Bibba á Brávallagötunni, hvar ert þú?

Hvað er það sem laðar fram bros, kátínu og léttir undir hjarta okkar? Hvað er það sem fær líkama okkar til að hreinlega titra og ólga af kátínu? Hvað er það sem fær adrenalínið til að flæða af krafti og líkaman til að æpa af fögnuði? Kynlíf? Kannski ... wrarrr!Devil

Bibba á Brávallagötunni.

Nei. Þó kynlíf sé kannski rétta svarið fyrir suma hérna, þá er það ekki það sem ég hafði í huga hér og nú. Hérna er ég með listamenn í huga. Listamenn sem hafa áralangt staðið í ströngu við að skemmta okkur og koma okkur í gott skap, létta okkur lundina og reyna að sjá til þess að við förum frá þeim með bros á vör og léttleika í hjarta.

Ætlaði ekkert að fara út í það að skrifa einhverja svaka færslu hérna (GetLost jamm, glætan að ég kunni að skrifa eitthvað lítið og nett þegar ég byrja) um dásemd og kraft þess sem getur fengið okkur til að brosa. En bara svona rétt að nota þennan vettvang til að þakka öllum þeim listamönnum og konum sem létta mér lundina og gefa mér gleði í hjarta. Væminn? Já, ég er það stundum og sérstaklega þegar ég er nýbúinn að horfa á eða heyra eitthvað sem fær hjarta mitt til að skellihlægja eða andlit mitt til að ljóma af gleði.W00t

Var að hlusta á gamla spólu (já spólu, þessar gömlu kasettur sem nú eru í mynd geisladiska) sem innihélt upptökur með einum af mínum mestu uppáhalds skemmtikröftum - Eddu Björgvins!

Ég elska marga góða skemmtikrafta eins og t.d. Halla og Ladda, Árna Tryggva, Helgu Braga - sem er í yngri kantinum, Örn Árnason og þá spaugstofufélaga sem eru sannarlega að koma sterkari og sterkari inn um þessar mundir að mínu mati - sem og helling af góðu landsliði sem ég man kannski ekki eftir í augnablikinu.

Ég elska t.d. karakterinn "Elsu Lund"InLove hans Ladda heitar en margt annað og ætíð þegar ég heyri á "hana" minnst þá kemur ósjálfrátt fram bros sem ég er þakklátur Ladda fyrir.

En, aftur að Eddu B. Ég hef elskað hana frá því bara ég man ekki hvenærHeart - og dýrka hana í dag. Þessi kasetta sem ég var að hlusta á innihélt hluta af "Bibba á Brávallagötunni" - eitt af mestu snilldar gamanefnum fyrr og síðar að því er mér finnst. Ég man hvað ég frestaði öllu, setti allt til hliðar - á meðan ég náði í gamla kasettutækið mitt og tók upp þættina hennar. Síðan hlustaði ég aftur og aftur á þessa þætti og það stanslaust með gleði í hjarta og í einu sólskynsbrosi. Guð hvað ég elskaði þessa konu, Bibbu mína á Brávallagötunni. Þakka þér Edda ef þú heyrir til mín hér!

Man að oft þegar ég var eitthvað niðurdreginn eða sorgmæddur, var þessi kasetta spiluð og upp frá tækinu stóð ég með tárin í augunum Crying- gleðitár sem hreinsuðu og veittu slíkan kraft að það sem áður gerði mig sorgmæddan og niðurdreginn var horfið í gleði og brosGrin.

Mikið vildi ég að Bibba á Brávallagötunni kæmi aftur á sjónarsviðið. Uppvaxandi kynslóð þekkir kannski ekki Eddu Björgvins eins og við eldri þekktum hana í gamla daga, en ég er viss um að unga fólkið okkar í dag myndi líka elska hana ef það fengi brot af því besta sem við hin fengum fyrir nokkrum árum frá henni.LoL

Fullt er af öðrum og mjög góðum listamönnum og konum sem ég nefni ekki hér, en þetta eru mínir helstu uppáhalds. Hver er þinn uppáhalds listamaður/kona á Íslandi í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Úllenn dúllen doff hópurinn úr útvarpinu, sem að seinna stóð að snilldarþáttunum, 'Heilsubælinu í Gervahverfi' er náttúrlega sameiginlegt uppáhald okkar.

Í dag er ég Gnarr maður kátr....

Já, & takk fyrir athugasemd þína, í tilefni af því & þeirri staðreynd að þú brúkar þann sjálfsagða rétt þinn að blogga 'nafnlaust', þá fyrirgefur þú mér þá kankvísi að kalla þig 'Hallgrím' í framtíðinni, svona bara í huganum.

Steingrímur Helgason, 10.2.2008 kl. 01:34

2 Smámynd: Tiger

Grrr ... sko veit ekki hvernig ég gat gleymt Heilsubælinu sem var og er náttúrulega snilld líka. Gnarr er ekki alveg inni hjá mér samt.

Ef þú kallar mig Hallgrím þá bý ég til hamstrastöppu úr þér og færi þér aldrei pizzu í framtíðinni.

Tiger, 10.2.2008 kl. 03:03

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Edda Björgvins er náttúrulega uppáhalds og Stella í orlofi er þvílík snilld að annað eins hefur ekki sést, að mínu mati. Ég get horft aftur og aftur á þessa mynd, ég tala með henni og hlæ fyrir fram (enda nennir enginn að horfa með mér). Bibba á Brávallagötunni var auðvitað mjög skemmtileg og það eru margir frasar sem maður man eftir úr þeim þáttum. Svo finns mér Jón Gnarr góður, hann hefur gert skemmtilegar týpur, einhverja hallærisgæja eins og lottó-Lýð og ljósritunargæjann hjá Kópmet. 

Sigrún Óskars, 10.2.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Gunna-Polly

Bibba var auðvitað snilld , svo koma fastir liðir eins og venjulega sterkir inn , "ég bara þvæ þetta fyrir þig "

Gunna-Polly, 10.2.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Tiger

Já, sannarlega er Stella í orlofi líka stórkostleg og bara allt sem Edda Björgvins kemur nálægt, að öðrum ólöstuðum er hún okkar stórkostlegasti listamaður - mitt mat og mín skoðun!

Tiger, 10.2.2008 kl. 18:41

6 Smámynd: Sif Traustadóttir

Ég elllllska líka hana Eddu Björgvins.  Hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast henni lítillega í eigin persónu og fullyrði að hún er jafn skemmtileg og ég bjóst við.  Svo er ég sérlegur aðdáandi hennar Ilmar Kristjánsdóttur frænku minnar, hún er stórskemmtileg leikkona stelpan.

Sif Traustadóttir, 10.2.2008 kl. 19:03

7 Smámynd: Tiger

Já sko.. Ilmur er líka góð upprennandi stjarna. Ég hef líka verið þess aðnjótandi að hitta og spjalla við Eddu og er sammála því að af henni ljómar þessi líka yndislega nærvera - og falleg nærvera hennar spillti ekki fyrir því ég hafði þegar mikið álit á henni og var löngu byrjaður að elska þennan dásamlega listamann.

Sammála Kurr ... murr eða kjurr...  margar gamlar myndir eru miklu betri en þær sem boðið er uppá í dag. (er ekki erfitt að standa svona mikið yfir pottunum og hræra í?) ...

Tiger, 10.2.2008 kl. 19:24

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég, ég, :D

eða nei annars, ég er svo göööömul að ég held upp á Stein Ármann og Davíð Þór. Fóstbræður eiga ekkert í Radíus, ekki séns...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 21:29

9 Smámynd: Adda bloggar

hahaha góður pistill.takk fyrir mig.kv adda litla(er frekar litil í mér núna)

Adda bloggar, 10.2.2008 kl. 23:36

10 Smámynd: Tiger

Rétt Hildigunnur, Steinn Ármann og Davíð Þór voru líka góðir, það eru bara miklu fleiri góðir sem ég bara mundi ekki eftir þegar ég skrifaði niður þennan stutta pistil.

Adda: takk fyrir... alltaf gott að vera lítill í sér from time to time svo lengi sem maður leyfir sér að stækka þegar því tímabili er lokið.

Tiger, 11.2.2008 kl. 00:13

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Uppáhaldið mitt eru kaffibrúsakarlarnir, og Laddi, hann klikkar sjaldan

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2008 kl. 02:26

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Edda Björgvins klikkar aldrei og hún Bibba á Brávallagötunni er ógleymanleg snilld Ég á ekkert með henni, skyldi vera hægt að nálgast efnið einhversstaðar ?

Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 06:15

13 Smámynd: Tiger

Satt, svo satt - Edda og Laddi klikka aldrei. Ég gruna að það sé hægt að finna einhvers staðar útgáfur með Bibbu og væri sannarlega til í að nálgast þær líka. Ég á nokkur brot af Bibbu á gamalli spólu/kasettu sem er orðin svo "snjáð" af notkun svo varla er hægt að hlusta lengur og væri sannarlega til í að heyra af því ef einhver veit hvar mætti nálgast þessa frábæru þætti...

Tiger, 12.2.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband