1.2.2008 | 00:44
Endalaus auðæfi sem streyma um hendur mínar. Á allt og veit ekki hvernig á að eyða restinni, einhverjar hugmyndir?
Hjálpi mér, það eru komin ný mánaðarmót - og ég ekki búinn að eyða öllum laununum mínum frá síðustu mánaðarmótum! Snilld. En hvað ætti maður nú að gera við restina af þessum auðæfum sem maður hefur í laun yfir mánuðinn? Þetta er svo ljúft þegar maður er svona sparsamur og passasamur uppá sitt, þá situr stór hluti launanna eftir þó mánuðurinn sé liðinn. Það munar miklu þegar maður reykir ekki, drekkur ekki, djammar ekki - fer ekki nema 1 sinni í bíó í mánuði og tvisvar á kaffi hús - eftir kaffibolla og einni kleinu. Keyrir sparneytinn lítinn bíl og stundar engin áhugamál nema bloggið.
Ég hugsa að ég taki restina og fjárfesti. En þá eru nú góð ráð dýr - í hverju ætti maður að fjárfesta þegar maður á allt? Ég á góðan sófa sem er svona gamaldags útskorinn og þægilegur, á ágætist sjónvarp og gott eldhúsborð sem hægt er að stækka á báða vegu. Ég á tíu ára tölvu sem ennþá gengur og ég get sannarlega bloggað í henni - þó svo að stundum frjósi hún í miðjum klíðum og kannski klukkutíma skrif tapist. Ég á lítinn prentara, litla hátalara og þráðlausa mús. Ég á sæmilegan slatta af fötum því föt kaupi ég frekar en að reykja, drekka og djamma - en bolirnir mínir eru þó í mikilli fleirtölu. Ég á kött. Ég á tvö bónusbrauð í frystikistunni og einnig nokkur sjófryst ýsuflök, tvær bjúgur, einn skötusel og nokkra litla rúgbrauðskubba. Ég á tvo góða potta, steikarpönnu og vöfflujárn sem og brauðrist en ég hef aldrei viljað örbylgjuofn vegna geislamengunar í matnum sem í hann fer.
Ég á litla sæta kommóðu á baðherberginu sem í ég geymi handklæði og þannig - á 15 ára þvottavél sem enn hefur ekki bilað, 7 ára ískáp, 15 ára hrærivél sem ég fékk um leið og þvottavélina og svo á ég nú eitt lítið bruðl sem kallast matvinsluvél sem ég nota nú samt sjaldan. '
Ofaná þetta allt saman á ég stóra og mikla yndislega fjölskyldu sem elska mig og sem ég elska meira en mitt eigið líf. Myndi hiklaust fórna því fyrir mína nákomnustu, og það án þess að vænta einhvers til baka.
Þið sjáið að það er mikið vandamál hjá mér að fara að reyna að fjárfesta í einhverju því ég á allt. Kannski koma hlutabréf til greina? Kannski maður ætti að fara til svona ehh .. fjármálaráðgjafa. Það er ekkert hlaupið í það að fjárfesta ef maður ætlar ekki að missa allt féð úr höndunum.
Æi, þetta er víst orðið of seint, var búinn að gleyma því að ég pantaði pizzu áðan og nú kom sendillinn með pizzuna - og tók restina af launununum mínum - heilar 2000kr. Ég er víst ekkert að fara að fjárfesta - en ég er ánægður - gat leyft mér smá munað í endanum á mánuðinum, það eru ekki allir eins heppnir og ég.. en það er líka vegna þess að ég er nú ekki beint lágt launaður á skala við afa og ömmu eða Jónu frænku sem er öryrki ...
Málið er að ég hef það óvenjulega gott því það eru margir sem eiga og gera nákvæmlega sama og ég yfir mánuðinn = ekki neitt. En eiga samt aldrei fyrir neinu, hvað þá hinum eðlilegu mánaðarútgjöldum sem felast í því sem kalla má mannsæmandi lifnaðarhætti. Vona að Davíð og co lesi þetta ásamt ríkisstjórn - á meðan þau djamma feitt í næstu stórveislu sem þau þurfa sennilega lítið sem ekkert að borga fyrir. Ég segi Davíð vegna þess að hver annar en hann hélt lægstu laununum, launum öryrkja og aldraðara, niðri svo árum skipti sem æðsti maðurinn á koppnum. Hver er það sem hatar öryrkjana mest? Jú, þeir hæst launuðu í þjóðfélaginu að mínu mati.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Brilljant, og ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Ég ákvað að hlægja. Þú ert frábær penni. Mun ekki missa af færslu héðan í frá.
Kveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 01:04
Þakka þér falleg orð Jenný. Ég ætlaðist þó alls ekki til þess að þú færir að gerast fastagestur hjá mér þó ég sé sífellt að skjóta inn hjá þér orðum - þó sannarlega sé það ljúfur heiður að hafa lítið og nett "Goð" í heimsókn af og til.
Allavega, þakka þér og vertu bara velkomin hvenær sem er.
Tiger, 1.2.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.