d. verið er að skoða áhorf á ljósvakamiðla eða lestur dagblaða. Við vitum að það er til dágóður slatti af fólki sem horfir t.d. alltaf á Silfur Egils - og ef svo vill til að þeir sem framkvæma og pikka út ákveðið fólk sem úrtak fyrir skoðanakönnun um Silfur Egils - hittir bara á fólk sem horfir aldrei á Silfur Egils - þá er niðurstaðan sú að Silfur Egils fær ekkert áhorf/lítið sem ekkert - þrátt fyrir að kannski er meginþorri landans sem virkilega fylgist með karlinum.

  Ég held að svipað megi segja um sms-símakosningar í kringum hinar ýmsu keppnir. Eða sko - í raun eru það algerlega ómarktækar niðurstöður sem koma uppúr slíkum kosningum að mínu mati. Sá/sú sem er mesti bullarinn, mest að nota sér allt það sem höfðar til "barnanna" í þjóðfélaginu - til þeirra sem hafa og ráða yfir farsímum og hafa stærstu áhrifin á niðurstöður t.d. söngvakeppninnar - eru börn sem hafa ekki hundsvit á því hvað er gott lag eða hvað er bara hopp og læti - sýndarmennska og athyglisýki.

Við ættum virkilega að endurskoða það að leyfa sms/símakosningar því niðurstöður úr þeim er ófagmannleg og ætíð mestu fíflalætin sem poppa upp sem "sigurvegarar" - sjá t.d. Silvíu Nótt og nú Swarsenagger eða hvað sem þessi steramassi kallar sig og er stanslaust að eltast við athygli frá börnum og unglingum.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband