11.2.2008 | 14:39
Er nú ekki orðið ljóst að "þrjóskan er orðin að heimsku"?
Er Guðfaðirinn enn með puttana í grautnum? Er það virkilega ennþá svo að "Landspabbi" sitji í fullu starfi sem æðsti maður Sjálfstæðisflokksins en er með bankastjórastól sem auka/hliðar vinnu. Er það virkilega þannig að allar stórar ákvarðanir eru ennþá bornar undir fyrrum leiðtoga Sjálfstæðismanna? Aumt ef satt er...
Ef einhver fótur er fyrir því að "Landspabbi" stjórni ennþá á bakvið tjöldin hjá Sjálfstæðismönnum þá er flokkurinn í enn dýpri drullu en ég hafði áður talið. Ég hef alltaf undrast sleikjuhátt, undirlægjuhátt og blindu strögli Sjálfstæðismanna hver með öðrum. Hver á fætur öðrum fylgir grimmt þeim sem er í næstu tröppu fyrir ofan og svo koll af kolli - og allt það siðlausa brölt endar ætíð í kjöltu fyrrum leiðtoga þeirra. Hver og einn hugsar um að hræra ekki upp í þeim vandamálum sem upp hafa poppað hjá þeirra flokki og engin hefur "guts" kjark til að koma hreint fram og segja heiðarlega sína skoðun á málum.
Eru sjálfstæðismenn bara alls ekki svo sjálfstæðir eftir allt saman? Eru þeir ennþá að kyssa á rass Landspabba vegna þess að þeir telja hann vera Guð almáttugan og þeir sem lenda á móti honum falli langt í hyldýpi helvítis? Er framapotið svona sterkt í öllum að þeim er nákvæmlega sama þó þeir troði grimmilega á alþýðunni? Hvað getum við gert? Hvernig eigum við að mótmæla? Með hljóðlátum undirskriftasöfnunum sem lenda í neðstu skúffu Landspabba?
Ef tilvonandi borgarstjóraefni sjálfstæðismanna stígur ekki til hliðar þá finnst mér að landinn ætti að mótmæla hástöfum. Við eigum ekki að sitja undir því að launþegar hjá okkur séu í stanslausum innbyrgðis deilum og valdabrölti - framapoti og sleikjuhætti hver við annan - og allt það siðlausa sem viðgengst undir hugsanlegri verndarhendi Landspabba.
Við eigum rétt á því að Sjálfstæðismenn komi nú hreint fram og standi skil á því sem er í gangi, taki ábyrgð á störfum sínum og geri hreint fyrir sínum dyrum. Gullfiskaminni okkar má alls ekki gleypa þessi læti. Nú er tækifæri fyrir landann að sýna að hann lætur ekki endalaust vaða yfir sig og trampa á því sem við höfum haft að leiðarljósi þegar við kusum síðast - ekki núverandi meirihluta sleikjarar í borgarstjórn.
Sjálfstæðismenn verða að standa upp, bretta upp ermar - hætta þessu framapoti og þessari valdabaráttu og taka ábyrgð. Þeir verða að átta sig á því að þrjóska þeirra er löngu hætt og heimskan er tekin við í þessum málum. Við hin sem kjósum vitum hvenær þrjóska verður að heimsku - mæli með að stjórnmálamenn yfir höfuð hugi að því að læra að átta sig á því sama.
Reykvíkingar sem og landsmenn eru komnir með uppí háls af þessum leikaraskap í borginni og nú eigum við heimtingu á því að einhverjir raunverulega heiðarlegir stjórnmálamenn/konur komi fram á sjónarsviðið og geri eitthvað afdrifaríkt í málunum - hreinsi til og noti til þess heiðarleika, heilindi og raunverulegan vilja til að gera betur en þeir framapotarar sem nú eru við völd - annars er sviknum og reiðum kjósendum að mæta!
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
samála hverju orði.
Adda bloggar, 11.2.2008 kl. 14:50
Takk fyrir vísuna Adda, tók hana og vistaði hana á öðrum stað og mun setja hana inn í blogg sem ég geri seinna með vísum og ljóðum - og mun tengja hana við bloggið þitt þegar þar að kemur.
Tiger, 11.2.2008 kl. 15:45
Alveg er ég sammála þér, það er auðvitað Landspabbinn (eða Kóngurinn) sem öllu ræður og hefur alltaf gert. Þetta kemur ekkert á óvart. Ég kýs ekki í Reykjavík en er samt komin með uppí kok af þessu leikriti sem leikið er í Höfuðborginni. Kveðja,
Sigrún Óskars, 11.2.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.